"Jafnvel rotturnar á heimili mínu hafa áhyggjur“ Bryndís Bjarnadóttir skrifar 8. október 2013 06:00 Ímyndaðu þér að þú vaknir um miðja nótt við beljandi jarðýtur fyrir utan heimili þitt sem stjórnvöld hafa sent í þeim tilgangi að jafna heimili þitt við jörðu. Þú ert þvinguð/þvingaður brott gegn vilja þínum með valdi og þér er ekki veittur neinn fyrirvari. Enginn hefur haft samráð við þig í aðdraganda brottflutningsins og þér tekst ekki einu sinni að bjarga eigum þínum. Þegar búið er að leggja heimili þitt í rúst og svipta þig aleigunni er þér hvorki veitt annað húsnæði í stað þess sem var tekið né tryggðar eignarnámsbætur. Þú hefur engan aðgang að lögfræðiaðstoð og öryggisleysið blasir við. Ekki einungis er búið að ræna þig búsetuöryggi heldur einnig öllu því sem fylgir að lifa og starfa í samfélagi. Líf þitt er lagt í rúst í einni andrá. Hér er dregin upp mynd af þvinguðum brottflutningi sem er gróft mannréttindabrot samkvæmt alþjóðalögum. Slíkt brot á sér stað þegar lagaleg vernd og viðeigandi málsmeðferð er ekki veitt. Við þekkjum sem betur fer ekki þennan veruleika á Íslandi en um heim allan upplifir fólk daglega ógn um að verða neytt burt af heimilum sínum og réttlæta ríki það oftast í nafni efnahagsframfara, samfélagsúrbóta eða þróunarverkefna. Rannsóknir Amnesty International sýna að 244.169 einstaklingar hafa verið þvingaðir brott af heimilum sínum frá árinu 2009 og beinist þetta brot iðulega að fólki og samfélögum sem eru þegar efnahagslega og pólitískt á jaðrinum, svo sem íbúar fátækrahverfa, minnihlutahópar (til dæmis rómafólk í Evrópu) og frumbyggjar. Víða eru fátækrahverfi skilgreind sem ólögleg en staðreyndin er sú að hvar sem fólk býr er ólöglegt að beita það þvinguðum brottflutningi. Hverfin eru eins og önnur þéttbýlissamfélög staðir þar sem íbúarnir lifa, starfa, nærast, sofa og ala upp börnin sín. Með þvinguðum brottflutningi er ekki aðeins grafið undan búsetuöryggi fólks heldur möguleikum þess til menntunar, heilsugæslu og atvinnu, svo fáein dæmi séu tekin. Í stað þess að bæta húsnæðiskost fólks og lífsskilyrði, sérstaklega þeirra sem búa við sárustu fátæktina, hrekja margar ríkisstjórnir fólk út í enn sárari fátækt með þvinguðum brottflutningi. Amnesty International hefur lengi barist gegn þessu grófa mannréttindabroti víða og hefur Íslandsdeild samtakanna ekki látið sitt eftir liggja í þeirri baráttu.Þvingaðir brottflutningar í Nígeríu Allt frá árinu 2000 hafa milljónir íbúa í Nígeríu þurft að horfa upp á heimili sín jöfnuð við jörðu án þess að raunverulegt samráð sé haft við þá, fullnægjandi fyrirvari gefinn eða aðgangur að lagalegum úrræðum og réttlátri málsmeðferð veittur. Íbúarnir standa uppi heimilislausir þar sem stjórnvöld í Nígeríu hafa brugðist þeirri skyldu sinni að veita íbúum fullnægjandi húsnæði í stað þess sem var tekið og engar eignarnámsbætur eru veittar. Enn í dag eiga sér stað stórfelldir brottflutningar á fólki og niðurrif þúsunda heimila sem leggur líf fólks í rúst. Stjórnarskrá Nígeríu kveður á um að tryggja beri öllum borgurum landsins viðunandi húsaskjól. En rétturinn til húsaskjóls fellur undir kafla um „leiðbeinandi grundvallarreglur“ í stjórnarskránni og er því ekki tryggður sem mannréttindi. Afleiðingin er sú að þúsundir íbúa í óformlegum byggðum í Nígeríu eiga stöðugt á hættu að sæta þvinguðum brottflutningi sem er ekki bannaður samkvæmt nígerískum lögum. Amnesty International kallar eftir banni gegn þvinguðum brottflutningi í Nígeríu þar til að löggjöf verður komið á í landinu sem verndar íbúa þess gegn þessu grófa mannréttindabroti. Ungliðahreyfing Íslandsdeildar Amnesty International stendur fyrir aðgerð í Kringlunni þann 12. október næstkomandi þar sem undirskriftum verður meðal annars safnað til að þrýsta á stjórnvöld í Nígeríu að koma á banni við þvinguðum brottflutningi.„Við erum eins og rusl í þessu landi“! Þannig kemst íbúi í einu fátækrahverfanna í Naíróbí í Kenía að orði og er ekki ofsögum sagt! Alls búa um 2 milljónir manna í Naíróbí í fátækrahverfum og er það meira en helmingur íbúa borgarinnar. Íbúar fátækrahverfanna búa samt aðeins á 5% þess svæðis sem notað er undir íbúðarhúsnæði í borginni. Í Kíbera, sem er stærsta fátækrahverfið í Naíróbí, býr um ein milljón manna á 2,2 ferkílómetrum en til samanburðar búa 3,2 á hvern ferkílómetra á Íslandi. Mismunun er gríðarleg enda hafa íbúarnir takmarkaðan aðgang að vatni, hreinlætisaðstöðu, rafmagni, sorphirðu, heilsugæslu, menntun og samgöngum, eins og gildir víða um önnur fátækrahverfi í Naíróbí. Þvingaðir brottflutningar eru nánast daglegt brauð í Kíbera og íbúar lifa í stöðugum ótta við að heimili þeirra verði jöfnuð við jörðu án viðvörunar. Sum fátækrahverfin hafa verið til staðar í 100 ár en eignarhald íbúanna er enn ekki viðurkennt. Í fátækrahverfi eins og Kíbera kostar öll grunnþjónusta peninga, hvort sem það er vatn eða hreinlætisaðstaða, og verðið er alltof hátt fyrir íbúana. Vatnsverðið er 20 sinnum hærra í fátækrahverfunum en annars staðar en samt liggja vatnslagnirnar í gegnum fátækrahverfin og tengja byggðir hinna betur stæðu. Skortur á nauðsynjum eins og hreinu vatni gerir að verkum að óléttar konur missa oft fóstur eða fæða börnin langt fyrir tímann. Mörg börn láta einnig lífið af sjúkdómum sem rekja má til ófullnægjandi vatnsbóla, lélegrar sorphirðu og rusls. Af öllum þeim löndum þar sem Amnesty International hefur barist gegn þvinguðum brottflutningum er Kenía næst því að tryggja vernd gegn slíkum mannréttindabrotum í landslögum. Til stóð að leggja fyrir keníska þingið frumvarp um brottflutninga árið 2012 en það gekk ekki eftir. Ný ríkisstjórn tók við embætti í maí 2013 og vinna er nú hafin við frumvarpið að nýju. SMS-félagar Íslandsdeildar Amnesty International munu á næstunni þrýsta á nýja stjórn að koma frumvarpinu í gegnum þingið. Í hverju felst lausnin? Amnesty International leggur ríka áherslu á að ríki virði rétt allra til húsnæðis og stöðvi þvingaða brottflutninga. Ríkisstjórnir eiga að grípa til allra nauðsynlegra aðgerða, þar á meðal lagasetninga og stefnumörkunar í samræmi við alþjóðlegar mannréttindareglur, með það að markmiði að banna og koma í veg fyrir þvingaða brottflutninga. Amnesty International krefst þess einnig að ríkisstjórnir tryggi aðgang að þjónustu fyrir fólk sem býr í fátækrahverfum og berjist þannig gegn mismunun þeirra sem þar búa. Ríkisstjórnir verða að tryggja að íbúar fátækrahverfa njóti aðgangs að vatni, hreinlætisaðstöðu, heilsugæslu, húsnæði, menntun og sanngjarnri og skilvirkri löggæslu. Fólk sem býr í fátækrahverfum hefur oft ekki aðgang að lögreglu og bitnar það hart á konum sem vilja kæra nauðgun eða annað ofbeldi. Þá verða ríkisstjórnir að tryggja virka þátttöku fólks sem býr í fátækrahverfum í öllum áætlunum og verkefnum er lúta að umbótum í hverfunum. Allar aðgerðir og áætlanir verða að vera í samræmi við alþjóðlegar mannréttindareglur, einkum þær sem lúta að viðunandi húsnæði. Rétturinn til húsaskjóls er mannréttindi! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Halldór 13.12.2025 Halldór Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson Skoðun Skattahækkanir í felum – árás á heimilin Lóa Jóhannsdóttir Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson Skoðun 5 vaxtalækkanir á einu ári Arna Lára Jónsdóttir Skoðun Hér starfa líka (alls konar) konur Selma Svavarsdóttir Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson Skoðun Skoðun Skoðun Setjum við Ísland í fyrsta sæti? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Skattahækkanir í felum – árás á heimilin Lóa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hér starfa líka (alls konar) konur Selma Svavarsdóttir skrifar Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar Skoðun 5 vaxtalækkanir á einu ári Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Treystir Viðreisn þjóðinni í raun? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þingmaður með hálfsannleik um voffann Úffa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Allt fyrir ekkert – eða ekkert fyrir allt? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Glansmynd án innihalds Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Kæra Kristrún, eru Fjarðarheiðargöng of dýr? Helgi Hlynur Ásgrímsson skrifar Skoðun Samvinna er eitt en samruni allt annað Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eyðilegging Kvikmyndasafns Íslands Sigurjón Baldur Hafsteinsson skrifar Skoðun Ráðherra sem talar um hlýju en tekur úrræði af veikum Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Saman gegn fúski Benedikta Guðrún Svavarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson skrifar Skoðun Innflytjendur, samningar og staðreyndir Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Vindmyllur Þórðar Snæs Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Ál- og kísilmarkaðir í hringiðu heimsmála Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Útgerðarmenn vaknið, virkjum nýjustu vísindi Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hversu margar ókeypis máltíðir finnur þú í desember? Þorbjörg Sandra Bakke skrifar Skoðun Sjálfgefin íslenska – Hvernig? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vonbrigði í Vaxtamáli Breki Karlsson skrifar Skoðun Reykjalundur – lífsbjargandi þjónusta í 80 ár Magnús Sigurjón Olsen Guðmundsson skrifar Sjá meira
Ímyndaðu þér að þú vaknir um miðja nótt við beljandi jarðýtur fyrir utan heimili þitt sem stjórnvöld hafa sent í þeim tilgangi að jafna heimili þitt við jörðu. Þú ert þvinguð/þvingaður brott gegn vilja þínum með valdi og þér er ekki veittur neinn fyrirvari. Enginn hefur haft samráð við þig í aðdraganda brottflutningsins og þér tekst ekki einu sinni að bjarga eigum þínum. Þegar búið er að leggja heimili þitt í rúst og svipta þig aleigunni er þér hvorki veitt annað húsnæði í stað þess sem var tekið né tryggðar eignarnámsbætur. Þú hefur engan aðgang að lögfræðiaðstoð og öryggisleysið blasir við. Ekki einungis er búið að ræna þig búsetuöryggi heldur einnig öllu því sem fylgir að lifa og starfa í samfélagi. Líf þitt er lagt í rúst í einni andrá. Hér er dregin upp mynd af þvinguðum brottflutningi sem er gróft mannréttindabrot samkvæmt alþjóðalögum. Slíkt brot á sér stað þegar lagaleg vernd og viðeigandi málsmeðferð er ekki veitt. Við þekkjum sem betur fer ekki þennan veruleika á Íslandi en um heim allan upplifir fólk daglega ógn um að verða neytt burt af heimilum sínum og réttlæta ríki það oftast í nafni efnahagsframfara, samfélagsúrbóta eða þróunarverkefna. Rannsóknir Amnesty International sýna að 244.169 einstaklingar hafa verið þvingaðir brott af heimilum sínum frá árinu 2009 og beinist þetta brot iðulega að fólki og samfélögum sem eru þegar efnahagslega og pólitískt á jaðrinum, svo sem íbúar fátækrahverfa, minnihlutahópar (til dæmis rómafólk í Evrópu) og frumbyggjar. Víða eru fátækrahverfi skilgreind sem ólögleg en staðreyndin er sú að hvar sem fólk býr er ólöglegt að beita það þvinguðum brottflutningi. Hverfin eru eins og önnur þéttbýlissamfélög staðir þar sem íbúarnir lifa, starfa, nærast, sofa og ala upp börnin sín. Með þvinguðum brottflutningi er ekki aðeins grafið undan búsetuöryggi fólks heldur möguleikum þess til menntunar, heilsugæslu og atvinnu, svo fáein dæmi séu tekin. Í stað þess að bæta húsnæðiskost fólks og lífsskilyrði, sérstaklega þeirra sem búa við sárustu fátæktina, hrekja margar ríkisstjórnir fólk út í enn sárari fátækt með þvinguðum brottflutningi. Amnesty International hefur lengi barist gegn þessu grófa mannréttindabroti víða og hefur Íslandsdeild samtakanna ekki látið sitt eftir liggja í þeirri baráttu.Þvingaðir brottflutningar í Nígeríu Allt frá árinu 2000 hafa milljónir íbúa í Nígeríu þurft að horfa upp á heimili sín jöfnuð við jörðu án þess að raunverulegt samráð sé haft við þá, fullnægjandi fyrirvari gefinn eða aðgangur að lagalegum úrræðum og réttlátri málsmeðferð veittur. Íbúarnir standa uppi heimilislausir þar sem stjórnvöld í Nígeríu hafa brugðist þeirri skyldu sinni að veita íbúum fullnægjandi húsnæði í stað þess sem var tekið og engar eignarnámsbætur eru veittar. Enn í dag eiga sér stað stórfelldir brottflutningar á fólki og niðurrif þúsunda heimila sem leggur líf fólks í rúst. Stjórnarskrá Nígeríu kveður á um að tryggja beri öllum borgurum landsins viðunandi húsaskjól. En rétturinn til húsaskjóls fellur undir kafla um „leiðbeinandi grundvallarreglur“ í stjórnarskránni og er því ekki tryggður sem mannréttindi. Afleiðingin er sú að þúsundir íbúa í óformlegum byggðum í Nígeríu eiga stöðugt á hættu að sæta þvinguðum brottflutningi sem er ekki bannaður samkvæmt nígerískum lögum. Amnesty International kallar eftir banni gegn þvinguðum brottflutningi í Nígeríu þar til að löggjöf verður komið á í landinu sem verndar íbúa þess gegn þessu grófa mannréttindabroti. Ungliðahreyfing Íslandsdeildar Amnesty International stendur fyrir aðgerð í Kringlunni þann 12. október næstkomandi þar sem undirskriftum verður meðal annars safnað til að þrýsta á stjórnvöld í Nígeríu að koma á banni við þvinguðum brottflutningi.„Við erum eins og rusl í þessu landi“! Þannig kemst íbúi í einu fátækrahverfanna í Naíróbí í Kenía að orði og er ekki ofsögum sagt! Alls búa um 2 milljónir manna í Naíróbí í fátækrahverfum og er það meira en helmingur íbúa borgarinnar. Íbúar fátækrahverfanna búa samt aðeins á 5% þess svæðis sem notað er undir íbúðarhúsnæði í borginni. Í Kíbera, sem er stærsta fátækrahverfið í Naíróbí, býr um ein milljón manna á 2,2 ferkílómetrum en til samanburðar búa 3,2 á hvern ferkílómetra á Íslandi. Mismunun er gríðarleg enda hafa íbúarnir takmarkaðan aðgang að vatni, hreinlætisaðstöðu, rafmagni, sorphirðu, heilsugæslu, menntun og samgöngum, eins og gildir víða um önnur fátækrahverfi í Naíróbí. Þvingaðir brottflutningar eru nánast daglegt brauð í Kíbera og íbúar lifa í stöðugum ótta við að heimili þeirra verði jöfnuð við jörðu án viðvörunar. Sum fátækrahverfin hafa verið til staðar í 100 ár en eignarhald íbúanna er enn ekki viðurkennt. Í fátækrahverfi eins og Kíbera kostar öll grunnþjónusta peninga, hvort sem það er vatn eða hreinlætisaðstaða, og verðið er alltof hátt fyrir íbúana. Vatnsverðið er 20 sinnum hærra í fátækrahverfunum en annars staðar en samt liggja vatnslagnirnar í gegnum fátækrahverfin og tengja byggðir hinna betur stæðu. Skortur á nauðsynjum eins og hreinu vatni gerir að verkum að óléttar konur missa oft fóstur eða fæða börnin langt fyrir tímann. Mörg börn láta einnig lífið af sjúkdómum sem rekja má til ófullnægjandi vatnsbóla, lélegrar sorphirðu og rusls. Af öllum þeim löndum þar sem Amnesty International hefur barist gegn þvinguðum brottflutningum er Kenía næst því að tryggja vernd gegn slíkum mannréttindabrotum í landslögum. Til stóð að leggja fyrir keníska þingið frumvarp um brottflutninga árið 2012 en það gekk ekki eftir. Ný ríkisstjórn tók við embætti í maí 2013 og vinna er nú hafin við frumvarpið að nýju. SMS-félagar Íslandsdeildar Amnesty International munu á næstunni þrýsta á nýja stjórn að koma frumvarpinu í gegnum þingið. Í hverju felst lausnin? Amnesty International leggur ríka áherslu á að ríki virði rétt allra til húsnæðis og stöðvi þvingaða brottflutninga. Ríkisstjórnir eiga að grípa til allra nauðsynlegra aðgerða, þar á meðal lagasetninga og stefnumörkunar í samræmi við alþjóðlegar mannréttindareglur, með það að markmiði að banna og koma í veg fyrir þvingaða brottflutninga. Amnesty International krefst þess einnig að ríkisstjórnir tryggi aðgang að þjónustu fyrir fólk sem býr í fátækrahverfum og berjist þannig gegn mismunun þeirra sem þar búa. Ríkisstjórnir verða að tryggja að íbúar fátækrahverfa njóti aðgangs að vatni, hreinlætisaðstöðu, heilsugæslu, húsnæði, menntun og sanngjarnri og skilvirkri löggæslu. Fólk sem býr í fátækrahverfum hefur oft ekki aðgang að lögreglu og bitnar það hart á konum sem vilja kæra nauðgun eða annað ofbeldi. Þá verða ríkisstjórnir að tryggja virka þátttöku fólks sem býr í fátækrahverfum í öllum áætlunum og verkefnum er lúta að umbótum í hverfunum. Allar aðgerðir og áætlanir verða að vera í samræmi við alþjóðlegar mannréttindareglur, einkum þær sem lúta að viðunandi húsnæði. Rétturinn til húsaskjóls er mannréttindi!
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson Skoðun
Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson Skoðun