Svar við svari við sex spurningum Þorgrímur Gestsson skrifar 19. október 2013 06:00 Mennta- og menningarmálaráðherra hefur áður tjáð sig um málefni Ríkisútvarpsins á opinberum vettvangi og mun gera það áfram eftir því sem efni og ástæður kalla á. Ráðherra metur mikils stuðning Hollvinasamtakanna og óskar samtökunum alls hins besta. Líklega er þetta eitthvert innihaldsrýrasta svar menningarmálaráðherra sem um getur. Það er svar við sex spurningum sem Hollvinasamtök Ríkisútvarpsins sendu ráðherranum 22. ágúst síðastliðinn, og þær fóru jafnframt sem opið bréf til fjölmiðla sem birtist í einhverjum þeirra (raunar m.a. í Morgunblaðinu). Svarið barst tæpum mánuði síðar, 19. september síðastliðinn.Spurningarnar voru þessar:1. Telur ráðherrann að Ríkisútvarp með því sniði sem það er rekið nú eigi rétt á sér?2. Telur ráðherrann að Ríkisútvarpið gegni mikilvægu menningarlegu hlutverki í samfélagi okkar, sem einkarekinn miðill gæti ekki sinnt?3. Er ráðherrann sammála ýmsum áhrifamiklum stjórnmálamönnum um að skera eigi niður framlög til Ríkisútvarpsins af almannafé?4. Er ráðherrann sammála þeirri skoðun, sem komið hefur fram, m.a. hjá alþm., að leggja beri Ríkisútvarpið niður eða einkavæða það?5. Er ráðherrann sammála þeim fullyrðingum ýmissa alþingismanna að núverandi starfsmenn á Ríkisútvarpinu séu upp til hópa vinstrisinnaðir og hafi þau markmið með störfum sínum að ófrægja og/eða klekkja á núverandi stjórnvöldum?6. Telur ráðherrann að í hugtakinu „óhlutdrægni“, sem Ríkisútvarpinu ber að gæta, sé fólgið að þess sé ætíð gætt að öll sjónarmið í sérhverju máli fái jafnan tíma í fréttum? Það er mjög miður að Illugi Gunnarsson mennta- og menningarmálaráðherra skuli ekki hafa treyst sér eða gefið sér tíma til að svara þessum spurningum, sem snúast allar að meira eða minna leyti um grundvallaratriði. Lengi hafa öfl innan Sjálfstæðisflokksins viljað einkavæða Ríkisútvarpið að hluta eða öllu leyti og lengi hafa ýmsir í þeim flokki talið fréttamönnum RÚV það til lasts að þeir væru flestir vinstrisinnar og hallir undir Evrópusambandið (harðir vinstrimenn hafa haldið fram hinu gagnstæða). Í sumar lýsti framsóknarþingmaðurinn Vigdís Hauksdóttir yfir því í útvarpsviðtali að lækka ætti opinber framlög til stofnunarinnar og minnti um leið á að hún væri formaður fjárlaganefndar. Það túlkuðu sumir sem hótun. Í umræðum um Ríkisútvarpið hafa stjórnmálamenn sett fram kröfur um hlutleysi og Frosti Sigurjónsson, formaður efnahags- og viðskiptanefndar, sagði í útvarpsþættinum Vikulokunum í sumar að rithöfundur sem flutti pistil í menningarþættinum Víðsjá hefði átt að skilja skoðanir sínar eftir heima. Þetta var enn einn misskilningurinn á hugtakinu óhlutdrægni, sem ætlast er til að blaðamenn virði í störfum sínum. Óhlutdrægni felur það ekki í sér að þeir sem til máls taka á opinberum vettvangi bæli niður skoðanir sínar. Margt liggur því í loftinu og mikilvægt er að vita hvað stjórnendur landsins hugsa. Ýmsir velunnarar hins íslenska almannaútvarps bíða því eftir svari ráðherrans, en við þökkum jafnframt heillaóskir hans. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson Skoðun Skoðun Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Netöryggi til framtíðar Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Aftur á byrjunarreit Hörður Arnarson skrifar Skoðun Norðurlandamet í fúski! Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ursula von der Leyen styður þjóðarmorð! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Sjá meira
Mennta- og menningarmálaráðherra hefur áður tjáð sig um málefni Ríkisútvarpsins á opinberum vettvangi og mun gera það áfram eftir því sem efni og ástæður kalla á. Ráðherra metur mikils stuðning Hollvinasamtakanna og óskar samtökunum alls hins besta. Líklega er þetta eitthvert innihaldsrýrasta svar menningarmálaráðherra sem um getur. Það er svar við sex spurningum sem Hollvinasamtök Ríkisútvarpsins sendu ráðherranum 22. ágúst síðastliðinn, og þær fóru jafnframt sem opið bréf til fjölmiðla sem birtist í einhverjum þeirra (raunar m.a. í Morgunblaðinu). Svarið barst tæpum mánuði síðar, 19. september síðastliðinn.Spurningarnar voru þessar:1. Telur ráðherrann að Ríkisútvarp með því sniði sem það er rekið nú eigi rétt á sér?2. Telur ráðherrann að Ríkisútvarpið gegni mikilvægu menningarlegu hlutverki í samfélagi okkar, sem einkarekinn miðill gæti ekki sinnt?3. Er ráðherrann sammála ýmsum áhrifamiklum stjórnmálamönnum um að skera eigi niður framlög til Ríkisútvarpsins af almannafé?4. Er ráðherrann sammála þeirri skoðun, sem komið hefur fram, m.a. hjá alþm., að leggja beri Ríkisútvarpið niður eða einkavæða það?5. Er ráðherrann sammála þeim fullyrðingum ýmissa alþingismanna að núverandi starfsmenn á Ríkisútvarpinu séu upp til hópa vinstrisinnaðir og hafi þau markmið með störfum sínum að ófrægja og/eða klekkja á núverandi stjórnvöldum?6. Telur ráðherrann að í hugtakinu „óhlutdrægni“, sem Ríkisútvarpinu ber að gæta, sé fólgið að þess sé ætíð gætt að öll sjónarmið í sérhverju máli fái jafnan tíma í fréttum? Það er mjög miður að Illugi Gunnarsson mennta- og menningarmálaráðherra skuli ekki hafa treyst sér eða gefið sér tíma til að svara þessum spurningum, sem snúast allar að meira eða minna leyti um grundvallaratriði. Lengi hafa öfl innan Sjálfstæðisflokksins viljað einkavæða Ríkisútvarpið að hluta eða öllu leyti og lengi hafa ýmsir í þeim flokki talið fréttamönnum RÚV það til lasts að þeir væru flestir vinstrisinnar og hallir undir Evrópusambandið (harðir vinstrimenn hafa haldið fram hinu gagnstæða). Í sumar lýsti framsóknarþingmaðurinn Vigdís Hauksdóttir yfir því í útvarpsviðtali að lækka ætti opinber framlög til stofnunarinnar og minnti um leið á að hún væri formaður fjárlaganefndar. Það túlkuðu sumir sem hótun. Í umræðum um Ríkisútvarpið hafa stjórnmálamenn sett fram kröfur um hlutleysi og Frosti Sigurjónsson, formaður efnahags- og viðskiptanefndar, sagði í útvarpsþættinum Vikulokunum í sumar að rithöfundur sem flutti pistil í menningarþættinum Víðsjá hefði átt að skilja skoðanir sínar eftir heima. Þetta var enn einn misskilningurinn á hugtakinu óhlutdrægni, sem ætlast er til að blaðamenn virði í störfum sínum. Óhlutdrægni felur það ekki í sér að þeir sem til máls taka á opinberum vettvangi bæli niður skoðanir sínar. Margt liggur því í loftinu og mikilvægt er að vita hvað stjórnendur landsins hugsa. Ýmsir velunnarar hins íslenska almannaútvarps bíða því eftir svari ráðherrans, en við þökkum jafnframt heillaóskir hans.
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar