Er lífræn vottun sölubrella? Hrannar Smári Hilmarsson skrifar 19. október 2013 06:00 Lífræn ræktun hefur verið nokkuð í umræðunni síðustu vikur og nær þessi ræktunarstefna og lífsspeki stundum athygli fjölmiðla. Mér finnst einkennilegt hve gagnrýnislaus þessi umræða er. Ég velti því fyrir mér hvort lífræn ræktun sé hafin yfir alla gagnrýni. Ég leyfi mér að efast um það og vona að lífrænir neytendur og framleiðendur fagni gagnrýnni umræðu. Lífrænni ræktun er gjarnan lýst sem aðferð til þess að stunda landbúnað í sátt við umhverfi og náttúru, án tilbúinna efna að einhverju leyti, með það að markmiði að rækta frjósaman jarðveg og njóta þess sem hann gefur af sér. Landbúnaður á heimsvísu er áhyggjuefni og það ekki að ástæðulausu. Meðan milljónir svelta fjölgar mannkyninu og ræktarlönd tapast. Áhyggjuefni komandi kynslóða verður framboð á ræktanlegum jarðvegi, drykkjarhæfu vatni. Það er algengur misskilningur að í lífrænni ræktun liggi lausn við áðurnefndum vandamálum. Það er engin töfralausn. Reynsla mín er nokkuð önnur en sú mynd sem alla jafna er dregin upp af lífrænni ræktun. Ég starfaði við lífræna ræktun í þrjú ræktunartímabil og hef setið fjölda námskeiða í lífrænni ræktun, meðal annars við Landbúnaðarháskóla Íslands. Frá mínu sjónarhorni er lífræn ræktun skemmtileg og krefjandi. Mikil áskorun felst í að takast á við vandamál eins og áburðargjöf og varnir gegn skaðvöldum með öðrum leiðum en kemískum skyndilausnum.Ekki minna auðvaldssinnuð Víðs vegar eru tilfallandi áburðarefni sem nota mætti í ræktun, til dæmis er úrgangur frá svepparækt frjósamt og smitfrítt efni. Sveppamassi er samt bannaður (möguleiki á undanþágu) í lífrænni ræktun vegna þess að sveppaframleiðandinn hefur ekki lífræna vottun, samt koma engin önnur en lífræn efni til sögunnar við svepparæktina. Annað dæmi var næsti bær en þar var stundaður sauðfjárbúskapur. Það hefði leyst mörg vandamál í okkar ræktun að fá eina traktorskóflu af sauðataði á viku sem áburðarefni, enda sauðatað mjög frjósamt efni. Þetta var stranglega bannað því sauðfjárbúið var ekki lífrænt vottað. Við þurftum því að flytja inn lífrænt vottaðan áburð frá Þýskalandi. Reglulega komu brúsar fullir af lífrænt vottuðu og illa lyktandi þykkni. Þessu sulli var svo sprautað yfir allar plöntur og árangurinn lét ekki á sér standa, plönturnar uxu vel og sýndu ekki framar skortseinkenni. Enn þann dag í dag velti ég því fyrir mér hvað var í brúsunum fyrir utan nitur, fosfór og kalí og hvort það hafi verið í lagi að nota það til matvælaframleiðslu. Kannski var í þeim smit sem vill svo gjarnan fylgja náttúrulegum efnum, E.coli, salmonella eða eitthvað þaðan af verra. Vorum við ef til vill að stofna neytendum í stórhættu, þeim sömu og trúa því að lífrænar vörur séu hreinar og náttúrulega hollar? Þannig er málum nefnilega háttað að til þess að fá lífræna vottun þurfa öll aðföng í ræktunarferlinu að vera lífrænt vottuð. Lífræn vottun er ekki ódýr og raunar tekur vottunarstofan rentu af hagnaði framleiðandans. Þessi aðferð, þar sem allir aðilar innan kerfisins þurfa að versla innbyrðis, stóreykur hagnað vottunarstofa víðs vegar um heim. Viðskiptamódelum af þessu tagi sem kallast fjölþrepamarkaðskerfi eru gjarnan líkt við pýramída. Lífræn ræktun er því í raun ekki minna auðvaldssinnuð en hvað annað, því ekki er aðeins verið að selja minna hollan (og jafnvel hættulegan) mat heldur einnig ímynd um að svo sé ekki. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Netöryggi til framtíðar Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Aftur á byrjunarreit Hörður Arnarson skrifar Skoðun Norðurlandamet í fúski! Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ursula von der Leyen styður þjóðarmorð! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Sjá meira
Lífræn ræktun hefur verið nokkuð í umræðunni síðustu vikur og nær þessi ræktunarstefna og lífsspeki stundum athygli fjölmiðla. Mér finnst einkennilegt hve gagnrýnislaus þessi umræða er. Ég velti því fyrir mér hvort lífræn ræktun sé hafin yfir alla gagnrýni. Ég leyfi mér að efast um það og vona að lífrænir neytendur og framleiðendur fagni gagnrýnni umræðu. Lífrænni ræktun er gjarnan lýst sem aðferð til þess að stunda landbúnað í sátt við umhverfi og náttúru, án tilbúinna efna að einhverju leyti, með það að markmiði að rækta frjósaman jarðveg og njóta þess sem hann gefur af sér. Landbúnaður á heimsvísu er áhyggjuefni og það ekki að ástæðulausu. Meðan milljónir svelta fjölgar mannkyninu og ræktarlönd tapast. Áhyggjuefni komandi kynslóða verður framboð á ræktanlegum jarðvegi, drykkjarhæfu vatni. Það er algengur misskilningur að í lífrænni ræktun liggi lausn við áðurnefndum vandamálum. Það er engin töfralausn. Reynsla mín er nokkuð önnur en sú mynd sem alla jafna er dregin upp af lífrænni ræktun. Ég starfaði við lífræna ræktun í þrjú ræktunartímabil og hef setið fjölda námskeiða í lífrænni ræktun, meðal annars við Landbúnaðarháskóla Íslands. Frá mínu sjónarhorni er lífræn ræktun skemmtileg og krefjandi. Mikil áskorun felst í að takast á við vandamál eins og áburðargjöf og varnir gegn skaðvöldum með öðrum leiðum en kemískum skyndilausnum.Ekki minna auðvaldssinnuð Víðs vegar eru tilfallandi áburðarefni sem nota mætti í ræktun, til dæmis er úrgangur frá svepparækt frjósamt og smitfrítt efni. Sveppamassi er samt bannaður (möguleiki á undanþágu) í lífrænni ræktun vegna þess að sveppaframleiðandinn hefur ekki lífræna vottun, samt koma engin önnur en lífræn efni til sögunnar við svepparæktina. Annað dæmi var næsti bær en þar var stundaður sauðfjárbúskapur. Það hefði leyst mörg vandamál í okkar ræktun að fá eina traktorskóflu af sauðataði á viku sem áburðarefni, enda sauðatað mjög frjósamt efni. Þetta var stranglega bannað því sauðfjárbúið var ekki lífrænt vottað. Við þurftum því að flytja inn lífrænt vottaðan áburð frá Þýskalandi. Reglulega komu brúsar fullir af lífrænt vottuðu og illa lyktandi þykkni. Þessu sulli var svo sprautað yfir allar plöntur og árangurinn lét ekki á sér standa, plönturnar uxu vel og sýndu ekki framar skortseinkenni. Enn þann dag í dag velti ég því fyrir mér hvað var í brúsunum fyrir utan nitur, fosfór og kalí og hvort það hafi verið í lagi að nota það til matvælaframleiðslu. Kannski var í þeim smit sem vill svo gjarnan fylgja náttúrulegum efnum, E.coli, salmonella eða eitthvað þaðan af verra. Vorum við ef til vill að stofna neytendum í stórhættu, þeim sömu og trúa því að lífrænar vörur séu hreinar og náttúrulega hollar? Þannig er málum nefnilega háttað að til þess að fá lífræna vottun þurfa öll aðföng í ræktunarferlinu að vera lífrænt vottuð. Lífræn vottun er ekki ódýr og raunar tekur vottunarstofan rentu af hagnaði framleiðandans. Þessi aðferð, þar sem allir aðilar innan kerfisins þurfa að versla innbyrðis, stóreykur hagnað vottunarstofa víðs vegar um heim. Viðskiptamódelum af þessu tagi sem kallast fjölþrepamarkaðskerfi eru gjarnan líkt við pýramída. Lífræn ræktun er því í raun ekki minna auðvaldssinnuð en hvað annað, því ekki er aðeins verið að selja minna hollan (og jafnvel hættulegan) mat heldur einnig ímynd um að svo sé ekki.
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar