Er best að búa á Norðurlöndum? Guðmundur Edgarsson skrifar 2. október 2013 06:00 Þegar við frjálshyggjumenn tölum fyrir mikilvægi hins frjálsa markaðar í rekstri þjóðfélags fáum við gjarna að heyra að ekki sé nú frjálshyggjunni fyrir að fara í þeim löndum sem best vegnar á mælikvarða lífskjara og ýmissa lýðréttinda. Þá er iðulega bent á Norðurlöndin, þau séu rekin samkvæmt félagshyggjulíkani með sterku ríkisvaldi og umtalsverðri miðstýringu.Frelsisvísitölur Í þessu samhengi er rétt að skoða hvernig Norðurlöndin raðast á lista þeirra landa sem Heritage-stofnunin hefur mælt með tilliti til efnahagslegs frelsis. Efnahagslegt frelsi er metið út frá eftirfarandi fjórum meginþáttum: eignarrétti, umfangi ríkisafskipta, skilvirkni vinnumarkaðslöggjafar og viðskiptafrelsi. Hverjum þessara fjögurra meginþátta er svo skipt í nokkra undirþætti sem of langt mál er að gera grein fyrir hér. Stofnunin tekur út tæp 180 ríki og skiptir þeim svo í eftirfarandi fimm flokka eftir því hve há frelsisvísitalan reynist vera: frjáls ríki (80-100 stig); frjáls að mestu (70-79,9 stig); hóflega frjáls (60-69,9); ófrjáls að mestu (50-59,9) og heft (0-49,9).Frjálshyggja á Norðurlöndum Aðeins fimm lönd komast í hóp frjálsra ríkja samkvæmt útreikningum stofnunarinnar. Röð þeirra er eftirfarandi: Hong Kong, Singapúr, Ástralía, Nýja-Sjáland og Sviss. Fyrir utan það að ekkert Norðurlanda kemst á topp fimm, vekur tvennt athygli hvað hóp frjálsustu ríkja varðar. Annars vegar að BNA eru ekki þar á meðal, þvert á þá mýtu að Bandaríkin séu fyrirmyndarríki frjálshyggjumanna. Hins vegar að aðeins eitt Evrópuríki er í þessum hópi, þ.e. Sviss. Í næsta flokk, þ.e. í hóp þeirra ríkja sem Heritage-stofnunin metur sem frjáls að mestu í efnahagslegu tilliti, koma þrjátíu lönd. Er Norðurlöndin þar að finna? Jú, öll Norðurlöndin teljast meðal þeirra ríkja sem búa við mikið efnahagslegt frelsi. Norðurlöndin raðast þannig: Danmörk (9. sæti), Finnland (16. sæti), Svíþjóð (18. sæti), Ísland (23. sæti) og Noregur (31. sæti). Bandaríkin eru einnig í þessum hópi, nánar tiltekið í 10. sæti. Vert er að veita því eftirtekt að Danmörk er aðeins fjórum sætum frá því að komast á lista yfir frjálsustu ríki heims, telst meira að segja frjálsara en sjálf Bandaríkin, land sem margir hafa talið ímynd kapítalismans í heiminum. Í stuttu máli: af um 180 löndum sem Heritage-stofnunin mælir með tilliti til efnahagslegs frelsis teljast öll Norðurlöndin meðal 10-20% efstu.Norðurlönd frjálsari en BNA? Séu Norðurlöndin borin saman við Bandaríkin hvað efnahagslegt frelsi varðar kemur í ljós að Norðurlöndin standa Bandaríkjunum framar á ýmsum sviðum. Skattar á fyrirtæki eru umtalsvert lægri á Norðurlöndum en í Bandaríkjunum. Útgjöld til hernaðarmála eru mun lægri á Norðurlöndum en í Bandaríkjunum. Útgjöld bandaríska ríkisins til heilbrigðismála (aðallega vegna Medicaid og Medicare) eru hærri en á öllum Norðurlöndum að Noregi undanskildum þrátt fyrir að stór hluti heilbrigðisþjónustunnar í Bandaríkjunum sé rekinn á vegum einkaaðila. Hvað samanburð við Ísland varðar má nefna einkavæðingu í skóla- og heilbrigðiskerfinu en þar standa Norðurlönd, t.a.m. Svíar, mun framar okkur Íslendingum en fólk vill vera láta.Nýja-Sjáland, Sviss og Hong Kong Þótt ríkisumsvif og skattheimta hvers konar sé að mati okkar frjálshyggjumanna alltof mikil á Norðurlöndum er því ekki að neita að í samanburði við aðrar þjóðir teljast Norðurlönd í hópi lýðfrjálsari ríkja, bæði hvað varðar efnahagslegt frelsi og borgaraleg réttindi. Engu að síður eru lönd sem standa Norðurlöndum enn framar að þessu leyti, t.d. Nýja-Sjáland og Sviss. Á Nýja-Sjálandi er t.d. fjöldi opinberra starfsmanna innan við 10% á meðan fjöldi þeirra á Norðurlöndum er á milli 20-30%. Sömu sögu er að segja um Sviss. Sviss er skipt upp í 26 kantónur sem hver um sig hefur verulegt sjálfræði yfir sínum málum. Það hefur orðið til þess að skapast hefur mikil samkeppni á milli þeirra um vinnuafl og fyrirtæki sem svo aftur hefur leitt til þess að skattar í Sviss eru meðal þeirra allra lægstu á Vesturlöndum. Fyrir vikið hefur einkaframtak notið sín þar í mun meiri mæli en tíðkast í flestum öðrum vestrænum ríkjum, t.d. er heilbrigðisþjónustan í Sviss að mestu í höndum einkaaðila. Þá er eftirtektarvert að í Hong Kong kostar heilbrigðiskerfið einungis um 6% af þjóðarframleiðslu. Umtalsverður hluti heilbrigðisþjónustunnar í Hong Kong er einkarekinn. Til samanburðar nemur sama hlutfall um 10-12% á Norðurlöndum.Horfa út fyrir Skandinavíu Af framansögðu er ljóst að rökrétt er að horfa í frekari mæli til landa eins og Sviss og Nýja-Sjálands og jafnvel Hong Kong (þótt það ríki sé um margt sér á báti) heldur en að einblína á Norðurlönd þegar leitað er fyrirmyndarlanda hvað varðar efnahagslegt sjálfstæði, verðmætasköpun og velferð almennt. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Þjóðin vill eitt, Kristrún annað Ole Anton Bieltvedt Skoðun Söngur Ísraels og RÚV Ingólfur Gíslason. Skoðun Lélegir íslenskir læknar...eru ekki til! Steinunn Þórðardóttir Skoðun Uppiskroppa með umræðuefni í málþófi? Talið um Gaza! Viðar Eggertsson Skoðun Þjóðin sem selur sjálfri sér: Vangaveltur um sölu Íslandsbanka Guðjón Heiðar Pálsson Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson Skoðun Halldór 17.05.2025 Halldór Valkyrjurnar verða að losa okkur við Rapyd Björn B. Björnsson Skoðun Torfærur, hossur og hristingar! Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir Skoðun Friðun Grafarvogs Stefán Jón Hafstein Skoðun Skoðun Skoðun Þjóðin vill eitt, Kristrún annað Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Lélegir íslenskir læknar...eru ekki til! Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Þjóðin sem selur sjálfri sér: Vangaveltur um sölu Íslandsbanka Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Þriðji kafli: Skálmöld Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Valkyrjurnar verða að losa okkur við Rapyd Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Söngur Ísraels og RÚV Ingólfur Gíslason. skrifar Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson skrifar Skoðun Uppiskroppa með umræðuefni í málþófi? Talið um Gaza! Viðar Eggertsson skrifar Skoðun Kærleikurinn pikkaði í mig Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Gigt er ekki bara sjúkdómur fullorðinna – Gigtarfélagið heldur opið hús til að fræða og styðja alla aldurshópa Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Friðun Grafarvogs Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Torfærur, hossur og hristingar! Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun NÓG ER NÓG – Heilbrigðiskerfið er í neyðarástandi Ásthildur Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun Við munum aldrei fela okkur aftur Kári Garðarsson skrifar Skoðun Er Kópavogsbær vel rekinn? Bergljót Kristinsdóttir skrifar Skoðun Oft er forræðishyggja hjá fjölskyldum og á heimilum fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson Zebitz skrifar Skoðun Um sjónarhorn og sannleika Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Lýðræðið er farið – er of seint að snúa við? Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Er gagnlegt að kunna að forrita á tímum gervigreindar? Henning Arnór Úlfarsson skrifar Skoðun Málþóf og/eða lýðræði? Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Umdeildasti fríverslunarsamningur sögunnar? Arnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Ísafjarðarbær í Bestu deild Sigríður Júlía Brynleifsdóttir,Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð í beinni Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Allt þetta máttu eiga ef þú tilbiður mig Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Atvinnufrelsi! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Að mása eða fara í golf Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Leiðréttum kerfisbundið misrétti Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Leikjanámskeið fyrir fullorðna við Austurvöll Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Sparnaðarráð fyrir ferðalagið Svandís Edda Jónudóttir skrifar Skoðun Sál hvers samfélags birtist skýrast í því hvernig það annast börnin sín Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar Sjá meira
Þegar við frjálshyggjumenn tölum fyrir mikilvægi hins frjálsa markaðar í rekstri þjóðfélags fáum við gjarna að heyra að ekki sé nú frjálshyggjunni fyrir að fara í þeim löndum sem best vegnar á mælikvarða lífskjara og ýmissa lýðréttinda. Þá er iðulega bent á Norðurlöndin, þau séu rekin samkvæmt félagshyggjulíkani með sterku ríkisvaldi og umtalsverðri miðstýringu.Frelsisvísitölur Í þessu samhengi er rétt að skoða hvernig Norðurlöndin raðast á lista þeirra landa sem Heritage-stofnunin hefur mælt með tilliti til efnahagslegs frelsis. Efnahagslegt frelsi er metið út frá eftirfarandi fjórum meginþáttum: eignarrétti, umfangi ríkisafskipta, skilvirkni vinnumarkaðslöggjafar og viðskiptafrelsi. Hverjum þessara fjögurra meginþátta er svo skipt í nokkra undirþætti sem of langt mál er að gera grein fyrir hér. Stofnunin tekur út tæp 180 ríki og skiptir þeim svo í eftirfarandi fimm flokka eftir því hve há frelsisvísitalan reynist vera: frjáls ríki (80-100 stig); frjáls að mestu (70-79,9 stig); hóflega frjáls (60-69,9); ófrjáls að mestu (50-59,9) og heft (0-49,9).Frjálshyggja á Norðurlöndum Aðeins fimm lönd komast í hóp frjálsra ríkja samkvæmt útreikningum stofnunarinnar. Röð þeirra er eftirfarandi: Hong Kong, Singapúr, Ástralía, Nýja-Sjáland og Sviss. Fyrir utan það að ekkert Norðurlanda kemst á topp fimm, vekur tvennt athygli hvað hóp frjálsustu ríkja varðar. Annars vegar að BNA eru ekki þar á meðal, þvert á þá mýtu að Bandaríkin séu fyrirmyndarríki frjálshyggjumanna. Hins vegar að aðeins eitt Evrópuríki er í þessum hópi, þ.e. Sviss. Í næsta flokk, þ.e. í hóp þeirra ríkja sem Heritage-stofnunin metur sem frjáls að mestu í efnahagslegu tilliti, koma þrjátíu lönd. Er Norðurlöndin þar að finna? Jú, öll Norðurlöndin teljast meðal þeirra ríkja sem búa við mikið efnahagslegt frelsi. Norðurlöndin raðast þannig: Danmörk (9. sæti), Finnland (16. sæti), Svíþjóð (18. sæti), Ísland (23. sæti) og Noregur (31. sæti). Bandaríkin eru einnig í þessum hópi, nánar tiltekið í 10. sæti. Vert er að veita því eftirtekt að Danmörk er aðeins fjórum sætum frá því að komast á lista yfir frjálsustu ríki heims, telst meira að segja frjálsara en sjálf Bandaríkin, land sem margir hafa talið ímynd kapítalismans í heiminum. Í stuttu máli: af um 180 löndum sem Heritage-stofnunin mælir með tilliti til efnahagslegs frelsis teljast öll Norðurlöndin meðal 10-20% efstu.Norðurlönd frjálsari en BNA? Séu Norðurlöndin borin saman við Bandaríkin hvað efnahagslegt frelsi varðar kemur í ljós að Norðurlöndin standa Bandaríkjunum framar á ýmsum sviðum. Skattar á fyrirtæki eru umtalsvert lægri á Norðurlöndum en í Bandaríkjunum. Útgjöld til hernaðarmála eru mun lægri á Norðurlöndum en í Bandaríkjunum. Útgjöld bandaríska ríkisins til heilbrigðismála (aðallega vegna Medicaid og Medicare) eru hærri en á öllum Norðurlöndum að Noregi undanskildum þrátt fyrir að stór hluti heilbrigðisþjónustunnar í Bandaríkjunum sé rekinn á vegum einkaaðila. Hvað samanburð við Ísland varðar má nefna einkavæðingu í skóla- og heilbrigðiskerfinu en þar standa Norðurlönd, t.a.m. Svíar, mun framar okkur Íslendingum en fólk vill vera láta.Nýja-Sjáland, Sviss og Hong Kong Þótt ríkisumsvif og skattheimta hvers konar sé að mati okkar frjálshyggjumanna alltof mikil á Norðurlöndum er því ekki að neita að í samanburði við aðrar þjóðir teljast Norðurlönd í hópi lýðfrjálsari ríkja, bæði hvað varðar efnahagslegt frelsi og borgaraleg réttindi. Engu að síður eru lönd sem standa Norðurlöndum enn framar að þessu leyti, t.d. Nýja-Sjáland og Sviss. Á Nýja-Sjálandi er t.d. fjöldi opinberra starfsmanna innan við 10% á meðan fjöldi þeirra á Norðurlöndum er á milli 20-30%. Sömu sögu er að segja um Sviss. Sviss er skipt upp í 26 kantónur sem hver um sig hefur verulegt sjálfræði yfir sínum málum. Það hefur orðið til þess að skapast hefur mikil samkeppni á milli þeirra um vinnuafl og fyrirtæki sem svo aftur hefur leitt til þess að skattar í Sviss eru meðal þeirra allra lægstu á Vesturlöndum. Fyrir vikið hefur einkaframtak notið sín þar í mun meiri mæli en tíðkast í flestum öðrum vestrænum ríkjum, t.d. er heilbrigðisþjónustan í Sviss að mestu í höndum einkaaðila. Þá er eftirtektarvert að í Hong Kong kostar heilbrigðiskerfið einungis um 6% af þjóðarframleiðslu. Umtalsverður hluti heilbrigðisþjónustunnar í Hong Kong er einkarekinn. Til samanburðar nemur sama hlutfall um 10-12% á Norðurlöndum.Horfa út fyrir Skandinavíu Af framansögðu er ljóst að rökrétt er að horfa í frekari mæli til landa eins og Sviss og Nýja-Sjálands og jafnvel Hong Kong (þótt það ríki sé um margt sér á báti) heldur en að einblína á Norðurlönd þegar leitað er fyrirmyndarlanda hvað varðar efnahagslegt sjálfstæði, verðmætasköpun og velferð almennt.
Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson Skoðun
Skoðun Þjóðin sem selur sjálfri sér: Vangaveltur um sölu Íslandsbanka Guðjón Heiðar Pálsson skrifar
Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson skrifar
Skoðun Gigt er ekki bara sjúkdómur fullorðinna – Gigtarfélagið heldur opið hús til að fræða og styðja alla aldurshópa Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Oft er forræðishyggja hjá fjölskyldum og á heimilum fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson Zebitz skrifar
Skoðun Sál hvers samfélags birtist skýrast í því hvernig það annast börnin sín Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar
Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson Skoðun