Brotthvarf úr framhaldsskólum Björn Guðmundsson skrifar 10. október 2013 06:00 Brotthvarf nema úr framhaldsskólum hér er sagt meira en víða í Evrópu og gagnrýnt að skólarnir bjóði ekki fram nám og kennslu sem höfðar til nemenda. Atli Harðarson og Magnús Þorkelsson rökstyðja að samanburður á brottfallstölum landa er ómarktækur. Magnús segir alla tekna inn í framhaldsskóla hér en sums staðar eru 10-15% nemenda ekki talin hæf í slíkt nám og teljast ekki með í brottfalli. Atli segir norska og sænska framhaldsskóla útskrifa alla, líka þá sem falla. Brottfallstölur hér myndu snarlækka ef við gerðum eins. Fyrir 30 árum fóru aðeins um 60% árgangs í framhaldsskóla en nú um 95%. Hópurinn er orðinn sundurleitari. Of margir leita í bóknám í stað verknáms að teknu tilliti til getu og áhuga. Breyta þarf hugsunarhætti og auka námsráðgjöf og stýringu. Hluti hópsins á ekki erindi í háskóla. Lítið heyrist um tveggja ára framhaldsskólaprófið sem átti að útskrifa nemendur með reisn og hækka menntunarstig þjóðarinnar. Líklega er vinna með námi algengari hér en víða í Evrópu og oft bitnar vinna á námi. Meðal annars vegna vinnu með námi þrýsta nemendur á kennara að minnka heimavinnu og í vaxandi mæli er henni ekki sinnt þar sem ég þekki til. Ef til vill ýtir sveigjanleiki kerfisins hér undir brottfall. Lítið mál er að hætta og byrja aftur í skóla síðar. Eftir að hverfaskipting var afnumin hafa sterkustu nemendurnir sótt í ákveðna skóla. Aðrir skólar fá nemendur sem glíma í meiri mæli við námshamlandi vanda, til dæmis lesblindu, athyglisbrest, þunglyndi og vímuefnaneyslu, sem eykur hættu á brotthvarfi. Fjárveitingar til skólanna taka ekki mið af þessu, sem er álíka gáfulegt og að skammta spítala sama fjármagn vegna fingurbrots og hjartaaðgerðar. Reiknilíkanið illræmda er yfirvöldum til skammar.Kennarar gerðir ábyrgir Í umfjöllun um brotthvarfið er krafa um aukna framleiðni og árangur í skólakerfinu. Í vaxandi mæli eru kennarar gerðir ábyrgir fyrir frammistöðu nemenda, eiga jafnvel að sjá til þess að enginn falli. Að auki eiga þeir að vera skemmtilegir og hafa lítið heimanám. Þeir eru í samkeppni hver við annan og sums staðar er hægt að ljúka áföngum í eins konar skemmri skírn. Sumir minnka kröfur, standa að einkunnabólgu. Annars væri brotthvarfið enn meira. Er það á ábyrgð tónlistarkennara ef nemandi hans svíkst um að æfa sig á hljóðfærið? Trésmiðurinn getur þvingað spýtuna meðan hann heflar hana en kennarinn fæst við lifandi fólk sem oft fer sínar leiðir. Framhaldsskólanám er ekki skyldunám. Sinni nemandi ekki náminu er hæpið að velta ábyrgðinni á skólann. Ég gæti haft brottfall og fall í mínum áföngum nálægt 0%. Ég á að fylgja námskrá en ræð kröfunum og gæti haft námsmatið þannig að allir næðu. Væri það góður árangur? Já, ef aðeins væri skoðuð tölfræðin sem skólinn tekur saman. Ráðuneyti menntamála ætti að veita kennurum stuðning, mat á því hvort námskröfur séu hæfilegar. Aðeins einu sinni hef ég fengið slíkt mat. Nemandi gerði kröfu um að prófdómari mæti prófúrlausn. Ég stóðst matið fullkomlega en annars hef ég í 34 ár þurft að treysta eigin dómgreind í þessum efnum. Minni námskröfur þýða minna fall og brottfall en „framleiðniaukning“ byggð á slíku er innistæðulaus. Í alþjóðlegum samanburði myndi slíkt samt leiða til „hærra menntunarstigs” þjóðarinnar sem væri auðvitað blekking ein.Leyndarmálið Fyrrverandi dúx FB, Smári Freyr Guðmundsson, var spurður um leyndarmálið á bak við velgengnina. Hann sagði: „Vera skynsamur og gera það sem manni er sett fyrir. Þetta er í raun svo einfalt. Gefa sér tíma og sýna því áhuga sem maður er að gera…og líka þessu leiðinlega.“ Jórunn Sóley Björnsdóttir, nýr dúx FB, sagði í skólaslitaræðu: „Ég hafði litla trú á að námið gæti verið svo krefjandi og ætlaðist til þess að geta svifið í gegnum það áreynslulaust…Í raun mætti segja að ég hafi fengið létt áfall eftir fyrsta daginn…og mér fannst sem enginn tími ynnist til þess að klára allt þetta heimanám sem var hrúgað á mig strax á fyrsta degi.“ Jórunn spýtti í lófana að eigin sögn og margir mættu taka hana og Smára til fyrirmyndar. Framhaldsskólar bjóða margar námsleiðir þótt ef til vill megi fjölga þeim. Slíkt myndi þó þýða meiri verklega kennslu, sem er eitur í beinum stjórnvalda vegna kostnaðar. Margir ráða illa við bóknám og námshamlandi vandi sumra er slíkur að máttur kennara fær ekki við hann ráðið. Oft er þó vanvirkni nemenda aðalvandamálið. Brotthvarf minnkaði ef nemendur veldu sér námsleiðir eftir áhuga og færni og kæmu sér að verki. Sumir nemendur og foreldrar þurfa að breyta hugarfari sínu hvað þetta varðar. Gott er að þekkja rétt sinn en skyldunum þarf líka að sinna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason Skoðun Skoðun Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Netöryggi til framtíðar Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Aftur á byrjunarreit Hörður Arnarson skrifar Skoðun Norðurlandamet í fúski! Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ursula von der Leyen styður þjóðarmorð! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Sjá meira
Brotthvarf nema úr framhaldsskólum hér er sagt meira en víða í Evrópu og gagnrýnt að skólarnir bjóði ekki fram nám og kennslu sem höfðar til nemenda. Atli Harðarson og Magnús Þorkelsson rökstyðja að samanburður á brottfallstölum landa er ómarktækur. Magnús segir alla tekna inn í framhaldsskóla hér en sums staðar eru 10-15% nemenda ekki talin hæf í slíkt nám og teljast ekki með í brottfalli. Atli segir norska og sænska framhaldsskóla útskrifa alla, líka þá sem falla. Brottfallstölur hér myndu snarlækka ef við gerðum eins. Fyrir 30 árum fóru aðeins um 60% árgangs í framhaldsskóla en nú um 95%. Hópurinn er orðinn sundurleitari. Of margir leita í bóknám í stað verknáms að teknu tilliti til getu og áhuga. Breyta þarf hugsunarhætti og auka námsráðgjöf og stýringu. Hluti hópsins á ekki erindi í háskóla. Lítið heyrist um tveggja ára framhaldsskólaprófið sem átti að útskrifa nemendur með reisn og hækka menntunarstig þjóðarinnar. Líklega er vinna með námi algengari hér en víða í Evrópu og oft bitnar vinna á námi. Meðal annars vegna vinnu með námi þrýsta nemendur á kennara að minnka heimavinnu og í vaxandi mæli er henni ekki sinnt þar sem ég þekki til. Ef til vill ýtir sveigjanleiki kerfisins hér undir brottfall. Lítið mál er að hætta og byrja aftur í skóla síðar. Eftir að hverfaskipting var afnumin hafa sterkustu nemendurnir sótt í ákveðna skóla. Aðrir skólar fá nemendur sem glíma í meiri mæli við námshamlandi vanda, til dæmis lesblindu, athyglisbrest, þunglyndi og vímuefnaneyslu, sem eykur hættu á brotthvarfi. Fjárveitingar til skólanna taka ekki mið af þessu, sem er álíka gáfulegt og að skammta spítala sama fjármagn vegna fingurbrots og hjartaaðgerðar. Reiknilíkanið illræmda er yfirvöldum til skammar.Kennarar gerðir ábyrgir Í umfjöllun um brotthvarfið er krafa um aukna framleiðni og árangur í skólakerfinu. Í vaxandi mæli eru kennarar gerðir ábyrgir fyrir frammistöðu nemenda, eiga jafnvel að sjá til þess að enginn falli. Að auki eiga þeir að vera skemmtilegir og hafa lítið heimanám. Þeir eru í samkeppni hver við annan og sums staðar er hægt að ljúka áföngum í eins konar skemmri skírn. Sumir minnka kröfur, standa að einkunnabólgu. Annars væri brotthvarfið enn meira. Er það á ábyrgð tónlistarkennara ef nemandi hans svíkst um að æfa sig á hljóðfærið? Trésmiðurinn getur þvingað spýtuna meðan hann heflar hana en kennarinn fæst við lifandi fólk sem oft fer sínar leiðir. Framhaldsskólanám er ekki skyldunám. Sinni nemandi ekki náminu er hæpið að velta ábyrgðinni á skólann. Ég gæti haft brottfall og fall í mínum áföngum nálægt 0%. Ég á að fylgja námskrá en ræð kröfunum og gæti haft námsmatið þannig að allir næðu. Væri það góður árangur? Já, ef aðeins væri skoðuð tölfræðin sem skólinn tekur saman. Ráðuneyti menntamála ætti að veita kennurum stuðning, mat á því hvort námskröfur séu hæfilegar. Aðeins einu sinni hef ég fengið slíkt mat. Nemandi gerði kröfu um að prófdómari mæti prófúrlausn. Ég stóðst matið fullkomlega en annars hef ég í 34 ár þurft að treysta eigin dómgreind í þessum efnum. Minni námskröfur þýða minna fall og brottfall en „framleiðniaukning“ byggð á slíku er innistæðulaus. Í alþjóðlegum samanburði myndi slíkt samt leiða til „hærra menntunarstigs” þjóðarinnar sem væri auðvitað blekking ein.Leyndarmálið Fyrrverandi dúx FB, Smári Freyr Guðmundsson, var spurður um leyndarmálið á bak við velgengnina. Hann sagði: „Vera skynsamur og gera það sem manni er sett fyrir. Þetta er í raun svo einfalt. Gefa sér tíma og sýna því áhuga sem maður er að gera…og líka þessu leiðinlega.“ Jórunn Sóley Björnsdóttir, nýr dúx FB, sagði í skólaslitaræðu: „Ég hafði litla trú á að námið gæti verið svo krefjandi og ætlaðist til þess að geta svifið í gegnum það áreynslulaust…Í raun mætti segja að ég hafi fengið létt áfall eftir fyrsta daginn…og mér fannst sem enginn tími ynnist til þess að klára allt þetta heimanám sem var hrúgað á mig strax á fyrsta degi.“ Jórunn spýtti í lófana að eigin sögn og margir mættu taka hana og Smára til fyrirmyndar. Framhaldsskólar bjóða margar námsleiðir þótt ef til vill megi fjölga þeim. Slíkt myndi þó þýða meiri verklega kennslu, sem er eitur í beinum stjórnvalda vegna kostnaðar. Margir ráða illa við bóknám og námshamlandi vandi sumra er slíkur að máttur kennara fær ekki við hann ráðið. Oft er þó vanvirkni nemenda aðalvandamálið. Brotthvarf minnkaði ef nemendur veldu sér námsleiðir eftir áhuga og færni og kæmu sér að verki. Sumir nemendur og foreldrar þurfa að breyta hugarfari sínu hvað þetta varðar. Gott er að þekkja rétt sinn en skyldunum þarf líka að sinna.
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar