Viðskipti innlent

Telja að 3.500 leiguíbúðir vanti á leigumarkað

Samúel Karl Ólason skrifar
Dagur B. Eggertsson kynnti hugmyndir Reykjavíkurborgar um leigumarkaðinn og Samtök leigjenda sögðu frá sínum hugmyndum.
Dagur B. Eggertsson kynnti hugmyndir Reykjavíkurborgar um leigumarkaðinn og Samtök leigjenda sögðu frá sínum hugmyndum. Mynd/Daníel Rúnarsson
Forsvarsmenn hinna nýstofnuðu Samtaka leigjenda telja að bráðavandi sé á leigumarkaði. Þeir telja að alls vanti um 3.500 leiguíbúðir í Reykjavík. Forsvarsmenn samtakanna funduðu með Degi B. Eggertssyni, formanni borgarráðs Reykjavíkur, í gær.

Jóhann Már Sigurbjörnsson, formaður samtakanna, segir fundinn hafa gengið vel, en þó sé ljóst að lausn vanti á þeim bráðavanda sem uppi er á leigumarkaðinum.

„Vandinn er mjög stór og samtökin telja að þörf sé fyrir um 3.500 íbúðir sem þyrftu að koma strax á markaðinn. Við vitum að 500 manns eru að leita að húsnæði og það er sýnilegi vandinn. Eftir að hafa borið saman bækur okkar teljum við að vandinn á svarta markaðinum sé enn stærri,“ segir Jóhann.



Hann segir hugmyndir sem uppi séu hjá borginni góðar, en taka muni þrjú til fimm ár að klára þær. „Við munum áfram þrýsta á að reyna að koma með lausnir, helst innan sex mánaða. Dagur er opinn fyrir því að ræða þetta frekar og við munum funda aftur með honum eftir tvær vikur.“






Fleiri fréttir

Sjá meira


×