Sólarsellusauðkindin Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar 26. október 2013 06:00 Í sumarlok var ég á ferð með samstarfsmönnum í evrópska orkuverkefninu PROMISE og þar á meðal eru miklir reynsluboltar frá Samsö í Danmörku. Á ferð okkar um landið vorum við m.a. að ræða stuðningskerfi við sólarselluuppsetningar í Danmörku. Ég útskýrði fyrir þeim að einkum tvennt kæmi í veg fyrir svipað fyrirkomulag hér á landi en það væri annars vegar ódýr raforka og hins vegar sú staðreynd að öll raforkuframleiðsla hér á landi er nú þegar hundrað prósent græn og ekki brýnt að niðurgreiða aðra orkukosti af umhverfisástæðum einum saman. Hins vegar benti ég þeim á að allt frá landnámi hafi Íslendingar nýtt sér hreyfanleg sólarorkuver, þ.e. sjálfa sauðkindina. Sólarorka snýst nefnilega um meira en framleiðslu á raforku með kísilsólarsellum. Stundum vill t.d. gleymast að vinnan sem liggur á bak við vatnsorkuauðlindina okkar er unnin af sólinni sjálfri þegar hennar gríðarlega orka fer í uppgufun sjávar sem flyst svo til fjalla. Einnig nýta frumbjarga plöntur sólarorku þegar þær safna upp lífmassa í vefjum sínum með ljóstillífun. Þrátt fyrir hæfileika íslenskra ræktenda dylst það fáum að til eru betri staðir en Ísland fyrir umfangsmikla útiræktun nytjaplantna. Örstutt en sólrík sumur með löngum og harðsnúnum vetrum gerðu landnámsmönnum fljótlega ljóst að erfitt yrði að tóra á matjurtaræktun einni saman. Þess vegna varð hin íslenska sólarsella fljótt órjúfanlegur hluti af menningu og sjálfsbjargarviðleitni Íslendinga. Gróður á Íslandi er lágvaxinn og háður örstuttu vaxtartímabili sem þýðir m.ö.o. að feimin flóra landsins safnar örlítilli sólarorku, hver planta fyrir sig, sem dreifist á geysileg víðerni. Það er því ómögulegt fyrir mannfólkið að safna þessari orku með skilvirkum hætti. Sauðkindin getur hins vegar tínt hana upp af mikilli elju og útsjónarsemi. Sólarorkueiningum er þannig safnað af miklum móð í erfiðum fjöllum og firnindum. Þessi dýrmæta sólarorka geymist svo í vöðvum, fituvef og ull kindarinnar sem mannfólkið hefur nýtt sér til að komast af í gegnum erfiða mánuði í okkar harðbýla landi. Vissulega hefur þessi sólarorkusöfnun stundum gengið of langt og ofbeitt land orðið illa úti en víðáttumikil beitarsvæði eins og tíðkast hafa hér á landi hafa stundum verið nauðsynleg til þess að takmarka ekki um of möguleika sauðkindarinnar til að safna orku í landi þar sem almennur vöxtur plantna er mjög svo takmarkaður. Sauðfjárrækt á Íslandi hefur þá sérstöðu að íslenskt lambakjöt liggur mjög nærri villibráð enda matseðill lamba ekki einskorðaður við afgirt ræktunarland heldur opið fjallagrasahlaðborð sem gefur að margra mati einstakt bragð. Persónulega finnst mér enn merkilegra við íslenska lambakjötið sú staðreynd að aðkoma ósjálfbærs jarðefnaeldsneytis, í lífsferli lambsins, er í lágmarki. Lambakjötið hefur m.ö.o. lágan útblástursreikning og er reyndar kolefnisfrítt á fjalli. Þökk sé innlendri og kolefnisfrírri orku er kjötvinnslan sjálf einnig kolefnisfrí. Jarðefnaeldsneyti kemur því aðeins við sögu í flutningum á sauðfé og óbeint vegna notkunar á tilbúnum áburði og vélavinnu í heyskap. Gaman væri ef einhverjir sauðfjárbændur þróuðu þessa vöru alla leið og gerðu hana þannig enn verðmætari. Kolefnisfrítt lambakjöt er alls ekki óraunhæft en krefst þess að dregið verði úr notkun á tilbúnum áburði sem er framleiddur erlendis með orku úr jarðefnaeldsneyti. Olíunotkun í heyskap og flutningum verður svo að skipta út fyrir aðra orkugjafa. Auðvelt ætti að vera að gefa kindum með lambi hey sem ekki hefur fengið tilbúinn áburð en erfiðara er að skipta út olíu á dráttarvélar og flutningabifreiðir. Lífdísill, metangas og raforka eru þó lausnir handan við hornið en í millitíðinni mætti auðveldlega kolefnisjafna þetta litla magn með skógrækt, landgræðslu eða endurheimt votlendis á löndum sauðfjárræktarbænda. Slíkt gæti aukið enn á sérstöðu og gæði íslensks lambakjöts umfram sambærilega vöru á erlendum mörkuðum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigurður Ingi Friðleifsson Mest lesið Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun „Hugsanleg áhrif“ Íslands innan ESB Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson Skoðun Kynjuð vísindi, leikskólaráð á villigötum, klámsýki, svipmyndir frá Norður-Kóreu Fastir pennar Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson Skoðun Þegar Steve Jobs græddi milljarða á Toy Story Björn Berg Gunnarsson Fastir pennar Tímaskekkja í velferðarríki Stefán Þorri Helgason Skoðun Barnaskattur Vilhjálms Árnasonar Þórður Snær Júlíusson Skoðun Þungaflutningar og vegakerfið okkar Haraldur Þór Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar Skoðun Þungaflutningar og vegakerfið okkar Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum ólöglegan flutning barna Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson skrifar Skoðun Erlendar rætur: Hornsteinn framfara, ekki ógn Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Virðingarleysið meiðir Sigurbjörg Ottesen skrifar Skoðun Kjarninn og hismið Magnús Magnússon skrifar Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar Skoðun Brjálæðingar taka völdin Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Ég og Dagur barnsins HRÓPUM á úrlausnir … Hvað með þig? Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun 16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi Guðbjörg S. Bergsdóttir,Rannveig Þórisdóttir skrifar Skoðun Ætti Sundabraut að koma við í Viðey? Ólafur William Hand skrifar Skoðun Ekki klikka! Því það er enginn eins og Julian Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Spyrnum við fótum – eflum innlenda fjölmiðla, líka RÚV Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Þegar rykið sest: Verndartollar ESB og áhrifin á EES Hallgrímur Oddsson skrifar Skoðun Stormur í vatnsglasi eða kaldhæðni örlaganna? Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema skrifar Skoðun Frá skjá til skaða - ráð til foreldra um stafrænt ofbeldi Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Barnaskattur Vilhjálms Árnasonar Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hertar og skýrari reglur í hælisleitendamálum Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Skelin Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Ójöfn atkvæði eða heimastjórn! Sigurður Hjartarson skrifar Skoðun Sirkus Daða Smart Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Bændur fá ekki orðið Jóhanna María Sigmundsdóttir skrifar Sjá meira
Í sumarlok var ég á ferð með samstarfsmönnum í evrópska orkuverkefninu PROMISE og þar á meðal eru miklir reynsluboltar frá Samsö í Danmörku. Á ferð okkar um landið vorum við m.a. að ræða stuðningskerfi við sólarselluuppsetningar í Danmörku. Ég útskýrði fyrir þeim að einkum tvennt kæmi í veg fyrir svipað fyrirkomulag hér á landi en það væri annars vegar ódýr raforka og hins vegar sú staðreynd að öll raforkuframleiðsla hér á landi er nú þegar hundrað prósent græn og ekki brýnt að niðurgreiða aðra orkukosti af umhverfisástæðum einum saman. Hins vegar benti ég þeim á að allt frá landnámi hafi Íslendingar nýtt sér hreyfanleg sólarorkuver, þ.e. sjálfa sauðkindina. Sólarorka snýst nefnilega um meira en framleiðslu á raforku með kísilsólarsellum. Stundum vill t.d. gleymast að vinnan sem liggur á bak við vatnsorkuauðlindina okkar er unnin af sólinni sjálfri þegar hennar gríðarlega orka fer í uppgufun sjávar sem flyst svo til fjalla. Einnig nýta frumbjarga plöntur sólarorku þegar þær safna upp lífmassa í vefjum sínum með ljóstillífun. Þrátt fyrir hæfileika íslenskra ræktenda dylst það fáum að til eru betri staðir en Ísland fyrir umfangsmikla útiræktun nytjaplantna. Örstutt en sólrík sumur með löngum og harðsnúnum vetrum gerðu landnámsmönnum fljótlega ljóst að erfitt yrði að tóra á matjurtaræktun einni saman. Þess vegna varð hin íslenska sólarsella fljótt órjúfanlegur hluti af menningu og sjálfsbjargarviðleitni Íslendinga. Gróður á Íslandi er lágvaxinn og háður örstuttu vaxtartímabili sem þýðir m.ö.o. að feimin flóra landsins safnar örlítilli sólarorku, hver planta fyrir sig, sem dreifist á geysileg víðerni. Það er því ómögulegt fyrir mannfólkið að safna þessari orku með skilvirkum hætti. Sauðkindin getur hins vegar tínt hana upp af mikilli elju og útsjónarsemi. Sólarorkueiningum er þannig safnað af miklum móð í erfiðum fjöllum og firnindum. Þessi dýrmæta sólarorka geymist svo í vöðvum, fituvef og ull kindarinnar sem mannfólkið hefur nýtt sér til að komast af í gegnum erfiða mánuði í okkar harðbýla landi. Vissulega hefur þessi sólarorkusöfnun stundum gengið of langt og ofbeitt land orðið illa úti en víðáttumikil beitarsvæði eins og tíðkast hafa hér á landi hafa stundum verið nauðsynleg til þess að takmarka ekki um of möguleika sauðkindarinnar til að safna orku í landi þar sem almennur vöxtur plantna er mjög svo takmarkaður. Sauðfjárrækt á Íslandi hefur þá sérstöðu að íslenskt lambakjöt liggur mjög nærri villibráð enda matseðill lamba ekki einskorðaður við afgirt ræktunarland heldur opið fjallagrasahlaðborð sem gefur að margra mati einstakt bragð. Persónulega finnst mér enn merkilegra við íslenska lambakjötið sú staðreynd að aðkoma ósjálfbærs jarðefnaeldsneytis, í lífsferli lambsins, er í lágmarki. Lambakjötið hefur m.ö.o. lágan útblástursreikning og er reyndar kolefnisfrítt á fjalli. Þökk sé innlendri og kolefnisfrírri orku er kjötvinnslan sjálf einnig kolefnisfrí. Jarðefnaeldsneyti kemur því aðeins við sögu í flutningum á sauðfé og óbeint vegna notkunar á tilbúnum áburði og vélavinnu í heyskap. Gaman væri ef einhverjir sauðfjárbændur þróuðu þessa vöru alla leið og gerðu hana þannig enn verðmætari. Kolefnisfrítt lambakjöt er alls ekki óraunhæft en krefst þess að dregið verði úr notkun á tilbúnum áburði sem er framleiddur erlendis með orku úr jarðefnaeldsneyti. Olíunotkun í heyskap og flutningum verður svo að skipta út fyrir aðra orkugjafa. Auðvelt ætti að vera að gefa kindum með lambi hey sem ekki hefur fengið tilbúinn áburð en erfiðara er að skipta út olíu á dráttarvélar og flutningabifreiðir. Lífdísill, metangas og raforka eru þó lausnir handan við hornið en í millitíðinni mætti auðveldlega kolefnisjafna þetta litla magn með skógrækt, landgræðslu eða endurheimt votlendis á löndum sauðfjárræktarbænda. Slíkt gæti aukið enn á sérstöðu og gæði íslensks lambakjöts umfram sambærilega vöru á erlendum mörkuðum.
Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar
Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar
Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema skrifar