Launamisrétti og mannauðsmissir Svanur Sigurbjörnsson skrifar 5. október 2013 06:00 Á Landspítala – háskólasjúkrahúsi (LSH) á sviði lyflækninga, vinna nú aðeins sex deildarlæknar við störf sem gert er ráð fyrir að þurfi 25 stöðugildi í til að sinna nægjanlega þjónustunni við sjúklinga hans. Ástæðan er áratugalöng óánægja með versnandi kjör og mikið starfsálag. Áður voru læknar samt kyrrir heima en sú breyting hefur orðið að unglæknar hafa nú tækifæri til að fá mun betri kjör í nágrannalöndunum og það er mun minni þröskuldur fyrir því að flytja út en áður. Kandidatar og almennir læknar (unglæknar eru þar flestir í stöðum deildarlækna) eru meðal verst launuðu háskólamenntaðra starfsstétta landins. Séu skoðuð laun ársins 2012 út frá launaútreikningum sem ríkið gaf út, má sjá eftirfarandi um meðaltal grunnlauna. Almennir læknar fengu um 384 þ.kr. í grunnlaun en sjúkraþjálfarar, kennarar, hjúkrunarfræðingar og iðjuþjálfar fengu aðeins minna (373-378). Sér á parti í íslenskri launaniðurlægingu eru leikskólakennarar sem fengu aðeins 283 þ.kr. Hærri en almennir læknar voru háskólakennarar (BSRB/SRH og BHM), sinfóníuleikarar og félagsráðgjafar á bilinu 404-406 þ. kr. Nokkru hærra komu svo náttúrufræðingar (423), ljósmæður (431), sálfræðingar (445) og félagsvísindamenn (450) en talsvert hærra voru lögfræðingar (467), viðskipta- og hagfræðingar (473), tæknifræðingar (485) og svo prestar, með 514 þ. kr.Spara má tvo milljarða Nám í háskóla er oftast 3-5 ár en læknanám er sex ár og eftir kandidatsárið hækka laun unglæknisins aðeins um 13 þ.kr. við það að fá fullt lækningaleyfi. Það er ekki nóg með að læknar eigi lengsta námið að baki, heldur er ábyrgð þeirra í starfi einna mest af öllum starfsgreinum. Það stingur því í stúf að prestar skuli tróna á toppi listans en þeir sinna starfi sem flestar þjóðir Evrópu eru búnar að setja út af launaskrá ríkisins og yfir í einkageirann til þeirra sem hafa sérstakan trúaráhuga. Með því að fylgja því fordæmi má spara tvo milljarða á ári (laun 1,4 milljarðar og styrkir 0,6 milljarðar) og halda samt sóknargjaldakerfinu eftir sem færir kirkjunni 1,6 milljarða árlega. Það má bæta margt í heilbrigðiskerfinu með tveimur milljörðum ár hvert. Af þessum háskólastéttum voru fimm fyrir neðan almenna lækna í launum en ellefu stéttir fyrir ofan og þar af sex stéttir með meira en 50 þ. kr. hærri laun. Með launamálin, kennslufyrirkomulagið og starfsfyrirkomulagið (tveir spítalar og fleira óhagræði) í molum er ekki að undra að unglæknar flýi land um leið og kandidatsári er lokið. Í Danmörku fá unglæknar hærri laun en sérfræðilæknar hérlendis! Komandi blankir úr löngu námi með námslán á herðunum, er það ljóst að 60-80% hærri grunnlaun þar eru fljót að bæta upp ýmsa þá ókosti sem skapast við að flytja úr landi. Við þetta bætist að sérfræðilæknar eru ekki heldur ánægðir með þær þrengingar sem heilbrigðiskerfið hefur mátt þola og þannig sjá unglæknarnir ekki fram á ánægjulega starfsævi hér eftir sérnám. Þeir koma miklu síður aftur heim. Þetta er eitt stórt klúður sem er verkefni laga- og framkvæmdavaldsins að leysa úr. Fólk á að fá borgað í samræmi við námslengd, námsþyngd og ábyrgð í starfi, ekki eftir gamalli goggunarröð feðraveldisins. Eðlileg laun fyrir leikskólakennara væru um 380 þ.kr. og fyrir lækni að loknu kandidatsári um 490 þ. kr. Laun presta má fjármagna með sóknargjöldum og frjálsum framlögum sfnaðarmeðlima í stað þess að lækningatæki séu keypt með söfnunum. Ég auglýsi eftir fólki sem hefur kjark til að tala fyrir og framkvæma þessar breytingar til batnaðar á þjóðfélaginu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson Skoðun Skoðun Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Netöryggi til framtíðar Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Aftur á byrjunarreit Hörður Arnarson skrifar Skoðun Norðurlandamet í fúski! Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ursula von der Leyen styður þjóðarmorð! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Sjá meira
Á Landspítala – háskólasjúkrahúsi (LSH) á sviði lyflækninga, vinna nú aðeins sex deildarlæknar við störf sem gert er ráð fyrir að þurfi 25 stöðugildi í til að sinna nægjanlega þjónustunni við sjúklinga hans. Ástæðan er áratugalöng óánægja með versnandi kjör og mikið starfsálag. Áður voru læknar samt kyrrir heima en sú breyting hefur orðið að unglæknar hafa nú tækifæri til að fá mun betri kjör í nágrannalöndunum og það er mun minni þröskuldur fyrir því að flytja út en áður. Kandidatar og almennir læknar (unglæknar eru þar flestir í stöðum deildarlækna) eru meðal verst launuðu háskólamenntaðra starfsstétta landins. Séu skoðuð laun ársins 2012 út frá launaútreikningum sem ríkið gaf út, má sjá eftirfarandi um meðaltal grunnlauna. Almennir læknar fengu um 384 þ.kr. í grunnlaun en sjúkraþjálfarar, kennarar, hjúkrunarfræðingar og iðjuþjálfar fengu aðeins minna (373-378). Sér á parti í íslenskri launaniðurlægingu eru leikskólakennarar sem fengu aðeins 283 þ.kr. Hærri en almennir læknar voru háskólakennarar (BSRB/SRH og BHM), sinfóníuleikarar og félagsráðgjafar á bilinu 404-406 þ. kr. Nokkru hærra komu svo náttúrufræðingar (423), ljósmæður (431), sálfræðingar (445) og félagsvísindamenn (450) en talsvert hærra voru lögfræðingar (467), viðskipta- og hagfræðingar (473), tæknifræðingar (485) og svo prestar, með 514 þ. kr.Spara má tvo milljarða Nám í háskóla er oftast 3-5 ár en læknanám er sex ár og eftir kandidatsárið hækka laun unglæknisins aðeins um 13 þ.kr. við það að fá fullt lækningaleyfi. Það er ekki nóg með að læknar eigi lengsta námið að baki, heldur er ábyrgð þeirra í starfi einna mest af öllum starfsgreinum. Það stingur því í stúf að prestar skuli tróna á toppi listans en þeir sinna starfi sem flestar þjóðir Evrópu eru búnar að setja út af launaskrá ríkisins og yfir í einkageirann til þeirra sem hafa sérstakan trúaráhuga. Með því að fylgja því fordæmi má spara tvo milljarða á ári (laun 1,4 milljarðar og styrkir 0,6 milljarðar) og halda samt sóknargjaldakerfinu eftir sem færir kirkjunni 1,6 milljarða árlega. Það má bæta margt í heilbrigðiskerfinu með tveimur milljörðum ár hvert. Af þessum háskólastéttum voru fimm fyrir neðan almenna lækna í launum en ellefu stéttir fyrir ofan og þar af sex stéttir með meira en 50 þ. kr. hærri laun. Með launamálin, kennslufyrirkomulagið og starfsfyrirkomulagið (tveir spítalar og fleira óhagræði) í molum er ekki að undra að unglæknar flýi land um leið og kandidatsári er lokið. Í Danmörku fá unglæknar hærri laun en sérfræðilæknar hérlendis! Komandi blankir úr löngu námi með námslán á herðunum, er það ljóst að 60-80% hærri grunnlaun þar eru fljót að bæta upp ýmsa þá ókosti sem skapast við að flytja úr landi. Við þetta bætist að sérfræðilæknar eru ekki heldur ánægðir með þær þrengingar sem heilbrigðiskerfið hefur mátt þola og þannig sjá unglæknarnir ekki fram á ánægjulega starfsævi hér eftir sérnám. Þeir koma miklu síður aftur heim. Þetta er eitt stórt klúður sem er verkefni laga- og framkvæmdavaldsins að leysa úr. Fólk á að fá borgað í samræmi við námslengd, námsþyngd og ábyrgð í starfi, ekki eftir gamalli goggunarröð feðraveldisins. Eðlileg laun fyrir leikskólakennara væru um 380 þ.kr. og fyrir lækni að loknu kandidatsári um 490 þ. kr. Laun presta má fjármagna með sóknargjöldum og frjálsum framlögum sfnaðarmeðlima í stað þess að lækningatæki séu keypt með söfnunum. Ég auglýsi eftir fólki sem hefur kjark til að tala fyrir og framkvæma þessar breytingar til batnaðar á þjóðfélaginu.
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar