Gálgahraun í lífshættu? Reynir Ingibjartsson skrifar 22. október 2013 09:14 Þetta er fyrirsögn úttektar í Morgunblaðinu í byrjun árs 1997, þar sem fjallað er um nýtt aðalskipulag fyrir Garðabæ til 2015. Rætt er við ýmsa málsaðila og kemur fram sterk andstaða við að leggja nýja vegi um Gálgahraunið. Annars vegar er það nýr Álftanesvegur sem nú er loks byrjað á og hins vegar framlenging Vífilsstaðavegar um þvert hraunið og suður á Garðaholt. Sá fyrirhugaði vegur er enn á aðalskipulagi Garðabæjar og með þessum tveimur vegum myndi Gálgahraunið skiptast í fjóra parta. Í umsögn Náttúruverndarráðs segir að mikilvægt sé að tryggja verndun Gálgahrauns sem hingað til hafi fengið að vera óraskað. Segir í umsögninni að í hrauninu sé fjölbreytilegur gróður en þar væru einnig söguminjar, sögustaðir, fornar götur og búsetuminjar frá ýmsum tímum. Minnt er á að Gálgahraunið væri nyrsta tungan af rúmlega 10 km löngu hrauni sem komið er úr Búrfelli og nefnt hefur verið Búrfellshraun. Að mati Náttúruverndarráðs er „Búrfellshraun í hópi merkra náttúruminja sem forðast ber að raska frekar en orðið er“.Sagan um köttinn Aðvaranir koma einnig frá Fuglaverndarfélaginu og Hinu íslenska náttúrufræðifélagi. Þá taka umhverfisnefndir, bæði þáverandi Bessastaðahrepps og eins Hafnarfjarðarbæjar, undir gagnrýni Náttúruverndarráðs um andstöðu við vegarlagningu yfir Gálgahraunið. Í umfjölluninni er minnt á söguna um köttinn sem tók að sér að skipta ostbita jafnt á milli músanna. Kötturinn beit síðan af bitanum svo ekkert varð að lokum eftir til skiptanna. Eins muni fara fyrir Gálgahrauni ef látið verður undan ákvörðunum og þrýstingi stjórnvalda í þessu máli. Í blaðagreinum um aðalskipulagið og Gálgahraunið frá sama tíma koma einnig fram miklar áhyggjur af þróun mála. Brynja Dís Valsdóttir, framhaldsskólakennari og íbúi á Álftanesi, skrifar ítarlega grein í Morgunblaðið 15. febrúar 1997. Þar segir: „Það sem mér þykir verst við vegastæðið er að hrauninu er deilt í fjóra hluta með mislægum gatnamótum. Skásta lausnin að mínu mati væri að fylgja gamla vegstæðinu frá Engidal.“ Og í lok greinarinnar segir hún: „Það væri grátbroslegt ef við gætum ekki einu sinni farið sómasamlega með náttúruperlu okkar, Álftanesið, heimreiðina að forsetasetri okkar, andlit þjóðar sem streitist við að eftir henni sé tekið á alþjóðavettvangi fyrir það sem jákvætt er í ofnýttum heimi.“Trúin á málstaðinn Árni Björnsson, læknir og einnig íbúi á Álftanesi, sem nú er látinn, skrifar einnig grein 19. febrúar 1997 undir fyrirsögninni „Gefið Gálgahrauni gálgafrest“. Þar segir Árni: „Við sem búum í Bessastaðahreppi vitum að bæta þarf Álftanesveginn, en er nauðsynlegt að fremja náttúruspjöll til þess? Ég veit ekki til að kvartað hafi verið undan staðsetningu vegarins, heldur því að hann er mjór og illa hannaður. Þessu virðist mega breyta án þess að flytja hann. Hvað sem vegagerð líður, þá er Gálgahraunið fögur og sérstæð náttúrusmíð, sem yrði eyðilögð með vegalagningu.“ Því miður fóru yfirvöld Garðabæjar ekki eftir þessum aðvörunum öllum. Nokkru síðar var hafin bygging íbúahverfis norðan við núverandi Álftanesveg og hafinn undirbúningur að lagningu nýs Álftanesvegar. Þá opnuðu yfirvöld Garðabæjar upp á gátt leið inn í hraunið sunnan Vífilsstaða, þar sem IKEA og fleiri fyrirtæki hafa reist stórbyggingar. Svo fór að ýmsum ofbauð og árið 2007 var félagið Hraunavinir stofnað í þeim tilgangi að verjast frekari ásókn í hraunin í bæjarlöndum Garðabæjar og Hafnarfjarðar. Sú varnarbarátta hefur staðið nánast linnulaust síðan og harðastur hefur slagurinn verið um Álftanesveginn. Baráttan hefur því staðið í 16 ár og enn sér ekki fyrir endann. Farið er að líkja átökunum um Gálgahraunið við Laxárdeiluna á sínum tíma og þessi deila snýst meira og meira um réttarstöðu umhverfisverndarsamtaka. Þeir sem í slagnum standa eru því að skrifa nýja kafla í sögu náttúruverndar á Íslandi dag hvern. Trúin á málstaðinn heldur okkur gangandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Netöryggi til framtíðar Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Aftur á byrjunarreit Hörður Arnarson skrifar Skoðun Norðurlandamet í fúski! Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ursula von der Leyen styður þjóðarmorð! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Sjá meira
Þetta er fyrirsögn úttektar í Morgunblaðinu í byrjun árs 1997, þar sem fjallað er um nýtt aðalskipulag fyrir Garðabæ til 2015. Rætt er við ýmsa málsaðila og kemur fram sterk andstaða við að leggja nýja vegi um Gálgahraunið. Annars vegar er það nýr Álftanesvegur sem nú er loks byrjað á og hins vegar framlenging Vífilsstaðavegar um þvert hraunið og suður á Garðaholt. Sá fyrirhugaði vegur er enn á aðalskipulagi Garðabæjar og með þessum tveimur vegum myndi Gálgahraunið skiptast í fjóra parta. Í umsögn Náttúruverndarráðs segir að mikilvægt sé að tryggja verndun Gálgahrauns sem hingað til hafi fengið að vera óraskað. Segir í umsögninni að í hrauninu sé fjölbreytilegur gróður en þar væru einnig söguminjar, sögustaðir, fornar götur og búsetuminjar frá ýmsum tímum. Minnt er á að Gálgahraunið væri nyrsta tungan af rúmlega 10 km löngu hrauni sem komið er úr Búrfelli og nefnt hefur verið Búrfellshraun. Að mati Náttúruverndarráðs er „Búrfellshraun í hópi merkra náttúruminja sem forðast ber að raska frekar en orðið er“.Sagan um köttinn Aðvaranir koma einnig frá Fuglaverndarfélaginu og Hinu íslenska náttúrufræðifélagi. Þá taka umhverfisnefndir, bæði þáverandi Bessastaðahrepps og eins Hafnarfjarðarbæjar, undir gagnrýni Náttúruverndarráðs um andstöðu við vegarlagningu yfir Gálgahraunið. Í umfjölluninni er minnt á söguna um köttinn sem tók að sér að skipta ostbita jafnt á milli músanna. Kötturinn beit síðan af bitanum svo ekkert varð að lokum eftir til skiptanna. Eins muni fara fyrir Gálgahrauni ef látið verður undan ákvörðunum og þrýstingi stjórnvalda í þessu máli. Í blaðagreinum um aðalskipulagið og Gálgahraunið frá sama tíma koma einnig fram miklar áhyggjur af þróun mála. Brynja Dís Valsdóttir, framhaldsskólakennari og íbúi á Álftanesi, skrifar ítarlega grein í Morgunblaðið 15. febrúar 1997. Þar segir: „Það sem mér þykir verst við vegastæðið er að hrauninu er deilt í fjóra hluta með mislægum gatnamótum. Skásta lausnin að mínu mati væri að fylgja gamla vegstæðinu frá Engidal.“ Og í lok greinarinnar segir hún: „Það væri grátbroslegt ef við gætum ekki einu sinni farið sómasamlega með náttúruperlu okkar, Álftanesið, heimreiðina að forsetasetri okkar, andlit þjóðar sem streitist við að eftir henni sé tekið á alþjóðavettvangi fyrir það sem jákvætt er í ofnýttum heimi.“Trúin á málstaðinn Árni Björnsson, læknir og einnig íbúi á Álftanesi, sem nú er látinn, skrifar einnig grein 19. febrúar 1997 undir fyrirsögninni „Gefið Gálgahrauni gálgafrest“. Þar segir Árni: „Við sem búum í Bessastaðahreppi vitum að bæta þarf Álftanesveginn, en er nauðsynlegt að fremja náttúruspjöll til þess? Ég veit ekki til að kvartað hafi verið undan staðsetningu vegarins, heldur því að hann er mjór og illa hannaður. Þessu virðist mega breyta án þess að flytja hann. Hvað sem vegagerð líður, þá er Gálgahraunið fögur og sérstæð náttúrusmíð, sem yrði eyðilögð með vegalagningu.“ Því miður fóru yfirvöld Garðabæjar ekki eftir þessum aðvörunum öllum. Nokkru síðar var hafin bygging íbúahverfis norðan við núverandi Álftanesveg og hafinn undirbúningur að lagningu nýs Álftanesvegar. Þá opnuðu yfirvöld Garðabæjar upp á gátt leið inn í hraunið sunnan Vífilsstaða, þar sem IKEA og fleiri fyrirtæki hafa reist stórbyggingar. Svo fór að ýmsum ofbauð og árið 2007 var félagið Hraunavinir stofnað í þeim tilgangi að verjast frekari ásókn í hraunin í bæjarlöndum Garðabæjar og Hafnarfjarðar. Sú varnarbarátta hefur staðið nánast linnulaust síðan og harðastur hefur slagurinn verið um Álftanesveginn. Baráttan hefur því staðið í 16 ár og enn sér ekki fyrir endann. Farið er að líkja átökunum um Gálgahraunið við Laxárdeiluna á sínum tíma og þessi deila snýst meira og meira um réttarstöðu umhverfisverndarsamtaka. Þeir sem í slagnum standa eru því að skrifa nýja kafla í sögu náttúruverndar á Íslandi dag hvern. Trúin á málstaðinn heldur okkur gangandi.
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar