Hugleiðingar í kjölfar Smáþings Páll Harðarson skrifar 4. nóvember 2013 07:00 Á glæsilegu Smáþingi sem haldið var þann 10. október var fjallað um málefni lítilla og meðalstórra fyrirtækja frá ýmsum sjónarhornum. Smáþingið og fréttir í aðdraganda þess hefur vafalítið sannfært flesta um nauðsyn aðgerða til að skapa þessum fyrirtækjum eðlilegt starfsumhverfi. Mikið liggur við, enda gætu þau orðið drifkraftur hagvaxtar á næstu árum ef vel tekst til. Ekki er rætt um neina eina töfralausn, heldur þarf samstillt átak á mörgum sviðum. Í könnun sem gerð var fyrir Smáþing var reynt að leggja mat á þá þætti sem helst standa í vegi fyrir vexti lítilla og meðalstórra fyrirtækja. Að mati þeirra sjálfra eru hár fjármagnskostnaður og skortur á fjármagni meðal helstu hindrana. Við í Kauphöllinni höfum mikið brotið heilann um það hvernig hlutabréfa- og skuldabréfamarkaður gætu nýst þessum fyrirtækjum betur en nú er og þannig ráðist að rót þessa vanda. Nú er það svo að Kauphöllin starfrækir markað sem einkum er sniðinn að litlum og meðalstórum fyrirtækjum. Markaðurinn nefnist First North og er starfræktur til hliðar við Aðalmarkað Kauphallarinnar. Systurkauphallir Kauphallarinnar á Norðurlöndum reka sambærilega markaði og hefur First North markaðurinn í Svíþjóð blómstrað. Það sem af er ári hafa tólf fyrirtæki skráð sig á þann markað, mun fleiri en á Aðalmarkað. Markaðurinn telur um 107 fyrirtæki. Athuganir NASDAQ OMX í Stokkhólmi sýna að fyrirtæki á First North vaxa mun hraðar en almennt gengur og gerist. Fyrirtæki hafa nýtt markaðinn vel til að afla fjármagns til uppbyggingar sem einnig hefur skilað sér svo um munar þegar kemur að atvinnusköpun, en athuganir sýna að starfsmönnum þessara fyrirtækja hefur að jafnaði fjölgað um 36,5% á ári eftir að þau hafa komið inn á markaðinn. Önnur fyrirtæki hafa eflt sig að sama skapi um 1,5% á samanburðartímabilinu. Þessi vöxtur birtist einnig í því að á síðustu árum hafa um 30 fyrirtæki fært sig af sænska First North markaðnum yfir á Aðalmarkaðinn. Markaðurinn er því efnahagslega mikilvægur þegar kemur að atvinnusköpun, nýtist sem uppspretta fjár fyrir lítil og meðalstór fyrirtæki og er stökkpallur til frekari landvinninga.Betur má ef duga skal Íslenski First North markaðurinn er nánast eins og sá sænski að uppbyggingu. Af hverju hafa lítil og meðalstór íslensk fyrirtæki þá ekki nýtt sér þennan markað sem fjármögnunarkost í neinum mæli? Margt kemur til. Ein ástæða er vafalaust sú að íslensk fyrirtæki eru lítt meðvituð um þennan kost. Í BS ritgerð Þuríðar Guðmundsdóttur við viðskiptafræðideild Háskóla Íslands kemur fram að innan við þriðjungi stærstu fyrirtækja landsins er kunnugt um þennan markað. Leiða má líkur að því að hlutfallið sé lægra meðal smærri fyrirtækja. Kauphöllin hefur undanfarið ár átt samtal við fjöldamörg fyrirtæki og ráðgjafa um First North markaðinn en betur má ef duga skal. Þá virðist okkur einnig að margir álíti lítil og meðalstór fyrirtæki einfaldlega of lítil til að eiga erindi á markað. Vissulega er það svo að ekki eiga öll fyrirtæki heima á markaði. Það er aftur á móti deginum ljósara að fjöldamörg íslensk fyrirtæki gætu nýtt sér verðbréfamarkað til vaxtar. Til að mynda er dæmigert fyrirtæki sem skráð er á First North markaðinn í Svíþjóð með 400-500 milljónir króna í árstekjur og innan við 20 starfsmenn. Í Svíþjóð hafa einnig ákveðin fjármála- og ráðgjafafyrirtæki sérhæft sig í aðstoð við fyrirtæki sem koma inn á First North markaðinn. Uppbygging á þessum markaði krefst þess að slíkir aðilar séu fyrir hendi í nægum mæli. Vísbendingar eru um að áhugi sé að aukast hérlendis á að þjóna þessum markaði og nú þegar hafa níu aðilar verið samþykktir af Kauphöllinni til að sinna starfi ráðgjafa á íslenska First North markaðnum. Sá þáttur sem nánast allir virðast vera sammála um að standi íslenska First North markaðnum hve mest fyrir þrifum er að lögum samkvæmt telst fjárfesting í fyrirtækjum á First North óskráð eign í bókum lífeyrissjóðanna. Þetta er afar óheppilegt og setur lífeyrissjóðum skorður varðandi fjárfestingar í þessum fyrirtækjum. Lífeyrissjóðirnir eru gríðarlega mikilvægir fjárfestar á verðbréfamarkaði. Eignarhlutdeild þeirra í skráðum fyrirtækjum er um þriðjungur og hærri ef óbeint eignarhald er talið með. Þessi flokkun í bókum lífeyrissjóða er órökrétt þar sem fjárfestar njóta í meginatriðum sömu verndar á First North og á Aðalmarkaði. Til að mynda gilda bæði innherja- og markaðsmisnotkunarákvæði verðbréfaviðskiptalaga um þennan markað til jafns við Aðalmarkaðinn, en sú er ekki raunin á svipuðum mörkuðum í flestum öðrum Evrópulöndum. Auknar heimildir lífeyrissjóða til fjárfestinga á mörkuðum á borð við First North yrði án nokkurs vafa mikil lyftistöng fyrir lítil og meðalstór íslensk fyrirtæki. Aukin þátttaka lífeyrissjóðanna myndi jafnframt laða aðra fjárfesta að markaðnum. Þannig yrði First North betur í stakk búinn til að styðja við vöxt íslensks atvinnulífs og bætt lífskjör. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson Skoðun Aftur á byrjunarreit Hörður Arnarson Skoðun Á hlaupum undan ábyrgðinni Áslaug Friðriksdóttir Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson Skoðun Skoðun Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Netöryggi til framtíðar Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Aftur á byrjunarreit Hörður Arnarson skrifar Skoðun Norðurlandamet í fúski! Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ursula von der Leyen styður þjóðarmorð! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar Sjá meira
Á glæsilegu Smáþingi sem haldið var þann 10. október var fjallað um málefni lítilla og meðalstórra fyrirtækja frá ýmsum sjónarhornum. Smáþingið og fréttir í aðdraganda þess hefur vafalítið sannfært flesta um nauðsyn aðgerða til að skapa þessum fyrirtækjum eðlilegt starfsumhverfi. Mikið liggur við, enda gætu þau orðið drifkraftur hagvaxtar á næstu árum ef vel tekst til. Ekki er rætt um neina eina töfralausn, heldur þarf samstillt átak á mörgum sviðum. Í könnun sem gerð var fyrir Smáþing var reynt að leggja mat á þá þætti sem helst standa í vegi fyrir vexti lítilla og meðalstórra fyrirtækja. Að mati þeirra sjálfra eru hár fjármagnskostnaður og skortur á fjármagni meðal helstu hindrana. Við í Kauphöllinni höfum mikið brotið heilann um það hvernig hlutabréfa- og skuldabréfamarkaður gætu nýst þessum fyrirtækjum betur en nú er og þannig ráðist að rót þessa vanda. Nú er það svo að Kauphöllin starfrækir markað sem einkum er sniðinn að litlum og meðalstórum fyrirtækjum. Markaðurinn nefnist First North og er starfræktur til hliðar við Aðalmarkað Kauphallarinnar. Systurkauphallir Kauphallarinnar á Norðurlöndum reka sambærilega markaði og hefur First North markaðurinn í Svíþjóð blómstrað. Það sem af er ári hafa tólf fyrirtæki skráð sig á þann markað, mun fleiri en á Aðalmarkað. Markaðurinn telur um 107 fyrirtæki. Athuganir NASDAQ OMX í Stokkhólmi sýna að fyrirtæki á First North vaxa mun hraðar en almennt gengur og gerist. Fyrirtæki hafa nýtt markaðinn vel til að afla fjármagns til uppbyggingar sem einnig hefur skilað sér svo um munar þegar kemur að atvinnusköpun, en athuganir sýna að starfsmönnum þessara fyrirtækja hefur að jafnaði fjölgað um 36,5% á ári eftir að þau hafa komið inn á markaðinn. Önnur fyrirtæki hafa eflt sig að sama skapi um 1,5% á samanburðartímabilinu. Þessi vöxtur birtist einnig í því að á síðustu árum hafa um 30 fyrirtæki fært sig af sænska First North markaðnum yfir á Aðalmarkaðinn. Markaðurinn er því efnahagslega mikilvægur þegar kemur að atvinnusköpun, nýtist sem uppspretta fjár fyrir lítil og meðalstór fyrirtæki og er stökkpallur til frekari landvinninga.Betur má ef duga skal Íslenski First North markaðurinn er nánast eins og sá sænski að uppbyggingu. Af hverju hafa lítil og meðalstór íslensk fyrirtæki þá ekki nýtt sér þennan markað sem fjármögnunarkost í neinum mæli? Margt kemur til. Ein ástæða er vafalaust sú að íslensk fyrirtæki eru lítt meðvituð um þennan kost. Í BS ritgerð Þuríðar Guðmundsdóttur við viðskiptafræðideild Háskóla Íslands kemur fram að innan við þriðjungi stærstu fyrirtækja landsins er kunnugt um þennan markað. Leiða má líkur að því að hlutfallið sé lægra meðal smærri fyrirtækja. Kauphöllin hefur undanfarið ár átt samtal við fjöldamörg fyrirtæki og ráðgjafa um First North markaðinn en betur má ef duga skal. Þá virðist okkur einnig að margir álíti lítil og meðalstór fyrirtæki einfaldlega of lítil til að eiga erindi á markað. Vissulega er það svo að ekki eiga öll fyrirtæki heima á markaði. Það er aftur á móti deginum ljósara að fjöldamörg íslensk fyrirtæki gætu nýtt sér verðbréfamarkað til vaxtar. Til að mynda er dæmigert fyrirtæki sem skráð er á First North markaðinn í Svíþjóð með 400-500 milljónir króna í árstekjur og innan við 20 starfsmenn. Í Svíþjóð hafa einnig ákveðin fjármála- og ráðgjafafyrirtæki sérhæft sig í aðstoð við fyrirtæki sem koma inn á First North markaðinn. Uppbygging á þessum markaði krefst þess að slíkir aðilar séu fyrir hendi í nægum mæli. Vísbendingar eru um að áhugi sé að aukast hérlendis á að þjóna þessum markaði og nú þegar hafa níu aðilar verið samþykktir af Kauphöllinni til að sinna starfi ráðgjafa á íslenska First North markaðnum. Sá þáttur sem nánast allir virðast vera sammála um að standi íslenska First North markaðnum hve mest fyrir þrifum er að lögum samkvæmt telst fjárfesting í fyrirtækjum á First North óskráð eign í bókum lífeyrissjóðanna. Þetta er afar óheppilegt og setur lífeyrissjóðum skorður varðandi fjárfestingar í þessum fyrirtækjum. Lífeyrissjóðirnir eru gríðarlega mikilvægir fjárfestar á verðbréfamarkaði. Eignarhlutdeild þeirra í skráðum fyrirtækjum er um þriðjungur og hærri ef óbeint eignarhald er talið með. Þessi flokkun í bókum lífeyrissjóða er órökrétt þar sem fjárfestar njóta í meginatriðum sömu verndar á First North og á Aðalmarkaði. Til að mynda gilda bæði innherja- og markaðsmisnotkunarákvæði verðbréfaviðskiptalaga um þennan markað til jafns við Aðalmarkaðinn, en sú er ekki raunin á svipuðum mörkuðum í flestum öðrum Evrópulöndum. Auknar heimildir lífeyrissjóða til fjárfestinga á mörkuðum á borð við First North yrði án nokkurs vafa mikil lyftistöng fyrir lítil og meðalstór íslensk fyrirtæki. Aukin þátttaka lífeyrissjóðanna myndi jafnframt laða aðra fjárfesta að markaðnum. Þannig yrði First North betur í stakk búinn til að styðja við vöxt íslensks atvinnulífs og bætt lífskjör.
Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson Skoðun
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar
Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson Skoðun