Um frábæran skóla og góða kennara Þórður Á. Hjaltested skrifar 28. október 2013 10:11 Í Fréttablaðinu 19. október síðastliðinn birtist undarlegur leiðari undir fyrirsögninni „Vonlaus skóli“ (eða „dýr grunnskóli“ – eftir því hvort net- eða pappírsútgáfa blaðsins er lesin). Leiðarinn, sem er eftir annan ritstjóra blaðsins, Mikael Torfason, er uppfullur af rangfærslum og misskilningi. Leiðarinn byrjar á eftirfarandi fullyrðingu: „Síðustu áratugi höfum við lagt talsvert fjármagn og orku í forsendur þess að þjónusta í grunnskólum landsins megi verða sem best. Að því er virðist með sáralitlum árangri.“ Í framhaldi kemur fram að þó nemendum hafi fækkað hafi kennurum fjölgað um 20% síðustu fimmtán árin. Það er sagt skýra hversu hlutfallslega dýr grunnskólinn er hér á landi miðað við það sem gengur og gerist í nágrannalöndunum. Það er rétt að grunnskólinn er dýr hér á landi. En það er einnig rétt að upplýsa ritstjórann um að þegar grunnskólinn var færður frá ríki til sveitarfélaga árið 1996 var hann víðast hvar tví- og jafnvel þrísetinn. Kennsla stóð þá víða til klukkan 17 með tilheyrandi yfirvinnu og óhagræði. En það þýddi líka að færri kennara þurfti í hvern skóla. Nú 17 árum síðar er skólinn einsetinn, kennslustundum hefur verið fjölgað og skólaárið lengt. Allt þetta hefur orðið til þess að kennurum hefur fjölgað. En það eitt skýrir ekki aukinn kostnað. Í dag leigja sveitarfélög skólamannvirki af sjálfum sér - leigan fer í raun einn hring í bókhaldinu. Sú kerfisbreyting hefur haft veruleg áhrif á útreiknaðan kostnað við grunnskólann þó í raun ekkert hafi breyst annað en vinnulag við bókhald. Aðrir hlutir hafa líka áhrif. Landið er dreifbýlt og margir grunnskólar eru litlir og því „óhagkvæmir“ í rekstri. Þjóðin er ung og börn hér hlutfallslega fleiri en í nágrannalöndunum. Fleiri börn þýðir meiri kostnaður. Skólarnir reka nú allir mötuneyti fyrir nemendur sem þeir gerðu ekki fyrir aðeins fáum árum sem augljóslega kostar sitt. Að gefa í skyn að fjöldi kennara einn skýri að skólakerfið hér á landi er hlutfallslega dýrt stenst því engan veginn. En það eru fleiri rangfærslur í skrifum ritstjórans. Síðar í leiðaranum segir: „Krakkarnir okkar standast illa samanburð við jafnaldra þeirra í löndum sem við viljum helst bera okkur saman við.“ Sem er einfaldlega rangt. Námsmatsstofnun, menntamálaráðuneyti og þeir háskólar sem mennta kennara geta staðfest að íslenskir skólar standast fullkomlega samanburð við önnur lönd. Skólakerfið er raunar á lista yfir þau tuttugu bestu innan OECD. Þeir sem halda öðru fram vitna oft til nokkurra ára gamallar PISA könnunar máli sínu til stuðnings. Sú mæling er langt í frá fullkomin. Kennarar hafa bent á að erfitt hafi verið að fá íslenska nemendur til að undirbúa sig og einbeita sér að prófunum, því þau höfðu ekkert vægi fyrir þá. Hér á landi voru síðan allir nemendur prófaðir en í nágrannalöndunum var tekið úrtak. Þegar tekið er tillit til frávika kemur í ljós að munur á íslenskum nemendum og nemendum annars staðar á Norðurlöndum er ekki marktækur. Rannsókn stofnana Sameinuðu þjóðanna á heilsu og líðan barna víðsvegar um heiminn sýnir einnig að Ísland er meðal þeirra fimm landa sem standa sig best. Það hlýtur að vera einhvers virði. „Brottfall framhaldsskólanema hér á landi er með því hæsta sem þekkist í hinum vestræna heimi.“ Nánast allir sem ljúka námi í grunnskóla hér á landi hefja nám í framhaldsskóla. Þetta hlutfall er mun hærra en í þeim löndum sem við berum okkur helst saman við og skýrir að hluta þetta brottfall. Nemandi sem hættir í einum skóla en hefur strax nám í öðrum skráist einnig sem brottfallsnemandi. Rannsóknir sýna síðan hlutfallslega hærri atvinnuþátttöku íslenskra framhaldsskólanemenda með námi og að hún er snar áhættuþáttur í brottfalli. Stjórnvöld hafa markað þá stefnu að velta óvenju miklum hluta af kostnaði við skólagönguna yfir á nemendur og þannig neytt marga þeirra út á vinnumarkaðinn til að greiða fyrir nám sitt. „Það tekur íslenska krakka fjórtán ár að komast í háskóla en í öllum þeim löndum sem við viljum miða okkur við tekur það tólf og þrettán ár.“ Samanburður á námslengd hér og í öðrum löndum segir ekkert um gæði skólakerfa landanna. Miklu frekar þarf að skoða hvernig nemendur koma undirbúnir fyrir frekara nám og atvinnuþátttöku. Þar standa íslenskir nemendur mjög framarlega. „.... og erfiðir og krefjandi tímar eru fram undan hjá þeim stjórnmálamönnum sem hafa dug og þor til að laga einn dýrasta og óskilvirkasta grunnskóla í heimi.“ Það er í sjálfu sér rétt að verkefnin framundan eru erfið og krefjandi, enda löngu kominn tími til að stjórnmálamenn (og einstaka ritstjórar) kynni sér starfsemi skólanna og hætti að tala í úreltum frösum sem eiga sér litla stoð í raunveruleikanum. Hinn raunverulegi vandi er að á meðan yfirvöld hafa markað sér hástemmda stefnu í menntamálum hefur henni aldrei fylgt fjármagn. Skólar landsins hafa því áratugum saman búið við fjárskort. Í dag blasir við risavaxið verkefni. Gera þarf átak í að tæknivæða skólana því tölvubúnaður er t.d. úr sér genginn. Það þarf líka að hækka laun kennara til að starfið verði samkeppnishæft. Kennarinn er háskólamenntaður sérfræðingur sem á að hafa sambærileg laun og aðrir háskólamenntaðir sérfræðingar. Slíkt verður ekki hrist fram úr erminni. Stjórnmálamenn verða hinsvegar að skapa sér skýra stefnu í málinu. Ég hef því lagt áherslu á að í þá vinnu verði farið og sköpuð almenn „þjóðarsátt um menntun“. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Netöryggi til framtíðar Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Aftur á byrjunarreit Hörður Arnarson skrifar Skoðun Norðurlandamet í fúski! Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ursula von der Leyen styður þjóðarmorð! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Sjá meira
Í Fréttablaðinu 19. október síðastliðinn birtist undarlegur leiðari undir fyrirsögninni „Vonlaus skóli“ (eða „dýr grunnskóli“ – eftir því hvort net- eða pappírsútgáfa blaðsins er lesin). Leiðarinn, sem er eftir annan ritstjóra blaðsins, Mikael Torfason, er uppfullur af rangfærslum og misskilningi. Leiðarinn byrjar á eftirfarandi fullyrðingu: „Síðustu áratugi höfum við lagt talsvert fjármagn og orku í forsendur þess að þjónusta í grunnskólum landsins megi verða sem best. Að því er virðist með sáralitlum árangri.“ Í framhaldi kemur fram að þó nemendum hafi fækkað hafi kennurum fjölgað um 20% síðustu fimmtán árin. Það er sagt skýra hversu hlutfallslega dýr grunnskólinn er hér á landi miðað við það sem gengur og gerist í nágrannalöndunum. Það er rétt að grunnskólinn er dýr hér á landi. En það er einnig rétt að upplýsa ritstjórann um að þegar grunnskólinn var færður frá ríki til sveitarfélaga árið 1996 var hann víðast hvar tví- og jafnvel þrísetinn. Kennsla stóð þá víða til klukkan 17 með tilheyrandi yfirvinnu og óhagræði. En það þýddi líka að færri kennara þurfti í hvern skóla. Nú 17 árum síðar er skólinn einsetinn, kennslustundum hefur verið fjölgað og skólaárið lengt. Allt þetta hefur orðið til þess að kennurum hefur fjölgað. En það eitt skýrir ekki aukinn kostnað. Í dag leigja sveitarfélög skólamannvirki af sjálfum sér - leigan fer í raun einn hring í bókhaldinu. Sú kerfisbreyting hefur haft veruleg áhrif á útreiknaðan kostnað við grunnskólann þó í raun ekkert hafi breyst annað en vinnulag við bókhald. Aðrir hlutir hafa líka áhrif. Landið er dreifbýlt og margir grunnskólar eru litlir og því „óhagkvæmir“ í rekstri. Þjóðin er ung og börn hér hlutfallslega fleiri en í nágrannalöndunum. Fleiri börn þýðir meiri kostnaður. Skólarnir reka nú allir mötuneyti fyrir nemendur sem þeir gerðu ekki fyrir aðeins fáum árum sem augljóslega kostar sitt. Að gefa í skyn að fjöldi kennara einn skýri að skólakerfið hér á landi er hlutfallslega dýrt stenst því engan veginn. En það eru fleiri rangfærslur í skrifum ritstjórans. Síðar í leiðaranum segir: „Krakkarnir okkar standast illa samanburð við jafnaldra þeirra í löndum sem við viljum helst bera okkur saman við.“ Sem er einfaldlega rangt. Námsmatsstofnun, menntamálaráðuneyti og þeir háskólar sem mennta kennara geta staðfest að íslenskir skólar standast fullkomlega samanburð við önnur lönd. Skólakerfið er raunar á lista yfir þau tuttugu bestu innan OECD. Þeir sem halda öðru fram vitna oft til nokkurra ára gamallar PISA könnunar máli sínu til stuðnings. Sú mæling er langt í frá fullkomin. Kennarar hafa bent á að erfitt hafi verið að fá íslenska nemendur til að undirbúa sig og einbeita sér að prófunum, því þau höfðu ekkert vægi fyrir þá. Hér á landi voru síðan allir nemendur prófaðir en í nágrannalöndunum var tekið úrtak. Þegar tekið er tillit til frávika kemur í ljós að munur á íslenskum nemendum og nemendum annars staðar á Norðurlöndum er ekki marktækur. Rannsókn stofnana Sameinuðu þjóðanna á heilsu og líðan barna víðsvegar um heiminn sýnir einnig að Ísland er meðal þeirra fimm landa sem standa sig best. Það hlýtur að vera einhvers virði. „Brottfall framhaldsskólanema hér á landi er með því hæsta sem þekkist í hinum vestræna heimi.“ Nánast allir sem ljúka námi í grunnskóla hér á landi hefja nám í framhaldsskóla. Þetta hlutfall er mun hærra en í þeim löndum sem við berum okkur helst saman við og skýrir að hluta þetta brottfall. Nemandi sem hættir í einum skóla en hefur strax nám í öðrum skráist einnig sem brottfallsnemandi. Rannsóknir sýna síðan hlutfallslega hærri atvinnuþátttöku íslenskra framhaldsskólanemenda með námi og að hún er snar áhættuþáttur í brottfalli. Stjórnvöld hafa markað þá stefnu að velta óvenju miklum hluta af kostnaði við skólagönguna yfir á nemendur og þannig neytt marga þeirra út á vinnumarkaðinn til að greiða fyrir nám sitt. „Það tekur íslenska krakka fjórtán ár að komast í háskóla en í öllum þeim löndum sem við viljum miða okkur við tekur það tólf og þrettán ár.“ Samanburður á námslengd hér og í öðrum löndum segir ekkert um gæði skólakerfa landanna. Miklu frekar þarf að skoða hvernig nemendur koma undirbúnir fyrir frekara nám og atvinnuþátttöku. Þar standa íslenskir nemendur mjög framarlega. „.... og erfiðir og krefjandi tímar eru fram undan hjá þeim stjórnmálamönnum sem hafa dug og þor til að laga einn dýrasta og óskilvirkasta grunnskóla í heimi.“ Það er í sjálfu sér rétt að verkefnin framundan eru erfið og krefjandi, enda löngu kominn tími til að stjórnmálamenn (og einstaka ritstjórar) kynni sér starfsemi skólanna og hætti að tala í úreltum frösum sem eiga sér litla stoð í raunveruleikanum. Hinn raunverulegi vandi er að á meðan yfirvöld hafa markað sér hástemmda stefnu í menntamálum hefur henni aldrei fylgt fjármagn. Skólar landsins hafa því áratugum saman búið við fjárskort. Í dag blasir við risavaxið verkefni. Gera þarf átak í að tæknivæða skólana því tölvubúnaður er t.d. úr sér genginn. Það þarf líka að hækka laun kennara til að starfið verði samkeppnishæft. Kennarinn er háskólamenntaður sérfræðingur sem á að hafa sambærileg laun og aðrir háskólamenntaðir sérfræðingar. Slíkt verður ekki hrist fram úr erminni. Stjórnmálamenn verða hinsvegar að skapa sér skýra stefnu í málinu. Ég hef því lagt áherslu á að í þá vinnu verði farið og sköpuð almenn „þjóðarsátt um menntun“.
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar