Nýfrjálshyggjan og fátækir Þorleifur Gunnlaugsson skrifar 17. október 2013 06:00 Áslaug Friðriksdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins og leiðtogi flokksins í velferðarráði, segir í viðtali í helgarblaði Fréttablaðsins að meirihlutinn í Reykjavík hafi gert sín stærstu mistök í upphafi kjörtímabilsins, þegar ákveðið var að hækka fjárhagsaðstoð þrátt fyrir að augljóst væri að slíkt myndi draga úr fjárhagslegum hvata fólks til að fara út á vinnumarkað. Í viðtalinu stillir Áslaug dæminu þannig upp að þeir sem þurfa að reiða sig á fjárhagsaðstoð borgarinnar séu baggi á „venjulegum“ fjölskyldum. Þetta rökstyður borgarfulltrúinn með því að draga fram meintan kostnað hverrar fjölskyldu í Reykjavík vegna fjárhagsaðstoðar sem Áslaug segir að hafi aukist um 250 prósent frá árinu 2008. „Þá hafi þessi kostnaður numið rúmum 52 þúsundum króna á ári á hverja fjölskyldu en sé kominn upp í rúmar 130 þúsund krónur.“Ábyrgð Sjálfstæðisflokksins Velferðarleiðtogi Sjálfstæðisflokksins í borginni nefnir það ekki að aukinn kostnaður vegna fjárhagsaðstoðar stafar ekki af hækkun bóta, heldur mikilli fjölgun fjárhagsaðstoðarþega. Þessi mikla fjölgun fólks sem neyðist til að lifa á aðstoðinni er bein afleiðing efnahagshrunsins, en þá jókst atvinnuleysi um meira en 700 prósent á örfáum mánuðum. Hrunið skrifast fyrst og fremst á Sjálfstæðisflokkinn og í raun ætti Áslaug og aðrir fulltrúar flokksins frekar að skammast sín og biðja fórnalömbin afsökunar en að stilla upp kröfum um að tekjur þeirra verði lækkaðar enn frekar.Lækkun fjárhagsaðstoðar Staðreyndin er sú að frá 2008 hefur fjárhagsaðstoðin í Reykjavík lækkað að raunvirði hjá meirihluta þeirra sem hana þiggja og sennilega hjá þeim öllum. Fyrsta verk núverandi meirihluta var að breyta reglum um fjárhagsaðstoð í Reykjavík þannig að búinn var til nýr hópur sem nefndur var „einstaklingar sem búa með öðrum“ og er fjölmennasti hópur þeirra sem njóta aðstoðarinnar, en þessi hópur var færður verulega niður í tekjum. Síðan var fjárhagsaðstoðin hækkuð til þeirra sem tilheyra efsta hópnum, en aðrir fengu ekki verðbætur það árið.Núverandi reglur Núverandi reglur borgarinnar um fjárhagsaðstoð eru svona: 1Grunnfjárhæð fjárhagsaðstoðar til einstaklings, 18 ára eða eldri, sem rekur eigið heimili getur numið allt að 163.635 kr. á mánuði. (Með rekstri eigin heimilis er átt við þær aðstæður þegar viðkomandi býr í eigin húsnæði eða leigir húsnæði og leggur fram þinglýstan húsaleigusamning um húsnæðið) 2 Grunnfjárhæð fjárhagsaðstoðar til hjóna/sambúðarfólks getur numið allt að 245.453 kr. á mánuði. 3 Grunnfjárhæð fjárhagsaðstoðar til einstaklings sem býr með öðrum (leigir húsnæði án þinglýsts leigusamnings eða hefur ekki aðgang að húsnæði) er 137.871 kr. á mánuði. 4 Grunnfjárhæð fjárhagsaðstoðar til einstaklings sem býr hjá foreldrum er 81.818 kr. Hafi einstaklingur, sem fellur undir framangreint, forsjá barns, skal viðkomandi reiknuð grunnfjárhæð sem nemur 137.871 kr. á mánuði. Hópur 3, sem áður tilheyrði hópi 1 og er eins og áður sagði stærsti hópurinn, hefur dregist verulega aftur úr og reyndar var reglum einnig breytt þannig að einstæðir foreldrar sem búa hjá foreldrum sínum voru færðir úr hópi 1 í hóp 3.Kaldrifjuð nýfrjálshyggja Þessar tekjur, sem eru langt undir fátækramörkum, verða þeir sem neyðast til að lifa á fjárhagsaðstoð að láta sér duga, jafnvel árum saman. Ef marka má Áslaugu Friðriksdóttur verða bæturnar lækkaðar enn frekar og nú með það að markmiði að neyða fólk til að sætta sig við allt of lág laun, nái Sjálfstæðismenn völdum Í Reykjavík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Netöryggi til framtíðar Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Aftur á byrjunarreit Hörður Arnarson skrifar Skoðun Norðurlandamet í fúski! Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ursula von der Leyen styður þjóðarmorð! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Sjá meira
Áslaug Friðriksdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins og leiðtogi flokksins í velferðarráði, segir í viðtali í helgarblaði Fréttablaðsins að meirihlutinn í Reykjavík hafi gert sín stærstu mistök í upphafi kjörtímabilsins, þegar ákveðið var að hækka fjárhagsaðstoð þrátt fyrir að augljóst væri að slíkt myndi draga úr fjárhagslegum hvata fólks til að fara út á vinnumarkað. Í viðtalinu stillir Áslaug dæminu þannig upp að þeir sem þurfa að reiða sig á fjárhagsaðstoð borgarinnar séu baggi á „venjulegum“ fjölskyldum. Þetta rökstyður borgarfulltrúinn með því að draga fram meintan kostnað hverrar fjölskyldu í Reykjavík vegna fjárhagsaðstoðar sem Áslaug segir að hafi aukist um 250 prósent frá árinu 2008. „Þá hafi þessi kostnaður numið rúmum 52 þúsundum króna á ári á hverja fjölskyldu en sé kominn upp í rúmar 130 þúsund krónur.“Ábyrgð Sjálfstæðisflokksins Velferðarleiðtogi Sjálfstæðisflokksins í borginni nefnir það ekki að aukinn kostnaður vegna fjárhagsaðstoðar stafar ekki af hækkun bóta, heldur mikilli fjölgun fjárhagsaðstoðarþega. Þessi mikla fjölgun fólks sem neyðist til að lifa á aðstoðinni er bein afleiðing efnahagshrunsins, en þá jókst atvinnuleysi um meira en 700 prósent á örfáum mánuðum. Hrunið skrifast fyrst og fremst á Sjálfstæðisflokkinn og í raun ætti Áslaug og aðrir fulltrúar flokksins frekar að skammast sín og biðja fórnalömbin afsökunar en að stilla upp kröfum um að tekjur þeirra verði lækkaðar enn frekar.Lækkun fjárhagsaðstoðar Staðreyndin er sú að frá 2008 hefur fjárhagsaðstoðin í Reykjavík lækkað að raunvirði hjá meirihluta þeirra sem hana þiggja og sennilega hjá þeim öllum. Fyrsta verk núverandi meirihluta var að breyta reglum um fjárhagsaðstoð í Reykjavík þannig að búinn var til nýr hópur sem nefndur var „einstaklingar sem búa með öðrum“ og er fjölmennasti hópur þeirra sem njóta aðstoðarinnar, en þessi hópur var færður verulega niður í tekjum. Síðan var fjárhagsaðstoðin hækkuð til þeirra sem tilheyra efsta hópnum, en aðrir fengu ekki verðbætur það árið.Núverandi reglur Núverandi reglur borgarinnar um fjárhagsaðstoð eru svona: 1Grunnfjárhæð fjárhagsaðstoðar til einstaklings, 18 ára eða eldri, sem rekur eigið heimili getur numið allt að 163.635 kr. á mánuði. (Með rekstri eigin heimilis er átt við þær aðstæður þegar viðkomandi býr í eigin húsnæði eða leigir húsnæði og leggur fram þinglýstan húsaleigusamning um húsnæðið) 2 Grunnfjárhæð fjárhagsaðstoðar til hjóna/sambúðarfólks getur numið allt að 245.453 kr. á mánuði. 3 Grunnfjárhæð fjárhagsaðstoðar til einstaklings sem býr með öðrum (leigir húsnæði án þinglýsts leigusamnings eða hefur ekki aðgang að húsnæði) er 137.871 kr. á mánuði. 4 Grunnfjárhæð fjárhagsaðstoðar til einstaklings sem býr hjá foreldrum er 81.818 kr. Hafi einstaklingur, sem fellur undir framangreint, forsjá barns, skal viðkomandi reiknuð grunnfjárhæð sem nemur 137.871 kr. á mánuði. Hópur 3, sem áður tilheyrði hópi 1 og er eins og áður sagði stærsti hópurinn, hefur dregist verulega aftur úr og reyndar var reglum einnig breytt þannig að einstæðir foreldrar sem búa hjá foreldrum sínum voru færðir úr hópi 1 í hóp 3.Kaldrifjuð nýfrjálshyggja Þessar tekjur, sem eru langt undir fátækramörkum, verða þeir sem neyðast til að lifa á fjárhagsaðstoð að láta sér duga, jafnvel árum saman. Ef marka má Áslaugu Friðriksdóttur verða bæturnar lækkaðar enn frekar og nú með það að markmiði að neyða fólk til að sætta sig við allt of lág laun, nái Sjálfstæðismenn völdum Í Reykjavík.
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar