Lífið

Eyþór Ingi tekinn í fóstur í Árborg

Eyþór Ingi Gunnlaugsson
Eyþór Ingi Gunnlaugsson
„Að syngja fyrir börn og unglinga er eins og að syngja fyrir fullorðið fólk seint á kvöldin,“ segir tónlistarmaðurinn og Evróvisjónfarinn Eyþór Ingi Gunnlaugsson og bætir við að börn og unglingar séu yfirleitt mjög þakklátir áheyrendur og mikið stuð sé á tónleikum með þeim.

Eyþór ætlar að syngja fyrir öll grunn- og leikskólabörn í Árborg 5.-8. nóvember. Þá heldur hann fyrirlestur í Pakkhúsinu og verður dómari í söngkeppni félagsmiðstöðvarinnar Zelsíuz.

Söngkeppni FSU fer fram í sömu vikunni, eða fimmtudaginn 7. nóvember, og þar verður Eyþór Ingi einnig í dómarasætinu.

„Það má eiginlega segja að ég verði í fóstri austur í Árborg fyrstu dagana í nóvember,“ segir Eyþór Ingi. 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.