Eru stelpur heimskari en strákar? Birna Ketilsdóttir Schram skrifar 27. september 2013 06:00 Hin vinsæla spurningakeppni framhaldsskólanna, Gettu betur, hóf göngu sína fyrir 27 árum. Menntaskólinn í Reykjavík hefur keppt öll árin og unnið átján sinnum, oftast allra skóla. Í þessi 27 skipti sem MR hefur tekið þátt hefur aðeins ein stelpa setið í liðinu. Af hverju skyldi það vera? Er það vegna þess að stelpur eru einfaldlega bara heimskari en strákar? Í vor tók ég við embætti inspector scholae, formanns Skólafélags MR. Hluti af starfi mínu felst í því að sjá um spurningalið MR í Gettu betur. Eitt af því fyrsta sem ég ræddi við þjálfara liðsins var hvernig við gætum hvatt stelpur til að taka þátt í Gettu betur án þess að nota kynjakvóta. Niðurstaðan var sú, í samráði við rektor MR, að halda forpróf sem lagt yrði í haust fyrir alla nemendur skólans í kennslustund. Mikil áhersla var lögð á að auglýsa prófið vel og á plakatinu stilltum við upp Gettu betur liði með tveimur stelpum og einum strák. Með því vildum við höfða til stelpna og hvetja þær til að taka þátt í prófinu. Áður hafði forprófið verið misvel auglýst og haldið eftir skóla þar sem þeir sem vildu gátu þreytt prófið. Aldrei hefur verið jafn góð þátttaka í forprófinu og í ár. Þrátt fyrir það skoruðu strákar hæst og voru þar af leiðandi valdir í liðið. Staðfestir þetta að strákar séu einfaldlega klárari en stelpur og að Gettu betur sé bara karlasport? Almennt er ég ekki hrifin af kynjakvóta. Ég myndi til dæmis ekki vilja gegna því embætti sem ég er í, af því að ég er stelpa, heldur vegna eigin verðleika. Samt sem áður studdi ég tillögu RÚV um kynjakvóta í Gettu betur, því það þarf að gera eitthvað meira, eitthvað róttækara, til þess að hvetja stelpur áfram. Kynjakvótinn er tilraunaverkefni til tveggja ára. Ég trúi því að það sé vel þess virði að prófa hvort hann hafi jákvæð áhrif því það hefur sýnt sig og sannað að um leið og stelpur hafa kvenfyrirmyndir eru mun meiri líkur á því að þær sjái sig sjálfar í því hlutverki og ýtir það við þeim til að komast þangað. Þetta gæti verið nauðsynleg leið til að stuðla að breytingum. Ekki viljum við vera í sömu sporum eftir önnur 27 ár og velta fyrir okkur áfram þeirri fáránlegu spurningu hvort stelpur séu virkilega heimskari en strákar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason Skoðun Ursula von der Leyen styður þjóðarmorð! Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Netöryggi til framtíðar Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Aftur á byrjunarreit Hörður Arnarson skrifar Skoðun Norðurlandamet í fúski! Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ursula von der Leyen styður þjóðarmorð! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Sjá meira
Hin vinsæla spurningakeppni framhaldsskólanna, Gettu betur, hóf göngu sína fyrir 27 árum. Menntaskólinn í Reykjavík hefur keppt öll árin og unnið átján sinnum, oftast allra skóla. Í þessi 27 skipti sem MR hefur tekið þátt hefur aðeins ein stelpa setið í liðinu. Af hverju skyldi það vera? Er það vegna þess að stelpur eru einfaldlega bara heimskari en strákar? Í vor tók ég við embætti inspector scholae, formanns Skólafélags MR. Hluti af starfi mínu felst í því að sjá um spurningalið MR í Gettu betur. Eitt af því fyrsta sem ég ræddi við þjálfara liðsins var hvernig við gætum hvatt stelpur til að taka þátt í Gettu betur án þess að nota kynjakvóta. Niðurstaðan var sú, í samráði við rektor MR, að halda forpróf sem lagt yrði í haust fyrir alla nemendur skólans í kennslustund. Mikil áhersla var lögð á að auglýsa prófið vel og á plakatinu stilltum við upp Gettu betur liði með tveimur stelpum og einum strák. Með því vildum við höfða til stelpna og hvetja þær til að taka þátt í prófinu. Áður hafði forprófið verið misvel auglýst og haldið eftir skóla þar sem þeir sem vildu gátu þreytt prófið. Aldrei hefur verið jafn góð þátttaka í forprófinu og í ár. Þrátt fyrir það skoruðu strákar hæst og voru þar af leiðandi valdir í liðið. Staðfestir þetta að strákar séu einfaldlega klárari en stelpur og að Gettu betur sé bara karlasport? Almennt er ég ekki hrifin af kynjakvóta. Ég myndi til dæmis ekki vilja gegna því embætti sem ég er í, af því að ég er stelpa, heldur vegna eigin verðleika. Samt sem áður studdi ég tillögu RÚV um kynjakvóta í Gettu betur, því það þarf að gera eitthvað meira, eitthvað róttækara, til þess að hvetja stelpur áfram. Kynjakvótinn er tilraunaverkefni til tveggja ára. Ég trúi því að það sé vel þess virði að prófa hvort hann hafi jákvæð áhrif því það hefur sýnt sig og sannað að um leið og stelpur hafa kvenfyrirmyndir eru mun meiri líkur á því að þær sjái sig sjálfar í því hlutverki og ýtir það við þeim til að komast þangað. Þetta gæti verið nauðsynleg leið til að stuðla að breytingum. Ekki viljum við vera í sömu sporum eftir önnur 27 ár og velta fyrir okkur áfram þeirri fáránlegu spurningu hvort stelpur séu virkilega heimskari en strákar.
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar