Ertu jafnréttissinni? Fanný Gunnarsdóttir skrifar 29. október 2013 06:00 Ég vona að lesendur geti með góðri samvisku svarað þessari spurningu játandi. En hvað er jafnréttissinni? Í raun eru jafnréttissinnar fylgjandi jöfnum rétti fólks – óháð kyni, þjóðerni, trú, kynhneigð, fötlun, o.fl. En orðið tengist í hugum fólks fyrst og fremst jafnrétti kynjanna. Lög tryggja jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla. Þó svo að leikreglur boði jafnrétti er ekki tryggt að jafnrétti einkenni daglegt lífi fólks. Við erum alla ævi í mörgum ólíkum hlutverkum t.d. í hlutverki maka, foreldris, launþega eða vinnuveitanda. Allan daginn erum við að skipta um hlutverk og þar með endurspeglast, undir ólíkum formerkjum, lífsgildi okkar og afstaða til jafnréttis. Að mínu mati er uppeldi í anda jafnréttis grunnurinn að jafnréttisvitund einstaklingsins. Allt frá því að von er á barni fara væntingar og hugmyndir væntanlegra foreldra til barnsins og foreldrahlutverksins að taka á sig mynd. Er munur á væntingum foreldra og getur verið að þær taki mið af kyni barnsins? Allt í kring um okkur eru staðalmyndir og viðhorf sem hafa bein og óbein áhrif á foreldra. Hvert og eitt foreldri verður því að horfa í eigin barm, skoða og meta eigin viðhorf og gildi. Fátt hefur skilað meiri árangri í jafnréttisbaráttunni en lögin um fæðingarorlof. Foreldrar verða að hafa hugfast að tilgangur laganna er m.a. að gefa báðum foreldrum og barni tækifæri til að bindast varanlegum tilfinningaböndum. Það eitt og sér er ómetanlegt jafnréttismál. Foreldrar eru mikilvægustu fyrirmyndir barna sinna enda endurspegla börnin oftar en ekki ríkjandi gildismat heimilanna. Það er mun líklegra að barn sem alið er upp við jafnrétti feti sömu slóð þegar út í lífið er komið.Keppikefli allra Í upphafi sambúðar og í hlutverki maka kemur jafnrétti strax til sögunnar. Hvernig er skipt verkum og ábyrgð á heimilinu? Ef barn er á heimili reyna þá báðir aðilar að samþætta til jafns fjölskyldulíf og atvinnulíf s.s. hlutverk skólaforeldris eða að vera heima með veiku barni? Við erum flest öll í lengri eða styttri tíma í hlutverki launþega. Það á að vera skylda allra að láta sig varða jafnrétti á vinnustað. Starfsfólk á að láta í sér heyra ef ekki er unnið í anda jafnréttisáætlunar, ef minnsti grunur er um kynbundinn launamun, ef vart verður við kynferðislega áreitni eða ofbeldi og nýta þá aðstoð og ráðgjöf sem stendur til boða. Það hvílir mikil ábyrgð á vinnuveitendum og þeim sem semja við starfsfólk um kaup og kjör. Lykillinn að varanlegum launajöfnuði er í þeirra höndum og því er hlutverkið mjög mikilvægt. Fyrir utan mörg og ólík hlutverk í lífinu erum við almennir borgarar með þeim réttindum og skyldum sem því hlutverki fylgja. Það á að vera keppikefli allra jafnréttissinna að taka afstöðu í málum sem upp koma og tengjast jafnrétti kynjanna. Ég fagna jafnréttisvikunni þar sem jafnréttismálin eru skoðuð frá ólíkum hliðum og vona að fólk leggi við hlustir, lesi og ræði það sem fram hefur komið. Jafnréttisviku lýkur 1. nóv. með Jafnréttisþingi, sjá upplýsingar um þingið á heimasíðu velferðarráðuneytis. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason Skoðun Aftur á byrjunarreit Hörður Arnarson Skoðun Á hlaupum undan ábyrgðinni Áslaug Friðriksdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Netöryggi til framtíðar Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Aftur á byrjunarreit Hörður Arnarson skrifar Skoðun Norðurlandamet í fúski! Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ursula von der Leyen styður þjóðarmorð! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar Sjá meira
Ég vona að lesendur geti með góðri samvisku svarað þessari spurningu játandi. En hvað er jafnréttissinni? Í raun eru jafnréttissinnar fylgjandi jöfnum rétti fólks – óháð kyni, þjóðerni, trú, kynhneigð, fötlun, o.fl. En orðið tengist í hugum fólks fyrst og fremst jafnrétti kynjanna. Lög tryggja jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla. Þó svo að leikreglur boði jafnrétti er ekki tryggt að jafnrétti einkenni daglegt lífi fólks. Við erum alla ævi í mörgum ólíkum hlutverkum t.d. í hlutverki maka, foreldris, launþega eða vinnuveitanda. Allan daginn erum við að skipta um hlutverk og þar með endurspeglast, undir ólíkum formerkjum, lífsgildi okkar og afstaða til jafnréttis. Að mínu mati er uppeldi í anda jafnréttis grunnurinn að jafnréttisvitund einstaklingsins. Allt frá því að von er á barni fara væntingar og hugmyndir væntanlegra foreldra til barnsins og foreldrahlutverksins að taka á sig mynd. Er munur á væntingum foreldra og getur verið að þær taki mið af kyni barnsins? Allt í kring um okkur eru staðalmyndir og viðhorf sem hafa bein og óbein áhrif á foreldra. Hvert og eitt foreldri verður því að horfa í eigin barm, skoða og meta eigin viðhorf og gildi. Fátt hefur skilað meiri árangri í jafnréttisbaráttunni en lögin um fæðingarorlof. Foreldrar verða að hafa hugfast að tilgangur laganna er m.a. að gefa báðum foreldrum og barni tækifæri til að bindast varanlegum tilfinningaböndum. Það eitt og sér er ómetanlegt jafnréttismál. Foreldrar eru mikilvægustu fyrirmyndir barna sinna enda endurspegla börnin oftar en ekki ríkjandi gildismat heimilanna. Það er mun líklegra að barn sem alið er upp við jafnrétti feti sömu slóð þegar út í lífið er komið.Keppikefli allra Í upphafi sambúðar og í hlutverki maka kemur jafnrétti strax til sögunnar. Hvernig er skipt verkum og ábyrgð á heimilinu? Ef barn er á heimili reyna þá báðir aðilar að samþætta til jafns fjölskyldulíf og atvinnulíf s.s. hlutverk skólaforeldris eða að vera heima með veiku barni? Við erum flest öll í lengri eða styttri tíma í hlutverki launþega. Það á að vera skylda allra að láta sig varða jafnrétti á vinnustað. Starfsfólk á að láta í sér heyra ef ekki er unnið í anda jafnréttisáætlunar, ef minnsti grunur er um kynbundinn launamun, ef vart verður við kynferðislega áreitni eða ofbeldi og nýta þá aðstoð og ráðgjöf sem stendur til boða. Það hvílir mikil ábyrgð á vinnuveitendum og þeim sem semja við starfsfólk um kaup og kjör. Lykillinn að varanlegum launajöfnuði er í þeirra höndum og því er hlutverkið mjög mikilvægt. Fyrir utan mörg og ólík hlutverk í lífinu erum við almennir borgarar með þeim réttindum og skyldum sem því hlutverki fylgja. Það á að vera keppikefli allra jafnréttissinna að taka afstöðu í málum sem upp koma og tengjast jafnrétti kynjanna. Ég fagna jafnréttisvikunni þar sem jafnréttismálin eru skoðuð frá ólíkum hliðum og vona að fólk leggi við hlustir, lesi og ræði það sem fram hefur komið. Jafnréttisviku lýkur 1. nóv. með Jafnréttisþingi, sjá upplýsingar um þingið á heimasíðu velferðarráðuneytis.
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar