Um ábyrgð lækna Elías Sæbjörn Eyþórsson skrifar 11. október 2013 06:00 Í Kastljósi þann 24. september sl. ræddi Jóhannes Kr. Kristjánsson við Fjólu Dögg Sigurðardóttur, formann Félags læknanema, og Ásdísi Örnu Björnsdóttur, formann sviðsráðs Heilbrigðisvísindasviðs Háskóla Íslands, um könnun sem var lögð fyrir nemendur í heilbrigðistengdum greinum við Háskóla Íslands. Í stuttu máli var niðurstaða hennar að fæstir nemar gátu hugsað sér að vinna á Landspítalanum að loknu námi við núverandi aðstæður. Viðtalið var upplýsandi og ég hvet þig lesandi til að nálgast það á vef Ríkisútvarpsins. Jóhannes stóð sig ágætlega. Hann spurði viðmælendur sína til skiptis og dró fram þær upplýsingar sem þurfti. Þegar leið á viðtalið varpaði Jóhannes hins vegar fram þeirri spurningu hvort læknum bæri ekki siðferðisleg skylda til að starfa á Íslandi þar sem námið þeirra væri kostað af skattgreiðendum. Þessari skoðun er nær undantekningalaust skotið inn í umræðuna í hvert sinn sem kjaramál lækna eru rædd. Við nánari athugun er hún í besta falli vanhugsuð og má ekki standa óátalin. Á Íslandi er menntun niðurgreidd af ríkinu. Þjóðfélagið hefur tekið þá ákvörðun að það sé eftirsóknarvert að tryggja rétt allra til náms óháð fjárhag. Þetta samrýmist stefnu þeirra landa sem við viljum helst bera okkur saman við og er að mínu viti skynsamlegt. Hægt er að hafa skoðun á þessari stefnu en það er önnur umræða út af fyrir sig. Niðurgreiðslan gildir ekki bara um læknisfræði, heldur allar fræðigreinar sem hægt er að nema. Samt sem áður heyrist aldrei sagt um veðurfræðinga, myndlistarfólk eða viðskiptafræðinga að þeim beri siðferðisleg skylda til að starfa á Íslandi eftir útskrift. Enda væri það bersýnilega fáránlegt.Rót vandans Nú hugsar þú kæri lesandi: „En Elías, læknanemar kosta meira en aðrir nemar!“ Segir hver? Þrátt fyrir mikla leit finn ég hvergi útreiknaðan meðalkostnað á nemanda eftir námsleiðum. Jafnvel ef þær upplýsingar eru til og læknanemar kosta meira en aðrir þá finnst mér ekki að það séu rök til stuðnings átthagafjötrum. Er einhver hámarksupphæð sem nemi má kosta til þess að hann eigi rétt á að flytja til útlanda í framtíðinni? Ímyndum okkur að lækni bæri að starfa þar sem skattgreiðendur hafa kostað nám hans. Flestir læknar sérhæfa sig í undirgreinum læknisfræðinnar. Þetta framhaldsnám er ekki í boði á Íslandi í flestum sérgreinum og læknar sækja sér það nám erlendis. Íslenskir skattgreiðendur borga ekkert með því námi. Það gera erlendir skattgreiðendur hins vegar. Hvar eiga þá læknar að starfa? Hvor siðferðislega skyldan vegur þyngra? Er það bundið við krónutölu? Ég fellst á það að þessi skoðun er sjaldan úthugsuð. Henni er hent fram í örvæntingu af fólki sem sér hættuna á atgervisflótta lækna en sér engar lausnir á því erfiða vandamáli. Ég þykist ekki vita hvernig má leysa vanda heilbrigðiskerfisins. En það gagnast engum að varpa ábyrgðinni á lækna sem telja sig ekki geta starfað við þær aðstæður sem þeim eru boðnar. Það þarf að taka á rót vandans, ekki á afleiðingunum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson Skoðun Skoðun Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Netöryggi til framtíðar Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Aftur á byrjunarreit Hörður Arnarson skrifar Skoðun Norðurlandamet í fúski! Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ursula von der Leyen styður þjóðarmorð! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Sjá meira
Í Kastljósi þann 24. september sl. ræddi Jóhannes Kr. Kristjánsson við Fjólu Dögg Sigurðardóttur, formann Félags læknanema, og Ásdísi Örnu Björnsdóttur, formann sviðsráðs Heilbrigðisvísindasviðs Háskóla Íslands, um könnun sem var lögð fyrir nemendur í heilbrigðistengdum greinum við Háskóla Íslands. Í stuttu máli var niðurstaða hennar að fæstir nemar gátu hugsað sér að vinna á Landspítalanum að loknu námi við núverandi aðstæður. Viðtalið var upplýsandi og ég hvet þig lesandi til að nálgast það á vef Ríkisútvarpsins. Jóhannes stóð sig ágætlega. Hann spurði viðmælendur sína til skiptis og dró fram þær upplýsingar sem þurfti. Þegar leið á viðtalið varpaði Jóhannes hins vegar fram þeirri spurningu hvort læknum bæri ekki siðferðisleg skylda til að starfa á Íslandi þar sem námið þeirra væri kostað af skattgreiðendum. Þessari skoðun er nær undantekningalaust skotið inn í umræðuna í hvert sinn sem kjaramál lækna eru rædd. Við nánari athugun er hún í besta falli vanhugsuð og má ekki standa óátalin. Á Íslandi er menntun niðurgreidd af ríkinu. Þjóðfélagið hefur tekið þá ákvörðun að það sé eftirsóknarvert að tryggja rétt allra til náms óháð fjárhag. Þetta samrýmist stefnu þeirra landa sem við viljum helst bera okkur saman við og er að mínu viti skynsamlegt. Hægt er að hafa skoðun á þessari stefnu en það er önnur umræða út af fyrir sig. Niðurgreiðslan gildir ekki bara um læknisfræði, heldur allar fræðigreinar sem hægt er að nema. Samt sem áður heyrist aldrei sagt um veðurfræðinga, myndlistarfólk eða viðskiptafræðinga að þeim beri siðferðisleg skylda til að starfa á Íslandi eftir útskrift. Enda væri það bersýnilega fáránlegt.Rót vandans Nú hugsar þú kæri lesandi: „En Elías, læknanemar kosta meira en aðrir nemar!“ Segir hver? Þrátt fyrir mikla leit finn ég hvergi útreiknaðan meðalkostnað á nemanda eftir námsleiðum. Jafnvel ef þær upplýsingar eru til og læknanemar kosta meira en aðrir þá finnst mér ekki að það séu rök til stuðnings átthagafjötrum. Er einhver hámarksupphæð sem nemi má kosta til þess að hann eigi rétt á að flytja til útlanda í framtíðinni? Ímyndum okkur að lækni bæri að starfa þar sem skattgreiðendur hafa kostað nám hans. Flestir læknar sérhæfa sig í undirgreinum læknisfræðinnar. Þetta framhaldsnám er ekki í boði á Íslandi í flestum sérgreinum og læknar sækja sér það nám erlendis. Íslenskir skattgreiðendur borga ekkert með því námi. Það gera erlendir skattgreiðendur hins vegar. Hvar eiga þá læknar að starfa? Hvor siðferðislega skyldan vegur þyngra? Er það bundið við krónutölu? Ég fellst á það að þessi skoðun er sjaldan úthugsuð. Henni er hent fram í örvæntingu af fólki sem sér hættuna á atgervisflótta lækna en sér engar lausnir á því erfiða vandamáli. Ég þykist ekki vita hvernig má leysa vanda heilbrigðiskerfisins. En það gagnast engum að varpa ábyrgðinni á lækna sem telja sig ekki geta starfað við þær aðstæður sem þeim eru boðnar. Það þarf að taka á rót vandans, ekki á afleiðingunum.
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar