Skoðun

Forsætisráðherra, ég bíð eftir svari

Þóra Andrésdóttir skrifar
Herra Sigmundur Davíð, þú hefur ekki svarað opnu bréfi sem ég sendi þér í vor og birtist í Fréttablaðinu þann 4. júní.

Þú óskaðir eftir því að hafa yfirumsjón með þeim málaflokki sem verndun húsa, minja, menningu og sögu heyrir undir. Nú er tækifæri fyrir þig til að sýna í verki að þú látir gömul hús og menningarminjar þig varða. Minjavernd og Húsafriðunarnefnd hafa sent þér til undirskriftar beiðni um friðlýsingu gömlu húsanna í kringum Ingólfstorg og Nasasalar.

Nú er lag fyrir þig sem forsætisráðherra að láta gott af þér leiða og þín gæti verið minnst sem verndari gamalla húsa í miðbænum. Þú gætir þannig stigið fyrsta skrefið í því að setja miðbæ Reykjavíkur jafnvel á heimsminjaskrá UNESCO, eins og spænskir arkitektar hafa lagt til.

Með því að skrifa undir beiðnina um friðlýsingu svarar þú um leið bréfi mínu.




Skoðun

Sjá meira


×