Lítil fyrirtæki stærst á Íslandi! Brynhildur S. Björnsdóttir skrifar 24. október 2013 06:00 Á dögunum sat ég smáþing þar sem stofnaður var langþráður vettvangur fyrir lítil fyrirtæki á Íslandi undir merkjum Litla Íslands. Fæstir trúa því að stór fyrirtæki séu í algjörum minnihluta á Íslandi en raunin er þessi: l 90% atvinnulífsins eru örfyrirtæki (1-9 stm.) l 7% eru lítil ft. (10-50 stm.) l 2% eru meðalstór (51-250 stm.) l 1% stór (+250 stm.)Greiða meirihluta launa Samkvæmt nýlegri úttekt sem Hagstofan vann fyrir SA kemur m.a. fram að: Lítil og meðalstór fyrirtæki (færri en 250 stm.) greiddu 2/3 heildarlauna á árinu 2012. Þar af greiða lítil fyrirtæki (færri en 50 stm.) um 44% heildarlauna í landinu og örfyrirtækin (1-9 stm.) um 21%. Á árinu 2012 urðu til 4.000 ný fyrirtæki – nánast öll örfyrirtæki. Stjórnvöld hafa tilhneigingu til að setja öll fyrirtæki undir sama hatt – þrátt fyrir ólíkan veruleika. Stór fyrirtæki hafa alla burði til að hafa sérfræðinga í hverju horni við að sýsla með fjármál fyrirtækjanna. Þar er valinn maður í hverju rúmi sem skilur flókna löggjöf og færir endurskoðendur sem vita best hvernig hægt er að hagræða, án þess að fara á svig við lögin.Óvinur eða samstarfsaðili? Ég er svo heppin að fá að starfa á hverjum degi með fjölmörgum stjórnendum ör- og lítilla fyrirtækja. Þeir stofna oftast fyrirtæki út frá einhverri allt annarri hæfni en laga- og/eða fjármálaþekkingu. Þeir upplifa Ríkisskattsstjóra frekar sem óvin en samstarfsaðila. Lögin reynast þeim torveld og allt kerfið í kringum skyldur þeirra gagnvart ríkinu. Þeir upplifa ekki neina gulrót við það að skapa sjálfum sér og öðrum tekjur, aðra en persónulega ánægju við að fá að starfa við það sem þeim finnst skemmtilegt. Oftar en ekki þurfa þeir að veðsetja persónulegar eigur til að fjárfesta í rekstrinum eða halda velli. Launin þeirra sitja á hakanum – á meðan þeir standa fyrst skil á launum annarra launþega í fyrirtækinu og opinberum gjöldum. Þar fyrir utan þekkja allir eigendur lítilla fyrirtækja hvað felst raunverulega í skammstöfuninni ehf. Það er „ekkert helvítis frí“. En það er önnur saga. Ríkið hlýtur að eiga að vera samstarfsaðili þessa hóps – sem er að reyna að skapa sjálfum sér og öðrum lifibrauð, um leið og þeir greiða stóran hluta afrakstursins í sameiginlegan ríkissjóð. Þessir aðilar eru í fæstum tilvikum glæpamenn með einbeittan brotavilja, heldur vilja uppfylla skyldur sínar og skila sanngjörnum hluta til samfélagsins. Þeir vilja skilja betur hvaða skyldur þeir hafa án þess að þurfa að ráða dýra sérfræðinga til þess. Er ekki annars eðlismunur á því að reka fyrirtæki í kringum það að selja t.a.m. eigið hugvit eða pípulagningaþjónustu með 1-9 starfsmenn heldur en að reka fyrirtæki með yfir 250 starfsmenn? Það liggur í hlutarins eðli að stóra fyrirtækið hefur meiri burði til að uppfylla kröfur í því flókna umhverfi sem löggjafinn hefur skapað öllum fyrirtækjum landsins. Allt frá verktökum sem selja eigin þjónustu til stórra fyrirtækja sem reka fyrirtæki með yfir 250 starfsmenn. Hefjum samtalið strax! Nú þegar kominn er vettvangur fyrir lítil fyrirtæki er ekki seinna vænna fyrir stjórnvöld að hefja samtalið við þau strax! Hvernig geta stjórnvöld þjónað litlum fyrirtækjum sem best? Hvernig geta þau hjálpað þeim að uppfylla sínar skyldur en blómstra jafnframt? Hvernig geta stjórnvöld komið til móts við þarfir þeirra og aðstoðað þau við að skila sanngjörnum hluta í sameiginlega sjóði okkar án þess að aðferðirnar og hlutinn sé það íþyngjandi að það letji starfsemi þeirra? Hvernig geta stjórnvöld dregið úr samkeppni ríkisrekinna fyrirtækja við einkarekin? Hvernig geta stjórnvöld komið upplýsingum frá sér á mannamáli í stað sérfræðimáls? Hvað meina lítil fyrirtæki með einföldun á tolla-, skatta- og öllu regluverki? Hvernig geta stjórnvöld búið svo um hnútana að lítil fyrirtæki geti loks farið að gera langtímaplön? Hvernig geta stjórnvöld hjálpað litlum fyrirtækjum að auka gjaldeyristekjur þjóðarinnar? Hvernig geta stjórnvöld búið svo um hnútana að það fylgi því einhver gulrót að reka eigið fyrirtæki og skapa sjálfum sér og öðrum tekjur – í stað þess að allir kjósi að vera launþegar hjá öðrum? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Þjóðin vill eitt, Kristrún annað Ole Anton Bieltvedt Skoðun Hversu lítill fiskur yrðum við? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Ferðaþjónustan er burðarás í íslensku efnahagslífi Þórir Garðarsson Skoðun Söngur Ísraels og RÚV Ingólfur Gíslason. Skoðun Lélegir íslenskir læknar...eru ekki til! Steinunn Þórðardóttir Skoðun Þjóðin sem selur sjálfri sér: Vangaveltur um sölu Íslandsbanka Guðjón Heiðar Pálsson Skoðun Valkyrjurnar verða að losa okkur við Rapyd Björn B. Björnsson Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson Skoðun Halldór 17.05.2025 Halldór Uppiskroppa með umræðuefni í málþófi? Talið um Gaza! Viðar Eggertsson Skoðun Skoðun Skoðun Ferðaþjónustan er burðarás í íslensku efnahagslífi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Hversu lítill fiskur yrðum við? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðin vill eitt, Kristrún annað Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Lélegir íslenskir læknar...eru ekki til! Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Þjóðin sem selur sjálfri sér: Vangaveltur um sölu Íslandsbanka Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Þriðji kafli: Skálmöld Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Valkyrjurnar verða að losa okkur við Rapyd Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Söngur Ísraels og RÚV Ingólfur Gíslason. skrifar Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson skrifar Skoðun Uppiskroppa með umræðuefni í málþófi? Talið um Gaza! Viðar Eggertsson skrifar Skoðun Kærleikurinn pikkaði í mig Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Gigt er ekki bara sjúkdómur fullorðinna – Gigtarfélagið heldur opið hús til að fræða og styðja alla aldurshópa Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Friðun Grafarvogs Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Torfærur, hossur og hristingar! Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun NÓG ER NÓG – Heilbrigðiskerfið er í neyðarástandi Ásthildur Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun Við munum aldrei fela okkur aftur Kári Garðarsson skrifar Skoðun Er Kópavogsbær vel rekinn? Bergljót Kristinsdóttir skrifar Skoðun Oft er forræðishyggja hjá fjölskyldum og á heimilum fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson Zebitz skrifar Skoðun Um sjónarhorn og sannleika Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Lýðræðið er farið – er of seint að snúa við? Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Er gagnlegt að kunna að forrita á tímum gervigreindar? Henning Arnór Úlfarsson skrifar Skoðun Málþóf og/eða lýðræði? Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Umdeildasti fríverslunarsamningur sögunnar? Arnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Ísafjarðarbær í Bestu deild Sigríður Júlía Brynleifsdóttir,Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð í beinni Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Allt þetta máttu eiga ef þú tilbiður mig Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Atvinnufrelsi! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Að mása eða fara í golf Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Leiðréttum kerfisbundið misrétti Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Leikjanámskeið fyrir fullorðna við Austurvöll Þórður Snær Júlíusson skrifar Sjá meira
Á dögunum sat ég smáþing þar sem stofnaður var langþráður vettvangur fyrir lítil fyrirtæki á Íslandi undir merkjum Litla Íslands. Fæstir trúa því að stór fyrirtæki séu í algjörum minnihluta á Íslandi en raunin er þessi: l 90% atvinnulífsins eru örfyrirtæki (1-9 stm.) l 7% eru lítil ft. (10-50 stm.) l 2% eru meðalstór (51-250 stm.) l 1% stór (+250 stm.)Greiða meirihluta launa Samkvæmt nýlegri úttekt sem Hagstofan vann fyrir SA kemur m.a. fram að: Lítil og meðalstór fyrirtæki (færri en 250 stm.) greiddu 2/3 heildarlauna á árinu 2012. Þar af greiða lítil fyrirtæki (færri en 50 stm.) um 44% heildarlauna í landinu og örfyrirtækin (1-9 stm.) um 21%. Á árinu 2012 urðu til 4.000 ný fyrirtæki – nánast öll örfyrirtæki. Stjórnvöld hafa tilhneigingu til að setja öll fyrirtæki undir sama hatt – þrátt fyrir ólíkan veruleika. Stór fyrirtæki hafa alla burði til að hafa sérfræðinga í hverju horni við að sýsla með fjármál fyrirtækjanna. Þar er valinn maður í hverju rúmi sem skilur flókna löggjöf og færir endurskoðendur sem vita best hvernig hægt er að hagræða, án þess að fara á svig við lögin.Óvinur eða samstarfsaðili? Ég er svo heppin að fá að starfa á hverjum degi með fjölmörgum stjórnendum ör- og lítilla fyrirtækja. Þeir stofna oftast fyrirtæki út frá einhverri allt annarri hæfni en laga- og/eða fjármálaþekkingu. Þeir upplifa Ríkisskattsstjóra frekar sem óvin en samstarfsaðila. Lögin reynast þeim torveld og allt kerfið í kringum skyldur þeirra gagnvart ríkinu. Þeir upplifa ekki neina gulrót við það að skapa sjálfum sér og öðrum tekjur, aðra en persónulega ánægju við að fá að starfa við það sem þeim finnst skemmtilegt. Oftar en ekki þurfa þeir að veðsetja persónulegar eigur til að fjárfesta í rekstrinum eða halda velli. Launin þeirra sitja á hakanum – á meðan þeir standa fyrst skil á launum annarra launþega í fyrirtækinu og opinberum gjöldum. Þar fyrir utan þekkja allir eigendur lítilla fyrirtækja hvað felst raunverulega í skammstöfuninni ehf. Það er „ekkert helvítis frí“. En það er önnur saga. Ríkið hlýtur að eiga að vera samstarfsaðili þessa hóps – sem er að reyna að skapa sjálfum sér og öðrum lifibrauð, um leið og þeir greiða stóran hluta afrakstursins í sameiginlegan ríkissjóð. Þessir aðilar eru í fæstum tilvikum glæpamenn með einbeittan brotavilja, heldur vilja uppfylla skyldur sínar og skila sanngjörnum hluta til samfélagsins. Þeir vilja skilja betur hvaða skyldur þeir hafa án þess að þurfa að ráða dýra sérfræðinga til þess. Er ekki annars eðlismunur á því að reka fyrirtæki í kringum það að selja t.a.m. eigið hugvit eða pípulagningaþjónustu með 1-9 starfsmenn heldur en að reka fyrirtæki með yfir 250 starfsmenn? Það liggur í hlutarins eðli að stóra fyrirtækið hefur meiri burði til að uppfylla kröfur í því flókna umhverfi sem löggjafinn hefur skapað öllum fyrirtækjum landsins. Allt frá verktökum sem selja eigin þjónustu til stórra fyrirtækja sem reka fyrirtæki með yfir 250 starfsmenn. Hefjum samtalið strax! Nú þegar kominn er vettvangur fyrir lítil fyrirtæki er ekki seinna vænna fyrir stjórnvöld að hefja samtalið við þau strax! Hvernig geta stjórnvöld þjónað litlum fyrirtækjum sem best? Hvernig geta þau hjálpað þeim að uppfylla sínar skyldur en blómstra jafnframt? Hvernig geta stjórnvöld komið til móts við þarfir þeirra og aðstoðað þau við að skila sanngjörnum hluta í sameiginlega sjóði okkar án þess að aðferðirnar og hlutinn sé það íþyngjandi að það letji starfsemi þeirra? Hvernig geta stjórnvöld dregið úr samkeppni ríkisrekinna fyrirtækja við einkarekin? Hvernig geta stjórnvöld komið upplýsingum frá sér á mannamáli í stað sérfræðimáls? Hvað meina lítil fyrirtæki með einföldun á tolla-, skatta- og öllu regluverki? Hvernig geta stjórnvöld búið svo um hnútana að lítil fyrirtæki geti loks farið að gera langtímaplön? Hvernig geta stjórnvöld hjálpað litlum fyrirtækjum að auka gjaldeyristekjur þjóðarinnar? Hvernig geta stjórnvöld búið svo um hnútana að það fylgi því einhver gulrót að reka eigið fyrirtæki og skapa sjálfum sér og öðrum tekjur – í stað þess að allir kjósi að vera launþegar hjá öðrum?
Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson Skoðun
Skoðun Þjóðin sem selur sjálfri sér: Vangaveltur um sölu Íslandsbanka Guðjón Heiðar Pálsson skrifar
Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson skrifar
Skoðun Gigt er ekki bara sjúkdómur fullorðinna – Gigtarfélagið heldur opið hús til að fræða og styðja alla aldurshópa Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Oft er forræðishyggja hjá fjölskyldum og á heimilum fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson Zebitz skrifar
Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson Skoðun