Áfengis- og vímuefnafíkn er ekki skortur á viljastyrk Reynar Kári Bjarnason skrifar 23. október 2013 06:00 Daglega berast okkur fréttir úr undirheimum; af ungu fólki sem hefur misst stjórn á eigin lífi vegna neyslu vímuefna og af ógæfu útigangsfólks. Í samfélaginu hafa löngum verið fordómar gagnvart fólki sem ánetjast áfengi eða vímuefnum og litið á það sem ístöðulitla og veiklundaða einstaklinga. Tilgangur þessara skrifa er að benda á mikilvægi þess að hlúa vel að þessu fólki og veita því þá heilbrigðisþjónustu sem það á rétt á. Jafnframt getur upplýst umræða um fíknisjúkdóma dregið úr fordómum. Ýmsar ástæður eru fyrir því að fólk byrjar að neyta vímugjafa. Sumir byrja að nota vímugjafa vegna þess að vímuefni framkalla vellíðunartilfinningu eða draga úr streitu og kvíða. Aðrir fara að nota vímugjafa til að ná betri árangi, t.d. í íþróttum, og enn aðrir prófa vímuefni fyrir forvitni sakir. Í upphafi er ákvörðunin um að neyta vímuefna langoftast sjálfviljug. Þegar fíknin hins vegar tekur völdin yfir einstaklingnum missir hann stjórn. Líkt og með aðra sjúkdóma er tilhneiging til að þróa með sér fíkn misjöfn á milli manna. Því fleiri áhættuþætti sem einstaklingurinn hefur, þeim mun meiri líkur eru á því að neyslan leiði til fíknar. Einn helsti áhættuþátturinn eru erfðir einstaklingsins, en rannsóknir á fíknisjúkdómum sýna að þeir eru arfgengir. Þróun sjúkdómsins getur þó verið ólík eftir einstaklingum þar sem umhverfis- og erfðaþættir vinna saman að mótun sjúkdómsins.Stuðningur og leiðsögn Langvarandi ofneysla getur valdið neytandanum ýmsum líkamlegum vandamálum eins og vannæringu, lifrarbólgu, briskirtilbólgu, vöðvarýrnun og margs konar skemmdum á heila og taugum. Ofneysla er gríðarlega kostnaðarsöm fyrir þjóðfélagið m.a. vegna slysa, afbrota, sjálfsvíga, ofbeldis og vinnutaps. Talið er að um helming banaslysa í umferðinni megi rekja til ölvunar og það sama á við um þau morð sem framin eru. Einnig má rekja tæpan þriðjung sjálfsvíga og drukknana til ölvunar. Til þessa er vísað þegar talað er um að sjúkdómurinn endi í mörgum tilfellum með dauða ef ekkert er að gert. Vímuefnin ein og sér valda ekki alltaf dauðsfallinu heldur er það oft dómgreindarleysi einstaklingsins undir áhrifum sem leiðir til dauða. Þegar neyslu er hætt geta undirliggjandi geðsjúkdómar líkt og þunglyndi og kvíði gert vart við sig. Auk þess getur sektarkennd og ýmiss konar erfið reynsla, sem einstaklingurinn upplifði í neyslunni, haft í för með sér að erfiðlega gengur að feta beinu brautina. Mikilvægt er að fólk fái stuðning og leiðsögn sálfræðinga og annarra sérfræðinga við að vinna úr erfiðri reynslu og lifa lífinu án vímugjafa. Misnotkun áfengis og vímuefna er mikið vandamál á Íslandi eins og um allan heim. Á Íslandi eru taldar rúmlega 20% líkur á því að karlar þrói með sér fíkn í vímugjafa einhvern tíma á ævinni. Hjá konum eru líkurnar um 10%. Þetta er gríðarlega há tíðni samanborið við aðra sjúkdóma. Til samanburðar er tíðni geðklofa á bilinu 0,5–2% og tíðni anorexíu um 1%.Þjónusta vanmetin Áfengis- og vímuefnafíkn er skilgreind sem sjúkdómur í DSM-5-greiningarhandbókinni sem gefin er út af APA (American Psychiatric Association). Samtök áhugafólks um áfengis- og vímuefnavandann (SÁÁ) og AA-samtökin vinna einnig út frá því að um sjúkdóm sé að ræða. Þrátt fyrir ofangreint eru margir þeirrar skoðunar að áfengissýki sé einungis skortur á viljastyrk og að orsakir neyslunnar séu þær að neytandinn hafi ekki nógu sterkan persónuleika til að hætta. Slík viðhorf geta haft þau áhrif að fólk þorir ekki að leita sér meðferðar vegna almenningsálitsins og ótta við að fá á sig óæskilegan stimpil. Ljóst er að upplýst umræða og aukinn skilningur á sjúkdómnum getur dregið úr fordómum og leitt til betri árangurs í baráttunni við hann. Væri það gríðarlegur ávinningur fyrir land og þjóð því að virkir fíklar kosta samfélagið mikið fé. Að sjá á bak ungu og efnilegu fólki vegna neyslu þess á áfengi og vímuefnum er þyngra en tárum taki og ber okkur skylda til að vinna að öflugri forvarna- og meðferðarþjónustu við fólk með fíknisjúkdóma. Í baráttunni við þennan vágest verða sérfræðingar í félags- og heilbrigðisþjónustu að taka höndum saman. Sú mikilvæga þjónusta og stuðningur sem sálfræðingar veita fólki í vímuefnavanda hefur hingað til verið vanmetin af opinberum aðilum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Lummuleg áform heilbrigðisráðherra Ragnar Sigurður Kristjánsson Skoðun Rölt að botninum Smári McCarthy Skoðun Lýðskrum Skattfylkingarinnar Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason Skoðun Krabbamein – reddast þetta? Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Hver á að fá súrefnisgrímuna fyrst? Davíð Bergmann. Skoðun Valdið yfir sjávarútvegsmálunum Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Málþóf spillingar og græðgi á Alþingi Jón Frímann Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Dæmt um form, ekki efni Hörður Arnarson skrifar Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Um fundarstjórn forseta Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hjálpartæki – fyrir hverja? Júlíana Magnúsdóttir skrifar Skoðun Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland skrifar Skoðun Í 1.129 daga hefur Alþingi hunsað jaðarsettasta hóp samfélagsins Grímur Atlason skrifar Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson skrifar Skoðun Strandveiðar í gíslingu – Alþingi sveltir sjávarbyggðir Árni Björn Kristbjörnsson skrifar Skoðun Rölt að botninum Smári McCarthy skrifar Skoðun Að fortíð skal hyggja þegar framtíð skal byggja Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Málþóf spillingar og græðgi á Alþingi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Lýðskrum Skattfylkingarinnar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Krabbamein – reddast þetta? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Valdið yfir sjávarútvegsmálunum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lummuleg áform heilbrigðisráðherra Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Hver á að fá súrefnisgrímuna fyrst? Davíð Bergmann. skrifar Skoðun Baráttan um kjör eldra fólks Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Elsku Íslendingar, styðjum saman Grindavík Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Svigrúm Eydísar á fölskum grunni Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri vegur til Þorlákshafnar er samkeppnismál Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Lík brennd í Grafarvogi Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Er handahlaup valdeflandi? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Á jaðrinum með Jesú Daníel Ágúst Gautason skrifar Skoðun Þeir sem verja stórútgerðina – og heimsvaldastefnuna Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Gervigreindin beisluð Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Kúnstin að vera ósammála sjálfum sér Heiða Ingimarsdóttir skrifar Sjá meira
Daglega berast okkur fréttir úr undirheimum; af ungu fólki sem hefur misst stjórn á eigin lífi vegna neyslu vímuefna og af ógæfu útigangsfólks. Í samfélaginu hafa löngum verið fordómar gagnvart fólki sem ánetjast áfengi eða vímuefnum og litið á það sem ístöðulitla og veiklundaða einstaklinga. Tilgangur þessara skrifa er að benda á mikilvægi þess að hlúa vel að þessu fólki og veita því þá heilbrigðisþjónustu sem það á rétt á. Jafnframt getur upplýst umræða um fíknisjúkdóma dregið úr fordómum. Ýmsar ástæður eru fyrir því að fólk byrjar að neyta vímugjafa. Sumir byrja að nota vímugjafa vegna þess að vímuefni framkalla vellíðunartilfinningu eða draga úr streitu og kvíða. Aðrir fara að nota vímugjafa til að ná betri árangi, t.d. í íþróttum, og enn aðrir prófa vímuefni fyrir forvitni sakir. Í upphafi er ákvörðunin um að neyta vímuefna langoftast sjálfviljug. Þegar fíknin hins vegar tekur völdin yfir einstaklingnum missir hann stjórn. Líkt og með aðra sjúkdóma er tilhneiging til að þróa með sér fíkn misjöfn á milli manna. Því fleiri áhættuþætti sem einstaklingurinn hefur, þeim mun meiri líkur eru á því að neyslan leiði til fíknar. Einn helsti áhættuþátturinn eru erfðir einstaklingsins, en rannsóknir á fíknisjúkdómum sýna að þeir eru arfgengir. Þróun sjúkdómsins getur þó verið ólík eftir einstaklingum þar sem umhverfis- og erfðaþættir vinna saman að mótun sjúkdómsins.Stuðningur og leiðsögn Langvarandi ofneysla getur valdið neytandanum ýmsum líkamlegum vandamálum eins og vannæringu, lifrarbólgu, briskirtilbólgu, vöðvarýrnun og margs konar skemmdum á heila og taugum. Ofneysla er gríðarlega kostnaðarsöm fyrir þjóðfélagið m.a. vegna slysa, afbrota, sjálfsvíga, ofbeldis og vinnutaps. Talið er að um helming banaslysa í umferðinni megi rekja til ölvunar og það sama á við um þau morð sem framin eru. Einnig má rekja tæpan þriðjung sjálfsvíga og drukknana til ölvunar. Til þessa er vísað þegar talað er um að sjúkdómurinn endi í mörgum tilfellum með dauða ef ekkert er að gert. Vímuefnin ein og sér valda ekki alltaf dauðsfallinu heldur er það oft dómgreindarleysi einstaklingsins undir áhrifum sem leiðir til dauða. Þegar neyslu er hætt geta undirliggjandi geðsjúkdómar líkt og þunglyndi og kvíði gert vart við sig. Auk þess getur sektarkennd og ýmiss konar erfið reynsla, sem einstaklingurinn upplifði í neyslunni, haft í för með sér að erfiðlega gengur að feta beinu brautina. Mikilvægt er að fólk fái stuðning og leiðsögn sálfræðinga og annarra sérfræðinga við að vinna úr erfiðri reynslu og lifa lífinu án vímugjafa. Misnotkun áfengis og vímuefna er mikið vandamál á Íslandi eins og um allan heim. Á Íslandi eru taldar rúmlega 20% líkur á því að karlar þrói með sér fíkn í vímugjafa einhvern tíma á ævinni. Hjá konum eru líkurnar um 10%. Þetta er gríðarlega há tíðni samanborið við aðra sjúkdóma. Til samanburðar er tíðni geðklofa á bilinu 0,5–2% og tíðni anorexíu um 1%.Þjónusta vanmetin Áfengis- og vímuefnafíkn er skilgreind sem sjúkdómur í DSM-5-greiningarhandbókinni sem gefin er út af APA (American Psychiatric Association). Samtök áhugafólks um áfengis- og vímuefnavandann (SÁÁ) og AA-samtökin vinna einnig út frá því að um sjúkdóm sé að ræða. Þrátt fyrir ofangreint eru margir þeirrar skoðunar að áfengissýki sé einungis skortur á viljastyrk og að orsakir neyslunnar séu þær að neytandinn hafi ekki nógu sterkan persónuleika til að hætta. Slík viðhorf geta haft þau áhrif að fólk þorir ekki að leita sér meðferðar vegna almenningsálitsins og ótta við að fá á sig óæskilegan stimpil. Ljóst er að upplýst umræða og aukinn skilningur á sjúkdómnum getur dregið úr fordómum og leitt til betri árangurs í baráttunni við hann. Væri það gríðarlegur ávinningur fyrir land og þjóð því að virkir fíklar kosta samfélagið mikið fé. Að sjá á bak ungu og efnilegu fólki vegna neyslu þess á áfengi og vímuefnum er þyngra en tárum taki og ber okkur skylda til að vinna að öflugri forvarna- og meðferðarþjónustu við fólk með fíknisjúkdóma. Í baráttunni við þennan vágest verða sérfræðingar í félags- og heilbrigðisþjónustu að taka höndum saman. Sú mikilvæga þjónusta og stuðningur sem sálfræðingar veita fólki í vímuefnavanda hefur hingað til verið vanmetin af opinberum aðilum.
Skoðun Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir skrifar
Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson skrifar