Iðjuþjálfun og skólaumhverfi Anna Alexandersdóttir og Guðrún J. Benediktsdóttir og Rósa Gunnsteinsdóttir skrifa 27. október 2013 06:00 Greinarhöfundar eru iðjuþjálfar sem unnið hafa með börnum og varð kveikjan að þessari grein almenn umræða um andlega líðan barna og unglinga í skólum á Íslandi í dag og hversu sláandi tölur eru um brottfall nemenda úr framhaldsskóla og skólaafneitun ungra barna. Á Íslandi eru 167 grunnskólar og starfa iðjuþjálfar aðeins við 10 þeirra. Starf iðjuþjálfa innan skólakerfis hefur í gegnum tíðina að mestu einkennst af þjónustu við börn með hreyfihömlun og hreyfiþroskaröskun. Undanfarin misseri hefur áherslan þó breyst og nýtist þekking iðjuþjálfa einnig nemendum sem glíma við ýmsa örðugleika sem hafa áhrif á þátttöku í skólastarfi. Aðkoma iðjuþjálfa tengist meðal annars málum barna sem glíma við hegðunarvanda, lyndisraskanir, athyglisbrest með/án ofvirkni, greiningu á einhverfurófi auk þess að vinna með nemendum með brotna sjálfsmynd og/eða slaka félagsfærni. Eins og staðan er í dag þurfa nemendur sem þurfa á þjónustu iðjuþjálfa að halda yfirleitt að leita til sérhæfðra stofnana þar sem iðjuþjálfar starfa að jafnaði ekki innan veggja skóla, að undanskildu Norðurlandinu. Viðfangsefni nemenda í skólanum eru fjölbreytt og snúa að náms- og félagslegum þáttum og því er nálgun við nemendur og skóla fjölþætt og margbreytileg. Aðkoma iðjuþjálfa getur m.a. verið bein þjálfun með nemanda, fyrirlagning matstækja eða ráðgjöf til foreldra og starfsfólks. Áhersla er á þátttöku í skólastarfi, að ýta undir styrkleika og fjarlægja hindranir sem torvelda nemendum námið, að finna aðferðir sem auðvelda þeim að tileinka sér nýjar leiðir til náms, leiks og félagslegra samskipta. Einnig ber að taka mið af því sem fram fer utan veggja skólastofunnar s.s. í frímínútum og öðrum hléum en þar reynir oft verulega á félagsleg samskipti. Til þess að þjálfun og yfirfærsla hennar verði markvissari og nýtist betur er brýnt að iðjuþjálfar starfi í skólum. Þjálfunin fer þá fram í raunverulegum aðstæðum og verður þannig partur af skóladegi barnsins. Ávinningur verður margþættur og snýr jafnt að börnum, fjölskyldu og samfélagi í heild. Undirritaðar vilja sjá iðjuþjálfa starfa í fleiri skólum og hvetja skólastjórnendur til að kynna sér það starf sem iðjuþjálfar vinna nú þegar innan veggja skóla. Anna Alexandersdóttir, Austurbrú Guðrún J. Benediktsdóttir, Æfingastöðinni Rósa Gunnsteinsdóttir, BUGL Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Halldór 17.05.2025 Halldór Lélegir íslenskir læknar...eru ekki til! Steinunn Þórðardóttir Skoðun Friðun Grafarvogs Stefán Jón Hafstein Skoðun Söngur Ísraels og RÚV Ingólfur Gíslason. Skoðun Við munum aldrei fela okkur aftur Kári Garðarsson Skoðun NÓG ER NÓG – Heilbrigðiskerfið er í neyðarástandi Ásthildur Kristín Björnsdóttir Skoðun Þjóðin sem selur sjálfri sér: Vangaveltur um sölu Íslandsbanka Guðjón Heiðar Pálsson Skoðun Er gagnlegt að kunna að forrita á tímum gervigreindar? Henning Arnór Úlfarsson Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson Skoðun Er Kópavogsbær vel rekinn? Bergljót Kristinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Lélegir íslenskir læknar...eru ekki til! Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Þjóðin sem selur sjálfri sér: Vangaveltur um sölu Íslandsbanka Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Þriðji kafli: Skálmöld Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Valkyrjurnar verða að losa okkur við Rapyd Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Söngur Ísraels og RÚV Ingólfur Gíslason. skrifar Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson skrifar Skoðun Uppiskroppa með umræðuefni í málþófi? Talið um Gaza! Viðar Eggertsson skrifar Skoðun Kærleikurinn pikkaði í mig Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Gigt er ekki bara sjúkdómur fullorðinna – Gigtarfélagið heldur opið hús til að fræða og styðja alla aldurshópa Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Friðun Grafarvogs Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Torfærur, hossur og hristingar! Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun NÓG ER NÓG – Heilbrigðiskerfið er í neyðarástandi Ásthildur Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun Við munum aldrei fela okkur aftur Kári Garðarsson skrifar Skoðun Er Kópavogsbær vel rekinn? Bergljót Kristinsdóttir skrifar Skoðun Oft er forræðishyggja hjá fjölskyldum og á heimilum fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson Zebitz skrifar Skoðun Um sjónarhorn og sannleika Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Lýðræðið er farið – er of seint að snúa við? Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Er gagnlegt að kunna að forrita á tímum gervigreindar? Henning Arnór Úlfarsson skrifar Skoðun Málþóf og/eða lýðræði? Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Umdeildasti fríverslunarsamningur sögunnar? Arnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Ísafjarðarbær í Bestu deild Sigríður Júlía Brynleifsdóttir,Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð í beinni Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Allt þetta máttu eiga ef þú tilbiður mig Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Atvinnufrelsi! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Að mása eða fara í golf Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Leiðréttum kerfisbundið misrétti Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Leikjanámskeið fyrir fullorðna við Austurvöll Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Sparnaðarráð fyrir ferðalagið Svandís Edda Jónudóttir skrifar Skoðun Sál hvers samfélags birtist skýrast í því hvernig það annast börnin sín Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar Skoðun Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon skrifar Sjá meira
Greinarhöfundar eru iðjuþjálfar sem unnið hafa með börnum og varð kveikjan að þessari grein almenn umræða um andlega líðan barna og unglinga í skólum á Íslandi í dag og hversu sláandi tölur eru um brottfall nemenda úr framhaldsskóla og skólaafneitun ungra barna. Á Íslandi eru 167 grunnskólar og starfa iðjuþjálfar aðeins við 10 þeirra. Starf iðjuþjálfa innan skólakerfis hefur í gegnum tíðina að mestu einkennst af þjónustu við börn með hreyfihömlun og hreyfiþroskaröskun. Undanfarin misseri hefur áherslan þó breyst og nýtist þekking iðjuþjálfa einnig nemendum sem glíma við ýmsa örðugleika sem hafa áhrif á þátttöku í skólastarfi. Aðkoma iðjuþjálfa tengist meðal annars málum barna sem glíma við hegðunarvanda, lyndisraskanir, athyglisbrest með/án ofvirkni, greiningu á einhverfurófi auk þess að vinna með nemendum með brotna sjálfsmynd og/eða slaka félagsfærni. Eins og staðan er í dag þurfa nemendur sem þurfa á þjónustu iðjuþjálfa að halda yfirleitt að leita til sérhæfðra stofnana þar sem iðjuþjálfar starfa að jafnaði ekki innan veggja skóla, að undanskildu Norðurlandinu. Viðfangsefni nemenda í skólanum eru fjölbreytt og snúa að náms- og félagslegum þáttum og því er nálgun við nemendur og skóla fjölþætt og margbreytileg. Aðkoma iðjuþjálfa getur m.a. verið bein þjálfun með nemanda, fyrirlagning matstækja eða ráðgjöf til foreldra og starfsfólks. Áhersla er á þátttöku í skólastarfi, að ýta undir styrkleika og fjarlægja hindranir sem torvelda nemendum námið, að finna aðferðir sem auðvelda þeim að tileinka sér nýjar leiðir til náms, leiks og félagslegra samskipta. Einnig ber að taka mið af því sem fram fer utan veggja skólastofunnar s.s. í frímínútum og öðrum hléum en þar reynir oft verulega á félagsleg samskipti. Til þess að þjálfun og yfirfærsla hennar verði markvissari og nýtist betur er brýnt að iðjuþjálfar starfi í skólum. Þjálfunin fer þá fram í raunverulegum aðstæðum og verður þannig partur af skóladegi barnsins. Ávinningur verður margþættur og snýr jafnt að börnum, fjölskyldu og samfélagi í heild. Undirritaðar vilja sjá iðjuþjálfa starfa í fleiri skólum og hvetja skólastjórnendur til að kynna sér það starf sem iðjuþjálfar vinna nú þegar innan veggja skóla. Anna Alexandersdóttir, Austurbrú Guðrún J. Benediktsdóttir, Æfingastöðinni Rósa Gunnsteinsdóttir, BUGL
Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson Skoðun
Skoðun Þjóðin sem selur sjálfri sér: Vangaveltur um sölu Íslandsbanka Guðjón Heiðar Pálsson skrifar
Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson skrifar
Skoðun Gigt er ekki bara sjúkdómur fullorðinna – Gigtarfélagið heldur opið hús til að fræða og styðja alla aldurshópa Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Oft er forræðishyggja hjá fjölskyldum og á heimilum fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson Zebitz skrifar
Skoðun Sál hvers samfélags birtist skýrast í því hvernig það annast börnin sín Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar
Skoðun Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon skrifar
Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson Skoðun