Tæfur og tígulgosar María Hjálmtýsdóttir skrifar 31. október 2013 06:00 Þegar ég var tæplega unglingur komst ég í dönsk klámblöð sem mér fannst hrikalega spennandi að skoða í laumi vegna þess að ég vissi að þetta væri bannað. Snemma á unglingsárunum sá ég meira að segja alvöru klámmyndir sem við komumst í eftir mikið laumuspil. Þær voru illa leiknar og hinn svokallaði „söguþráður“ var í besta falli hörmulegur, enda aukaatriði. Áhugi unglinga á kynlífi er hvorki nýr af nálinni né skrýtinn. Krakkar í dag eru ekkert verri en áður fyrr, þeir eru jafnvel heilbrigðari á margan hátt en við fyrirrennarar þeirra. Sú grundvallarbreyting sem hefur orðið á tilveru unglinga er internetvæðingin sem er nú orðin svo gríðarleg að sumir fá áfall þurfi þeir að fara á klósettið án þess að vera nettengdir. Klámbransinn er einn þeirra hluta sem hefur stökkbreyst með tilkomu internetsins. Einu sinni lásum við í Tígulgosanum um hana Melbu sem stundi við þegar hún strauk mjólkurpóstinum sem var agndofa yfir nautnalegum mjaðmahreyfingum hennar. Í dag þarftu ekki að klikka langt yfir skammt til þess að finna síður sem bjóðast til að sýna þér hvernig tánings-tíkurnar fá það sem þær eiga skilið, hvernig fylla skal í öll göt á druslunum til að kenna þeim auðmýkt og hvernig alvöru grjóthörð karlmenni gefa þessum dræsum það sem þær virkilega þurfa á að halda. Og nú er ég frekar að draga úr en ýkja. Hinar óhugnanlega einfölduðu staðalmyndir þar sem karlinn er ískaldur og grjótharður drottnari og konurnar kynþokkafullt skraut eða leiktæki eru svo endurteknar út í hið óendanlega í tónlistarmyndböndum, tölvuleikjum og fleiru. Mörgum krökkum líður illa en þora oft ekki að tala um hvernig neysla kláms hefur áhrif á sjálfsmynd þeirra, kynhegðun og náin sambönd. Krakkarnir okkar, og þá sérstaklega strákarnir, neyta margir hverjir kláms reglulega og hafa séð grimmilegustu hluti. Spyrjið þau bara. Meðal annars þess vegna er svo mikilvægt að opna fyrir þessa umræðu og halda henni gangandi. Eitt besta vopnið í baráttunni fyrir kynheilbrigði komandi kynslóða er jafnréttisfræðsla og aftur jafnréttisfræðsla. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Söngur Ísraels og RÚV Ingólfur Gíslason. Skoðun Lélegir íslenskir læknar...eru ekki til! Steinunn Þórðardóttir Skoðun Uppiskroppa með umræðuefni í málþófi? Talið um Gaza! Viðar Eggertsson Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson Skoðun Þjóðin sem selur sjálfri sér: Vangaveltur um sölu Íslandsbanka Guðjón Heiðar Pálsson Skoðun Halldór 17.05.2025 Halldór Torfærur, hossur og hristingar! Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir Skoðun Valkyrjurnar verða að losa okkur við Rapyd Björn B. Björnsson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Friðun Grafarvogs Stefán Jón Hafstein Skoðun Skoðun Skoðun Lélegir íslenskir læknar...eru ekki til! Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Þjóðin sem selur sjálfri sér: Vangaveltur um sölu Íslandsbanka Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Þriðji kafli: Skálmöld Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Valkyrjurnar verða að losa okkur við Rapyd Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Söngur Ísraels og RÚV Ingólfur Gíslason. skrifar Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson skrifar Skoðun Uppiskroppa með umræðuefni í málþófi? Talið um Gaza! Viðar Eggertsson skrifar Skoðun Kærleikurinn pikkaði í mig Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Gigt er ekki bara sjúkdómur fullorðinna – Gigtarfélagið heldur opið hús til að fræða og styðja alla aldurshópa Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Friðun Grafarvogs Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Torfærur, hossur og hristingar! Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun NÓG ER NÓG – Heilbrigðiskerfið er í neyðarástandi Ásthildur Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun Við munum aldrei fela okkur aftur Kári Garðarsson skrifar Skoðun Er Kópavogsbær vel rekinn? Bergljót Kristinsdóttir skrifar Skoðun Oft er forræðishyggja hjá fjölskyldum og á heimilum fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson Zebitz skrifar Skoðun Um sjónarhorn og sannleika Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Lýðræðið er farið – er of seint að snúa við? Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Er gagnlegt að kunna að forrita á tímum gervigreindar? Henning Arnór Úlfarsson skrifar Skoðun Málþóf og/eða lýðræði? Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Umdeildasti fríverslunarsamningur sögunnar? Arnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Ísafjarðarbær í Bestu deild Sigríður Júlía Brynleifsdóttir,Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð í beinni Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Allt þetta máttu eiga ef þú tilbiður mig Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Atvinnufrelsi! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Að mása eða fara í golf Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Leiðréttum kerfisbundið misrétti Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Leikjanámskeið fyrir fullorðna við Austurvöll Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Sparnaðarráð fyrir ferðalagið Svandís Edda Jónudóttir skrifar Skoðun Sál hvers samfélags birtist skýrast í því hvernig það annast börnin sín Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar Skoðun Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon skrifar Sjá meira
Þegar ég var tæplega unglingur komst ég í dönsk klámblöð sem mér fannst hrikalega spennandi að skoða í laumi vegna þess að ég vissi að þetta væri bannað. Snemma á unglingsárunum sá ég meira að segja alvöru klámmyndir sem við komumst í eftir mikið laumuspil. Þær voru illa leiknar og hinn svokallaði „söguþráður“ var í besta falli hörmulegur, enda aukaatriði. Áhugi unglinga á kynlífi er hvorki nýr af nálinni né skrýtinn. Krakkar í dag eru ekkert verri en áður fyrr, þeir eru jafnvel heilbrigðari á margan hátt en við fyrirrennarar þeirra. Sú grundvallarbreyting sem hefur orðið á tilveru unglinga er internetvæðingin sem er nú orðin svo gríðarleg að sumir fá áfall þurfi þeir að fara á klósettið án þess að vera nettengdir. Klámbransinn er einn þeirra hluta sem hefur stökkbreyst með tilkomu internetsins. Einu sinni lásum við í Tígulgosanum um hana Melbu sem stundi við þegar hún strauk mjólkurpóstinum sem var agndofa yfir nautnalegum mjaðmahreyfingum hennar. Í dag þarftu ekki að klikka langt yfir skammt til þess að finna síður sem bjóðast til að sýna þér hvernig tánings-tíkurnar fá það sem þær eiga skilið, hvernig fylla skal í öll göt á druslunum til að kenna þeim auðmýkt og hvernig alvöru grjóthörð karlmenni gefa þessum dræsum það sem þær virkilega þurfa á að halda. Og nú er ég frekar að draga úr en ýkja. Hinar óhugnanlega einfölduðu staðalmyndir þar sem karlinn er ískaldur og grjótharður drottnari og konurnar kynþokkafullt skraut eða leiktæki eru svo endurteknar út í hið óendanlega í tónlistarmyndböndum, tölvuleikjum og fleiru. Mörgum krökkum líður illa en þora oft ekki að tala um hvernig neysla kláms hefur áhrif á sjálfsmynd þeirra, kynhegðun og náin sambönd. Krakkarnir okkar, og þá sérstaklega strákarnir, neyta margir hverjir kláms reglulega og hafa séð grimmilegustu hluti. Spyrjið þau bara. Meðal annars þess vegna er svo mikilvægt að opna fyrir þessa umræðu og halda henni gangandi. Eitt besta vopnið í baráttunni fyrir kynheilbrigði komandi kynslóða er jafnréttisfræðsla og aftur jafnréttisfræðsla.
Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson Skoðun
Skoðun Þjóðin sem selur sjálfri sér: Vangaveltur um sölu Íslandsbanka Guðjón Heiðar Pálsson skrifar
Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson skrifar
Skoðun Gigt er ekki bara sjúkdómur fullorðinna – Gigtarfélagið heldur opið hús til að fræða og styðja alla aldurshópa Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Oft er forræðishyggja hjá fjölskyldum og á heimilum fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson Zebitz skrifar
Skoðun Sál hvers samfélags birtist skýrast í því hvernig það annast börnin sín Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar
Skoðun Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon skrifar
Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson Skoðun