Sjálfbærni og notkun erfðatækni Gunnar Á. Gunnarsson skrifar 4. október 2013 06:00 Sjálfbærni er neisti nýs tíma í sambúð okkar við jörðina. En þetta orð – sjálfbærni – geldur fyrir ofnotkun. Merking þess virðist þverra með fjölgun söluvara og stefnumiða sem stórfyrirtæki og stjórnmálamenn selja sem sjálfbær. Baráttan fyrir sjálfbærni sem umbótaafli í takmörkuðum heimi vaxandi mengunar er meðal annars háð í ræktun og framleiðslu matvæla og fóðurs. Áhrifa líftækniiðnaðarins gætir nú þegar í formi erfðabreyttra afurða á matardiskum barna okkar, í kjarnfóðri mjólkurkúnna og alifuglanna, á óvörðum ræktunarsvæðum í meintu landi hinnar hreinustu náttúru heims. Samt er erfðatæknin ný af nálinni, lítt rannsökuð, ófyrirséð í afleiðingum sínum og áhættusöm. Ræktunarsaga erfðabreyttra plantna spannar hálfan annan áratug. Kominn er tími til að spyrja spurninga og draga lærdóma í þágu sjálfbærni – vonarneistans sem Ríó-ráðstefnan kveikti árið 1992, – í þágu matvælaframleiðslu sem tryggir öryggi okkar og rétt kynslóðanna til að fæða sig á óspilltum náttúrugæðum. Hvers vegna hefur reynst ókleift að afmarka erfðabreytta ræktun og hindra mengun hennar á annarri ræktun? Hvers vegna hafa fyrirheit um minni eiturefnanotkun og meiri uppskeru með notkun erfðatækni ekki gengið eftir? Hvaða vísbendingar veita óháðar vísindarannsóknir um áhrif ræktunar erfðabreyttra plantna á lífríkið, jarðveg og grunnvatn? Hvað olli því að tilraunadýr í ýmsum vísindarannsóknum, sem fóðruð voru á erfðabreyttum afurðum, urðu fyrir margþættu tjóni á líffærum? Hvaða vísbendingar veitir það um möguleg langtímaáhrif erfðabreyttra matvæla á neytendur? Eru eftirlitsstofnanir hins opinbera í stakk búnar til að meta langtíma áhættu af völdum erfðabreyttrar ræktunar? Getur erfðatæknin talist sjálfbær meðan genainnskot eru ónákvæm og afleiðingar þeirra eru ófyrirsjáanlegar? Hvort er árangursríkara og öruggara að beita erfðatækni eða hefðbundnum kynbótum til að styrkja matvælaframleiðslu og draga úr hungri í heiminum? Kynningarátak um erfðabreyttar lífverur – samstarfsverkefni sex samtaka og félaga – leitar svara við þessum áleitnu spurningum á ráðstefnu sem haldin verður í Reykjavík mánudaginn 7. október nk. og fær að þessu sinni til liðs við sig þrjá erlenda vísindamenn á sviðum sameindalíffræða sem hafa lagt mikið af mörkum til rannsókna á erfðabreyttum lífverum. Þeir munu lýsa reynslu Bandaríkjanna af notkun erfðatækni í landbúnaði, vísindalegum flekaskilum sem vekja spurningar um öryggi afurða hennar og hugsanlegum ávinningi þess fyrir íslenska bændur að framleiða afurðir án erfðabreyttra lífvera. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Þjóðin vill eitt, Kristrún annað Ole Anton Bieltvedt Skoðun Söngur Ísraels og RÚV Ingólfur Gíslason. Skoðun Ferðaþjónustan er burðarás í íslensku efnahagslífi Þórir Garðarsson Skoðun Lélegir íslenskir læknar...eru ekki til! Steinunn Þórðardóttir Skoðun Hversu lítill fiskur yrðum við? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Þjóðin sem selur sjálfri sér: Vangaveltur um sölu Íslandsbanka Guðjón Heiðar Pálsson Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson Skoðun Halldór 17.05.2025 Halldór Uppiskroppa með umræðuefni í málþófi? Talið um Gaza! Viðar Eggertsson Skoðun Valkyrjurnar verða að losa okkur við Rapyd Björn B. Björnsson Skoðun Skoðun Skoðun Ferðaþjónustan er burðarás í íslensku efnahagslífi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Hversu lítill fiskur yrðum við? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðin vill eitt, Kristrún annað Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Lélegir íslenskir læknar...eru ekki til! Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Þjóðin sem selur sjálfri sér: Vangaveltur um sölu Íslandsbanka Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Þriðji kafli: Skálmöld Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Valkyrjurnar verða að losa okkur við Rapyd Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Söngur Ísraels og RÚV Ingólfur Gíslason. skrifar Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson skrifar Skoðun Uppiskroppa með umræðuefni í málþófi? Talið um Gaza! Viðar Eggertsson skrifar Skoðun Kærleikurinn pikkaði í mig Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Gigt er ekki bara sjúkdómur fullorðinna – Gigtarfélagið heldur opið hús til að fræða og styðja alla aldurshópa Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Friðun Grafarvogs Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Torfærur, hossur og hristingar! Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun NÓG ER NÓG – Heilbrigðiskerfið er í neyðarástandi Ásthildur Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun Við munum aldrei fela okkur aftur Kári Garðarsson skrifar Skoðun Er Kópavogsbær vel rekinn? Bergljót Kristinsdóttir skrifar Skoðun Oft er forræðishyggja hjá fjölskyldum og á heimilum fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson Zebitz skrifar Skoðun Um sjónarhorn og sannleika Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Lýðræðið er farið – er of seint að snúa við? Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Er gagnlegt að kunna að forrita á tímum gervigreindar? Henning Arnór Úlfarsson skrifar Skoðun Málþóf og/eða lýðræði? Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Umdeildasti fríverslunarsamningur sögunnar? Arnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Ísafjarðarbær í Bestu deild Sigríður Júlía Brynleifsdóttir,Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð í beinni Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Allt þetta máttu eiga ef þú tilbiður mig Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Atvinnufrelsi! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Að mása eða fara í golf Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Leiðréttum kerfisbundið misrétti Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Leikjanámskeið fyrir fullorðna við Austurvöll Þórður Snær Júlíusson skrifar Sjá meira
Sjálfbærni er neisti nýs tíma í sambúð okkar við jörðina. En þetta orð – sjálfbærni – geldur fyrir ofnotkun. Merking þess virðist þverra með fjölgun söluvara og stefnumiða sem stórfyrirtæki og stjórnmálamenn selja sem sjálfbær. Baráttan fyrir sjálfbærni sem umbótaafli í takmörkuðum heimi vaxandi mengunar er meðal annars háð í ræktun og framleiðslu matvæla og fóðurs. Áhrifa líftækniiðnaðarins gætir nú þegar í formi erfðabreyttra afurða á matardiskum barna okkar, í kjarnfóðri mjólkurkúnna og alifuglanna, á óvörðum ræktunarsvæðum í meintu landi hinnar hreinustu náttúru heims. Samt er erfðatæknin ný af nálinni, lítt rannsökuð, ófyrirséð í afleiðingum sínum og áhættusöm. Ræktunarsaga erfðabreyttra plantna spannar hálfan annan áratug. Kominn er tími til að spyrja spurninga og draga lærdóma í þágu sjálfbærni – vonarneistans sem Ríó-ráðstefnan kveikti árið 1992, – í þágu matvælaframleiðslu sem tryggir öryggi okkar og rétt kynslóðanna til að fæða sig á óspilltum náttúrugæðum. Hvers vegna hefur reynst ókleift að afmarka erfðabreytta ræktun og hindra mengun hennar á annarri ræktun? Hvers vegna hafa fyrirheit um minni eiturefnanotkun og meiri uppskeru með notkun erfðatækni ekki gengið eftir? Hvaða vísbendingar veita óháðar vísindarannsóknir um áhrif ræktunar erfðabreyttra plantna á lífríkið, jarðveg og grunnvatn? Hvað olli því að tilraunadýr í ýmsum vísindarannsóknum, sem fóðruð voru á erfðabreyttum afurðum, urðu fyrir margþættu tjóni á líffærum? Hvaða vísbendingar veitir það um möguleg langtímaáhrif erfðabreyttra matvæla á neytendur? Eru eftirlitsstofnanir hins opinbera í stakk búnar til að meta langtíma áhættu af völdum erfðabreyttrar ræktunar? Getur erfðatæknin talist sjálfbær meðan genainnskot eru ónákvæm og afleiðingar þeirra eru ófyrirsjáanlegar? Hvort er árangursríkara og öruggara að beita erfðatækni eða hefðbundnum kynbótum til að styrkja matvælaframleiðslu og draga úr hungri í heiminum? Kynningarátak um erfðabreyttar lífverur – samstarfsverkefni sex samtaka og félaga – leitar svara við þessum áleitnu spurningum á ráðstefnu sem haldin verður í Reykjavík mánudaginn 7. október nk. og fær að þessu sinni til liðs við sig þrjá erlenda vísindamenn á sviðum sameindalíffræða sem hafa lagt mikið af mörkum til rannsókna á erfðabreyttum lífverum. Þeir munu lýsa reynslu Bandaríkjanna af notkun erfðatækni í landbúnaði, vísindalegum flekaskilum sem vekja spurningar um öryggi afurða hennar og hugsanlegum ávinningi þess fyrir íslenska bændur að framleiða afurðir án erfðabreyttra lífvera.
Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson Skoðun
Skoðun Þjóðin sem selur sjálfri sér: Vangaveltur um sölu Íslandsbanka Guðjón Heiðar Pálsson skrifar
Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson skrifar
Skoðun Gigt er ekki bara sjúkdómur fullorðinna – Gigtarfélagið heldur opið hús til að fræða og styðja alla aldurshópa Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Oft er forræðishyggja hjá fjölskyldum og á heimilum fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson Zebitz skrifar
Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson Skoðun