Fegurstu orð tungumálsins Ástráður Eysteinsson skrifar 19. október 2013 06:00 Íbúar þessa lands eru alvanir því að ráðist sé í söfnunarátak af ýmsu tagi. Um þessar mundir safnar Hugvísindasvið Háskóla Íslands orðum í samstarfi við Ríkisútvarpið. Snemma í næstu viku, nánar tiltekið í dagslok 22. október, rennur út frestur til að taka þátt í leitinni að fegurstu orðum íslenskrar tungu. Við sem höfum unnið að orðasöfnuninni fögnum þeim áhuga sem hún hefur mætt. Það er mikilvægt að fá það staðfest að tungumálið er ekki aðeins talið vera sjálfvirkur samskiptamiðill, heldur hefur fólk raunverulegan áhuga á ríkidæmi málsins, blæbrigðum í merkingu og notkun orða og hinum margbreytilegu tengslum málsins við bæði hugarheim okkar og umhverfi nær og fjær. Hvar sem ég hef komið síðustu vikur hef ég lent í skemmtilegum samræðum um tungumálið. Sumir hafa bent á að ekki sé hægt að finna neitt eitt orð sem talist getur öðrum fegurra. Þetta vissi hópurinn sem skipulagði orðaleitina en ákvað samt í upphafi að vera ekki feiminn við fegurðarhugtakið. Fegurð orða er vitaskuld afstæð, rétt eins og gildi þeirra almennt. Sumir hlusta eftir hljómfegurð orða eða bregðast við myndauðgi þeirra, aðrir leggja megináherslu á merkingargildið. „Hjálmkvikur“ er eitt eftirminnilegra orða úr Hómersþýðingum Sveinbjarnar Egilssonar, en sumum kann að þykja gildi orðsins nátengt hernaði. Fegurð orða verður í hugum margra ekki greind frá væntumþykju. Í vissum orðum búa hugrenningatengsl aftur til bernskuára, tengsl við nákomið fólk, nákomna staði eða hugstætt lesefni. Öðrum verður fyrst hugsað til leikgleði tungumálsins, hvernig orðin geta verið tvíræð eða skondin á einhvern hátt og lífga þannig upp á vitund okkar.Öðrum þræði leikur Orðasöfnunin er öðrum þræði leikur, því við vonum að sem flestir hafi gaman af því að velta orðum fyrir sér og velja orð til að senda inn. Það getur verið hvaða orð sem er: heiti, nafnorð, sagnorð, lýsingarorð, smáorð, upphrópanir, tökuorð, slangurorð. Og við viljum fá tillögur frá öllum aldurshópum og úr öllum starfsstéttum, hvarvetna af landinu og einnig frá fólki erlendis sem skilur íslensku, sem og því erlenda fólki sem sest hefur að á Íslandi og hefur lært eða er að læra þetta tungumál. Við biðjum fólk að senda okkur orð en jafnframt að greina stuttlega frá ástæðu þess að orðið varð fyrir valinu. Þetta þarf ekki að vera beinlínis rökstuðningur heldur stutt lýsing á gildi orðsins fyrir einstaklinginn. Vægi orðasöfnunarinnar felst ekki síst í þessu. Með nægilegri þátttöku munu fræðimenn á sviði málfræði, bókmennta og annarra greina fá dýrmætan vitnisburð um viðhorf til tungumálsins og orðaforðans; um margvísleg tengsl mannlífs, umhverfis, hugsunar og tungumáls. Við getum ekki annað en glaðst yfir viðbrögðunum hingað til. Þegar þetta er skrifað hafa borist fimm þúsund tillögur inn á heimasíðuna fegurstaordid.hi.is. Við vonumst til að fá fjölda tillagna í viðbót á lokasprettinum. Sjö manna starfshópur mun velja tíu tillögur (orð og ástæður) í hverjum hinna þriggja aldursflokka og snemma í nóvember gefst almenningi kostur á að kjósa um þessar tillögur. Viðurkenningar verða síðan bækur á íslensku og ferðir um landið. Sá orðaforði sem safnast mun síðar nýtast fræðimönnum og nemendum en jafnframt er stefnt að því að taka fljótlega saman sérstaka bók byggða á þessari leit að fegurstu orðum íslenskrar tungu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir Skoðun Aftur á byrjunarreit Hörður Arnarson Skoðun Skoðun Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Netöryggi til framtíðar Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Aftur á byrjunarreit Hörður Arnarson skrifar Skoðun Norðurlandamet í fúski! Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ursula von der Leyen styður þjóðarmorð! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Sjá meira
Íbúar þessa lands eru alvanir því að ráðist sé í söfnunarátak af ýmsu tagi. Um þessar mundir safnar Hugvísindasvið Háskóla Íslands orðum í samstarfi við Ríkisútvarpið. Snemma í næstu viku, nánar tiltekið í dagslok 22. október, rennur út frestur til að taka þátt í leitinni að fegurstu orðum íslenskrar tungu. Við sem höfum unnið að orðasöfnuninni fögnum þeim áhuga sem hún hefur mætt. Það er mikilvægt að fá það staðfest að tungumálið er ekki aðeins talið vera sjálfvirkur samskiptamiðill, heldur hefur fólk raunverulegan áhuga á ríkidæmi málsins, blæbrigðum í merkingu og notkun orða og hinum margbreytilegu tengslum málsins við bæði hugarheim okkar og umhverfi nær og fjær. Hvar sem ég hef komið síðustu vikur hef ég lent í skemmtilegum samræðum um tungumálið. Sumir hafa bent á að ekki sé hægt að finna neitt eitt orð sem talist getur öðrum fegurra. Þetta vissi hópurinn sem skipulagði orðaleitina en ákvað samt í upphafi að vera ekki feiminn við fegurðarhugtakið. Fegurð orða er vitaskuld afstæð, rétt eins og gildi þeirra almennt. Sumir hlusta eftir hljómfegurð orða eða bregðast við myndauðgi þeirra, aðrir leggja megináherslu á merkingargildið. „Hjálmkvikur“ er eitt eftirminnilegra orða úr Hómersþýðingum Sveinbjarnar Egilssonar, en sumum kann að þykja gildi orðsins nátengt hernaði. Fegurð orða verður í hugum margra ekki greind frá væntumþykju. Í vissum orðum búa hugrenningatengsl aftur til bernskuára, tengsl við nákomið fólk, nákomna staði eða hugstætt lesefni. Öðrum verður fyrst hugsað til leikgleði tungumálsins, hvernig orðin geta verið tvíræð eða skondin á einhvern hátt og lífga þannig upp á vitund okkar.Öðrum þræði leikur Orðasöfnunin er öðrum þræði leikur, því við vonum að sem flestir hafi gaman af því að velta orðum fyrir sér og velja orð til að senda inn. Það getur verið hvaða orð sem er: heiti, nafnorð, sagnorð, lýsingarorð, smáorð, upphrópanir, tökuorð, slangurorð. Og við viljum fá tillögur frá öllum aldurshópum og úr öllum starfsstéttum, hvarvetna af landinu og einnig frá fólki erlendis sem skilur íslensku, sem og því erlenda fólki sem sest hefur að á Íslandi og hefur lært eða er að læra þetta tungumál. Við biðjum fólk að senda okkur orð en jafnframt að greina stuttlega frá ástæðu þess að orðið varð fyrir valinu. Þetta þarf ekki að vera beinlínis rökstuðningur heldur stutt lýsing á gildi orðsins fyrir einstaklinginn. Vægi orðasöfnunarinnar felst ekki síst í þessu. Með nægilegri þátttöku munu fræðimenn á sviði málfræði, bókmennta og annarra greina fá dýrmætan vitnisburð um viðhorf til tungumálsins og orðaforðans; um margvísleg tengsl mannlífs, umhverfis, hugsunar og tungumáls. Við getum ekki annað en glaðst yfir viðbrögðunum hingað til. Þegar þetta er skrifað hafa borist fimm þúsund tillögur inn á heimasíðuna fegurstaordid.hi.is. Við vonumst til að fá fjölda tillagna í viðbót á lokasprettinum. Sjö manna starfshópur mun velja tíu tillögur (orð og ástæður) í hverjum hinna þriggja aldursflokka og snemma í nóvember gefst almenningi kostur á að kjósa um þessar tillögur. Viðurkenningar verða síðan bækur á íslensku og ferðir um landið. Sá orðaforði sem safnast mun síðar nýtast fræðimönnum og nemendum en jafnframt er stefnt að því að taka fljótlega saman sérstaka bók byggða á þessari leit að fegurstu orðum íslenskrar tungu.
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar