"Orð eru til alls fyrst“ – ekki hvað síst á erlendum tungumálum Hólmfríður Garðarsdóttir skrifar 21. september 2013 06:00 Á seinni hluta tuttugustu aldar varð enska samskiptamál verslunar og viðskipta, og helsta tjáningarform vísinda og fræða. Enska varð enn fremur vinsælust allra tungumála til almennra tjáskipta á veraldarvísu. Um leið og því ber að fagna að fjölmargir Íslendingar hafa náð frábærum tökum á enskri tungu eru enn margir sem telja sig góða í ensku en hafa í raun frekar takmarkað vald á tungumálinu. Og þó enskan sé til margra hluta nytsamleg og í oddastöðu meðal tungumála heims er hún alls ekki allt – svo langt frá því. Fræðaheimar og viðskiptalíf heilu heimsálfanna fara fram á öðrum tungumálum en ensku. Því er mikilvægt að tryggja aðgengi Íslendinga að námi í sem flestum tungumálum. Öflug sveit fólks sem skilur, talar, ritar og getur þýtt úr sem flestum tungumálum og útskýrt blæbrigði menningartengdra upplýsinga er ómetanlegur fjársjóður þjóðar sem beitir fyrir sig tungumáli sem innan við hálf milljón manna talar – hérlendis og erlendis. Fyrir fámenna þjóð og lítið málsamfélag eru hæfni og færni í erlendum tungumálum lykill að frekari framþróun og framförum. Ef ekki blasir einangrun og stöðnun við. Án þekkingar á tungumálum, færni í menningarlæsi og hæfni í þýðingum staðnar þjóðlífið, um leið og atvinnu-, fræða-, og listaheimarnir einangrast og verða einsleitir. Þeim fjölmörgu nemendum sem nú hefja nám á öllum skólastigum er bent á að vera vakandi fyrir tilboðum um áframhaldandi tungumálanám, hjá málaskólum, í öldungadeildum, við endur- og símenntunarstofnanir, Tungumálamiðstöð Háskóla Íslands og síðast en ekki síst við Deild erlendra tungumála, bókmennta og málvísinda, – einu deild sinnar tegundar á landinu. Nám í tungumálum og menningarlæsi er ekki einungis ögrandi og skemmtilegt, það er fjárfesting til framtíðar! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Þjóðin vill eitt, Kristrún annað Ole Anton Bieltvedt Skoðun Ferðaþjónustan er burðarás í íslensku efnahagslífi Þórir Garðarsson Skoðun Söngur Ísraels og RÚV Ingólfur Gíslason. Skoðun Hversu lítill fiskur yrðum við? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Lélegir íslenskir læknar...eru ekki til! Steinunn Þórðardóttir Skoðun Þjóðin sem selur sjálfri sér: Vangaveltur um sölu Íslandsbanka Guðjón Heiðar Pálsson Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson Skoðun Halldór 17.05.2025 Halldór Uppiskroppa með umræðuefni í málþófi? Talið um Gaza! Viðar Eggertsson Skoðun Valkyrjurnar verða að losa okkur við Rapyd Björn B. Björnsson Skoðun Skoðun Skoðun Ferðaþjónustan er burðarás í íslensku efnahagslífi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Hversu lítill fiskur yrðum við? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðin vill eitt, Kristrún annað Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Lélegir íslenskir læknar...eru ekki til! Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Þjóðin sem selur sjálfri sér: Vangaveltur um sölu Íslandsbanka Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Þriðji kafli: Skálmöld Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Valkyrjurnar verða að losa okkur við Rapyd Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Söngur Ísraels og RÚV Ingólfur Gíslason. skrifar Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson skrifar Skoðun Uppiskroppa með umræðuefni í málþófi? Talið um Gaza! Viðar Eggertsson skrifar Skoðun Kærleikurinn pikkaði í mig Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Gigt er ekki bara sjúkdómur fullorðinna – Gigtarfélagið heldur opið hús til að fræða og styðja alla aldurshópa Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Friðun Grafarvogs Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Torfærur, hossur og hristingar! Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun NÓG ER NÓG – Heilbrigðiskerfið er í neyðarástandi Ásthildur Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun Við munum aldrei fela okkur aftur Kári Garðarsson skrifar Skoðun Er Kópavogsbær vel rekinn? Bergljót Kristinsdóttir skrifar Skoðun Oft er forræðishyggja hjá fjölskyldum og á heimilum fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson Zebitz skrifar Skoðun Um sjónarhorn og sannleika Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Lýðræðið er farið – er of seint að snúa við? Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Er gagnlegt að kunna að forrita á tímum gervigreindar? Henning Arnór Úlfarsson skrifar Skoðun Málþóf og/eða lýðræði? Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Umdeildasti fríverslunarsamningur sögunnar? Arnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Ísafjarðarbær í Bestu deild Sigríður Júlía Brynleifsdóttir,Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð í beinni Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Allt þetta máttu eiga ef þú tilbiður mig Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Atvinnufrelsi! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Að mása eða fara í golf Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Leiðréttum kerfisbundið misrétti Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Leikjanámskeið fyrir fullorðna við Austurvöll Þórður Snær Júlíusson skrifar Sjá meira
Á seinni hluta tuttugustu aldar varð enska samskiptamál verslunar og viðskipta, og helsta tjáningarform vísinda og fræða. Enska varð enn fremur vinsælust allra tungumála til almennra tjáskipta á veraldarvísu. Um leið og því ber að fagna að fjölmargir Íslendingar hafa náð frábærum tökum á enskri tungu eru enn margir sem telja sig góða í ensku en hafa í raun frekar takmarkað vald á tungumálinu. Og þó enskan sé til margra hluta nytsamleg og í oddastöðu meðal tungumála heims er hún alls ekki allt – svo langt frá því. Fræðaheimar og viðskiptalíf heilu heimsálfanna fara fram á öðrum tungumálum en ensku. Því er mikilvægt að tryggja aðgengi Íslendinga að námi í sem flestum tungumálum. Öflug sveit fólks sem skilur, talar, ritar og getur þýtt úr sem flestum tungumálum og útskýrt blæbrigði menningartengdra upplýsinga er ómetanlegur fjársjóður þjóðar sem beitir fyrir sig tungumáli sem innan við hálf milljón manna talar – hérlendis og erlendis. Fyrir fámenna þjóð og lítið málsamfélag eru hæfni og færni í erlendum tungumálum lykill að frekari framþróun og framförum. Ef ekki blasir einangrun og stöðnun við. Án þekkingar á tungumálum, færni í menningarlæsi og hæfni í þýðingum staðnar þjóðlífið, um leið og atvinnu-, fræða-, og listaheimarnir einangrast og verða einsleitir. Þeim fjölmörgu nemendum sem nú hefja nám á öllum skólastigum er bent á að vera vakandi fyrir tilboðum um áframhaldandi tungumálanám, hjá málaskólum, í öldungadeildum, við endur- og símenntunarstofnanir, Tungumálamiðstöð Háskóla Íslands og síðast en ekki síst við Deild erlendra tungumála, bókmennta og málvísinda, – einu deild sinnar tegundar á landinu. Nám í tungumálum og menningarlæsi er ekki einungis ögrandi og skemmtilegt, það er fjárfesting til framtíðar!
Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson Skoðun
Skoðun Þjóðin sem selur sjálfri sér: Vangaveltur um sölu Íslandsbanka Guðjón Heiðar Pálsson skrifar
Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson skrifar
Skoðun Gigt er ekki bara sjúkdómur fullorðinna – Gigtarfélagið heldur opið hús til að fræða og styðja alla aldurshópa Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Oft er forræðishyggja hjá fjölskyldum og á heimilum fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson Zebitz skrifar
Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson Skoðun