Bróðir minn Krabbameinsfélagið Hildur Baldursdóttir skrifar 31. október 2013 06:00 Um miðjan mars á þessu ári greindist ég með brjóstakrabbamein. Sá dómur var mér eðlilega þungbær. Fyrirvaralaust breyttist lífið. Árs veikindaleyfi frá vinnu og lífið umturnaðist. Á slíkum tímum þarf maður marga bandamenn. Við þekkjum það tilsvar frá hetjum fornsagnanna: „Ber er hver að baki nema sér bróður eigi“. Margir „bræður“ hafa fylkt sér að baki mér og einn af þeim öflugri er Ráðgjafarþjónusta Krabbameinsfélagsins í Skógarhlíð. Góð vinkona beindi mér þangað fljótlega eftir greiningu og það er ekki ofmælt að mér var tekið opnum örmum. Fyrst fékk ég tíma í slökun sem róaði strekktar taugar og fleiri slíkir tímar hafa bæst við. Svo var mér bent á snyrtinámskeið. Ég hélt að það væri bara pjatt, en annað kom á daginn. Ekki minnst gagnlegt að fá aðstoð við að sættast við breytt útlit. Nú er ekki lengur í boði að skella á sig maskara og glossi og líta bara skikkanlega út. Húðin breytist og augnhár hverfa, en ég fékk góða hjálp við að takast á við það. Fjölbreyttir fyrirlestrar eru í boði bæði til gagns og gamans. Síðast var ég að læra um varðveislu og flokkun á stafrænum ljósmyndum. Frá upphafi hef ég mætt eins oft og ég get í Qi-gong hugleiðslu undir leiðsögn Gunnars Eyjólfssonar leikara. Við öndum inn góðri orku, stjórnum henni, slökum og tæmum hugann. Þessar æfingar hafa nýst mér vel þegar verkir eða áhyggjur segja til sín. Námskeið eru fjölbreytt í Skógarhlíðinni. Núna er ég á frábæru átta vikna námskeiði í „Núvitund“ (Mindfullness). Það námskeið hjálpar til við að lifa í núinu og njóta augnabliksins. Að bægja frá sér erfiðum hugsunum og takast á við það sem mætir manni. Það sem er samt allra best er viðmótið sem mætir manni í Ráðgjafarþjónustunni í Skógarhlíðinni. Ekki bara frá starfsfólki, heldur líka hinum gestunum. Ég reyni að fara þangað eins oft og ég get, því mér líður ævinlega betur eftir heimsóknina, hvert svo sem erindið er. Ég hef alltaf tekið einhvern þátt í bleika mánuðinum og þá hugsað til þeirra sem standa á vígvellinum. Verð að viðurkenna að mánuðurinn í ár er öðruvísi. Nú er það ég sem er í baráttunni og tek við og þakka hlýjar hugsanir og stuðning. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Halldór 17.05.2025 Halldór Lélegir íslenskir læknar...eru ekki til! Steinunn Þórðardóttir Skoðun Söngur Ísraels og RÚV Ingólfur Gíslason. Skoðun Þjóðin sem selur sjálfri sér: Vangaveltur um sölu Íslandsbanka Guðjón Heiðar Pálsson Skoðun Friðun Grafarvogs Stefán Jón Hafstein Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson Skoðun Við munum aldrei fela okkur aftur Kári Garðarsson Skoðun NÓG ER NÓG – Heilbrigðiskerfið er í neyðarástandi Ásthildur Kristín Björnsdóttir Skoðun Valkyrjurnar verða að losa okkur við Rapyd Björn B. Björnsson Skoðun Er Kópavogsbær vel rekinn? Bergljót Kristinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Lélegir íslenskir læknar...eru ekki til! Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Þjóðin sem selur sjálfri sér: Vangaveltur um sölu Íslandsbanka Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Þriðji kafli: Skálmöld Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Valkyrjurnar verða að losa okkur við Rapyd Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Söngur Ísraels og RÚV Ingólfur Gíslason. skrifar Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson skrifar Skoðun Uppiskroppa með umræðuefni í málþófi? Talið um Gaza! Viðar Eggertsson skrifar Skoðun Kærleikurinn pikkaði í mig Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Gigt er ekki bara sjúkdómur fullorðinna – Gigtarfélagið heldur opið hús til að fræða og styðja alla aldurshópa Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Friðun Grafarvogs Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Torfærur, hossur og hristingar! Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun NÓG ER NÓG – Heilbrigðiskerfið er í neyðarástandi Ásthildur Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun Við munum aldrei fela okkur aftur Kári Garðarsson skrifar Skoðun Er Kópavogsbær vel rekinn? Bergljót Kristinsdóttir skrifar Skoðun Oft er forræðishyggja hjá fjölskyldum og á heimilum fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson Zebitz skrifar Skoðun Um sjónarhorn og sannleika Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Lýðræðið er farið – er of seint að snúa við? Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Er gagnlegt að kunna að forrita á tímum gervigreindar? Henning Arnór Úlfarsson skrifar Skoðun Málþóf og/eða lýðræði? Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Umdeildasti fríverslunarsamningur sögunnar? Arnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Ísafjarðarbær í Bestu deild Sigríður Júlía Brynleifsdóttir,Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð í beinni Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Allt þetta máttu eiga ef þú tilbiður mig Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Atvinnufrelsi! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Að mása eða fara í golf Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Leiðréttum kerfisbundið misrétti Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Leikjanámskeið fyrir fullorðna við Austurvöll Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Sparnaðarráð fyrir ferðalagið Svandís Edda Jónudóttir skrifar Skoðun Sál hvers samfélags birtist skýrast í því hvernig það annast börnin sín Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar Skoðun Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon skrifar Sjá meira
Um miðjan mars á þessu ári greindist ég með brjóstakrabbamein. Sá dómur var mér eðlilega þungbær. Fyrirvaralaust breyttist lífið. Árs veikindaleyfi frá vinnu og lífið umturnaðist. Á slíkum tímum þarf maður marga bandamenn. Við þekkjum það tilsvar frá hetjum fornsagnanna: „Ber er hver að baki nema sér bróður eigi“. Margir „bræður“ hafa fylkt sér að baki mér og einn af þeim öflugri er Ráðgjafarþjónusta Krabbameinsfélagsins í Skógarhlíð. Góð vinkona beindi mér þangað fljótlega eftir greiningu og það er ekki ofmælt að mér var tekið opnum örmum. Fyrst fékk ég tíma í slökun sem róaði strekktar taugar og fleiri slíkir tímar hafa bæst við. Svo var mér bent á snyrtinámskeið. Ég hélt að það væri bara pjatt, en annað kom á daginn. Ekki minnst gagnlegt að fá aðstoð við að sættast við breytt útlit. Nú er ekki lengur í boði að skella á sig maskara og glossi og líta bara skikkanlega út. Húðin breytist og augnhár hverfa, en ég fékk góða hjálp við að takast á við það. Fjölbreyttir fyrirlestrar eru í boði bæði til gagns og gamans. Síðast var ég að læra um varðveislu og flokkun á stafrænum ljósmyndum. Frá upphafi hef ég mætt eins oft og ég get í Qi-gong hugleiðslu undir leiðsögn Gunnars Eyjólfssonar leikara. Við öndum inn góðri orku, stjórnum henni, slökum og tæmum hugann. Þessar æfingar hafa nýst mér vel þegar verkir eða áhyggjur segja til sín. Námskeið eru fjölbreytt í Skógarhlíðinni. Núna er ég á frábæru átta vikna námskeiði í „Núvitund“ (Mindfullness). Það námskeið hjálpar til við að lifa í núinu og njóta augnabliksins. Að bægja frá sér erfiðum hugsunum og takast á við það sem mætir manni. Það sem er samt allra best er viðmótið sem mætir manni í Ráðgjafarþjónustunni í Skógarhlíðinni. Ekki bara frá starfsfólki, heldur líka hinum gestunum. Ég reyni að fara þangað eins oft og ég get, því mér líður ævinlega betur eftir heimsóknina, hvert svo sem erindið er. Ég hef alltaf tekið einhvern þátt í bleika mánuðinum og þá hugsað til þeirra sem standa á vígvellinum. Verð að viðurkenna að mánuðurinn í ár er öðruvísi. Nú er það ég sem er í baráttunni og tek við og þakka hlýjar hugsanir og stuðning.
Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson Skoðun
Skoðun Þjóðin sem selur sjálfri sér: Vangaveltur um sölu Íslandsbanka Guðjón Heiðar Pálsson skrifar
Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson skrifar
Skoðun Gigt er ekki bara sjúkdómur fullorðinna – Gigtarfélagið heldur opið hús til að fræða og styðja alla aldurshópa Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Oft er forræðishyggja hjá fjölskyldum og á heimilum fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson Zebitz skrifar
Skoðun Sál hvers samfélags birtist skýrast í því hvernig það annast börnin sín Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar
Skoðun Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon skrifar
Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson Skoðun