Enn af skipulagsmálum á Kársnesi Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar 10. október 2013 06:00 Að undanförnu hefur lítið verið fjallað um þær umsvifamiklu framkvæmdir sem standa yfir á Kársnesinu. Eftir hrun hljóðnuðu stórvirkar vinnuvélar sem keyrðu landfyllingarefni út á Kársnestá. Nú er allt komið á fullt aftur og unnið sleitulaust að því að undirbúa byggingarframkvæmdir á landfyllingu yst á nesinu. Frestur til að skila inn athugasemdum varðandi Aðalskipulag Kópavogs 2012-2024 rann út 20. september síðastliðinn. Samtökin Betri byggð á Kársnesi (BBK) gera nú sem fyrr alvarlegar athugasemdir við fyrirhugaðar byggingaframkvæmdir á Kársnesi. Í drögum að nýju Aðalskipulagi er ekki minnst á hvernig bregðast skuli við aukinni umferð sem fylgir fjölgun íbúa upp á nokkur þúsund. Umferðarþungi er nú sem fyrr umtalsverður við Kársnesbrautina. Íbúi við brautina fékk engin viðbrögð þegar hann fór þess á leit við bæjaryfirvöld að hann fengi niðurgreitt hljóðeinangrandi gler til að dempa umferðarhávaða í íbúð sinni. Annar íbúi við sömu götu hefur fjárfest í hljóðeinangrandi gleri fyrir hundruð þúsunda svo fjölskyldumeðlimir geti sofið vegna umferðarhávaða. Fyrir nokkrum misserum sá undirrituð auglýsta fasteign við Kársnesbraut og var tekið fram að hún væri við „rólegri“ enda brautarinnar. Þetta segir allt sem segja þarf um umferðina. Tvær stofnbrautir liggja um Kársnesið; Kársnesbraut og Borgarholtsbraut. Á þeirri síðarnefndu er búið að setja upp hraðahindranir en engar slíkar eru við Kársnesbraut.Illa ígrunduð Síðasta hljóðmæling sem gerð var við Kársnesbraut 51a, sem er á horni Kársnesbrautar og Urðarbrautar, var gerð árið 1994, eða fyrir nítján árum! Þá mældist umferðarhávaði utanhúss 61,6 desibel sem er rétt innan viðmiðunarmarka. Það þarf enga útreikninga til að sjá og heyra að umferðarþungi hefur aukist töluvert síðan þessar mælingar voru gerðar. Samkvæmt aðalskipulagsdrögum er gert ráð fyrir 1.039 íbúða fjölgun á Kársnesinu. Aðeins er gert ráð fyrir 2,2 íbúum í hverri íbúð en sú tala þykir samtökum BBK illa ígrunduð. Meðalfjöldi í hverri íbúð á Kársnesinu nú er 2,74 íbúar. Sé gert ráð fyrir að svipuð íbúatala verði í þeim íbúðum sem rísa munu samkvæmt skipulagsdrögum mun íbúum á Kársnesi fjölga úr 4.420 í um 7.000 íbúa! Samkvæmt drögum að Aðalskipulagi fyrir 2012-2024 er einnig gert ráð fyrir að verndun verði fjarlægð að hluta við strönd Kársness, bæði að norðan- og sunnanverðu. Þessi ákvörðun er tekin þrátt fyrir að á hverfafundi árið 2009 hafi íbúar valið ströndina sem einn af sínum uppáhaldsstöðum á Kársnesinu. Er það svona bær sem við viljum búa í? Bær þar sem farið er á svig við vilja íbúa og íbúasamtaka? Bær þar sem ekki er hugað að ónæði eða hættum vegna aukinnar umferðar? Né heldur að aukinni grunnþjónustu og almennum hag núverandi íbúa áður en uppbygging er hafin? Það er von mín, og okkar í samtökum BBK, að skipulagsyfirvöld Kópavogsbæjar taki fullt tillit til þeirra athugasemda sem samtök BBK sendu inn og að sú uppbygging sem fyrirhuguð er á Kársnesinu verði gerð í sátt og samlyndi við núverandi íbúa sem og náttúru svæðisins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Halldór 19.07.2025 Halldór Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun Óður til opinberra starfsmanna Halla Hrund Logadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Undirbúum börnin fyrir skólann með hjálp gervigreindar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Enginn skilinn eftir á götunni Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson skrifar Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Sjá meira
Að undanförnu hefur lítið verið fjallað um þær umsvifamiklu framkvæmdir sem standa yfir á Kársnesinu. Eftir hrun hljóðnuðu stórvirkar vinnuvélar sem keyrðu landfyllingarefni út á Kársnestá. Nú er allt komið á fullt aftur og unnið sleitulaust að því að undirbúa byggingarframkvæmdir á landfyllingu yst á nesinu. Frestur til að skila inn athugasemdum varðandi Aðalskipulag Kópavogs 2012-2024 rann út 20. september síðastliðinn. Samtökin Betri byggð á Kársnesi (BBK) gera nú sem fyrr alvarlegar athugasemdir við fyrirhugaðar byggingaframkvæmdir á Kársnesi. Í drögum að nýju Aðalskipulagi er ekki minnst á hvernig bregðast skuli við aukinni umferð sem fylgir fjölgun íbúa upp á nokkur þúsund. Umferðarþungi er nú sem fyrr umtalsverður við Kársnesbrautina. Íbúi við brautina fékk engin viðbrögð þegar hann fór þess á leit við bæjaryfirvöld að hann fengi niðurgreitt hljóðeinangrandi gler til að dempa umferðarhávaða í íbúð sinni. Annar íbúi við sömu götu hefur fjárfest í hljóðeinangrandi gleri fyrir hundruð þúsunda svo fjölskyldumeðlimir geti sofið vegna umferðarhávaða. Fyrir nokkrum misserum sá undirrituð auglýsta fasteign við Kársnesbraut og var tekið fram að hún væri við „rólegri“ enda brautarinnar. Þetta segir allt sem segja þarf um umferðina. Tvær stofnbrautir liggja um Kársnesið; Kársnesbraut og Borgarholtsbraut. Á þeirri síðarnefndu er búið að setja upp hraðahindranir en engar slíkar eru við Kársnesbraut.Illa ígrunduð Síðasta hljóðmæling sem gerð var við Kársnesbraut 51a, sem er á horni Kársnesbrautar og Urðarbrautar, var gerð árið 1994, eða fyrir nítján árum! Þá mældist umferðarhávaði utanhúss 61,6 desibel sem er rétt innan viðmiðunarmarka. Það þarf enga útreikninga til að sjá og heyra að umferðarþungi hefur aukist töluvert síðan þessar mælingar voru gerðar. Samkvæmt aðalskipulagsdrögum er gert ráð fyrir 1.039 íbúða fjölgun á Kársnesinu. Aðeins er gert ráð fyrir 2,2 íbúum í hverri íbúð en sú tala þykir samtökum BBK illa ígrunduð. Meðalfjöldi í hverri íbúð á Kársnesinu nú er 2,74 íbúar. Sé gert ráð fyrir að svipuð íbúatala verði í þeim íbúðum sem rísa munu samkvæmt skipulagsdrögum mun íbúum á Kársnesi fjölga úr 4.420 í um 7.000 íbúa! Samkvæmt drögum að Aðalskipulagi fyrir 2012-2024 er einnig gert ráð fyrir að verndun verði fjarlægð að hluta við strönd Kársness, bæði að norðan- og sunnanverðu. Þessi ákvörðun er tekin þrátt fyrir að á hverfafundi árið 2009 hafi íbúar valið ströndina sem einn af sínum uppáhaldsstöðum á Kársnesinu. Er það svona bær sem við viljum búa í? Bær þar sem farið er á svig við vilja íbúa og íbúasamtaka? Bær þar sem ekki er hugað að ónæði eða hættum vegna aukinnar umferðar? Né heldur að aukinni grunnþjónustu og almennum hag núverandi íbúa áður en uppbygging er hafin? Það er von mín, og okkar í samtökum BBK, að skipulagsyfirvöld Kópavogsbæjar taki fullt tillit til þeirra athugasemda sem samtök BBK sendu inn og að sú uppbygging sem fyrirhuguð er á Kársnesinu verði gerð í sátt og samlyndi við núverandi íbúa sem og náttúru svæðisins.
Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun