Timberlake er að kynna nýjustu tvær plötur sínar, sem heita The 20/20 Experience, hluti eitt og hluti tvö en síðari hluti plötunnar kemur út um þessar mundir í Bandaríkjunum.
Timberlake mun þó hefja tónleikaferðalag sitt í Bandaríkjunum og Kanada í lok október en þetta er fyrsta tónleikaferð Timberlakes sem aðaltónlistarmaður í sex ár.
Það er ekki langt síðan að tónleikaferðalaginu The Legends of the Summer Stadium lauk, þar sem Timberlake og Jay Z komu fram saman.