Segðu já við því að segja nei 30. október 2013 00:00 Hvað gerir það að verkum að sumt fólk kemst hratt áfram með verkefni sín á meðan aðrir eru alltaf á fullu en áorka þó litlu? Sem manneskja með eigin rekstur þá er áskorun mín ítrekað þessi: Hvernig kem ég öllu í verk sem ég þarf og vil koma í verk? Þegar upp er staðið þá er sú tímastjórnunaraðferð sem hefur virkað hvað best fyrir mig það að segja ekki eins oft „já“.Auðvelt að segja „já“ Þetta litla orð skiptir sköpum þegar kemur að því að virða tíma okkar og framlag til umheimsins. Það er nefnilega mjög auðvelt að segja „já“ en alls ekki svo auðvelt að segja „nei“. Við viljum ekki valda fólki vonbrigðum og viljum vera jákvæð og þjónustulunduð og eins viljum við segja já við tækifærum og viðskiptavinum. En hvað eru öll þessi „já“ að kosta okkur? Það sem eyðir tíma okkar og eykur streitu fremur en annað er endurtekin jákvæðni gagnvart því að gefa tíma okkar í að sinna málum sem annað fólk setur í forgang á meðan okkar eigin forgangsatriði sitja á hakanum. Þegar þú ert beðinn um að gera eitthvað, gefðu þér tíma til þess að hugsa málið. Skoðaðu hvað mælir með og á móti því að segja já. Er þetta eitthvað sem er þér mögulegt, hefurðu tíma og geturðu sinnt því vel? Er þetta eitthvað sem færir þig nær eigin markmiðum eða tekur þig frá því sem þú ert að vinna að?Segðu oftar „nei“ Það að segja „nei“ þýðir ekki að þú sért slæm manneskja, starfsmaður eða stjórnandi heldur að þú hafir önnur forgangsatriði og takmarkanir. Þegar einhver biður þig um eitthvað sem hentar þér ekki, íhugaðu þá hvort einhver annar gæti öðlast tækifæri á því að fá verkefnið og bjóddu jafnvel fram tillögur að því hvernig hægt væri að leysa verkefnið þó svo þú getir ekki sinnt því. Þú þarft ekki að afsaka þig fyrir að gera það sem er réttast fyrir þig og þitt starf eða rekstur. Þegar þú gefur fólki „vinalegt“ nei með einfaldri útskýringu þá virðir fólk afstöðu þína og treystir þér í raun enn frekar þar sem þú ert með þín forgangsatriði á hreinu. Prófaðu að segja oftar „nei“ við því sem hentar þér ekki og þú segir í leiðinni „já“ við því sem skiptir þig mestu máli, nýtir tíma þinn margfalt betur og eykur eigin afköst. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Halldór 17.05.2025 Halldór Lélegir íslenskir læknar...eru ekki til! Steinunn Þórðardóttir Skoðun Þjóðin sem selur sjálfri sér: Vangaveltur um sölu Íslandsbanka Guðjón Heiðar Pálsson Skoðun Friðun Grafarvogs Stefán Jón Hafstein Skoðun Söngur Ísraels og RÚV Ingólfur Gíslason. Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson Skoðun Við munum aldrei fela okkur aftur Kári Garðarsson Skoðun NÓG ER NÓG – Heilbrigðiskerfið er í neyðarástandi Ásthildur Kristín Björnsdóttir Skoðun Valkyrjurnar verða að losa okkur við Rapyd Björn B. Björnsson Skoðun Er Kópavogsbær vel rekinn? Bergljót Kristinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Lélegir íslenskir læknar...eru ekki til! Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Þjóðin sem selur sjálfri sér: Vangaveltur um sölu Íslandsbanka Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Þriðji kafli: Skálmöld Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Valkyrjurnar verða að losa okkur við Rapyd Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Söngur Ísraels og RÚV Ingólfur Gíslason. skrifar Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson skrifar Skoðun Uppiskroppa með umræðuefni í málþófi? Talið um Gaza! Viðar Eggertsson skrifar Skoðun Kærleikurinn pikkaði í mig Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Gigt er ekki bara sjúkdómur fullorðinna – Gigtarfélagið heldur opið hús til að fræða og styðja alla aldurshópa Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Friðun Grafarvogs Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Torfærur, hossur og hristingar! Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun NÓG ER NÓG – Heilbrigðiskerfið er í neyðarástandi Ásthildur Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun Við munum aldrei fela okkur aftur Kári Garðarsson skrifar Skoðun Er Kópavogsbær vel rekinn? Bergljót Kristinsdóttir skrifar Skoðun Oft er forræðishyggja hjá fjölskyldum og á heimilum fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson Zebitz skrifar Skoðun Um sjónarhorn og sannleika Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Lýðræðið er farið – er of seint að snúa við? Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Er gagnlegt að kunna að forrita á tímum gervigreindar? Henning Arnór Úlfarsson skrifar Skoðun Málþóf og/eða lýðræði? Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Umdeildasti fríverslunarsamningur sögunnar? Arnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Ísafjarðarbær í Bestu deild Sigríður Júlía Brynleifsdóttir,Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð í beinni Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Allt þetta máttu eiga ef þú tilbiður mig Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Atvinnufrelsi! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Að mása eða fara í golf Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Leiðréttum kerfisbundið misrétti Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Leikjanámskeið fyrir fullorðna við Austurvöll Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Sparnaðarráð fyrir ferðalagið Svandís Edda Jónudóttir skrifar Skoðun Sál hvers samfélags birtist skýrast í því hvernig það annast börnin sín Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar Skoðun Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon skrifar Sjá meira
Hvað gerir það að verkum að sumt fólk kemst hratt áfram með verkefni sín á meðan aðrir eru alltaf á fullu en áorka þó litlu? Sem manneskja með eigin rekstur þá er áskorun mín ítrekað þessi: Hvernig kem ég öllu í verk sem ég þarf og vil koma í verk? Þegar upp er staðið þá er sú tímastjórnunaraðferð sem hefur virkað hvað best fyrir mig það að segja ekki eins oft „já“.Auðvelt að segja „já“ Þetta litla orð skiptir sköpum þegar kemur að því að virða tíma okkar og framlag til umheimsins. Það er nefnilega mjög auðvelt að segja „já“ en alls ekki svo auðvelt að segja „nei“. Við viljum ekki valda fólki vonbrigðum og viljum vera jákvæð og þjónustulunduð og eins viljum við segja já við tækifærum og viðskiptavinum. En hvað eru öll þessi „já“ að kosta okkur? Það sem eyðir tíma okkar og eykur streitu fremur en annað er endurtekin jákvæðni gagnvart því að gefa tíma okkar í að sinna málum sem annað fólk setur í forgang á meðan okkar eigin forgangsatriði sitja á hakanum. Þegar þú ert beðinn um að gera eitthvað, gefðu þér tíma til þess að hugsa málið. Skoðaðu hvað mælir með og á móti því að segja já. Er þetta eitthvað sem er þér mögulegt, hefurðu tíma og geturðu sinnt því vel? Er þetta eitthvað sem færir þig nær eigin markmiðum eða tekur þig frá því sem þú ert að vinna að?Segðu oftar „nei“ Það að segja „nei“ þýðir ekki að þú sért slæm manneskja, starfsmaður eða stjórnandi heldur að þú hafir önnur forgangsatriði og takmarkanir. Þegar einhver biður þig um eitthvað sem hentar þér ekki, íhugaðu þá hvort einhver annar gæti öðlast tækifæri á því að fá verkefnið og bjóddu jafnvel fram tillögur að því hvernig hægt væri að leysa verkefnið þó svo þú getir ekki sinnt því. Þú þarft ekki að afsaka þig fyrir að gera það sem er réttast fyrir þig og þitt starf eða rekstur. Þegar þú gefur fólki „vinalegt“ nei með einfaldri útskýringu þá virðir fólk afstöðu þína og treystir þér í raun enn frekar þar sem þú ert með þín forgangsatriði á hreinu. Prófaðu að segja oftar „nei“ við því sem hentar þér ekki og þú segir í leiðinni „já“ við því sem skiptir þig mestu máli, nýtir tíma þinn margfalt betur og eykur eigin afköst.
Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson Skoðun
Skoðun Þjóðin sem selur sjálfri sér: Vangaveltur um sölu Íslandsbanka Guðjón Heiðar Pálsson skrifar
Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson skrifar
Skoðun Gigt er ekki bara sjúkdómur fullorðinna – Gigtarfélagið heldur opið hús til að fræða og styðja alla aldurshópa Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Oft er forræðishyggja hjá fjölskyldum og á heimilum fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson Zebitz skrifar
Skoðun Sál hvers samfélags birtist skýrast í því hvernig það annast börnin sín Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar
Skoðun Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon skrifar
Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson Skoðun