Krabbamein er hvorki háð stétt né stöðu Halldóra Víðisdóttir skrifar 24. október 2013 06:00 Íslendingar hafa ávallt státað sig af góðu heilbrigðiskerfi. Við erum vel menntuð þjóð og eigum góða lækna, hjúkrunarfræðinga, sjúkraþjálfara og annað fagfólk sem starfar innan heilbrigðisþjónustunnar. Undanfarin misseri hafa þó verið að koma fram merki þess að stoðir þess séu að hrynja. Hjúkrunarfræðingar hótuðu uppsögnum, geislafræðingar fylgdu í kjölfarið og nú eru læknar Landspítalans að gefast upp vegna álags og manneklu. Undanfarnar vikur hafa svo raddir um aukinn kostnað sjúklinga til heilbrigðisþjónustunnar verið háværar. Við teljum Ísland vera velferðarríki og að við búum við gott heilbrigðiskerfi en núna er það orðið svo að greiðslubyrði sjúklinga er orðin 20% af öllum kostnaði heilbrigðiskerfisins. Sjúklingar með krabbamein eru stór hluti af þessum hópi. Þeir sem þurfa að sækja meðferð vegna krabbameins til lengri tíma þurfa sjálfir að greiða fyrir mikinn kostnað í tengslum við sína meðferð. Þar má nefna komugjöld á göngudeildir, blóðprufur, lyf, myndrannsóknir og svo mætti lengi telja. Dæmi eru um að þessar tölur hlaupi á hundruðum þúsunda og ef óbeinn kostnaður vegna veikinda er tekinn með í reikninginn má áætla nokkur hundruð þúsund til viðbótar. Það að greinast með krabbamein og gangast undir krabbameinsmeðferð hefur gríðarlega mikil áhrif á sjúklinga og aðstandendur og þá erum við aðeins að tala um andlega álagið. Það er mikið áfall að greinast með lífsógnandi sjúkdóm. Til að bæta gráu ofan á svart þarf þessi hópur einnig að hafa áhyggjur af fjárhagslegri afkomu sinni meðan á veikindunum stendur, því kostnaðurinn við það að veikjast er umstalsverður og hefur farið hækkandi sl. ár.Staðan enn verri Við höfum nýlega heyrt dæmi af ungum manni sem á konu og tvö börn sem hefur þurft að greiða hátt í milljón á einu ári í beinan kostnað til heilbrigðisþjónustunnar og einnig höfum við heyrt dæmi af ungri konu sem getur ekki greitt af lánum sínum því að hún þarf að láta krabbmeinsmeðferðirnar njóta forgangs. Nú er svo búið að leggja fram nýtt frumvarp þar sem sjúklingum er gert að greiða fyrir innlagnir á sjúkrahús, sem hefur verið án endurgjalds fram til þessa. Ég get tekið undir að það er viss mismunun að þeir sem sæki aðeins göngudeildarþjónustu þurfi að greiða mörg þúsund krónur fyrir þjónustuna en þeir sem leggjast inn þurfi ekkert að greiða. En viljum við bæta við þann kostnað sem sjúklingar greiða nú þegar? Einstaklingar með krabbamein sækja þjónustu á göngudeildir en þurfa einnig oft að leggjast inn á sjúkrahús vegna veikinda sinna og fyrir þá skiptir þessi aukakostnaður mjög miklu máli. Ungt fólk sem greinist með krabbamein er mögulega í enn verri stöðu en þeir sem eldri eru ef við gefum okkur það að sá hópur sé í námi, nýlega kominn út á vinnumarkaðinn, með ung börn á framfæri, námslán og húsnæðislán. Enn fremur ber að nefna að sjúkdómatryggingar eru oft mjög fjarlægar í huga fólks sem er mögulega á þrítugsaldri. Það er mjög skiljanlegt þar sem sjúkdómar á borð við krabbamein greinast yfirleitt ekki fyrr en eftir miðjan aldur. Það gerir samt stöðu þessa hóps enn verri og veikindin verða meiri fjárhagsleg byrði en ella. Heilbrigðisþjónusta kostar, það er staðreynd, en það er kominn tími til að við einbeitum okkur aftur að því að verða það velferðarríki sem við viljum vera. Staðan er orðin þannig að það er aðeins á færi þeirra efnamestu að greinast með sjúkdóma, en staðreyndin er samt sú að sjúkdómar spyrja hvorki um stétt né stöðu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Halldór 17.05.2025 Halldór Lélegir íslenskir læknar...eru ekki til! Steinunn Þórðardóttir Skoðun Friðun Grafarvogs Stefán Jón Hafstein Skoðun Söngur Ísraels og RÚV Ingólfur Gíslason. Skoðun Við munum aldrei fela okkur aftur Kári Garðarsson Skoðun NÓG ER NÓG – Heilbrigðiskerfið er í neyðarástandi Ásthildur Kristín Björnsdóttir Skoðun Þjóðin sem selur sjálfri sér: Vangaveltur um sölu Íslandsbanka Guðjón Heiðar Pálsson Skoðun Er gagnlegt að kunna að forrita á tímum gervigreindar? Henning Arnór Úlfarsson Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson Skoðun Er Kópavogsbær vel rekinn? Bergljót Kristinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Lélegir íslenskir læknar...eru ekki til! Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Þjóðin sem selur sjálfri sér: Vangaveltur um sölu Íslandsbanka Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Þriðji kafli: Skálmöld Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Valkyrjurnar verða að losa okkur við Rapyd Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Söngur Ísraels og RÚV Ingólfur Gíslason. skrifar Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson skrifar Skoðun Uppiskroppa með umræðuefni í málþófi? Talið um Gaza! Viðar Eggertsson skrifar Skoðun Kærleikurinn pikkaði í mig Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Gigt er ekki bara sjúkdómur fullorðinna – Gigtarfélagið heldur opið hús til að fræða og styðja alla aldurshópa Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Friðun Grafarvogs Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Torfærur, hossur og hristingar! Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun NÓG ER NÓG – Heilbrigðiskerfið er í neyðarástandi Ásthildur Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun Við munum aldrei fela okkur aftur Kári Garðarsson skrifar Skoðun Er Kópavogsbær vel rekinn? Bergljót Kristinsdóttir skrifar Skoðun Oft er forræðishyggja hjá fjölskyldum og á heimilum fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson Zebitz skrifar Skoðun Um sjónarhorn og sannleika Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Lýðræðið er farið – er of seint að snúa við? Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Er gagnlegt að kunna að forrita á tímum gervigreindar? Henning Arnór Úlfarsson skrifar Skoðun Málþóf og/eða lýðræði? Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Umdeildasti fríverslunarsamningur sögunnar? Arnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Ísafjarðarbær í Bestu deild Sigríður Júlía Brynleifsdóttir,Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð í beinni Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Allt þetta máttu eiga ef þú tilbiður mig Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Atvinnufrelsi! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Að mása eða fara í golf Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Leiðréttum kerfisbundið misrétti Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Leikjanámskeið fyrir fullorðna við Austurvöll Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Sparnaðarráð fyrir ferðalagið Svandís Edda Jónudóttir skrifar Skoðun Sál hvers samfélags birtist skýrast í því hvernig það annast börnin sín Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar Skoðun Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon skrifar Sjá meira
Íslendingar hafa ávallt státað sig af góðu heilbrigðiskerfi. Við erum vel menntuð þjóð og eigum góða lækna, hjúkrunarfræðinga, sjúkraþjálfara og annað fagfólk sem starfar innan heilbrigðisþjónustunnar. Undanfarin misseri hafa þó verið að koma fram merki þess að stoðir þess séu að hrynja. Hjúkrunarfræðingar hótuðu uppsögnum, geislafræðingar fylgdu í kjölfarið og nú eru læknar Landspítalans að gefast upp vegna álags og manneklu. Undanfarnar vikur hafa svo raddir um aukinn kostnað sjúklinga til heilbrigðisþjónustunnar verið háværar. Við teljum Ísland vera velferðarríki og að við búum við gott heilbrigðiskerfi en núna er það orðið svo að greiðslubyrði sjúklinga er orðin 20% af öllum kostnaði heilbrigðiskerfisins. Sjúklingar með krabbamein eru stór hluti af þessum hópi. Þeir sem þurfa að sækja meðferð vegna krabbameins til lengri tíma þurfa sjálfir að greiða fyrir mikinn kostnað í tengslum við sína meðferð. Þar má nefna komugjöld á göngudeildir, blóðprufur, lyf, myndrannsóknir og svo mætti lengi telja. Dæmi eru um að þessar tölur hlaupi á hundruðum þúsunda og ef óbeinn kostnaður vegna veikinda er tekinn með í reikninginn má áætla nokkur hundruð þúsund til viðbótar. Það að greinast með krabbamein og gangast undir krabbameinsmeðferð hefur gríðarlega mikil áhrif á sjúklinga og aðstandendur og þá erum við aðeins að tala um andlega álagið. Það er mikið áfall að greinast með lífsógnandi sjúkdóm. Til að bæta gráu ofan á svart þarf þessi hópur einnig að hafa áhyggjur af fjárhagslegri afkomu sinni meðan á veikindunum stendur, því kostnaðurinn við það að veikjast er umstalsverður og hefur farið hækkandi sl. ár.Staðan enn verri Við höfum nýlega heyrt dæmi af ungum manni sem á konu og tvö börn sem hefur þurft að greiða hátt í milljón á einu ári í beinan kostnað til heilbrigðisþjónustunnar og einnig höfum við heyrt dæmi af ungri konu sem getur ekki greitt af lánum sínum því að hún þarf að láta krabbmeinsmeðferðirnar njóta forgangs. Nú er svo búið að leggja fram nýtt frumvarp þar sem sjúklingum er gert að greiða fyrir innlagnir á sjúkrahús, sem hefur verið án endurgjalds fram til þessa. Ég get tekið undir að það er viss mismunun að þeir sem sæki aðeins göngudeildarþjónustu þurfi að greiða mörg þúsund krónur fyrir þjónustuna en þeir sem leggjast inn þurfi ekkert að greiða. En viljum við bæta við þann kostnað sem sjúklingar greiða nú þegar? Einstaklingar með krabbamein sækja þjónustu á göngudeildir en þurfa einnig oft að leggjast inn á sjúkrahús vegna veikinda sinna og fyrir þá skiptir þessi aukakostnaður mjög miklu máli. Ungt fólk sem greinist með krabbamein er mögulega í enn verri stöðu en þeir sem eldri eru ef við gefum okkur það að sá hópur sé í námi, nýlega kominn út á vinnumarkaðinn, með ung börn á framfæri, námslán og húsnæðislán. Enn fremur ber að nefna að sjúkdómatryggingar eru oft mjög fjarlægar í huga fólks sem er mögulega á þrítugsaldri. Það er mjög skiljanlegt þar sem sjúkdómar á borð við krabbamein greinast yfirleitt ekki fyrr en eftir miðjan aldur. Það gerir samt stöðu þessa hóps enn verri og veikindin verða meiri fjárhagsleg byrði en ella. Heilbrigðisþjónusta kostar, það er staðreynd, en það er kominn tími til að við einbeitum okkur aftur að því að verða það velferðarríki sem við viljum vera. Staðan er orðin þannig að það er aðeins á færi þeirra efnamestu að greinast með sjúkdóma, en staðreyndin er samt sú að sjúkdómar spyrja hvorki um stétt né stöðu.
Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson Skoðun
Skoðun Þjóðin sem selur sjálfri sér: Vangaveltur um sölu Íslandsbanka Guðjón Heiðar Pálsson skrifar
Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson skrifar
Skoðun Gigt er ekki bara sjúkdómur fullorðinna – Gigtarfélagið heldur opið hús til að fræða og styðja alla aldurshópa Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Oft er forræðishyggja hjá fjölskyldum og á heimilum fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson Zebitz skrifar
Skoðun Sál hvers samfélags birtist skýrast í því hvernig það annast börnin sín Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar
Skoðun Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon skrifar
Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson Skoðun