Skoðun

Er kirkjuráð með réttu ráði?

Örnólfur Hall skrifar
Nú er búið að ákveða að byggja skuli uppdiktaða eftirlíkingu Skálholtskirkju (Brynjólfskirkju) sem engar teikningar eru til af. Nokkrar útlitsmyndir eru til sem erlendir ferðamenn hafa teiknað og engar tvær líta eins út.

Það er hreinn skáldskapur að hún hafi verið stærst allra miðaldatimburkirkna í Evrópu. Í Brynjólfssögu biskups segir að á undan hafi verið mun stærri kirkjur (Gíslakirkja, Ögmundarkirkja og Árnakirkja).

Pétur Pétursson, forseti guðfræðideildar HÍ, ritaði gein í Mbl. í júlí 2013 og sagði m.a.: „Þetta ber að harma. Þótt vel tækist til að reisa þessa byggingu yrði hún aldrei annað en risavaxinn skúr sem óvíst er að nokkur nennti að halda við til lengdar.“

Er hér ekki enn ein „Hörpu-veizlan“ á ferðinni?

Almennir skattborgarar borga svo „tíundina“ eða hvað?




Skoðun

Sjá meira


×