Siðmennt og áhrifin á íslenskt samfélag Hope Knútsson skrifar 3. október 2013 10:05 Siðmennt, félag siðrænna húmanista, er skráð lífsskoðunarfélag. Félagið er málsvari húmanisma (manngildisstefnu) og frjálsrar hugsunar óháð trúarsetningum og hefur siðferði og skynsemi að leiðarljósi. Félagið stendur fyrir veraldlegum og húmanískum athöfnum. Hópurinn sem skipulagði fyrstu borgaralegu ferminguna á Íslandi veturinn 1988-1989 stofnaði Siðmennt ári seinna, í febrúar 1990, til þess að tryggja að þessi valkostur við kirkjulega fermingu mundi halda áfram að vera fyrir hendi. Þá var strax stefnt að því að bjóða upp á fleiri veraldlegar athafnir á mikilvægum tímamótum í lífi fólks. Árið 2007 sendi systurfélag Siðmenntar, Human-Etisk Forbund í Noregi, kennara sem þjálfaði fyrsta hóp íslenskra veraldlegra athafnarstjóra og síðan 2008 höfum við boðið upp á veraldlega eða húmaníska nafngjöf, giftingu og útför. Fjöldi athafna er kominn upp í rúmlega 160. Í maí síðastliðnum varð Siðmennt lögformlegt skráð lífsskoðunarfélag og með því urðu athafnarstjórar félagsins lögformlegir vígslumenn í giftingum. Í kjölfarið hefur fjöldi giftinga hjá félaginu þrefaldast. Um 2000 Íslendingar hafa fermst borgaralega og undanfarin ár hafa rúmlega 200 börn kosið að fermast borgaralega ár hvert. Félagið heldur nú sjö undirbúningsnámskeið og 6-7 athafnir á ýmsum stöðum á landinu á hverju ári.Tilvera Siðmenntar hefur haft margvísleg jákvæð áhrif á íslenskt samfélag. Sem dæmi má nefna að:Siðmennt hefur kynnt fyrir Íslendingum orðið lífsskoðunarfélag sem er nú almennt notað.Siðmennt hefur auðgað íslenskt samfélag með því að bjóða upp á nýja valkosti í nafngjöfum, fermingum, hjónavígslum og greftrunum, sem eru mikilvæg tímamót og þ.a.l. fengið fólk til að hugsa um lífsskoðun sína og gildismat.Siðmennt hefur haldið fyrirlestra, málþing og ráðstefnur; fengið fræga fyrirlesara hingað til landsins t.d. Richard Dawkins, James Randi, PZ Myers, Maryam Namazie, Dan Barker, Julia Sweeney og Brannon Braga.Siðmennt hefur gefið út (í samstarfi við Ormstungu) fyrstu bókina á íslensku um húmanisma.Siðmennt hefur unnið að fullu trúfrelsi/sannfæringarfrelsi, aðskilnaði ríkis og kirkju og veraldlegu skólahaldi þar sem börnum er ekki mismunað vegna trúar- eða lífsskoðana foreldra.Siðmennt veitir árlega tvenns konar verðlaun: Húmanistaviðurkenningu og Fræðslu- og vísindaviðurkenningu.Siðmennt styður mannréttindabaráttu minnihlutahópa, t.d. samkynhneigðra og transfólks.Siðmennt stendur fyrir veraldlegri hugvekju fyrir setningu Alþingis.Siðmennt styður mannvirðingu, mannréttindi og víðsýnt, fjölbreytt veraldlegt samfélag. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Smábátar eru framtíðin, segir David Attenborough Kjartan Sveinsson Skoðun Orðskrípið sem bjarga á veiðigjaldinu Ólafur Adolfsson Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson Skoðun Yfirgnæfandi meirihluti vill þjóðaratkvæði Jón Steindór Valdimarsson Skoðun Túlkun er ekkert að fara – en hvað ætlum við að gera með hana? Birna Ragnheiðardóttir Imsland Skoðun Hvers konar Evrópuríki viljum við vera? Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley Skoðun Börn innan seilingar Árni Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Sigurður Ingi í mikilli mótsögn við sjálfan sig! Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Vetrarvirkjanir Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Yfirgnæfandi meirihluti vill þjóðaratkvæði Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Smábátar eru framtíðin, segir David Attenborough Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda mun skila sér í bættum innviðum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar Skoðun Börn innan seilingar Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Hvers konar Evrópuríki viljum við vera? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Orðskrípið sem bjarga á veiðigjaldinu Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Túlkun er ekkert að fara – en hvað ætlum við að gera með hana? Birna Ragnheiðardóttir Imsland skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Kafli tvö: Eiskrandi kröfur Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Palestína er að verja sig, ekki öfugt Stefán Guðbrandsson skrifar Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson skrifar Skoðun Lýðræði á ystu nöf: Hver er afstaða unga fólksins? Jonas Hammer skrifar Skoðun Hvað ef ég hjóla bara í vinnuna? Eiríkur Búi Halldórsson skrifar Skoðun Litlu ljósin á Gaza Guðbrandur Einarsson skrifar Skoðun Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Staðreyndir eða „mér finnst“ Birta Karen Tryggvadóttir skrifar Skoðun Fjármagna áfram hernað Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frídagar í klemmu Jón Júlíus Karlsson skrifar Skoðun Fasteignaviðskipti – tímabært að endurskoða leikreglurnar? Hlynur Júlísson skrifar Skoðun Í skugga kerfis sem brást! Harpa Hildiberg Böðvarsdóttir skrifar Skoðun Jöfn vernd fyrir öll börn í veröldinni Gunnar Hersveinn skrifar Skoðun Helför Palestínumanna í beinni útsendingu – viljum við vera samsek? Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Byggð í Norðvesturkjördæmi: lífæð framtíðar Íslands Ragnar Rögnvaldsson skrifar Skoðun Hverju hef ég stjórn á? Álfheiður Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Metnaður eða metnaðarleysi? Sumarrós Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Þetta er allt í vinnslu“ María Pétursdóttir skrifar Sjá meira
Siðmennt, félag siðrænna húmanista, er skráð lífsskoðunarfélag. Félagið er málsvari húmanisma (manngildisstefnu) og frjálsrar hugsunar óháð trúarsetningum og hefur siðferði og skynsemi að leiðarljósi. Félagið stendur fyrir veraldlegum og húmanískum athöfnum. Hópurinn sem skipulagði fyrstu borgaralegu ferminguna á Íslandi veturinn 1988-1989 stofnaði Siðmennt ári seinna, í febrúar 1990, til þess að tryggja að þessi valkostur við kirkjulega fermingu mundi halda áfram að vera fyrir hendi. Þá var strax stefnt að því að bjóða upp á fleiri veraldlegar athafnir á mikilvægum tímamótum í lífi fólks. Árið 2007 sendi systurfélag Siðmenntar, Human-Etisk Forbund í Noregi, kennara sem þjálfaði fyrsta hóp íslenskra veraldlegra athafnarstjóra og síðan 2008 höfum við boðið upp á veraldlega eða húmaníska nafngjöf, giftingu og útför. Fjöldi athafna er kominn upp í rúmlega 160. Í maí síðastliðnum varð Siðmennt lögformlegt skráð lífsskoðunarfélag og með því urðu athafnarstjórar félagsins lögformlegir vígslumenn í giftingum. Í kjölfarið hefur fjöldi giftinga hjá félaginu þrefaldast. Um 2000 Íslendingar hafa fermst borgaralega og undanfarin ár hafa rúmlega 200 börn kosið að fermast borgaralega ár hvert. Félagið heldur nú sjö undirbúningsnámskeið og 6-7 athafnir á ýmsum stöðum á landinu á hverju ári.Tilvera Siðmenntar hefur haft margvísleg jákvæð áhrif á íslenskt samfélag. Sem dæmi má nefna að:Siðmennt hefur kynnt fyrir Íslendingum orðið lífsskoðunarfélag sem er nú almennt notað.Siðmennt hefur auðgað íslenskt samfélag með því að bjóða upp á nýja valkosti í nafngjöfum, fermingum, hjónavígslum og greftrunum, sem eru mikilvæg tímamót og þ.a.l. fengið fólk til að hugsa um lífsskoðun sína og gildismat.Siðmennt hefur haldið fyrirlestra, málþing og ráðstefnur; fengið fræga fyrirlesara hingað til landsins t.d. Richard Dawkins, James Randi, PZ Myers, Maryam Namazie, Dan Barker, Julia Sweeney og Brannon Braga.Siðmennt hefur gefið út (í samstarfi við Ormstungu) fyrstu bókina á íslensku um húmanisma.Siðmennt hefur unnið að fullu trúfrelsi/sannfæringarfrelsi, aðskilnaði ríkis og kirkju og veraldlegu skólahaldi þar sem börnum er ekki mismunað vegna trúar- eða lífsskoðana foreldra.Siðmennt veitir árlega tvenns konar verðlaun: Húmanistaviðurkenningu og Fræðslu- og vísindaviðurkenningu.Siðmennt styður mannréttindabaráttu minnihlutahópa, t.d. samkynhneigðra og transfólks.Siðmennt stendur fyrir veraldlegri hugvekju fyrir setningu Alþingis.Siðmennt styður mannvirðingu, mannréttindi og víðsýnt, fjölbreytt veraldlegt samfélag.
Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir Skoðun
Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar
Skoðun Túlkun er ekkert að fara – en hvað ætlum við að gera með hana? Birna Ragnheiðardóttir Imsland skrifar
Skoðun Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar
Skoðun Helför Palestínumanna í beinni útsendingu – viljum við vera samsek? Ólafur Ingólfsson skrifar
Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir Skoðun