Áfengis- og vímuefnafíkn er ekki skortur á viljastyrk Reynar Kári Bjarnason skrifar 23. október 2013 06:00 Daglega berast okkur fréttir úr undirheimum; af ungu fólki sem hefur misst stjórn á eigin lífi vegna neyslu vímuefna og af ógæfu útigangsfólks. Í samfélaginu hafa löngum verið fordómar gagnvart fólki sem ánetjast áfengi eða vímuefnum og litið á það sem ístöðulitla og veiklundaða einstaklinga. Tilgangur þessara skrifa er að benda á mikilvægi þess að hlúa vel að þessu fólki og veita því þá heilbrigðisþjónustu sem það á rétt á. Jafnframt getur upplýst umræða um fíknisjúkdóma dregið úr fordómum. Ýmsar ástæður eru fyrir því að fólk byrjar að neyta vímugjafa. Sumir byrja að nota vímugjafa vegna þess að vímuefni framkalla vellíðunartilfinningu eða draga úr streitu og kvíða. Aðrir fara að nota vímugjafa til að ná betri árangi, t.d. í íþróttum, og enn aðrir prófa vímuefni fyrir forvitni sakir. Í upphafi er ákvörðunin um að neyta vímuefna langoftast sjálfviljug. Þegar fíknin hins vegar tekur völdin yfir einstaklingnum missir hann stjórn. Líkt og með aðra sjúkdóma er tilhneiging til að þróa með sér fíkn misjöfn á milli manna. Því fleiri áhættuþætti sem einstaklingurinn hefur, þeim mun meiri líkur eru á því að neyslan leiði til fíknar. Einn helsti áhættuþátturinn eru erfðir einstaklingsins, en rannsóknir á fíknisjúkdómum sýna að þeir eru arfgengir. Þróun sjúkdómsins getur þó verið ólík eftir einstaklingum þar sem umhverfis- og erfðaþættir vinna saman að mótun sjúkdómsins.Stuðningur og leiðsögn Langvarandi ofneysla getur valdið neytandanum ýmsum líkamlegum vandamálum eins og vannæringu, lifrarbólgu, briskirtilbólgu, vöðvarýrnun og margs konar skemmdum á heila og taugum. Ofneysla er gríðarlega kostnaðarsöm fyrir þjóðfélagið m.a. vegna slysa, afbrota, sjálfsvíga, ofbeldis og vinnutaps. Talið er að um helming banaslysa í umferðinni megi rekja til ölvunar og það sama á við um þau morð sem framin eru. Einnig má rekja tæpan þriðjung sjálfsvíga og drukknana til ölvunar. Til þessa er vísað þegar talað er um að sjúkdómurinn endi í mörgum tilfellum með dauða ef ekkert er að gert. Vímuefnin ein og sér valda ekki alltaf dauðsfallinu heldur er það oft dómgreindarleysi einstaklingsins undir áhrifum sem leiðir til dauða. Þegar neyslu er hætt geta undirliggjandi geðsjúkdómar líkt og þunglyndi og kvíði gert vart við sig. Auk þess getur sektarkennd og ýmiss konar erfið reynsla, sem einstaklingurinn upplifði í neyslunni, haft í för með sér að erfiðlega gengur að feta beinu brautina. Mikilvægt er að fólk fái stuðning og leiðsögn sálfræðinga og annarra sérfræðinga við að vinna úr erfiðri reynslu og lifa lífinu án vímugjafa. Misnotkun áfengis og vímuefna er mikið vandamál á Íslandi eins og um allan heim. Á Íslandi eru taldar rúmlega 20% líkur á því að karlar þrói með sér fíkn í vímugjafa einhvern tíma á ævinni. Hjá konum eru líkurnar um 10%. Þetta er gríðarlega há tíðni samanborið við aðra sjúkdóma. Til samanburðar er tíðni geðklofa á bilinu 0,5–2% og tíðni anorexíu um 1%.Þjónusta vanmetin Áfengis- og vímuefnafíkn er skilgreind sem sjúkdómur í DSM-5-greiningarhandbókinni sem gefin er út af APA (American Psychiatric Association). Samtök áhugafólks um áfengis- og vímuefnavandann (SÁÁ) og AA-samtökin vinna einnig út frá því að um sjúkdóm sé að ræða. Þrátt fyrir ofangreint eru margir þeirrar skoðunar að áfengissýki sé einungis skortur á viljastyrk og að orsakir neyslunnar séu þær að neytandinn hafi ekki nógu sterkan persónuleika til að hætta. Slík viðhorf geta haft þau áhrif að fólk þorir ekki að leita sér meðferðar vegna almenningsálitsins og ótta við að fá á sig óæskilegan stimpil. Ljóst er að upplýst umræða og aukinn skilningur á sjúkdómnum getur dregið úr fordómum og leitt til betri árangurs í baráttunni við hann. Væri það gríðarlegur ávinningur fyrir land og þjóð því að virkir fíklar kosta samfélagið mikið fé. Að sjá á bak ungu og efnilegu fólki vegna neyslu þess á áfengi og vímuefnum er þyngra en tárum taki og ber okkur skylda til að vinna að öflugri forvarna- og meðferðarþjónustu við fólk með fíknisjúkdóma. Í baráttunni við þennan vágest verða sérfræðingar í félags- og heilbrigðisþjónustu að taka höndum saman. Sú mikilvæga þjónusta og stuðningur sem sálfræðingar veita fólki í vímuefnavanda hefur hingað til verið vanmetin af opinberum aðilum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Er ég eins og ég er? - Svar við pistli heilbrigðisráðherra Eldur Smári Kristinsson Skoðun Seðlabankastjóri rannsakar sjálfan sig Einar Steingrímsson Skoðun Skuggaráðherra ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson Skoðun Stóra spurningin sem fjárlögin svara ekki Sandra B. Franks Skoðun 30 by 30 - Gefum lífi á jörð smá séns Rósa Líf Darradóttir Skoðun Talaðu núna, talaðu! Bolli Pétur Bollason Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir Skoðun Óttinn selur Davíð Bergmann Skoðun Um ópið sem heimurinn ekki heyrir Reham Khaled Skoðun Skoðun Skoðun Siglt gegn þjóðarmorði Cyma Farah,Sólveig Ásta Sigurðardóttir skrifar Skoðun Um ópið sem heimurinn ekki heyrir Reham Khaled skrifar Skoðun 30 by 30 - Gefum lífi á jörð smá séns Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Hærri greiðslur í fæðingarorlofi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stóra spurningin sem fjárlögin svara ekki Sandra B. Franks skrifar Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun „AMOC straumurinn", enn ein heimsendaspáin... Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Talaðu núna, talaðu! Bolli Pétur Bollason skrifar Skoðun Seðlabankastjóri rannsakar sjálfan sig Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Skuggaráðherra ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Óttinn selur Davíð Bergmann skrifar Skoðun Börn með fjölþættan vanda – horft til framtíðar Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Umbóta á námi fanga enn beðið Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þegar fjórða valdið sefur – og gamla tuggan lifir Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Raddir, sýnir og aðrar óhefðbundnar skynjanir Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Er ég eins og ég er? - Svar við pistli heilbrigðisráðherra Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Eftir höfðinu dansa limirnir Hallfríður Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Sýklasótt – tími og þekking skiptir máli Alma Möller skrifar Skoðun Frá upplausn til uppbyggingar Þór Pálsson skrifar Skoðun Hagsmunir sveitanna í vasa heildsala Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Verið að vinna sér í haginn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller skrifar Skoðun Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir skrifar Sjá meira
Daglega berast okkur fréttir úr undirheimum; af ungu fólki sem hefur misst stjórn á eigin lífi vegna neyslu vímuefna og af ógæfu útigangsfólks. Í samfélaginu hafa löngum verið fordómar gagnvart fólki sem ánetjast áfengi eða vímuefnum og litið á það sem ístöðulitla og veiklundaða einstaklinga. Tilgangur þessara skrifa er að benda á mikilvægi þess að hlúa vel að þessu fólki og veita því þá heilbrigðisþjónustu sem það á rétt á. Jafnframt getur upplýst umræða um fíknisjúkdóma dregið úr fordómum. Ýmsar ástæður eru fyrir því að fólk byrjar að neyta vímugjafa. Sumir byrja að nota vímugjafa vegna þess að vímuefni framkalla vellíðunartilfinningu eða draga úr streitu og kvíða. Aðrir fara að nota vímugjafa til að ná betri árangi, t.d. í íþróttum, og enn aðrir prófa vímuefni fyrir forvitni sakir. Í upphafi er ákvörðunin um að neyta vímuefna langoftast sjálfviljug. Þegar fíknin hins vegar tekur völdin yfir einstaklingnum missir hann stjórn. Líkt og með aðra sjúkdóma er tilhneiging til að þróa með sér fíkn misjöfn á milli manna. Því fleiri áhættuþætti sem einstaklingurinn hefur, þeim mun meiri líkur eru á því að neyslan leiði til fíknar. Einn helsti áhættuþátturinn eru erfðir einstaklingsins, en rannsóknir á fíknisjúkdómum sýna að þeir eru arfgengir. Þróun sjúkdómsins getur þó verið ólík eftir einstaklingum þar sem umhverfis- og erfðaþættir vinna saman að mótun sjúkdómsins.Stuðningur og leiðsögn Langvarandi ofneysla getur valdið neytandanum ýmsum líkamlegum vandamálum eins og vannæringu, lifrarbólgu, briskirtilbólgu, vöðvarýrnun og margs konar skemmdum á heila og taugum. Ofneysla er gríðarlega kostnaðarsöm fyrir þjóðfélagið m.a. vegna slysa, afbrota, sjálfsvíga, ofbeldis og vinnutaps. Talið er að um helming banaslysa í umferðinni megi rekja til ölvunar og það sama á við um þau morð sem framin eru. Einnig má rekja tæpan þriðjung sjálfsvíga og drukknana til ölvunar. Til þessa er vísað þegar talað er um að sjúkdómurinn endi í mörgum tilfellum með dauða ef ekkert er að gert. Vímuefnin ein og sér valda ekki alltaf dauðsfallinu heldur er það oft dómgreindarleysi einstaklingsins undir áhrifum sem leiðir til dauða. Þegar neyslu er hætt geta undirliggjandi geðsjúkdómar líkt og þunglyndi og kvíði gert vart við sig. Auk þess getur sektarkennd og ýmiss konar erfið reynsla, sem einstaklingurinn upplifði í neyslunni, haft í för með sér að erfiðlega gengur að feta beinu brautina. Mikilvægt er að fólk fái stuðning og leiðsögn sálfræðinga og annarra sérfræðinga við að vinna úr erfiðri reynslu og lifa lífinu án vímugjafa. Misnotkun áfengis og vímuefna er mikið vandamál á Íslandi eins og um allan heim. Á Íslandi eru taldar rúmlega 20% líkur á því að karlar þrói með sér fíkn í vímugjafa einhvern tíma á ævinni. Hjá konum eru líkurnar um 10%. Þetta er gríðarlega há tíðni samanborið við aðra sjúkdóma. Til samanburðar er tíðni geðklofa á bilinu 0,5–2% og tíðni anorexíu um 1%.Þjónusta vanmetin Áfengis- og vímuefnafíkn er skilgreind sem sjúkdómur í DSM-5-greiningarhandbókinni sem gefin er út af APA (American Psychiatric Association). Samtök áhugafólks um áfengis- og vímuefnavandann (SÁÁ) og AA-samtökin vinna einnig út frá því að um sjúkdóm sé að ræða. Þrátt fyrir ofangreint eru margir þeirrar skoðunar að áfengissýki sé einungis skortur á viljastyrk og að orsakir neyslunnar séu þær að neytandinn hafi ekki nógu sterkan persónuleika til að hætta. Slík viðhorf geta haft þau áhrif að fólk þorir ekki að leita sér meðferðar vegna almenningsálitsins og ótta við að fá á sig óæskilegan stimpil. Ljóst er að upplýst umræða og aukinn skilningur á sjúkdómnum getur dregið úr fordómum og leitt til betri árangurs í baráttunni við hann. Væri það gríðarlegur ávinningur fyrir land og þjóð því að virkir fíklar kosta samfélagið mikið fé. Að sjá á bak ungu og efnilegu fólki vegna neyslu þess á áfengi og vímuefnum er þyngra en tárum taki og ber okkur skylda til að vinna að öflugri forvarna- og meðferðarþjónustu við fólk með fíknisjúkdóma. Í baráttunni við þennan vágest verða sérfræðingar í félags- og heilbrigðisþjónustu að taka höndum saman. Sú mikilvæga þjónusta og stuðningur sem sálfræðingar veita fólki í vímuefnavanda hefur hingað til verið vanmetin af opinberum aðilum.
Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson Skoðun
Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar
Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar
Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar
Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar
Skoðun Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir skrifar
Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson Skoðun
Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir Skoðun