Ekki sérstakt eftirlit með bólusetningu barna Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 17. október 2013 00:01 Oft er minnt á tíma með bréfi, símleiðis eða öðrum skilaboðum en ekki er um skipulegt eftirlit að ræða. mynd/getty „Börn eru ekki kölluð inn til að fara í eftirlit og bólusetningu. Það er alfarið á ábyrgð foreldra að koma með börnin,“ segir Anna Guðríður Gunnarsdóttir, hjúkrunarfræðingur og verkefnastjóri ung- og smábarnaverndar á heilsugæslustöð Selfoss. „En við erum í góðri samvinnu við leikskólana og þeir minna foreldra á skoðanir,“ bætir Guðríður við. Í kjölfar umfjöllunar Fréttablaðsins um bólusetningar barna og skýrslu sóttvarnarlæknis þar sem fram kemur að töluvert hátt hlutfall íslenskra barna er vanbólusett hefur umræðan um eftirlit heilbrigðisyfirvalda með bólusetningum verið áberandi. Samkvæmt skýrslunni er hlutfall bólusetninga lægst við tólf mánaða og fjögurra ára skoðun.Anna Guðríður Gunnarsdóttir, hjúkrunarfræðingur og verkefnastjóri ung- og smábarnaverndar á heilsugæslustöð Selfoss.Aðsend mynd„Það líður svo langur tími á milli skoðana eftir fyrsta árið en við minnum alltaf foreldra á að koma í næstu skoðun og bókum jafnvel tíma langt fram í tímann. Svo er það á ábyrgð foreldra og þeirra val að koma í eftirlit og bólusetningar með börnin. Það kemur stundum fyrir að barnið sé veikt í skoðun. Þá er ákveðið að bíða með bólusetningu og nýr tími gefinn. Ef tíminn er afboðaður eða foreldrar gleyma tímanum er lítið sem við getum gert í því. Kerfið okkar býður ekki upp á að við höfum reglulegt eftirlit með mætingu.“Sesselja Guðmundsdóttir, sviðsstjóri ung- og smábarnasviðs á þróunarsviði Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisinsAðsend myndSesselja Guðmundsdóttir, sviðsstjóri ung- og smábarnasviðs á þróunarsviði Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, segir mjög misjafnt í gegnum tíðina hvernig heilsugæslustöðvar minna foreldra á að koma í ung- og smábarnavernd. „Sumar stöðvar hafa sent bréf, sumar setja auglýsingu í hverfisblað og aðrir senda skilaboð eða hringja,“ segir Sesselja. Í haust var ákveðið að byrja að senda öllum foreldrum á höfuðborgarsvæðinu bréf og minna á skoðanir sem helst gleymast hjá foreldrum. Það eru 18 mánaða, tveggja og hálfs árs og fjögurra ára skoðanir þar sem börnin eru einnig bólusett. „Við ákváðum að samræma þetta hjá heilsugæslustöðvunum með því að senda miðlægt bréf frá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins. Það verður fróðlegt að sjá hvort það skili sér í enn betri þátttöku í þessar skoðanir. Annars er alltaf farið í gegnum bólusetningasögu barna þegar þau koma í grunnskólann og þá er hægt að bregðast við ef það vantar einhverja bólusetningu,“ segir Sesselja. Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Fleiri fréttir Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Sjá meira
„Börn eru ekki kölluð inn til að fara í eftirlit og bólusetningu. Það er alfarið á ábyrgð foreldra að koma með börnin,“ segir Anna Guðríður Gunnarsdóttir, hjúkrunarfræðingur og verkefnastjóri ung- og smábarnaverndar á heilsugæslustöð Selfoss. „En við erum í góðri samvinnu við leikskólana og þeir minna foreldra á skoðanir,“ bætir Guðríður við. Í kjölfar umfjöllunar Fréttablaðsins um bólusetningar barna og skýrslu sóttvarnarlæknis þar sem fram kemur að töluvert hátt hlutfall íslenskra barna er vanbólusett hefur umræðan um eftirlit heilbrigðisyfirvalda með bólusetningum verið áberandi. Samkvæmt skýrslunni er hlutfall bólusetninga lægst við tólf mánaða og fjögurra ára skoðun.Anna Guðríður Gunnarsdóttir, hjúkrunarfræðingur og verkefnastjóri ung- og smábarnaverndar á heilsugæslustöð Selfoss.Aðsend mynd„Það líður svo langur tími á milli skoðana eftir fyrsta árið en við minnum alltaf foreldra á að koma í næstu skoðun og bókum jafnvel tíma langt fram í tímann. Svo er það á ábyrgð foreldra og þeirra val að koma í eftirlit og bólusetningar með börnin. Það kemur stundum fyrir að barnið sé veikt í skoðun. Þá er ákveðið að bíða með bólusetningu og nýr tími gefinn. Ef tíminn er afboðaður eða foreldrar gleyma tímanum er lítið sem við getum gert í því. Kerfið okkar býður ekki upp á að við höfum reglulegt eftirlit með mætingu.“Sesselja Guðmundsdóttir, sviðsstjóri ung- og smábarnasviðs á þróunarsviði Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisinsAðsend myndSesselja Guðmundsdóttir, sviðsstjóri ung- og smábarnasviðs á þróunarsviði Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, segir mjög misjafnt í gegnum tíðina hvernig heilsugæslustöðvar minna foreldra á að koma í ung- og smábarnavernd. „Sumar stöðvar hafa sent bréf, sumar setja auglýsingu í hverfisblað og aðrir senda skilaboð eða hringja,“ segir Sesselja. Í haust var ákveðið að byrja að senda öllum foreldrum á höfuðborgarsvæðinu bréf og minna á skoðanir sem helst gleymast hjá foreldrum. Það eru 18 mánaða, tveggja og hálfs árs og fjögurra ára skoðanir þar sem börnin eru einnig bólusett. „Við ákváðum að samræma þetta hjá heilsugæslustöðvunum með því að senda miðlægt bréf frá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins. Það verður fróðlegt að sjá hvort það skili sér í enn betri þátttöku í þessar skoðanir. Annars er alltaf farið í gegnum bólusetningasögu barna þegar þau koma í grunnskólann og þá er hægt að bregðast við ef það vantar einhverja bólusetningu,“ segir Sesselja.
Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Fleiri fréttir Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Sjá meira