Lífið

Íslenskir trommuleikarar gera það gott

Jóhann Hjörleifsson, Sindri Heimisson og Benedikt Brynleifsson sáttir við samninginn.
Jóhann Hjörleifsson, Sindri Heimisson og Benedikt Brynleifsson sáttir við samninginn.
„Við funduðum með yfirmönnum Remo á alþjóðlegu hljóðfærasýningunni í Frankfurt fyrr á árinu. Í framhaldi var skrifað undir samning í gegnum umboðsaðila Remo á Íslandi, Hljóðfærahúsið – Tónabúðina,“ segir Benedikt Brynleifsson trommuleikari, sem skrifaði, ásamt Jóhanni Hjörleifssyni trommuleikara, undir samstarfssamning við trommuskinna framleiðandan Remo fyrir skömmu.

Benedikt er best þekktur fyrir að spila með hljómsveitunum 200.000 Naglbítar og Todmobile. Jóhann Hjörleifsson er þekktastur fyrir að spila með Sálinni hans Jóns míns og Stórsveit Reykjavíkur.

Remo er einn virtasti framleiðandi trommuskinna í heiminum og hefur verið leiðandi í gerð trommuskinna síðastliðin 50 ár. Þeir voru fyrstir að setja á markað trommuskinn úr Mylar-gerviefni í stað nautshúða.

„Það er mikill fengur í því fyrir okkur í Hljóðfærahúsinu – Tónabúðinni að fá þá Jóhann og Benedikt í raðir Remo-listamanna, en í röðum Remo-listamanna eru flest stærstu nöfn heims í trommuleik,“ segir Sindri Heimisson, framkvæmdastjóri Hljóðfærahússins – Tónabúðarinnar.

Benedikt og Jóhann eru þessa dagana er að undirbúa trommunámskeið Ásláttarakademíunnar. Námskeið þeirra félaga hefst nú í lok október en nánari upplýsingar um námskeiðið má finna hér.

Þekktir trommuleikarar sem leika á Remo skinn og búnað eru trommugoðsögnin Steve Gadd sem hefur meðal annars leikið með Eric Clapton, Ringo Starr úr Bítlunum, Larry Mullen Jr. úr U2 og Taylor Hawkins úr Foo Fighters, ásamt mörgum öðrum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.