Lítil fyrirtæki stærst á Íslandi! Brynhildur S. Björnsdóttir skrifar 24. október 2013 06:00 Á dögunum sat ég smáþing þar sem stofnaður var langþráður vettvangur fyrir lítil fyrirtæki á Íslandi undir merkjum Litla Íslands. Fæstir trúa því að stór fyrirtæki séu í algjörum minnihluta á Íslandi en raunin er þessi: l 90% atvinnulífsins eru örfyrirtæki (1-9 stm.) l 7% eru lítil ft. (10-50 stm.) l 2% eru meðalstór (51-250 stm.) l 1% stór (+250 stm.)Greiða meirihluta launa Samkvæmt nýlegri úttekt sem Hagstofan vann fyrir SA kemur m.a. fram að: Lítil og meðalstór fyrirtæki (færri en 250 stm.) greiddu 2/3 heildarlauna á árinu 2012. Þar af greiða lítil fyrirtæki (færri en 50 stm.) um 44% heildarlauna í landinu og örfyrirtækin (1-9 stm.) um 21%. Á árinu 2012 urðu til 4.000 ný fyrirtæki – nánast öll örfyrirtæki. Stjórnvöld hafa tilhneigingu til að setja öll fyrirtæki undir sama hatt – þrátt fyrir ólíkan veruleika. Stór fyrirtæki hafa alla burði til að hafa sérfræðinga í hverju horni við að sýsla með fjármál fyrirtækjanna. Þar er valinn maður í hverju rúmi sem skilur flókna löggjöf og færir endurskoðendur sem vita best hvernig hægt er að hagræða, án þess að fara á svig við lögin.Óvinur eða samstarfsaðili? Ég er svo heppin að fá að starfa á hverjum degi með fjölmörgum stjórnendum ör- og lítilla fyrirtækja. Þeir stofna oftast fyrirtæki út frá einhverri allt annarri hæfni en laga- og/eða fjármálaþekkingu. Þeir upplifa Ríkisskattsstjóra frekar sem óvin en samstarfsaðila. Lögin reynast þeim torveld og allt kerfið í kringum skyldur þeirra gagnvart ríkinu. Þeir upplifa ekki neina gulrót við það að skapa sjálfum sér og öðrum tekjur, aðra en persónulega ánægju við að fá að starfa við það sem þeim finnst skemmtilegt. Oftar en ekki þurfa þeir að veðsetja persónulegar eigur til að fjárfesta í rekstrinum eða halda velli. Launin þeirra sitja á hakanum – á meðan þeir standa fyrst skil á launum annarra launþega í fyrirtækinu og opinberum gjöldum. Þar fyrir utan þekkja allir eigendur lítilla fyrirtækja hvað felst raunverulega í skammstöfuninni ehf. Það er „ekkert helvítis frí“. En það er önnur saga. Ríkið hlýtur að eiga að vera samstarfsaðili þessa hóps – sem er að reyna að skapa sjálfum sér og öðrum lifibrauð, um leið og þeir greiða stóran hluta afrakstursins í sameiginlegan ríkissjóð. Þessir aðilar eru í fæstum tilvikum glæpamenn með einbeittan brotavilja, heldur vilja uppfylla skyldur sínar og skila sanngjörnum hluta til samfélagsins. Þeir vilja skilja betur hvaða skyldur þeir hafa án þess að þurfa að ráða dýra sérfræðinga til þess. Er ekki annars eðlismunur á því að reka fyrirtæki í kringum það að selja t.a.m. eigið hugvit eða pípulagningaþjónustu með 1-9 starfsmenn heldur en að reka fyrirtæki með yfir 250 starfsmenn? Það liggur í hlutarins eðli að stóra fyrirtækið hefur meiri burði til að uppfylla kröfur í því flókna umhverfi sem löggjafinn hefur skapað öllum fyrirtækjum landsins. Allt frá verktökum sem selja eigin þjónustu til stórra fyrirtækja sem reka fyrirtæki með yfir 250 starfsmenn. Hefjum samtalið strax! Nú þegar kominn er vettvangur fyrir lítil fyrirtæki er ekki seinna vænna fyrir stjórnvöld að hefja samtalið við þau strax! Hvernig geta stjórnvöld þjónað litlum fyrirtækjum sem best? Hvernig geta þau hjálpað þeim að uppfylla sínar skyldur en blómstra jafnframt? Hvernig geta stjórnvöld komið til móts við þarfir þeirra og aðstoðað þau við að skila sanngjörnum hluta í sameiginlega sjóði okkar án þess að aðferðirnar og hlutinn sé það íþyngjandi að það letji starfsemi þeirra? Hvernig geta stjórnvöld dregið úr samkeppni ríkisrekinna fyrirtækja við einkarekin? Hvernig geta stjórnvöld komið upplýsingum frá sér á mannamáli í stað sérfræðimáls? Hvað meina lítil fyrirtæki með einföldun á tolla-, skatta- og öllu regluverki? Hvernig geta stjórnvöld búið svo um hnútana að lítil fyrirtæki geti loks farið að gera langtímaplön? Hvernig geta stjórnvöld hjálpað litlum fyrirtækjum að auka gjaldeyristekjur þjóðarinnar? Hvernig geta stjórnvöld búið svo um hnútana að það fylgi því einhver gulrót að reka eigið fyrirtæki og skapa sjálfum sér og öðrum tekjur – í stað þess að allir kjósi að vera launþegar hjá öðrum? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason Skoðun Aftur á byrjunarreit Hörður Arnarson Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir Skoðun Á hlaupum undan ábyrgðinni Áslaug Friðriksdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Netöryggi til framtíðar Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Aftur á byrjunarreit Hörður Arnarson skrifar Skoðun Norðurlandamet í fúski! Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ursula von der Leyen styður þjóðarmorð! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar Sjá meira
Á dögunum sat ég smáþing þar sem stofnaður var langþráður vettvangur fyrir lítil fyrirtæki á Íslandi undir merkjum Litla Íslands. Fæstir trúa því að stór fyrirtæki séu í algjörum minnihluta á Íslandi en raunin er þessi: l 90% atvinnulífsins eru örfyrirtæki (1-9 stm.) l 7% eru lítil ft. (10-50 stm.) l 2% eru meðalstór (51-250 stm.) l 1% stór (+250 stm.)Greiða meirihluta launa Samkvæmt nýlegri úttekt sem Hagstofan vann fyrir SA kemur m.a. fram að: Lítil og meðalstór fyrirtæki (færri en 250 stm.) greiddu 2/3 heildarlauna á árinu 2012. Þar af greiða lítil fyrirtæki (færri en 50 stm.) um 44% heildarlauna í landinu og örfyrirtækin (1-9 stm.) um 21%. Á árinu 2012 urðu til 4.000 ný fyrirtæki – nánast öll örfyrirtæki. Stjórnvöld hafa tilhneigingu til að setja öll fyrirtæki undir sama hatt – þrátt fyrir ólíkan veruleika. Stór fyrirtæki hafa alla burði til að hafa sérfræðinga í hverju horni við að sýsla með fjármál fyrirtækjanna. Þar er valinn maður í hverju rúmi sem skilur flókna löggjöf og færir endurskoðendur sem vita best hvernig hægt er að hagræða, án þess að fara á svig við lögin.Óvinur eða samstarfsaðili? Ég er svo heppin að fá að starfa á hverjum degi með fjölmörgum stjórnendum ör- og lítilla fyrirtækja. Þeir stofna oftast fyrirtæki út frá einhverri allt annarri hæfni en laga- og/eða fjármálaþekkingu. Þeir upplifa Ríkisskattsstjóra frekar sem óvin en samstarfsaðila. Lögin reynast þeim torveld og allt kerfið í kringum skyldur þeirra gagnvart ríkinu. Þeir upplifa ekki neina gulrót við það að skapa sjálfum sér og öðrum tekjur, aðra en persónulega ánægju við að fá að starfa við það sem þeim finnst skemmtilegt. Oftar en ekki þurfa þeir að veðsetja persónulegar eigur til að fjárfesta í rekstrinum eða halda velli. Launin þeirra sitja á hakanum – á meðan þeir standa fyrst skil á launum annarra launþega í fyrirtækinu og opinberum gjöldum. Þar fyrir utan þekkja allir eigendur lítilla fyrirtækja hvað felst raunverulega í skammstöfuninni ehf. Það er „ekkert helvítis frí“. En það er önnur saga. Ríkið hlýtur að eiga að vera samstarfsaðili þessa hóps – sem er að reyna að skapa sjálfum sér og öðrum lifibrauð, um leið og þeir greiða stóran hluta afrakstursins í sameiginlegan ríkissjóð. Þessir aðilar eru í fæstum tilvikum glæpamenn með einbeittan brotavilja, heldur vilja uppfylla skyldur sínar og skila sanngjörnum hluta til samfélagsins. Þeir vilja skilja betur hvaða skyldur þeir hafa án þess að þurfa að ráða dýra sérfræðinga til þess. Er ekki annars eðlismunur á því að reka fyrirtæki í kringum það að selja t.a.m. eigið hugvit eða pípulagningaþjónustu með 1-9 starfsmenn heldur en að reka fyrirtæki með yfir 250 starfsmenn? Það liggur í hlutarins eðli að stóra fyrirtækið hefur meiri burði til að uppfylla kröfur í því flókna umhverfi sem löggjafinn hefur skapað öllum fyrirtækjum landsins. Allt frá verktökum sem selja eigin þjónustu til stórra fyrirtækja sem reka fyrirtæki með yfir 250 starfsmenn. Hefjum samtalið strax! Nú þegar kominn er vettvangur fyrir lítil fyrirtæki er ekki seinna vænna fyrir stjórnvöld að hefja samtalið við þau strax! Hvernig geta stjórnvöld þjónað litlum fyrirtækjum sem best? Hvernig geta þau hjálpað þeim að uppfylla sínar skyldur en blómstra jafnframt? Hvernig geta stjórnvöld komið til móts við þarfir þeirra og aðstoðað þau við að skila sanngjörnum hluta í sameiginlega sjóði okkar án þess að aðferðirnar og hlutinn sé það íþyngjandi að það letji starfsemi þeirra? Hvernig geta stjórnvöld dregið úr samkeppni ríkisrekinna fyrirtækja við einkarekin? Hvernig geta stjórnvöld komið upplýsingum frá sér á mannamáli í stað sérfræðimáls? Hvað meina lítil fyrirtæki með einföldun á tolla-, skatta- og öllu regluverki? Hvernig geta stjórnvöld búið svo um hnútana að lítil fyrirtæki geti loks farið að gera langtímaplön? Hvernig geta stjórnvöld hjálpað litlum fyrirtækjum að auka gjaldeyristekjur þjóðarinnar? Hvernig geta stjórnvöld búið svo um hnútana að það fylgi því einhver gulrót að reka eigið fyrirtæki og skapa sjálfum sér og öðrum tekjur – í stað þess að allir kjósi að vera launþegar hjá öðrum?
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar