Framtíð heilbrigðiskerfisins á Íslandi Jón Ingi Bergsteinsson skrifar 15. október 2013 06:00 Allt frá hruninu árið 2008 hefur íslenska heilbrigðiskerfið verið undir sérstakri smásjá hjá stjórnvöldum og almenningi þar sem niðurskurður, bæði í formi fjármagns og starfskrafts, hefur því miður verið allt of mikill. Þetta hefur ekki aðeins haft áhrif á almenna heilbrigðisþjónustu heldur einnig kostnað, launakjör og þjónustugæði. Fjárskortur í heilbrigðiskerfinu hefur ekki aðeins verið einangraður við Ísland síðustu ár. Mikill niðurskurður hefur einnig átt sér stað í öðrum nágrannalöndum okkar, bæði annars staðar á Norðurlöndum og í Evrópu. Við fyrstu sýn telja margir stjórnendur að lausnin við fjárskorti sé fyrst og fremst sú að skera niður laun og störf. Slíkar ákvarðanir hafa oft mjög afdrifaríkar afleiðingar í för með sér sem geta teygt anga sína lengra en marga grunar. Slíkar aðferðir geta þó varla talist lausn þar sem þetta hefur yfirleitt bein neikvæð áhrif á gæði þeirrar þjónustu sem veitt er.Kennimerki heilbrigðisgeirans Það er vitað mál að heilbrigðisgeiranum er ekki hægt að líkja saman við aðra þjónustugeira en sannleikurinn er sá að heilbrigðiskerfið er í raun þjónustugeiri út af fyrir sig, með sín eigin kennimerki og kröfur. Til þess að geta yfirstigið margbreytileikann og kröfurnar sem fyrirfinnast í heilbrigðisgeiranum, verður einstaklingur sem annaðhvort þjónustar eða skipuleggur þjónustu innan heilbrigðiskerfisins að skilja hina mismunandi þætti geirans. Hvort sem það á við um endurskipulagningu á heilbrigðiskerfinu í heild sinni eða einstaka stofnunum, eða þróun nýrrar tækni, þá verður sá hinn sami að hafa hin sérstöku einkenni heilbrigðisgeirans til hliðsjónar. Heilbrigðisþjónusta einkennist af mjög flóknum ferlum í umönnun sjúklinga sem krefjast yfirleitt mjög náinna samskipta milli mismunandi heilbrigðisstarfsfólks á ólíkum stofnunum. Ófullnægjandi skipulag og aðferðir geta haft veruleg áhrif á heilsu sjúklinga, aukið neyslu á þjónustu, og í alvarlegustu tilvikunum leitt til dauða. Af þessum ástæðum getur þróun nýrra lausna og upplýsingatækni í heilbrigðiskerfinu verið einkar flókið ferli án stöðugs og strangs endurmats. Áhrif nýrra lausna á gæði umönnunar eru óþekkt og illa skipulagðir starfshættir og aðferðir geta haft mjög skaðleg áhrif á sjúklinga og heilbrigðisstarfsmenn. Það er mikilvægt fyrir einstaklinga, bæði í þróunar- og stjórnunarstöðum innan heilbrigðisgeirans, að taka mið af kennimerkjum sem einkenna heilbrigðisgeirann þegar ákvarðanir eru teknar, og þá sérstaklega þegar þróa á nýjar lausnir sem bæta eiga heilbrigðiskerfið. Klínísk þekking fyrir hina bestu starfshætti (best-practice) hverju sinni er stöðugt að breytast sem og ný tengsl milli lyfja, aukaverkana og meðferða, ásamt almennri þekkingu á líkamanum og starfsemi hans. Heilbrigðislausnir verða að vera sveigjanlegar og geta bæði aðlagast og gefið greiða leið að nýrri þekkingu. Deiling á heilsufarslegum upplýsingum er mjög mikilvægur þáttur í því að geta aðstoðað einstaklinga á mismunandi stofnunum. Þess vegna verður heilbrigðiskerfið að vera tilbúið til þess að geta deilt mikilvægum upplýsingum á milli þeirra aðila sem koma að umönnun einstaklingsins. Hver einasti einstaklingur er frábrugðinn og því getur verið erfitt að staðla allar aðferðir. Hinsvegar verður heilbrigðiskerfið að vera nógu staðlað en á sama tíma sveigjanlegt til þess að geta annast sjúklinga með fjölbreyttar þarfir og það getur verið erfitt að finna hina réttu línu milli sveigjanleika og stöðlunar. Síðast en ekki síst er heilbrigðiskerfið mjög flókið að því leyti að heilbrigðisstofnunum er stýrt af mismunandi aðilum sem hafa mismunandi hagsmuna að gæta, og þar með breytilegar reglur og tilkynningaskyldur. (Heimild : Garde, Sebastian, and Petra Knaup. „Requirements engineering in health care: the example of chemotherapy planning in pediatric oncology.“ Requirements Engineering 11.4 (2006): 265-278.)Er heilbrigðiskerfinu viðbjargandi? Eitt er víst að hvorki núverandi ríkisstjórnarflokkar né aðrir áhrifaaðilar innan heilbrigðiskerfisins á Íslandi búa yfir nægilegri þekkingu til þess að geta ákvarðað framtíð þess. Erfitt getur reynst að ætla að taka mið af öðrum nágrannalöndum okkar þar sem hin gullna leið að fullkominni heilbrigðisþjónustu er vandrötuð og finnst jafnvel ekki. Hins vegar er þörf á breytingum, og breytingar koma sjaldnast fyrir án áhrifa annars staðar frá. Ég tel að við þurfum að byrja á því að velta sjónarmiðum stjórnenda á hvolf. Við þurfum að hætta að hugsa út frá peningum og stjórnun, og byrja að leiða, leiðbeina og hlusta á einstaklinginn. Við þurfum að tryggja að ALLIR aðilar ríkisstjórnar, samfélagsins og heilbrigðiskerfisins séu á sama bandi og vilji vinna að sama markmiði. Bilið milli ríkisstjórnarinnar og starfsmanna heilbrigðiskerfisins er orðið allt of stórt, og við hreinlega neyðumst til þess að stoppa hér og nú ef við ætlum að geta haldið áfram að bjóða upp á almenna heilbrigðisþjónustu á Íslandi. Báðir aðilar þurfa að leggja niður vopn, setjast niður, og byrja upp á nýtt; því eins og er virðist heilbrigðiskerfið á Íslandi vera statt í miðri hringiðu á beinni leið niður í hyldýpi. Þó að fjármunir og launakjör séu mjög stór hluti af heilbrigðum rekstri starfs- og þjónustuumhverfis, getum við ekki haldið áfram að hugsa eingöngu um það tvennt, því þegar öllu er á botninn hvolft eru það ekki aðeins heilbrigðisstarfsmenn sem verða fyrir högginu, heldur allt samfélagið, foreldrar, systkini, afar, ömmur, börn, frændur og frænkur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Þjóðin vill eitt, Kristrún annað Ole Anton Bieltvedt Skoðun Ferðaþjónustan er burðarás í íslensku efnahagslífi Þórir Garðarsson Skoðun Söngur Ísraels og RÚV Ingólfur Gíslason. Skoðun Lélegir íslenskir læknar...eru ekki til! Steinunn Þórðardóttir Skoðun Hversu lítill fiskur yrðum við? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Þjóðin sem selur sjálfri sér: Vangaveltur um sölu Íslandsbanka Guðjón Heiðar Pálsson Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson Skoðun Uppiskroppa með umræðuefni í málþófi? Talið um Gaza! Viðar Eggertsson Skoðun Halldór 17.05.2025 Halldór Valkyrjurnar verða að losa okkur við Rapyd Björn B. Björnsson Skoðun Skoðun Skoðun Ferðaþjónustan er burðarás í íslensku efnahagslífi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Hversu lítill fiskur yrðum við? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðin vill eitt, Kristrún annað Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Lélegir íslenskir læknar...eru ekki til! Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Þjóðin sem selur sjálfri sér: Vangaveltur um sölu Íslandsbanka Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Þriðji kafli: Skálmöld Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Valkyrjurnar verða að losa okkur við Rapyd Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Söngur Ísraels og RÚV Ingólfur Gíslason. skrifar Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson skrifar Skoðun Uppiskroppa með umræðuefni í málþófi? Talið um Gaza! Viðar Eggertsson skrifar Skoðun Kærleikurinn pikkaði í mig Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Gigt er ekki bara sjúkdómur fullorðinna – Gigtarfélagið heldur opið hús til að fræða og styðja alla aldurshópa Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Friðun Grafarvogs Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Torfærur, hossur og hristingar! Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun NÓG ER NÓG – Heilbrigðiskerfið er í neyðarástandi Ásthildur Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun Við munum aldrei fela okkur aftur Kári Garðarsson skrifar Skoðun Er Kópavogsbær vel rekinn? Bergljót Kristinsdóttir skrifar Skoðun Oft er forræðishyggja hjá fjölskyldum og á heimilum fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson Zebitz skrifar Skoðun Um sjónarhorn og sannleika Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Lýðræðið er farið – er of seint að snúa við? Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Er gagnlegt að kunna að forrita á tímum gervigreindar? Henning Arnór Úlfarsson skrifar Skoðun Málþóf og/eða lýðræði? Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Umdeildasti fríverslunarsamningur sögunnar? Arnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Ísafjarðarbær í Bestu deild Sigríður Júlía Brynleifsdóttir,Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð í beinni Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Allt þetta máttu eiga ef þú tilbiður mig Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Atvinnufrelsi! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Að mása eða fara í golf Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Leiðréttum kerfisbundið misrétti Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Leikjanámskeið fyrir fullorðna við Austurvöll Þórður Snær Júlíusson skrifar Sjá meira
Allt frá hruninu árið 2008 hefur íslenska heilbrigðiskerfið verið undir sérstakri smásjá hjá stjórnvöldum og almenningi þar sem niðurskurður, bæði í formi fjármagns og starfskrafts, hefur því miður verið allt of mikill. Þetta hefur ekki aðeins haft áhrif á almenna heilbrigðisþjónustu heldur einnig kostnað, launakjör og þjónustugæði. Fjárskortur í heilbrigðiskerfinu hefur ekki aðeins verið einangraður við Ísland síðustu ár. Mikill niðurskurður hefur einnig átt sér stað í öðrum nágrannalöndum okkar, bæði annars staðar á Norðurlöndum og í Evrópu. Við fyrstu sýn telja margir stjórnendur að lausnin við fjárskorti sé fyrst og fremst sú að skera niður laun og störf. Slíkar ákvarðanir hafa oft mjög afdrifaríkar afleiðingar í för með sér sem geta teygt anga sína lengra en marga grunar. Slíkar aðferðir geta þó varla talist lausn þar sem þetta hefur yfirleitt bein neikvæð áhrif á gæði þeirrar þjónustu sem veitt er.Kennimerki heilbrigðisgeirans Það er vitað mál að heilbrigðisgeiranum er ekki hægt að líkja saman við aðra þjónustugeira en sannleikurinn er sá að heilbrigðiskerfið er í raun þjónustugeiri út af fyrir sig, með sín eigin kennimerki og kröfur. Til þess að geta yfirstigið margbreytileikann og kröfurnar sem fyrirfinnast í heilbrigðisgeiranum, verður einstaklingur sem annaðhvort þjónustar eða skipuleggur þjónustu innan heilbrigðiskerfisins að skilja hina mismunandi þætti geirans. Hvort sem það á við um endurskipulagningu á heilbrigðiskerfinu í heild sinni eða einstaka stofnunum, eða þróun nýrrar tækni, þá verður sá hinn sami að hafa hin sérstöku einkenni heilbrigðisgeirans til hliðsjónar. Heilbrigðisþjónusta einkennist af mjög flóknum ferlum í umönnun sjúklinga sem krefjast yfirleitt mjög náinna samskipta milli mismunandi heilbrigðisstarfsfólks á ólíkum stofnunum. Ófullnægjandi skipulag og aðferðir geta haft veruleg áhrif á heilsu sjúklinga, aukið neyslu á þjónustu, og í alvarlegustu tilvikunum leitt til dauða. Af þessum ástæðum getur þróun nýrra lausna og upplýsingatækni í heilbrigðiskerfinu verið einkar flókið ferli án stöðugs og strangs endurmats. Áhrif nýrra lausna á gæði umönnunar eru óþekkt og illa skipulagðir starfshættir og aðferðir geta haft mjög skaðleg áhrif á sjúklinga og heilbrigðisstarfsmenn. Það er mikilvægt fyrir einstaklinga, bæði í þróunar- og stjórnunarstöðum innan heilbrigðisgeirans, að taka mið af kennimerkjum sem einkenna heilbrigðisgeirann þegar ákvarðanir eru teknar, og þá sérstaklega þegar þróa á nýjar lausnir sem bæta eiga heilbrigðiskerfið. Klínísk þekking fyrir hina bestu starfshætti (best-practice) hverju sinni er stöðugt að breytast sem og ný tengsl milli lyfja, aukaverkana og meðferða, ásamt almennri þekkingu á líkamanum og starfsemi hans. Heilbrigðislausnir verða að vera sveigjanlegar og geta bæði aðlagast og gefið greiða leið að nýrri þekkingu. Deiling á heilsufarslegum upplýsingum er mjög mikilvægur þáttur í því að geta aðstoðað einstaklinga á mismunandi stofnunum. Þess vegna verður heilbrigðiskerfið að vera tilbúið til þess að geta deilt mikilvægum upplýsingum á milli þeirra aðila sem koma að umönnun einstaklingsins. Hver einasti einstaklingur er frábrugðinn og því getur verið erfitt að staðla allar aðferðir. Hinsvegar verður heilbrigðiskerfið að vera nógu staðlað en á sama tíma sveigjanlegt til þess að geta annast sjúklinga með fjölbreyttar þarfir og það getur verið erfitt að finna hina réttu línu milli sveigjanleika og stöðlunar. Síðast en ekki síst er heilbrigðiskerfið mjög flókið að því leyti að heilbrigðisstofnunum er stýrt af mismunandi aðilum sem hafa mismunandi hagsmuna að gæta, og þar með breytilegar reglur og tilkynningaskyldur. (Heimild : Garde, Sebastian, and Petra Knaup. „Requirements engineering in health care: the example of chemotherapy planning in pediatric oncology.“ Requirements Engineering 11.4 (2006): 265-278.)Er heilbrigðiskerfinu viðbjargandi? Eitt er víst að hvorki núverandi ríkisstjórnarflokkar né aðrir áhrifaaðilar innan heilbrigðiskerfisins á Íslandi búa yfir nægilegri þekkingu til þess að geta ákvarðað framtíð þess. Erfitt getur reynst að ætla að taka mið af öðrum nágrannalöndum okkar þar sem hin gullna leið að fullkominni heilbrigðisþjónustu er vandrötuð og finnst jafnvel ekki. Hins vegar er þörf á breytingum, og breytingar koma sjaldnast fyrir án áhrifa annars staðar frá. Ég tel að við þurfum að byrja á því að velta sjónarmiðum stjórnenda á hvolf. Við þurfum að hætta að hugsa út frá peningum og stjórnun, og byrja að leiða, leiðbeina og hlusta á einstaklinginn. Við þurfum að tryggja að ALLIR aðilar ríkisstjórnar, samfélagsins og heilbrigðiskerfisins séu á sama bandi og vilji vinna að sama markmiði. Bilið milli ríkisstjórnarinnar og starfsmanna heilbrigðiskerfisins er orðið allt of stórt, og við hreinlega neyðumst til þess að stoppa hér og nú ef við ætlum að geta haldið áfram að bjóða upp á almenna heilbrigðisþjónustu á Íslandi. Báðir aðilar þurfa að leggja niður vopn, setjast niður, og byrja upp á nýtt; því eins og er virðist heilbrigðiskerfið á Íslandi vera statt í miðri hringiðu á beinni leið niður í hyldýpi. Þó að fjármunir og launakjör séu mjög stór hluti af heilbrigðum rekstri starfs- og þjónustuumhverfis, getum við ekki haldið áfram að hugsa eingöngu um það tvennt, því þegar öllu er á botninn hvolft eru það ekki aðeins heilbrigðisstarfsmenn sem verða fyrir högginu, heldur allt samfélagið, foreldrar, systkini, afar, ömmur, börn, frændur og frænkur.
Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson Skoðun
Skoðun Þjóðin sem selur sjálfri sér: Vangaveltur um sölu Íslandsbanka Guðjón Heiðar Pálsson skrifar
Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson skrifar
Skoðun Gigt er ekki bara sjúkdómur fullorðinna – Gigtarfélagið heldur opið hús til að fræða og styðja alla aldurshópa Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Oft er forræðishyggja hjá fjölskyldum og á heimilum fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson Zebitz skrifar
Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson Skoðun