Opið bréf - um framtíð höfuðborgar… Gunnar H. Gunnarsson og Örn Sigurðsson skrifar 24. október 2013 06:00 Jón Gnarr borgarstjóri Elsa Hrafnhildur Yeoman, forseti borgarstjórnar, Dagur B. Eggertsson, formaður borgarráðs Tilefni þessa bréfs er að borgarstjórn samþykkti nýlega Aðalskipulag Reykjavíkur 2010-2030 (AR 2030). Að mati Samtaka um betri byggð (BB) getur þetta nýja skipulag markað verulega jákvæð tímamót í skipulagsmálum höfuðborgarinnar, sem sannarlega ber að fagna. En nú nýlega fréttist af samningaviðræðum Dags B. Eggertssonar, formanns borgarráðs, og Hönnu Birnu Kristjánsdóttur innanríkisráðherra um AR 2030. Þessar viðræður eru sagðar snúast um málamiðlun, sem feli í sér frestun á brottför flugvallar úr Vatnsmýri. Já, illt er ef satt reynist! Skjót brottför flugvallarins er grundvallarforsenda þess að AR 2030 geti talist jákvætt skref í skipulagsmálum. BB fá ekki séð að um neitt sé að semja við ríkið þar sem skipulagsrétturinn er alfarið hjá borgaryfirvöldum auk þess sem Reykvíkingar kusu með því árið 2001 að flugvöllurinn ætti að fara 2016! En ef á annað borð er talin pólitísk nauðsyn á að semja þá er samningur um frestun á brottför flugvallarins ótæk málamiðlun, sem skaðar borgarsamfélagið í bráð og lengd og sem bæði ríki og borg tapa á peningalega vegna þess að þjóðhagslegi hagnaðurinn felst í því að nýta byggingarlandið í Vatnsmýri sem fyrst. Mun skárri málamiðlun fælist í því að ríkið fengi drjúgan hluta af þeim 38% hlut Reykvíkinga, sem þeir eiga siðferðilegan rétt á í ríkislóðunum þarna vegna þess að þeir eru 38% af landsmönnum. Grundvallaratriði er að semja þegar viðkomandi er í sterkri stöðu. Og málstaður Reykvíkinga er einmitt mjög sterkur í þessu máli, siðferðilega, faglega, lagalega, réttarfarslega og ekki síst vegna niðurstöðu flugvallarkosningarinnar 2001, en það sem vantar núna upp á er að borgarbúar geri sér almennt grein fyrir því! Þess vegna þarf borgin nú að fara í mjög öfluga upplýsingaherferð til þess að leiðrétta þá skökku mynd sem borgarbúar gera sér af skipulagsmálum sínum eftir gífurlega áróðursholskeflu hollvina flugvallarins nú í sumar þar sem fjölmargir borgarbúar tóku í undirskriftasöfnun afstöðu gegn eigin hagsmunum. Einungis eftir slíka öfluga herferð verður Dagur B. í sterkri pólitískri stöðu við samningaborðið á móti Hönnu Birnu. BB telja ekki líðandi að borgaryfirvöld gangi til samninga við ríkið með hagsmuni flokka sinna á landsbyggðinni að leiðarljósi á kostnað þjóðarhags og almannahagsmuna á höfuðborgarsvæðinu. BB fara fram á að þið svarið eftirfarandi spurningum: 1. Mun Reykjavíkurborg nú upplýsa Reykvíkinga um helstu skipulagshagsmuni borgarbúa ? 2. Mun Reykjavíkurborg nú taka til varna og bera til baka hálfsannleik og uppspuna flugvallarsinna fyrr og síðar? 3. Mun Reykjavíkurborg nýta allar málsbætur Reykvíkinga í Vatnsmýrarmálinu ? a. um ólögmæta yfirtöku lands í Vatnsmýri 1946 b. um ótvíræðan skipulagsrétt Reykvíkinga c. um gríðarlegt tjón Reykvíkinga af flugstarfseminni í 67 ár d. um ógreidda lóðarleigu vegna flugvallar í Vatnsmýri í 67 ár e. um þjóðhagslegan ábata af þéttingu byggðar f. um niðurstöðu flugvallarkosningarinnar 2001 4. Mun Reykjavíkurborg láta gera lögfræðiúttekt á yfirtöku ríkisins 1946 á Vatnsmýri? 5. Mun Reykjavíkurborg láta ljúka veðurfarsathugunum á Hólmsheiði ? 6. Mun Reykjavíkurborg verja ítrustu hagsmuni borgarbúa og þjóðarhag eða e.t.v. semja af sér með afleitri málamiðlun ? BB bera hér að lokum fram eftirfarandi tillögur: 1. Að Reykjavíkurborg sendi sem fyrst upplýsingabæklinga á öll heimili í borginni um víðtæka heildarhagsmuni borgarbúa í skipulagsmálum… 2. Að Reykjavíkurborg efni sem fyrst til málþinga um skipulagshagsmuni borgarbúa… 3. Að Reykjavíkurborg hafi forgöngu um að 2015 verði ár höfuðborgarsvæðisins… Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson Skoðun Aftur á byrjunarreit Hörður Arnarson Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi Skoðun Á hlaupum undan ábyrgðinni Áslaug Friðriksdóttir Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Netöryggi til framtíðar Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Aftur á byrjunarreit Hörður Arnarson skrifar Skoðun Norðurlandamet í fúski! Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ursula von der Leyen styður þjóðarmorð! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar Sjá meira
Jón Gnarr borgarstjóri Elsa Hrafnhildur Yeoman, forseti borgarstjórnar, Dagur B. Eggertsson, formaður borgarráðs Tilefni þessa bréfs er að borgarstjórn samþykkti nýlega Aðalskipulag Reykjavíkur 2010-2030 (AR 2030). Að mati Samtaka um betri byggð (BB) getur þetta nýja skipulag markað verulega jákvæð tímamót í skipulagsmálum höfuðborgarinnar, sem sannarlega ber að fagna. En nú nýlega fréttist af samningaviðræðum Dags B. Eggertssonar, formanns borgarráðs, og Hönnu Birnu Kristjánsdóttur innanríkisráðherra um AR 2030. Þessar viðræður eru sagðar snúast um málamiðlun, sem feli í sér frestun á brottför flugvallar úr Vatnsmýri. Já, illt er ef satt reynist! Skjót brottför flugvallarins er grundvallarforsenda þess að AR 2030 geti talist jákvætt skref í skipulagsmálum. BB fá ekki séð að um neitt sé að semja við ríkið þar sem skipulagsrétturinn er alfarið hjá borgaryfirvöldum auk þess sem Reykvíkingar kusu með því árið 2001 að flugvöllurinn ætti að fara 2016! En ef á annað borð er talin pólitísk nauðsyn á að semja þá er samningur um frestun á brottför flugvallarins ótæk málamiðlun, sem skaðar borgarsamfélagið í bráð og lengd og sem bæði ríki og borg tapa á peningalega vegna þess að þjóðhagslegi hagnaðurinn felst í því að nýta byggingarlandið í Vatnsmýri sem fyrst. Mun skárri málamiðlun fælist í því að ríkið fengi drjúgan hluta af þeim 38% hlut Reykvíkinga, sem þeir eiga siðferðilegan rétt á í ríkislóðunum þarna vegna þess að þeir eru 38% af landsmönnum. Grundvallaratriði er að semja þegar viðkomandi er í sterkri stöðu. Og málstaður Reykvíkinga er einmitt mjög sterkur í þessu máli, siðferðilega, faglega, lagalega, réttarfarslega og ekki síst vegna niðurstöðu flugvallarkosningarinnar 2001, en það sem vantar núna upp á er að borgarbúar geri sér almennt grein fyrir því! Þess vegna þarf borgin nú að fara í mjög öfluga upplýsingaherferð til þess að leiðrétta þá skökku mynd sem borgarbúar gera sér af skipulagsmálum sínum eftir gífurlega áróðursholskeflu hollvina flugvallarins nú í sumar þar sem fjölmargir borgarbúar tóku í undirskriftasöfnun afstöðu gegn eigin hagsmunum. Einungis eftir slíka öfluga herferð verður Dagur B. í sterkri pólitískri stöðu við samningaborðið á móti Hönnu Birnu. BB telja ekki líðandi að borgaryfirvöld gangi til samninga við ríkið með hagsmuni flokka sinna á landsbyggðinni að leiðarljósi á kostnað þjóðarhags og almannahagsmuna á höfuðborgarsvæðinu. BB fara fram á að þið svarið eftirfarandi spurningum: 1. Mun Reykjavíkurborg nú upplýsa Reykvíkinga um helstu skipulagshagsmuni borgarbúa ? 2. Mun Reykjavíkurborg nú taka til varna og bera til baka hálfsannleik og uppspuna flugvallarsinna fyrr og síðar? 3. Mun Reykjavíkurborg nýta allar málsbætur Reykvíkinga í Vatnsmýrarmálinu ? a. um ólögmæta yfirtöku lands í Vatnsmýri 1946 b. um ótvíræðan skipulagsrétt Reykvíkinga c. um gríðarlegt tjón Reykvíkinga af flugstarfseminni í 67 ár d. um ógreidda lóðarleigu vegna flugvallar í Vatnsmýri í 67 ár e. um þjóðhagslegan ábata af þéttingu byggðar f. um niðurstöðu flugvallarkosningarinnar 2001 4. Mun Reykjavíkurborg láta gera lögfræðiúttekt á yfirtöku ríkisins 1946 á Vatnsmýri? 5. Mun Reykjavíkurborg láta ljúka veðurfarsathugunum á Hólmsheiði ? 6. Mun Reykjavíkurborg verja ítrustu hagsmuni borgarbúa og þjóðarhag eða e.t.v. semja af sér með afleitri málamiðlun ? BB bera hér að lokum fram eftirfarandi tillögur: 1. Að Reykjavíkurborg sendi sem fyrst upplýsingabæklinga á öll heimili í borginni um víðtæka heildarhagsmuni borgarbúa í skipulagsmálum… 2. Að Reykjavíkurborg efni sem fyrst til málþinga um skipulagshagsmuni borgarbúa… 3. Að Reykjavíkurborg hafi forgöngu um að 2015 verði ár höfuðborgarsvæðisins…
Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson Skoðun
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar
Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson Skoðun