Mikilvægt að efla Rannsóknasjóð Háskólakennarar skrifar 25. september 2013 06:00 Mikilvægasti vísindasjóður á Íslandi er Rannsóknasjóður. Hann úthlutar fjármagni til vísindarannsókna samkvæmt vönduðu alþjóðlegu mati á gæðum verkefna. Þannig er tryggt að bestu vísindaverkefnin eru fjármögnuð hverju sinni og öflugustu rannsóknarhóparnir geti sinnt verkefnum sínum. Um mikilvægi þessa sjóðs þarf vart að fjölyrða, enda hefur ríkt mikil pólitísk sátt um starfsemi hans í fjölda ára. Í stefnu flestra stjórnmálaflokka er talað um að auka hlutfall samkeppnissjóða við fjármögnun vísinda á Íslandi. Eftir mjög erfiða tíma í kjölfar efnahagshruns tókst loks á þessu ári að tryggja aukna fjármögnun til Rannsóknasjóðs með svokallaðri Fjárfestingaráætlun en hún bætti 550 milljónum við þær u.þ.b. 800 milljónir sem áður voru í sjóðnum. Sú ráðstöfun kom honum í sambærilega stöðu og hann var í fyrir hrun.Hópar vísindamanna í hættu Við núverandi fjárlagagerð er mikil hætta á að þessi mikilvægasti vísindasjóður á Íslandi verði ekki fjármagnaður eins og áætlað var þar sem tekjustofnar Fjárfestingaráætlunar eru ekki lengur fyrir hendi. Ef vexti sjóðsins verður snúið við er líklegt að engir nýir styrkir verði veittir til vísindarannsókna á Íslandi árið 2014 og jafnvel árið 2015. Þetta skýrist af því að úthlutanir ársins 2013 leiða til skuldbindinga tvö til þrjú ár fram í tímann og ljóst að fasta framlagið dugar tæplega fyrir þeim. Ef engir nýir styrkir fást til rannsókna eru rannsóknarhópar fjölda vísindamanna í hættu. Slíkt ástand mun bitna sérstaklega á ungum vísindamönnum sem eru að hasla sér völl við rannsóknir. Þessi hópur getur ekki beðið í eitt eða tvö ár eftir að sjóðurinn rétti úr kútnum. Ekki er ljóst hvað gerist ef engir nýir styrkir eru veittir á næstu árum enda hefur sú staða ekki komið upp áður.Stórjuku framlög Bandarísk samtök leiðtoga í viðskiptum og menntun (Committee for Economic Development) hafa komist að þeirri niðurstöðu að 50% af hagvexti Bandaríkjanna eftir seinna stríð megi rekja beint til grunnrannsókna sem að stærstum hluta eru fjármagnaðar af opinberum rannsóknasjóðum. Í efnahagsþrengingum sínum fyrir tveimur áratugum ákváðu Finnar að stórauka áherslu sína á grunnrannsóknir og völdu þá leið að nota samkeppnissjóði til að ná markmiðum sínum um aukin gæði grunnvísinda og aukna nýsköpunarstarfsemi. Þeir útbjuggu því samkeppnissjóði um alla rannsóknatengda starfsemi háskóla og stofnana og stórjuku framlög til sjóðanna. Afleiðingarnar hafa ekki látið á sér standa enda eru Finnar meðal fremstu þjóða Evrópu á þessu sviði (sjá t.d. European Innovation Scoreboard). Eftir efnahagsþrengingar á Íslandi hefur verið rætt um mikilvægi þess að efla nýsköpunarstarf. Rannsóknatengd nýsköpun er afar mikilvæg enda getur hún leitt til mikillar verðmætasköpunar í formi verðmætra afurða, atvinnu fyrir vel menntað starfsfólk og aukinna skatttekna fyrir hið opinbera. Íslensk dæmi um slíka nýsköpun eru vel þekkt. Á Íslandi hafa samkeppnissjóðirnir alltaf verið lítið hlutfall af framlagi hins opinbera til vísindastarfsemi eða um 15%. Á Norðurlöndunum eru samkeppnissjóðirnir hins vegar 30-50% af framlagi hins opinbera til vísindastarfsemi. Stefna Vísinda- og tækniráðs hefur verið að breyta þessu. Mikilvægt er að láta ekki tímabundna efnahagsörðugleika koma í veg fyrir vöxt í framtíðinni. Við hvetjum Alþingi til að snúa ekki af þeirri braut að treysta grunnrannsóknir í samfélaginu. Efling Rannsóknasjóðs mun skila sér margfaldlega á öllum sviðum mannlífs á Íslandi. Anna Ingólfsdóttir, prófessor, HR Ástríður Pálsdóttir, sérfræðingur, Keldum Eiríkur Rögnvaldsson, prófessor, HÍ Eiríkur Steingrímsson, prófessor, HÍ Hafliði Pétur Gíslason, prófessor, HÍ Höskuldur Þráinsson, prófessor, HÍ Jórunn Eyfjörð, prófessor, HÍ Karl Ægir Karlsson, dósent, HR Luca Aceto, prófessor, HR Magnús Karl Magnússon, prófessor, HÍ Oddur Vilhelmsson, dósent, HA Tinna Laufey Ásgeirsdóttir, lektor, HÍ Unnur Valdimarsdóttir, prófessor, HÍ Vilmundur Guðnason, forstöðulæknir Hjartaverndar og prófessor, HÍ Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Halldór 20.12.2025 Halldór Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson Skoðun Skoðun Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason skrifar Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir skrifar Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Öll lífsins gæði mynda skattstofn Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Á krossgötum í Atlantshafi Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Börnin fyrst – er framtíðarsýn Vestmannaeyja að fjara út? Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Erum við sérstökust í heimi? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Stóra myndin í fjárlögum Daði Már Kristófersson skrifar Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson skrifar Sjá meira
Mikilvægasti vísindasjóður á Íslandi er Rannsóknasjóður. Hann úthlutar fjármagni til vísindarannsókna samkvæmt vönduðu alþjóðlegu mati á gæðum verkefna. Þannig er tryggt að bestu vísindaverkefnin eru fjármögnuð hverju sinni og öflugustu rannsóknarhóparnir geti sinnt verkefnum sínum. Um mikilvægi þessa sjóðs þarf vart að fjölyrða, enda hefur ríkt mikil pólitísk sátt um starfsemi hans í fjölda ára. Í stefnu flestra stjórnmálaflokka er talað um að auka hlutfall samkeppnissjóða við fjármögnun vísinda á Íslandi. Eftir mjög erfiða tíma í kjölfar efnahagshruns tókst loks á þessu ári að tryggja aukna fjármögnun til Rannsóknasjóðs með svokallaðri Fjárfestingaráætlun en hún bætti 550 milljónum við þær u.þ.b. 800 milljónir sem áður voru í sjóðnum. Sú ráðstöfun kom honum í sambærilega stöðu og hann var í fyrir hrun.Hópar vísindamanna í hættu Við núverandi fjárlagagerð er mikil hætta á að þessi mikilvægasti vísindasjóður á Íslandi verði ekki fjármagnaður eins og áætlað var þar sem tekjustofnar Fjárfestingaráætlunar eru ekki lengur fyrir hendi. Ef vexti sjóðsins verður snúið við er líklegt að engir nýir styrkir verði veittir til vísindarannsókna á Íslandi árið 2014 og jafnvel árið 2015. Þetta skýrist af því að úthlutanir ársins 2013 leiða til skuldbindinga tvö til þrjú ár fram í tímann og ljóst að fasta framlagið dugar tæplega fyrir þeim. Ef engir nýir styrkir fást til rannsókna eru rannsóknarhópar fjölda vísindamanna í hættu. Slíkt ástand mun bitna sérstaklega á ungum vísindamönnum sem eru að hasla sér völl við rannsóknir. Þessi hópur getur ekki beðið í eitt eða tvö ár eftir að sjóðurinn rétti úr kútnum. Ekki er ljóst hvað gerist ef engir nýir styrkir eru veittir á næstu árum enda hefur sú staða ekki komið upp áður.Stórjuku framlög Bandarísk samtök leiðtoga í viðskiptum og menntun (Committee for Economic Development) hafa komist að þeirri niðurstöðu að 50% af hagvexti Bandaríkjanna eftir seinna stríð megi rekja beint til grunnrannsókna sem að stærstum hluta eru fjármagnaðar af opinberum rannsóknasjóðum. Í efnahagsþrengingum sínum fyrir tveimur áratugum ákváðu Finnar að stórauka áherslu sína á grunnrannsóknir og völdu þá leið að nota samkeppnissjóði til að ná markmiðum sínum um aukin gæði grunnvísinda og aukna nýsköpunarstarfsemi. Þeir útbjuggu því samkeppnissjóði um alla rannsóknatengda starfsemi háskóla og stofnana og stórjuku framlög til sjóðanna. Afleiðingarnar hafa ekki látið á sér standa enda eru Finnar meðal fremstu þjóða Evrópu á þessu sviði (sjá t.d. European Innovation Scoreboard). Eftir efnahagsþrengingar á Íslandi hefur verið rætt um mikilvægi þess að efla nýsköpunarstarf. Rannsóknatengd nýsköpun er afar mikilvæg enda getur hún leitt til mikillar verðmætasköpunar í formi verðmætra afurða, atvinnu fyrir vel menntað starfsfólk og aukinna skatttekna fyrir hið opinbera. Íslensk dæmi um slíka nýsköpun eru vel þekkt. Á Íslandi hafa samkeppnissjóðirnir alltaf verið lítið hlutfall af framlagi hins opinbera til vísindastarfsemi eða um 15%. Á Norðurlöndunum eru samkeppnissjóðirnir hins vegar 30-50% af framlagi hins opinbera til vísindastarfsemi. Stefna Vísinda- og tækniráðs hefur verið að breyta þessu. Mikilvægt er að láta ekki tímabundna efnahagsörðugleika koma í veg fyrir vöxt í framtíðinni. Við hvetjum Alþingi til að snúa ekki af þeirri braut að treysta grunnrannsóknir í samfélaginu. Efling Rannsóknasjóðs mun skila sér margfaldlega á öllum sviðum mannlífs á Íslandi. Anna Ingólfsdóttir, prófessor, HR Ástríður Pálsdóttir, sérfræðingur, Keldum Eiríkur Rögnvaldsson, prófessor, HÍ Eiríkur Steingrímsson, prófessor, HÍ Hafliði Pétur Gíslason, prófessor, HÍ Höskuldur Þráinsson, prófessor, HÍ Jórunn Eyfjörð, prófessor, HÍ Karl Ægir Karlsson, dósent, HR Luca Aceto, prófessor, HR Magnús Karl Magnússon, prófessor, HÍ Oddur Vilhelmsson, dósent, HA Tinna Laufey Ásgeirsdóttir, lektor, HÍ Unnur Valdimarsdóttir, prófessor, HÍ Vilmundur Guðnason, forstöðulæknir Hjartaverndar og prófessor, HÍ
Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar
Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar
Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun