Bókaþjóð án bóka Magnús S. Magnússon skrifar 14. október 2013 07:00 Hvað þýðir það að vera bókaþjóð? Algeng svör eru hér oft miðuð við fólksfjölda, til dæmis að tiltölulega margir skrifi eða lesi hér bækur eða tiltölulega mikill tími sé látinn í lestur bóka, að íslenskar (forn)bókmenntir séu sérstaklega mikilvægar eða hér mikið lesnar. Í þessari grein er einungis litið til tveggja atriða, það er hversu stór hluti Íslendinga er einungis læs á íslensku og hversu mikið kemur út af bókum árlega á íslensku miðað við önnur tungumál (sjá www.worldometers.info/books/). Um þriðjungur Íslendinga mun aðeins hafa lokið skyldunámi en um helmingur að hámarki skyldunámi og einu námsári að auki. Ýmsar tölulegar upplýsingar og upplýst mat, meðal annars fengið frá kennurum og öðrum sem beinast og best til þekkja, benda til að færri en um 20 prósent íslenskra kjósenda, það er Íslendinga 18 ára og eldri, geti lesið bók á ensku þótt færri láti ef til vill af því verða. Svipað sé að segja varðandi skilning á útsendingum helstu sjónvarpsstöðva heims og á innihaldi og möguleikum internetsins. Bók sem ekki er þýdd á íslensku mun nánast aldrei nefnd og enn síður auglýst eða rædd. Lauslega áætlað virðast um 80 prósent Íslendinga einungis að gagni læsir á íslensku, en á íslensku koma aðeins um 1.500 nýjar bækur út á ári og langmest skáldsögur. Fyrir þá sem læsir eru á ensku er staðan mjög ólík. Í Bandaríkjunum og Bretlandi koma út á ensku meira en hálf milljón nýrra bóka á ári eða til dæmis margfalt fleiri en allar bækur sem gefnar hafa verið út á íslensku frá upphafi. Á frönsku í Frakklandi einu koma út meira en 60 þúsund nýjar bækur á ári og yfir 90 þúsund á þýsku í Þýskalandi einu. Hægt er að finna ótal bækur og meðal annars nýlegar bækur um nánast hvaða efni sem er á til dæmis ensku, frönsku, þýsku og spænsku. Hins vegar er nánast aldrei bók til um neitt efni á íslensku og allra síst nýleg bók, það er bók sem ekki er úrelt. Við þessar erfiðu aðstæður búa langflestir Íslendingar og íslenskir kjósendur. Verulegur hluti Íslendinga er hins vegar fluglæs og mælandi á ensku og jafnvel fleiri af helstu tungumálum heims og hefur því aðgang að öllu hugsanlegu efni og umfjöllun eftir ótal leiðum (svo sem alþjóðlegum blöðum, bókum, sjónvarpi og interneti).Þjóðin skiptist í tvo hópa Þjóðin skiptist þannig í tvo ólíka hópa, sem oft lifa í ólíkum heimum næstum sem útlendingar hverjir gagnvart öðrum og gjarnan báðum erfitt. Íslensk „alþýða“ eða „almenningur“ fer hér að vanda mjög halloka og þetta ástand því augljóslega óásættanlegt og fer versnandi vegna síaukins framboðs á hvers kyns auðsóttu efni á helstu tungumálum heims. Gífurlegt hagsmunamál almennings er því að hefja strax kennslu tungumála miklu fyrr í skólakerfinu og standa að henni þannig að sérhverjum Íslendingi séu tryggð full tök á einu af helstu tungumálum heims löngu fyrir lok skyldunáms og sé fyrir tólf ára aldur læs, skrifandi og talandi nánast sem um annað móðurmál sé að ræða, enda yrði það langhelsta samskiptamál hans eða hennar í stöðugt fjölmennari og samtengdari heimi þar sem íslenska er notuð af örfáum og skilst ekki utan Íslands. Allmargir, meðal annars í mennta-, menningar-, fjölmiðla-, útgáfu- og stjórnmálageiranum, sem hvað best geta hér hjálpað njóta stundum góðs af núverandi einangrunarástandi vegna lítillar samkeppni. Þeir koma víða að ákvörðunum um breytingar á þeirri skipan skólamála sem enn lokar þúsundir Íslendinga inni í íslenskunni einni, fjölmarga fyrir lífstíð, og er því augljóslega ekki lengur ábyrg. Á okkar tímum er hvert ár dýrmætt og ekki lengur fært að bíða eftir nýjum kynslóðum og löngu óhjákvæmilegum breytingum í kennslu tungumála í öllum aldursflokkum. Almenningur um land allt, meðal annars barna sinna vegna, verður því hugsanlega að taka málið í sínar hendur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Netöryggi til framtíðar Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Aftur á byrjunarreit Hörður Arnarson skrifar Skoðun Norðurlandamet í fúski! Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ursula von der Leyen styður þjóðarmorð! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Sjá meira
Hvað þýðir það að vera bókaþjóð? Algeng svör eru hér oft miðuð við fólksfjölda, til dæmis að tiltölulega margir skrifi eða lesi hér bækur eða tiltölulega mikill tími sé látinn í lestur bóka, að íslenskar (forn)bókmenntir séu sérstaklega mikilvægar eða hér mikið lesnar. Í þessari grein er einungis litið til tveggja atriða, það er hversu stór hluti Íslendinga er einungis læs á íslensku og hversu mikið kemur út af bókum árlega á íslensku miðað við önnur tungumál (sjá www.worldometers.info/books/). Um þriðjungur Íslendinga mun aðeins hafa lokið skyldunámi en um helmingur að hámarki skyldunámi og einu námsári að auki. Ýmsar tölulegar upplýsingar og upplýst mat, meðal annars fengið frá kennurum og öðrum sem beinast og best til þekkja, benda til að færri en um 20 prósent íslenskra kjósenda, það er Íslendinga 18 ára og eldri, geti lesið bók á ensku þótt færri láti ef til vill af því verða. Svipað sé að segja varðandi skilning á útsendingum helstu sjónvarpsstöðva heims og á innihaldi og möguleikum internetsins. Bók sem ekki er þýdd á íslensku mun nánast aldrei nefnd og enn síður auglýst eða rædd. Lauslega áætlað virðast um 80 prósent Íslendinga einungis að gagni læsir á íslensku, en á íslensku koma aðeins um 1.500 nýjar bækur út á ári og langmest skáldsögur. Fyrir þá sem læsir eru á ensku er staðan mjög ólík. Í Bandaríkjunum og Bretlandi koma út á ensku meira en hálf milljón nýrra bóka á ári eða til dæmis margfalt fleiri en allar bækur sem gefnar hafa verið út á íslensku frá upphafi. Á frönsku í Frakklandi einu koma út meira en 60 þúsund nýjar bækur á ári og yfir 90 þúsund á þýsku í Þýskalandi einu. Hægt er að finna ótal bækur og meðal annars nýlegar bækur um nánast hvaða efni sem er á til dæmis ensku, frönsku, þýsku og spænsku. Hins vegar er nánast aldrei bók til um neitt efni á íslensku og allra síst nýleg bók, það er bók sem ekki er úrelt. Við þessar erfiðu aðstæður búa langflestir Íslendingar og íslenskir kjósendur. Verulegur hluti Íslendinga er hins vegar fluglæs og mælandi á ensku og jafnvel fleiri af helstu tungumálum heims og hefur því aðgang að öllu hugsanlegu efni og umfjöllun eftir ótal leiðum (svo sem alþjóðlegum blöðum, bókum, sjónvarpi og interneti).Þjóðin skiptist í tvo hópa Þjóðin skiptist þannig í tvo ólíka hópa, sem oft lifa í ólíkum heimum næstum sem útlendingar hverjir gagnvart öðrum og gjarnan báðum erfitt. Íslensk „alþýða“ eða „almenningur“ fer hér að vanda mjög halloka og þetta ástand því augljóslega óásættanlegt og fer versnandi vegna síaukins framboðs á hvers kyns auðsóttu efni á helstu tungumálum heims. Gífurlegt hagsmunamál almennings er því að hefja strax kennslu tungumála miklu fyrr í skólakerfinu og standa að henni þannig að sérhverjum Íslendingi séu tryggð full tök á einu af helstu tungumálum heims löngu fyrir lok skyldunáms og sé fyrir tólf ára aldur læs, skrifandi og talandi nánast sem um annað móðurmál sé að ræða, enda yrði það langhelsta samskiptamál hans eða hennar í stöðugt fjölmennari og samtengdari heimi þar sem íslenska er notuð af örfáum og skilst ekki utan Íslands. Allmargir, meðal annars í mennta-, menningar-, fjölmiðla-, útgáfu- og stjórnmálageiranum, sem hvað best geta hér hjálpað njóta stundum góðs af núverandi einangrunarástandi vegna lítillar samkeppni. Þeir koma víða að ákvörðunum um breytingar á þeirri skipan skólamála sem enn lokar þúsundir Íslendinga inni í íslenskunni einni, fjölmarga fyrir lífstíð, og er því augljóslega ekki lengur ábyrg. Á okkar tímum er hvert ár dýrmætt og ekki lengur fært að bíða eftir nýjum kynslóðum og löngu óhjákvæmilegum breytingum í kennslu tungumála í öllum aldursflokkum. Almenningur um land allt, meðal annars barna sinna vegna, verður því hugsanlega að taka málið í sínar hendur.
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar