Hálfvitarnir á Íslandi Jakobína Ingunn Ólafsdóttir skrifar 4. október 2013 06:00 Haustið 2008 varð vitundarsprenging á Íslandi. Langvarandi þöggun og misvísandi skilaboð frá stjórnvöldum gerðu það að verkum að margir tóku vondar ákvarðanir í aðdraganda hrunsins og sýndu af sér hegðun sem byggði á því að fólk hélt að það byggði öðruvísi heim, heim sem var málaður upp af hrokafullum stjórnmálamönnum og hagsmunaaðilum sem höfðu ítök í fjölmiðlum. Erlendir fræðimenn skrifuðu harðorðar greinar um klíkusamfélagið Ísland þar sem forréttindastéttin fitnaði á kostnað þeirra sem af trúgirni halda að heimurinn sé öðruvísi vegna þess að þeir hlusta á rétttrúnaðarboðskap þeirra sem vilja alltaf meira. Nú þegar fimm ár eru frá hruni ganga stjórnmálamenn og forréttindahópar fram með ofbeldi gagnvart almenningi sem ekki fær að móta skoðanir út frá heilbrigðri fjölmiðlun. Forheimskandi áróður um að menntun sé í raun menntahroki og að reynsla sem í raun reynir ekki á vegna klíkutengsla jafngildi góðri menntun hefur verið í umræðunni. Hver hefur heyrt að innmúraður Framsóknarmaður hafi verið rekinn vegna afglapa í starfi eða vegna þess að hann getur ekki nýtt sér reynslu á eðlilegan hátt og hver er þá prófsteinninn? Hversu margir Framsóknarmenn eru nú um mundir að lenda í hreinsunareldi Eyglóar Harðardóttur? Í þessu landi forheimskunarinnar fagna femínistar ráðningu Gísla Marteins sem stjórnanda pólitísks umræðuþáttar á sunnudagsmorgnum. Ekki var verkefnið auglýst. Ekki fór fram umræða um það hvað skyldi haft að leiðarljósi við mótun þessarar þáttagerðar sem hefur mikil áhrif í pólitískri umræðu. Í tíð Egils Helgasonar var hlutfall kvenkyns gesta jafnan um 25%. Karlarnir fengu gjarnan að kyrja og grípa fram í fyrir kvenkyns gestum án teljandi athugasemda. Alls konar karlar fengu aðgang að almenningi með visku sína en konur þurftu helst að vera annaðhvort þingkonur eða blaðakonur til að vera gjaldgengar. Gísli Marteinn var þáttastjórnandi á RÚV í boði skattgreiðenda og reið á þeim hesti inn í pólitíkina eins og fjölmörg dæmi eru um að starfsmenn sjónvarpsstöðva hafi gert. Honum, eins og Þóru Arnórsdóttur, er skilað aftur inn á RÚV þegar draumar sem tengjast pólitísku lífi ganga ekki eftir. Vandaðir erlendir fjölmiðlar, s.s. sem BBC, tiltaka í siðareglum að þáttastjórnendur og fréttafólk megi ekki taka þátt í pólitík. Það þykir ekki samræmast lýðræðishugmyndum að fólk sem hefur verið kynnt inn í stofu til almennings með kröfu um hlutleysi fljóti á þeirri bylgju inn í pólitík og hagsmunapot. Ráðning þáttastjórnanda fyrir pólitískan umræðuþátt í opinberu sjónvarpi virðist hafa farið fram í bakherbergjum. Innmúraður Sjálfstæðismaður valinn í verkið. Og já, vitaskuld karl. Þrátt fyrir karllæga slagsíðu sem sögulega hefur fylgt þessum þætti er ekki rætt að hafa fyrirkomulagið eins og tíðkast t.d. annars staðar á Norðurlöndunum, að setja konu og karl yfir þáttinn. Heimsmynd konunnar virðist ekki eiga mikið erindi í þessum opinbera fjölmiðli þótt ekki sé hikað við að rukka konur um nefskattinn. Blygðunarlaus misbeiting á valdi. Misbeiting af þessum toga í karlasamfélaginu kallar á kynjakvóta. Það gengur gegn grundvallarhugmyndum um lýðræði að einstaklingar sem hafa komið sér á framfæri inni í stofu hjá fólki, á kostnað skattgreiðenda í gegnum fjölmiðil, ríði á þeirri öldu inn í pólitík. Það gengur gegn grundvallarhugmyndum um frjálsa skoðanamyndum að virkir þátttakendur í pólitísku flokkastarfi skuli hafa ítök í opinberum fjölmiðli og stýra pólitískri umræðu. Í lögum um Ríkisútvarp segir m.a.: Að halda í heiðri lýðræðislegar grundvallarreglur og mannréttindi og frelsi til orðs og skoðana. Gæta skal fyllstu óhlutdrægni í frásögn, túlkun og dagskrárgerð. Þéttofin klíkumenning RÚV og stjórnmála hlýtur að vekja spurningar um það til hvers verið er að setja svona lög. Sjálfstæðisflokkurinn hefur, frá kosningum í vor, verið óþreytandi við að senda RÚV og starfsmönnum RÚV skilaboð að þeim sé eins gott að fara mjúkum höndum um ríkisstjórn Framsóknar og Sjálfstæðismanna en þessi skilaboð hafa verið í anda drottningarinnar Davíðs Oddssonar. Hótana- og kúgunarkúltúrinn er enn við lýði hjá þessum stjórnmálaflokkum sem svo eftirminnilega skuldsettu ríkissjóð um þúsund milljarða í skjóli forheimskandi umræðu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Þjóðin vill eitt, Kristrún annað Ole Anton Bieltvedt Skoðun Hversu lítill fiskur yrðum við? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Ferðaþjónustan er burðarás í íslensku efnahagslífi Þórir Garðarsson Skoðun Palestína í Eurovision Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Söngur Ísraels og RÚV Ingólfur Gíslason. Skoðun Lélegir íslenskir læknar...eru ekki til! Steinunn Þórðardóttir Skoðun Valkyrjurnar verða að losa okkur við Rapyd Björn B. Björnsson Skoðun Halldór 17.05.2025 Halldór Þjóðin sem selur sjálfri sér: Vangaveltur um sölu Íslandsbanka Guðjón Heiðar Pálsson Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson Skoðun Skoðun Skoðun Palestína í Eurovision Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Ferðaþjónustan er burðarás í íslensku efnahagslífi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Hversu lítill fiskur yrðum við? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðin vill eitt, Kristrún annað Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Lélegir íslenskir læknar...eru ekki til! Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Þjóðin sem selur sjálfri sér: Vangaveltur um sölu Íslandsbanka Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Þriðji kafli: Skálmöld Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Valkyrjurnar verða að losa okkur við Rapyd Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Söngur Ísraels og RÚV Ingólfur Gíslason. skrifar Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson skrifar Skoðun Uppiskroppa með umræðuefni í málþófi? Talið um Gaza! Viðar Eggertsson skrifar Skoðun Kærleikurinn pikkaði í mig Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Gigt er ekki bara sjúkdómur fullorðinna – Gigtarfélagið heldur opið hús til að fræða og styðja alla aldurshópa Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Friðun Grafarvogs Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Torfærur, hossur og hristingar! Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun NÓG ER NÓG – Heilbrigðiskerfið er í neyðarástandi Ásthildur Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun Við munum aldrei fela okkur aftur Kári Garðarsson skrifar Skoðun Er Kópavogsbær vel rekinn? Bergljót Kristinsdóttir skrifar Skoðun Oft er forræðishyggja hjá fjölskyldum og á heimilum fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson Zebitz skrifar Skoðun Um sjónarhorn og sannleika Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Lýðræðið er farið – er of seint að snúa við? Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Er gagnlegt að kunna að forrita á tímum gervigreindar? Henning Arnór Úlfarsson skrifar Skoðun Málþóf og/eða lýðræði? Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Umdeildasti fríverslunarsamningur sögunnar? Arnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Ísafjarðarbær í Bestu deild Sigríður Júlía Brynleifsdóttir,Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð í beinni Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Allt þetta máttu eiga ef þú tilbiður mig Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Atvinnufrelsi! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Að mása eða fara í golf Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Leiðréttum kerfisbundið misrétti Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Sjá meira
Haustið 2008 varð vitundarsprenging á Íslandi. Langvarandi þöggun og misvísandi skilaboð frá stjórnvöldum gerðu það að verkum að margir tóku vondar ákvarðanir í aðdraganda hrunsins og sýndu af sér hegðun sem byggði á því að fólk hélt að það byggði öðruvísi heim, heim sem var málaður upp af hrokafullum stjórnmálamönnum og hagsmunaaðilum sem höfðu ítök í fjölmiðlum. Erlendir fræðimenn skrifuðu harðorðar greinar um klíkusamfélagið Ísland þar sem forréttindastéttin fitnaði á kostnað þeirra sem af trúgirni halda að heimurinn sé öðruvísi vegna þess að þeir hlusta á rétttrúnaðarboðskap þeirra sem vilja alltaf meira. Nú þegar fimm ár eru frá hruni ganga stjórnmálamenn og forréttindahópar fram með ofbeldi gagnvart almenningi sem ekki fær að móta skoðanir út frá heilbrigðri fjölmiðlun. Forheimskandi áróður um að menntun sé í raun menntahroki og að reynsla sem í raun reynir ekki á vegna klíkutengsla jafngildi góðri menntun hefur verið í umræðunni. Hver hefur heyrt að innmúraður Framsóknarmaður hafi verið rekinn vegna afglapa í starfi eða vegna þess að hann getur ekki nýtt sér reynslu á eðlilegan hátt og hver er þá prófsteinninn? Hversu margir Framsóknarmenn eru nú um mundir að lenda í hreinsunareldi Eyglóar Harðardóttur? Í þessu landi forheimskunarinnar fagna femínistar ráðningu Gísla Marteins sem stjórnanda pólitísks umræðuþáttar á sunnudagsmorgnum. Ekki var verkefnið auglýst. Ekki fór fram umræða um það hvað skyldi haft að leiðarljósi við mótun þessarar þáttagerðar sem hefur mikil áhrif í pólitískri umræðu. Í tíð Egils Helgasonar var hlutfall kvenkyns gesta jafnan um 25%. Karlarnir fengu gjarnan að kyrja og grípa fram í fyrir kvenkyns gestum án teljandi athugasemda. Alls konar karlar fengu aðgang að almenningi með visku sína en konur þurftu helst að vera annaðhvort þingkonur eða blaðakonur til að vera gjaldgengar. Gísli Marteinn var þáttastjórnandi á RÚV í boði skattgreiðenda og reið á þeim hesti inn í pólitíkina eins og fjölmörg dæmi eru um að starfsmenn sjónvarpsstöðva hafi gert. Honum, eins og Þóru Arnórsdóttur, er skilað aftur inn á RÚV þegar draumar sem tengjast pólitísku lífi ganga ekki eftir. Vandaðir erlendir fjölmiðlar, s.s. sem BBC, tiltaka í siðareglum að þáttastjórnendur og fréttafólk megi ekki taka þátt í pólitík. Það þykir ekki samræmast lýðræðishugmyndum að fólk sem hefur verið kynnt inn í stofu til almennings með kröfu um hlutleysi fljóti á þeirri bylgju inn í pólitík og hagsmunapot. Ráðning þáttastjórnanda fyrir pólitískan umræðuþátt í opinberu sjónvarpi virðist hafa farið fram í bakherbergjum. Innmúraður Sjálfstæðismaður valinn í verkið. Og já, vitaskuld karl. Þrátt fyrir karllæga slagsíðu sem sögulega hefur fylgt þessum þætti er ekki rætt að hafa fyrirkomulagið eins og tíðkast t.d. annars staðar á Norðurlöndunum, að setja konu og karl yfir þáttinn. Heimsmynd konunnar virðist ekki eiga mikið erindi í þessum opinbera fjölmiðli þótt ekki sé hikað við að rukka konur um nefskattinn. Blygðunarlaus misbeiting á valdi. Misbeiting af þessum toga í karlasamfélaginu kallar á kynjakvóta. Það gengur gegn grundvallarhugmyndum um lýðræði að einstaklingar sem hafa komið sér á framfæri inni í stofu hjá fólki, á kostnað skattgreiðenda í gegnum fjölmiðil, ríði á þeirri öldu inn í pólitík. Það gengur gegn grundvallarhugmyndum um frjálsa skoðanamyndum að virkir þátttakendur í pólitísku flokkastarfi skuli hafa ítök í opinberum fjölmiðli og stýra pólitískri umræðu. Í lögum um Ríkisútvarp segir m.a.: Að halda í heiðri lýðræðislegar grundvallarreglur og mannréttindi og frelsi til orðs og skoðana. Gæta skal fyllstu óhlutdrægni í frásögn, túlkun og dagskrárgerð. Þéttofin klíkumenning RÚV og stjórnmála hlýtur að vekja spurningar um það til hvers verið er að setja svona lög. Sjálfstæðisflokkurinn hefur, frá kosningum í vor, verið óþreytandi við að senda RÚV og starfsmönnum RÚV skilaboð að þeim sé eins gott að fara mjúkum höndum um ríkisstjórn Framsóknar og Sjálfstæðismanna en þessi skilaboð hafa verið í anda drottningarinnar Davíðs Oddssonar. Hótana- og kúgunarkúltúrinn er enn við lýði hjá þessum stjórnmálaflokkum sem svo eftirminnilega skuldsettu ríkissjóð um þúsund milljarða í skjóli forheimskandi umræðu.
Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson Skoðun
Skoðun Þjóðin sem selur sjálfri sér: Vangaveltur um sölu Íslandsbanka Guðjón Heiðar Pálsson skrifar
Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson skrifar
Skoðun Gigt er ekki bara sjúkdómur fullorðinna – Gigtarfélagið heldur opið hús til að fræða og styðja alla aldurshópa Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Oft er forræðishyggja hjá fjölskyldum og á heimilum fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson Zebitz skrifar
Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson Skoðun