SÁÁ tók á móti mér Pálmi Gunnarsson skrifar 14. október 2013 07:00 Það er ófrávíkjanlegur hluti af lífsgöngunni að þurfa einhvern tímann að horfast í augu við erfiðar aðstæður. Ástvinir veikjast og deyja, við verðum fyrir andlegum og líkamlegum áföllum eða missum fótanna með einum eða öðrum hætti. Þá er gott að eiga góða að, einhverja sem rétta hjálparhönd á erfiðum tímum. Fæstum sem fá sér í tána í fyrsta sinn dettur í hug að fram undan geti verið ferli sem í versta tilfelli leiðir til dauða. Fæstir hugsa um það við fyrstu jónu, hassreyk eða inntöku örvandi efna að lokakaflinn í lífsgöngunni geti mögulega orðið andleg og líkamleg örkuml þannig að ekki verði aftur snúið. Ég er einn af þeim sem segja má að hafi ánetjast fíkninni á fyrsta fylleríi. Næstu áratugir voru dagleg barátta sem á endanum var orðin upp á líf og dauða. Sjúklegt ástand þar sem vanmátturinn var algjör. Allt sem ég vildi standa fyrir sem manneskja var ógerlegt af því að fíknin réði ríkjum. Ég veit í dag að ef ekki hefði verið fyrir SÁÁ hefði ég ekki komist lífs af úr þeim hildarleik. Þegar ég leitaði hjálpar hjá SÁÁ var tekið á móti mér og að mér hlúð, andlega og líkamlega. Leiðin til bata tók sinn tíma, bylturnar voru nokkrar, en dyr SÁÁ stóðu opnar og ég gat leitað hjálpar á ný. Það eru tæplega nítján ár síðan ég gekk dálítið boginn út í lífið eftir dvöl á Vogi og í framhaldinu Staðarfelli. Uppgefinn eftir áratugalanga neyslu en tilbúinn fyrir nýtt líf. Ég er einn af þúsundum þakklátra einstaklinga sem lifa góðu lífi í dag fyrir tilstilli þessara einstöku samtaka. Samtaka sem voru stofnuð af áhugafólki um líf án áfengis og vímuefna, fólki sem vissi hvað við var að etja og tók af skarið til hjálpar. Ég hvet alla Íslendinga til að leggja lið landssöfnun SÁÁ, Áfram Vogur, til styrktar Sjúkrahúsinu Vogi. Höfum í huga að það eru meiri líkur en minni á því að á einhverjum tímapunkti í lífi okkar muni einhver okkur nákominn ánetjast fíkniefnum og þurfa á aðstoð SÁÁ að halda. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Netöryggi til framtíðar Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Aftur á byrjunarreit Hörður Arnarson skrifar Skoðun Norðurlandamet í fúski! Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ursula von der Leyen styður þjóðarmorð! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Sjá meira
Það er ófrávíkjanlegur hluti af lífsgöngunni að þurfa einhvern tímann að horfast í augu við erfiðar aðstæður. Ástvinir veikjast og deyja, við verðum fyrir andlegum og líkamlegum áföllum eða missum fótanna með einum eða öðrum hætti. Þá er gott að eiga góða að, einhverja sem rétta hjálparhönd á erfiðum tímum. Fæstum sem fá sér í tána í fyrsta sinn dettur í hug að fram undan geti verið ferli sem í versta tilfelli leiðir til dauða. Fæstir hugsa um það við fyrstu jónu, hassreyk eða inntöku örvandi efna að lokakaflinn í lífsgöngunni geti mögulega orðið andleg og líkamleg örkuml þannig að ekki verði aftur snúið. Ég er einn af þeim sem segja má að hafi ánetjast fíkninni á fyrsta fylleríi. Næstu áratugir voru dagleg barátta sem á endanum var orðin upp á líf og dauða. Sjúklegt ástand þar sem vanmátturinn var algjör. Allt sem ég vildi standa fyrir sem manneskja var ógerlegt af því að fíknin réði ríkjum. Ég veit í dag að ef ekki hefði verið fyrir SÁÁ hefði ég ekki komist lífs af úr þeim hildarleik. Þegar ég leitaði hjálpar hjá SÁÁ var tekið á móti mér og að mér hlúð, andlega og líkamlega. Leiðin til bata tók sinn tíma, bylturnar voru nokkrar, en dyr SÁÁ stóðu opnar og ég gat leitað hjálpar á ný. Það eru tæplega nítján ár síðan ég gekk dálítið boginn út í lífið eftir dvöl á Vogi og í framhaldinu Staðarfelli. Uppgefinn eftir áratugalanga neyslu en tilbúinn fyrir nýtt líf. Ég er einn af þúsundum þakklátra einstaklinga sem lifa góðu lífi í dag fyrir tilstilli þessara einstöku samtaka. Samtaka sem voru stofnuð af áhugafólki um líf án áfengis og vímuefna, fólki sem vissi hvað við var að etja og tók af skarið til hjálpar. Ég hvet alla Íslendinga til að leggja lið landssöfnun SÁÁ, Áfram Vogur, til styrktar Sjúkrahúsinu Vogi. Höfum í huga að það eru meiri líkur en minni á því að á einhverjum tímapunkti í lífi okkar muni einhver okkur nákominn ánetjast fíkniefnum og þurfa á aðstoð SÁÁ að halda.
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar