Verkleg æfing í atburðaskáldskap Sindri Freysson skrifar 26. október 2013 06:00 Framtíð Reykjavíkur og skipulag byggðarinnar skiptir íbúa höfuðborgarsvæðisins og raunar landsmenn alla gríðarmáli. Fyrir utan flugvöllinn er eitt helsta bitbein seinustu ára á skipulagssviðinu boðað Háskólasjúkrahús við Hringbraut. Þegar ég hóf að kynna mér áformin á sínum tíma varð ljóst í mínum huga að vissulega væri tímabært að byggja nýtt sjúkrahús (þó er vandséð að það eigi að gera fyrr en kjör stéttanna sem þar eiga að vinna verði leiðrétt), og hitt að fáránlegt er að ætla að reisa áformað ferlíki við Hringbraut.Ófagurt ferlíki á röngum stað Nokkrar ástæður mæla á móti staðsetningunni og hafa verið margtíundaðar í ræðu og riti. Þar á meðal sú augljósa staðreynd að aðfærsluæðar anni ekki fyrirsjáanlegri umferð í tengslum við spítalann, en einnig að óráð sé að reisa svo umfangsmiklar byggingar í nágrenni við hin viðkvæmu Þingholt og Vatnsmýri. Þrjóska þeirra sem sitja fast við sinn keip með staðsetninguna er hins vegar með ólíkindum. Þannig virðist staðsetningin nánast orðin trúarkredda hjá verkefnastjóra nýs Landspítala og nokkrum þeim sem att hefur verið á foraðið til að verja byggingu Landspítala við Hringbraut. Þeir loka á allar nýjar hugmyndir og finna þeim allt til foráttu eins og gjarnan er trúaðra manna siður. Um fyrirsjáanlegan umferðarþunga þarf ekki að fjölyrða. Um 80% af starfsmönnum Landspítalans ferðast til og frá vinnu í eigin bíl og fullyrðingar um að hægt verði að tæla meirihluta þess fjölda til að koma til vinnu í strætó, hjólandi eða gangandi eru í besta falli útópískar, en ella settar fram til að blekkja borgarbúa vísvitandi, borgarbúa sem sitja nú þegar fastir í umferðarteppum í nágrenni Hringbrautar á hverjum degi. Þegar litið er til búsetu alls starfsfólks LSH kemur í ljós að um 70% þess býr fyrir utan þau hverfi sem næst standa spítalanum við Hringbraut (póstnúmer 101, 107, 170 og 105), og því mun hentugra fyrir þorra starfsmanna að fara til vinnu annars staðar á höfuðborgarsvæðinu.Smárasjúkrahús: Miðsvæðis og nóg rými Vorið 2010 varpaði ég fram í fésbókarfærslu þeirri hugmynd að ríkið keypti Smáralind og næsta nágrenni og breytti í sjúkrahús, hugmynd sem fékk góðar viðtökur víða. Nú, þremur og hálfu ári síðar, þykir mér hugmyndin hafa enn meira erindi og ætla hér að rökstyðja hana nánar. Ekki þarf að skoða lengi kort af höfuðborgarsvæðinu til að sjá að Smáralind er ákaflega miðsvæðis, allar samgönguleiðir þangað eru greiðar og hraðar, mikið er af bílastæðum við bygginguna, um 3.000 talsins, og 800 bætast við í tengslum við Norðurturninn, sem nú er í byggingu. Aðgengi fyrir sjúkrabíla, sjúklinga og starfsfólk væri því til fyrirmyndar. Samanlagður fermetrafjöldi núverandi Landspítala og Borgarspítala er um 90-100 þúsund fermetrar. Smáraspítali væri öllu minna í fermetrum talið (en nægt er viðliggjandi byggingarland til stækkunar) en hafa verður í huga að við Hringbraut myndi hinn nýlegi Barnaspítali líklega starfa áfram og ef ekki væri vilji til að rífa viðbyggingar elsta Landspítalahússins, þó að það væri æskilegt út frá fagurfræðilegu sjónarmiði og þjónaði með ágætum endurbættu borgarskipulagi, má nýta þær til að sameina geðdeildir og sem langlegudeildir. LSH hefði því úr langtum fleiri fermetrum að spila en væri að finna í þessum fyrsta áfanga Smáraspítala.Nýtt sjúkrahús fyrir 30 milljarða Áætlaður kostnaður við byggingu háskólasjúkrahúss við Hringbraut, þar á meðal endurbætur á eldri húsakost og innréttingar, nemur hátt í 80 milljörðum króna á núvirði. Sérfræðingar sem ég hef rætt við meta söluverð Smáralindar um 10 milljarða og að um 12 milljarða muni kosta að breyta byggingunni í hátæknisjúkrahús ásamt innréttingum og tækjum. Húsnæðið henti prýðilega m.a. vegna þess að lofthæð þar er mikil, einingar hreyfanlegar og auðvelt að brúa bil. Kostnað við að ljúka við Norðurturninn og innrétta þar glæsilega aðstöðu fyrir yfirstjórn sjúkrahússins, skrifstofur lækna og sambærilega starfsemi, ásamt margvíslegri þjónustu, sem og byggja tengibyggingu, meta þeir á um 8 milljarða. Samtals væri því hægt að koma upp 80 þúsund fermetra hátæknisjúkrahúsi miðsvæðis á höfuðborgarsvæðinu fyrir um 30 milljarða króna. Í stað þess að eyða tugum milljarða í byggingu nýbyggingu við Landspítala á ríkið að kaupa Smáralind og breyta því í bráðakjarna, legudeildir og sjúklingahótel. Þar að auki stendur Smáralind á 10 hektara lóð og framtíðar byggingapláss því nóg. Einnig má benda á heppilega nálægð við Vífilsstaðaspítala, þar sem verið er að opna hjúkrunarheimili, höfuðstöðvar Hjartaverndar, Læknavaktarinnar og fleiri þjónustuaðila á sviði heilbrigðisþjónustu. Ein þeirra röksemda sem nefnd hefur verið til að réttlæta byggingu sjúkrahúss við Hringbraut er nálægð við háskólann. Röksemd sem mér hefur ævinlega þótt léttvæg þar eð hvorki læknum né lækna- og hjúkrunarfræðinemum er vorkunn að aka um tíu mínútna leið á milli háskólans og Smáralindar til að sinna þar störfum sínum og/eða kennslu.Gjöf til allrar þjóðarinnar Fyrir milljarðana sem sparast er hægt að gera ýmislegt gagnlegt í heilbrigðiskerfinu og uppbyggingu spítalaþjónustu. Þar að auki myndi þetta þýða að framkvæmdir gætu hafist strax og búið væri að semja við leigjendur um að rýma húsið, í stað þess að bíða árum saman eins og nýbygging útheimtir. Ekki er sérstök eftirsjá að verslun á þessum stað og má t.d. benda á að samanlagt tap á rekstri Smáralindar undanfarinn áratug skiptir milljörðum króna. Og síðast en ekki síst, Þingholt og Vatnsmýri væru látin í friði. Fasteignafélagið Reginn á Smáralind, skráð félag sem lífeyrissjóðir og ríkisbankinn Landsbankinn áttu að hálfu seinast þegar vitað var. Vitaskuld gætu lífeyrissjóðirnir gefið þjóðinni þessa byggingu til að unnt sé að breyta henni í sjúkrahús, það væri þeim til mikils sóma, en annars má annaðhvort kaupa húsnæðið með yfirtöku lána eða leigja til langframa. Hvernig má svo fjármagna framkvæmdina? Til þess er að líta að sjávarútvegurinn hagnaðist um 60 milljarða króna í fyrra. Ef gert er ráð fyrir, sem ekki er óeðlilegt, að hagnaður verði með svipuðu móti næstu fimm ár, samtals um 300 milljarðar á verðlagi í dag, myndi svo smálegur aukaskattur sem 10% á hagnaðinn nema 30 milljörðum króna. Slíkt lögbundið framlag frá útgerðinni myndi því greiða kostnaðinn allan og vitaskuld ætti útgerðin að vera stolt af því að gefa þjóðinni nýtt fullkomið sjúkrahús; það væri henni vegsauki og ímynd útgerðarmanna til hagsbóta. Ekki veitir þeim af. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Halldór 17.05.2025 Halldór Lélegir íslenskir læknar...eru ekki til! Steinunn Þórðardóttir Skoðun Þjóðin sem selur sjálfri sér: Vangaveltur um sölu Íslandsbanka Guðjón Heiðar Pálsson Skoðun Friðun Grafarvogs Stefán Jón Hafstein Skoðun Söngur Ísraels og RÚV Ingólfur Gíslason. Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson Skoðun Við munum aldrei fela okkur aftur Kári Garðarsson Skoðun NÓG ER NÓG – Heilbrigðiskerfið er í neyðarástandi Ásthildur Kristín Björnsdóttir Skoðun Valkyrjurnar verða að losa okkur við Rapyd Björn B. Björnsson Skoðun Er Kópavogsbær vel rekinn? Bergljót Kristinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Lélegir íslenskir læknar...eru ekki til! Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Þjóðin sem selur sjálfri sér: Vangaveltur um sölu Íslandsbanka Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Þriðji kafli: Skálmöld Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Valkyrjurnar verða að losa okkur við Rapyd Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Söngur Ísraels og RÚV Ingólfur Gíslason. skrifar Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson skrifar Skoðun Uppiskroppa með umræðuefni í málþófi? Talið um Gaza! Viðar Eggertsson skrifar Skoðun Kærleikurinn pikkaði í mig Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Gigt er ekki bara sjúkdómur fullorðinna – Gigtarfélagið heldur opið hús til að fræða og styðja alla aldurshópa Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Friðun Grafarvogs Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Torfærur, hossur og hristingar! Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun NÓG ER NÓG – Heilbrigðiskerfið er í neyðarástandi Ásthildur Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun Við munum aldrei fela okkur aftur Kári Garðarsson skrifar Skoðun Er Kópavogsbær vel rekinn? Bergljót Kristinsdóttir skrifar Skoðun Oft er forræðishyggja hjá fjölskyldum og á heimilum fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson Zebitz skrifar Skoðun Um sjónarhorn og sannleika Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Lýðræðið er farið – er of seint að snúa við? Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Er gagnlegt að kunna að forrita á tímum gervigreindar? Henning Arnór Úlfarsson skrifar Skoðun Málþóf og/eða lýðræði? Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Umdeildasti fríverslunarsamningur sögunnar? Arnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Ísafjarðarbær í Bestu deild Sigríður Júlía Brynleifsdóttir,Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð í beinni Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Allt þetta máttu eiga ef þú tilbiður mig Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Atvinnufrelsi! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Að mása eða fara í golf Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Leiðréttum kerfisbundið misrétti Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Leikjanámskeið fyrir fullorðna við Austurvöll Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Sparnaðarráð fyrir ferðalagið Svandís Edda Jónudóttir skrifar Skoðun Sál hvers samfélags birtist skýrast í því hvernig það annast börnin sín Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar Skoðun Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon skrifar Sjá meira
Framtíð Reykjavíkur og skipulag byggðarinnar skiptir íbúa höfuðborgarsvæðisins og raunar landsmenn alla gríðarmáli. Fyrir utan flugvöllinn er eitt helsta bitbein seinustu ára á skipulagssviðinu boðað Háskólasjúkrahús við Hringbraut. Þegar ég hóf að kynna mér áformin á sínum tíma varð ljóst í mínum huga að vissulega væri tímabært að byggja nýtt sjúkrahús (þó er vandséð að það eigi að gera fyrr en kjör stéttanna sem þar eiga að vinna verði leiðrétt), og hitt að fáránlegt er að ætla að reisa áformað ferlíki við Hringbraut.Ófagurt ferlíki á röngum stað Nokkrar ástæður mæla á móti staðsetningunni og hafa verið margtíundaðar í ræðu og riti. Þar á meðal sú augljósa staðreynd að aðfærsluæðar anni ekki fyrirsjáanlegri umferð í tengslum við spítalann, en einnig að óráð sé að reisa svo umfangsmiklar byggingar í nágrenni við hin viðkvæmu Þingholt og Vatnsmýri. Þrjóska þeirra sem sitja fast við sinn keip með staðsetninguna er hins vegar með ólíkindum. Þannig virðist staðsetningin nánast orðin trúarkredda hjá verkefnastjóra nýs Landspítala og nokkrum þeim sem att hefur verið á foraðið til að verja byggingu Landspítala við Hringbraut. Þeir loka á allar nýjar hugmyndir og finna þeim allt til foráttu eins og gjarnan er trúaðra manna siður. Um fyrirsjáanlegan umferðarþunga þarf ekki að fjölyrða. Um 80% af starfsmönnum Landspítalans ferðast til og frá vinnu í eigin bíl og fullyrðingar um að hægt verði að tæla meirihluta þess fjölda til að koma til vinnu í strætó, hjólandi eða gangandi eru í besta falli útópískar, en ella settar fram til að blekkja borgarbúa vísvitandi, borgarbúa sem sitja nú þegar fastir í umferðarteppum í nágrenni Hringbrautar á hverjum degi. Þegar litið er til búsetu alls starfsfólks LSH kemur í ljós að um 70% þess býr fyrir utan þau hverfi sem næst standa spítalanum við Hringbraut (póstnúmer 101, 107, 170 og 105), og því mun hentugra fyrir þorra starfsmanna að fara til vinnu annars staðar á höfuðborgarsvæðinu.Smárasjúkrahús: Miðsvæðis og nóg rými Vorið 2010 varpaði ég fram í fésbókarfærslu þeirri hugmynd að ríkið keypti Smáralind og næsta nágrenni og breytti í sjúkrahús, hugmynd sem fékk góðar viðtökur víða. Nú, þremur og hálfu ári síðar, þykir mér hugmyndin hafa enn meira erindi og ætla hér að rökstyðja hana nánar. Ekki þarf að skoða lengi kort af höfuðborgarsvæðinu til að sjá að Smáralind er ákaflega miðsvæðis, allar samgönguleiðir þangað eru greiðar og hraðar, mikið er af bílastæðum við bygginguna, um 3.000 talsins, og 800 bætast við í tengslum við Norðurturninn, sem nú er í byggingu. Aðgengi fyrir sjúkrabíla, sjúklinga og starfsfólk væri því til fyrirmyndar. Samanlagður fermetrafjöldi núverandi Landspítala og Borgarspítala er um 90-100 þúsund fermetrar. Smáraspítali væri öllu minna í fermetrum talið (en nægt er viðliggjandi byggingarland til stækkunar) en hafa verður í huga að við Hringbraut myndi hinn nýlegi Barnaspítali líklega starfa áfram og ef ekki væri vilji til að rífa viðbyggingar elsta Landspítalahússins, þó að það væri æskilegt út frá fagurfræðilegu sjónarmiði og þjónaði með ágætum endurbættu borgarskipulagi, má nýta þær til að sameina geðdeildir og sem langlegudeildir. LSH hefði því úr langtum fleiri fermetrum að spila en væri að finna í þessum fyrsta áfanga Smáraspítala.Nýtt sjúkrahús fyrir 30 milljarða Áætlaður kostnaður við byggingu háskólasjúkrahúss við Hringbraut, þar á meðal endurbætur á eldri húsakost og innréttingar, nemur hátt í 80 milljörðum króna á núvirði. Sérfræðingar sem ég hef rætt við meta söluverð Smáralindar um 10 milljarða og að um 12 milljarða muni kosta að breyta byggingunni í hátæknisjúkrahús ásamt innréttingum og tækjum. Húsnæðið henti prýðilega m.a. vegna þess að lofthæð þar er mikil, einingar hreyfanlegar og auðvelt að brúa bil. Kostnað við að ljúka við Norðurturninn og innrétta þar glæsilega aðstöðu fyrir yfirstjórn sjúkrahússins, skrifstofur lækna og sambærilega starfsemi, ásamt margvíslegri þjónustu, sem og byggja tengibyggingu, meta þeir á um 8 milljarða. Samtals væri því hægt að koma upp 80 þúsund fermetra hátæknisjúkrahúsi miðsvæðis á höfuðborgarsvæðinu fyrir um 30 milljarða króna. Í stað þess að eyða tugum milljarða í byggingu nýbyggingu við Landspítala á ríkið að kaupa Smáralind og breyta því í bráðakjarna, legudeildir og sjúklingahótel. Þar að auki stendur Smáralind á 10 hektara lóð og framtíðar byggingapláss því nóg. Einnig má benda á heppilega nálægð við Vífilsstaðaspítala, þar sem verið er að opna hjúkrunarheimili, höfuðstöðvar Hjartaverndar, Læknavaktarinnar og fleiri þjónustuaðila á sviði heilbrigðisþjónustu. Ein þeirra röksemda sem nefnd hefur verið til að réttlæta byggingu sjúkrahúss við Hringbraut er nálægð við háskólann. Röksemd sem mér hefur ævinlega þótt léttvæg þar eð hvorki læknum né lækna- og hjúkrunarfræðinemum er vorkunn að aka um tíu mínútna leið á milli háskólans og Smáralindar til að sinna þar störfum sínum og/eða kennslu.Gjöf til allrar þjóðarinnar Fyrir milljarðana sem sparast er hægt að gera ýmislegt gagnlegt í heilbrigðiskerfinu og uppbyggingu spítalaþjónustu. Þar að auki myndi þetta þýða að framkvæmdir gætu hafist strax og búið væri að semja við leigjendur um að rýma húsið, í stað þess að bíða árum saman eins og nýbygging útheimtir. Ekki er sérstök eftirsjá að verslun á þessum stað og má t.d. benda á að samanlagt tap á rekstri Smáralindar undanfarinn áratug skiptir milljörðum króna. Og síðast en ekki síst, Þingholt og Vatnsmýri væru látin í friði. Fasteignafélagið Reginn á Smáralind, skráð félag sem lífeyrissjóðir og ríkisbankinn Landsbankinn áttu að hálfu seinast þegar vitað var. Vitaskuld gætu lífeyrissjóðirnir gefið þjóðinni þessa byggingu til að unnt sé að breyta henni í sjúkrahús, það væri þeim til mikils sóma, en annars má annaðhvort kaupa húsnæðið með yfirtöku lána eða leigja til langframa. Hvernig má svo fjármagna framkvæmdina? Til þess er að líta að sjávarútvegurinn hagnaðist um 60 milljarða króna í fyrra. Ef gert er ráð fyrir, sem ekki er óeðlilegt, að hagnaður verði með svipuðu móti næstu fimm ár, samtals um 300 milljarðar á verðlagi í dag, myndi svo smálegur aukaskattur sem 10% á hagnaðinn nema 30 milljörðum króna. Slíkt lögbundið framlag frá útgerðinni myndi því greiða kostnaðinn allan og vitaskuld ætti útgerðin að vera stolt af því að gefa þjóðinni nýtt fullkomið sjúkrahús; það væri henni vegsauki og ímynd útgerðarmanna til hagsbóta. Ekki veitir þeim af.
Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson Skoðun
Skoðun Þjóðin sem selur sjálfri sér: Vangaveltur um sölu Íslandsbanka Guðjón Heiðar Pálsson skrifar
Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson skrifar
Skoðun Gigt er ekki bara sjúkdómur fullorðinna – Gigtarfélagið heldur opið hús til að fræða og styðja alla aldurshópa Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Oft er forræðishyggja hjá fjölskyldum og á heimilum fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson Zebitz skrifar
Skoðun Sál hvers samfélags birtist skýrast í því hvernig það annast börnin sín Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar
Skoðun Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon skrifar
Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson Skoðun