Enn af skipulagsmálum á Kársnesi Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar 10. október 2013 06:00 Að undanförnu hefur lítið verið fjallað um þær umsvifamiklu framkvæmdir sem standa yfir á Kársnesinu. Eftir hrun hljóðnuðu stórvirkar vinnuvélar sem keyrðu landfyllingarefni út á Kársnestá. Nú er allt komið á fullt aftur og unnið sleitulaust að því að undirbúa byggingarframkvæmdir á landfyllingu yst á nesinu. Frestur til að skila inn athugasemdum varðandi Aðalskipulag Kópavogs 2012-2024 rann út 20. september síðastliðinn. Samtökin Betri byggð á Kársnesi (BBK) gera nú sem fyrr alvarlegar athugasemdir við fyrirhugaðar byggingaframkvæmdir á Kársnesi. Í drögum að nýju Aðalskipulagi er ekki minnst á hvernig bregðast skuli við aukinni umferð sem fylgir fjölgun íbúa upp á nokkur þúsund. Umferðarþungi er nú sem fyrr umtalsverður við Kársnesbrautina. Íbúi við brautina fékk engin viðbrögð þegar hann fór þess á leit við bæjaryfirvöld að hann fengi niðurgreitt hljóðeinangrandi gler til að dempa umferðarhávaða í íbúð sinni. Annar íbúi við sömu götu hefur fjárfest í hljóðeinangrandi gleri fyrir hundruð þúsunda svo fjölskyldumeðlimir geti sofið vegna umferðarhávaða. Fyrir nokkrum misserum sá undirrituð auglýsta fasteign við Kársnesbraut og var tekið fram að hún væri við „rólegri“ enda brautarinnar. Þetta segir allt sem segja þarf um umferðina. Tvær stofnbrautir liggja um Kársnesið; Kársnesbraut og Borgarholtsbraut. Á þeirri síðarnefndu er búið að setja upp hraðahindranir en engar slíkar eru við Kársnesbraut.Illa ígrunduð Síðasta hljóðmæling sem gerð var við Kársnesbraut 51a, sem er á horni Kársnesbrautar og Urðarbrautar, var gerð árið 1994, eða fyrir nítján árum! Þá mældist umferðarhávaði utanhúss 61,6 desibel sem er rétt innan viðmiðunarmarka. Það þarf enga útreikninga til að sjá og heyra að umferðarþungi hefur aukist töluvert síðan þessar mælingar voru gerðar. Samkvæmt aðalskipulagsdrögum er gert ráð fyrir 1.039 íbúða fjölgun á Kársnesinu. Aðeins er gert ráð fyrir 2,2 íbúum í hverri íbúð en sú tala þykir samtökum BBK illa ígrunduð. Meðalfjöldi í hverri íbúð á Kársnesinu nú er 2,74 íbúar. Sé gert ráð fyrir að svipuð íbúatala verði í þeim íbúðum sem rísa munu samkvæmt skipulagsdrögum mun íbúum á Kársnesi fjölga úr 4.420 í um 7.000 íbúa! Samkvæmt drögum að Aðalskipulagi fyrir 2012-2024 er einnig gert ráð fyrir að verndun verði fjarlægð að hluta við strönd Kársness, bæði að norðan- og sunnanverðu. Þessi ákvörðun er tekin þrátt fyrir að á hverfafundi árið 2009 hafi íbúar valið ströndina sem einn af sínum uppáhaldsstöðum á Kársnesinu. Er það svona bær sem við viljum búa í? Bær þar sem farið er á svig við vilja íbúa og íbúasamtaka? Bær þar sem ekki er hugað að ónæði eða hættum vegna aukinnar umferðar? Né heldur að aukinni grunnþjónustu og almennum hag núverandi íbúa áður en uppbygging er hafin? Það er von mín, og okkar í samtökum BBK, að skipulagsyfirvöld Kópavogsbæjar taki fullt tillit til þeirra athugasemda sem samtök BBK sendu inn og að sú uppbygging sem fyrirhuguð er á Kársnesinu verði gerð í sátt og samlyndi við núverandi íbúa sem og náttúru svæðisins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson Skoðun Skoðun Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Netöryggi til framtíðar Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Aftur á byrjunarreit Hörður Arnarson skrifar Skoðun Norðurlandamet í fúski! Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ursula von der Leyen styður þjóðarmorð! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Sjá meira
Að undanförnu hefur lítið verið fjallað um þær umsvifamiklu framkvæmdir sem standa yfir á Kársnesinu. Eftir hrun hljóðnuðu stórvirkar vinnuvélar sem keyrðu landfyllingarefni út á Kársnestá. Nú er allt komið á fullt aftur og unnið sleitulaust að því að undirbúa byggingarframkvæmdir á landfyllingu yst á nesinu. Frestur til að skila inn athugasemdum varðandi Aðalskipulag Kópavogs 2012-2024 rann út 20. september síðastliðinn. Samtökin Betri byggð á Kársnesi (BBK) gera nú sem fyrr alvarlegar athugasemdir við fyrirhugaðar byggingaframkvæmdir á Kársnesi. Í drögum að nýju Aðalskipulagi er ekki minnst á hvernig bregðast skuli við aukinni umferð sem fylgir fjölgun íbúa upp á nokkur þúsund. Umferðarþungi er nú sem fyrr umtalsverður við Kársnesbrautina. Íbúi við brautina fékk engin viðbrögð þegar hann fór þess á leit við bæjaryfirvöld að hann fengi niðurgreitt hljóðeinangrandi gler til að dempa umferðarhávaða í íbúð sinni. Annar íbúi við sömu götu hefur fjárfest í hljóðeinangrandi gleri fyrir hundruð þúsunda svo fjölskyldumeðlimir geti sofið vegna umferðarhávaða. Fyrir nokkrum misserum sá undirrituð auglýsta fasteign við Kársnesbraut og var tekið fram að hún væri við „rólegri“ enda brautarinnar. Þetta segir allt sem segja þarf um umferðina. Tvær stofnbrautir liggja um Kársnesið; Kársnesbraut og Borgarholtsbraut. Á þeirri síðarnefndu er búið að setja upp hraðahindranir en engar slíkar eru við Kársnesbraut.Illa ígrunduð Síðasta hljóðmæling sem gerð var við Kársnesbraut 51a, sem er á horni Kársnesbrautar og Urðarbrautar, var gerð árið 1994, eða fyrir nítján árum! Þá mældist umferðarhávaði utanhúss 61,6 desibel sem er rétt innan viðmiðunarmarka. Það þarf enga útreikninga til að sjá og heyra að umferðarþungi hefur aukist töluvert síðan þessar mælingar voru gerðar. Samkvæmt aðalskipulagsdrögum er gert ráð fyrir 1.039 íbúða fjölgun á Kársnesinu. Aðeins er gert ráð fyrir 2,2 íbúum í hverri íbúð en sú tala þykir samtökum BBK illa ígrunduð. Meðalfjöldi í hverri íbúð á Kársnesinu nú er 2,74 íbúar. Sé gert ráð fyrir að svipuð íbúatala verði í þeim íbúðum sem rísa munu samkvæmt skipulagsdrögum mun íbúum á Kársnesi fjölga úr 4.420 í um 7.000 íbúa! Samkvæmt drögum að Aðalskipulagi fyrir 2012-2024 er einnig gert ráð fyrir að verndun verði fjarlægð að hluta við strönd Kársness, bæði að norðan- og sunnanverðu. Þessi ákvörðun er tekin þrátt fyrir að á hverfafundi árið 2009 hafi íbúar valið ströndina sem einn af sínum uppáhaldsstöðum á Kársnesinu. Er það svona bær sem við viljum búa í? Bær þar sem farið er á svig við vilja íbúa og íbúasamtaka? Bær þar sem ekki er hugað að ónæði eða hættum vegna aukinnar umferðar? Né heldur að aukinni grunnþjónustu og almennum hag núverandi íbúa áður en uppbygging er hafin? Það er von mín, og okkar í samtökum BBK, að skipulagsyfirvöld Kópavogsbæjar taki fullt tillit til þeirra athugasemda sem samtök BBK sendu inn og að sú uppbygging sem fyrirhuguð er á Kársnesinu verði gerð í sátt og samlyndi við núverandi íbúa sem og náttúru svæðisins.
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar