Tvær hliðar á sama eða sitthvorum peningnum? Frosti Ólafsson skrifar 19. september 2013 10:24 Umræða um forsendubrest á húsnæðislánamarkaði, möguleika á skuldaniðurfærslu vegna hans og aðferðir til að færa þann kostnað á erlenda kröfuhafa, hefur þakið marga fermetra á blöðum landsmanna undanfarin misseri. Það kemur kannski ekki á óvart, enda þungamiðja nýlegrar kosningabaráttu og samkvæmt orðum forsætisráðherra róttækasta aðgerð stjórnvalda nokkurs staðar í veröldinni í þágu skuldsettra heimila. Það sem kemur öllu meira á óvart er hversu ógagnsæ umræðan hefur verið, sérstaklega í ljósi þess um hversu umfangsmikið mál er að ræða. Ein af höfuðástæðum þess hve ógagnsæ hún hefur reynst er sú beina tenging sem hefur verið búin til á milli skuldaniðurfærslu og uppgjörs við kröfuhafa gömlu bankanna. Sterk rök og forsendur eru fyrir því að ná hagfelldu uppgjöri við kröfuhafa bankanna. Ef tryggja á ytri sjálfbærni hagkerfisins og skilyrði fyrir afnámi hafta verður ekki hægt að greiða útistandandi kröfur að fullu á gengi dagsins í dag. Um þetta eru flestir sammála. Með hliðsjón af þessu er hagfelld niðurstaða í uppgjöri við kröfuhafa gömlu bankanna forsenda fyrir afnámi gjaldeyrishafta. Þannig mætti segja að þessi tvö mál tengist ófrávíkjanlega og séu tvær hliðar á sama peningi.Veikari samningsstaða Það sama á ekki við um niðurfærslu höfuðstóls húsnæðislána. Sú aðgerð tengist áðurnefndu afnámi hafta og samningum við kröfuhafa ekki að öðru leyti en því að fjármögnun hennar myndi reynast ríkissjóði auðveldari ef hagfelld niðurstaða næst í uppgjöri við kröfuhafa. Þvert á móti má færa fyrir því rök að samningsstaða gagnvart kröfuhöfum verði veikari og útfærsla afnáms hafta flóknari ef nauðsyn þykir að tengja þær aðgerðir við niðurfærslu húsnæðislána. Rétt er að undirstrika að markmið þessarar greinar er ekki að meta efnahagslegar afleiðingar eða réttmæti skuldaniðurfærslu. Sitt sýnist hverjum eins og gengur og gerist með aðrar millifærslur á vegum hins opinbera. Það er aftur á móti grundvallarkrafa að gagnsæi ríki í pólitískri umræðu, sér í lagi þegar um jafn umfangsmikið mál er að ræða. Niðurfærsla skulda verður aldrei ókeypis eða algjörlega laus við neikvæðar afleiðingar. Það er pólitísk ákvörðun hvort ráðast skuli í hana og eðlilegt að stjórnmálamenn ræði hana á þeim grundvelli. Afnám hafta er aftur á móti lykilþáttur í efnahagslegri uppbyggingu Íslands og þar með bættum lífskjörum allra Íslendinga til lengri tíma. Til að hægt sé að losa höftin þarf að liggja fyrir skynsamleg og hagfelld útfærsla á uppgjöri við kröfuhafa gömlu bankanna. Það er afar óheppilegt ef mótun tillagna og ákvörðun um niðurfærslu skulda tefur fyrir eða eykur flækjustig þess ferlis, enda um tvær aðskildar ákvarðanir og aðgerðir að ræða. Þar er því um sitthvorn peninginn að ræða í orðsins fyllstu merkingu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Þjóðin vill eitt, Kristrún annað Ole Anton Bieltvedt Skoðun Söngur Ísraels og RÚV Ingólfur Gíslason. Skoðun Lélegir íslenskir læknar...eru ekki til! Steinunn Þórðardóttir Skoðun Uppiskroppa með umræðuefni í málþófi? Talið um Gaza! Viðar Eggertsson Skoðun Þjóðin sem selur sjálfri sér: Vangaveltur um sölu Íslandsbanka Guðjón Heiðar Pálsson Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson Skoðun Halldór 17.05.2025 Halldór Valkyrjurnar verða að losa okkur við Rapyd Björn B. Björnsson Skoðun Torfærur, hossur og hristingar! Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir Skoðun Friðun Grafarvogs Stefán Jón Hafstein Skoðun Skoðun Skoðun Þjóðin vill eitt, Kristrún annað Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Lélegir íslenskir læknar...eru ekki til! Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Þjóðin sem selur sjálfri sér: Vangaveltur um sölu Íslandsbanka Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Þriðji kafli: Skálmöld Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Valkyrjurnar verða að losa okkur við Rapyd Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Söngur Ísraels og RÚV Ingólfur Gíslason. skrifar Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson skrifar Skoðun Uppiskroppa með umræðuefni í málþófi? Talið um Gaza! Viðar Eggertsson skrifar Skoðun Kærleikurinn pikkaði í mig Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Gigt er ekki bara sjúkdómur fullorðinna – Gigtarfélagið heldur opið hús til að fræða og styðja alla aldurshópa Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Friðun Grafarvogs Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Torfærur, hossur og hristingar! Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun NÓG ER NÓG – Heilbrigðiskerfið er í neyðarástandi Ásthildur Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun Við munum aldrei fela okkur aftur Kári Garðarsson skrifar Skoðun Er Kópavogsbær vel rekinn? Bergljót Kristinsdóttir skrifar Skoðun Oft er forræðishyggja hjá fjölskyldum og á heimilum fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson Zebitz skrifar Skoðun Um sjónarhorn og sannleika Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Lýðræðið er farið – er of seint að snúa við? Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Er gagnlegt að kunna að forrita á tímum gervigreindar? Henning Arnór Úlfarsson skrifar Skoðun Málþóf og/eða lýðræði? Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Umdeildasti fríverslunarsamningur sögunnar? Arnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Ísafjarðarbær í Bestu deild Sigríður Júlía Brynleifsdóttir,Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð í beinni Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Allt þetta máttu eiga ef þú tilbiður mig Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Atvinnufrelsi! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Að mása eða fara í golf Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Leiðréttum kerfisbundið misrétti Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Leikjanámskeið fyrir fullorðna við Austurvöll Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Sparnaðarráð fyrir ferðalagið Svandís Edda Jónudóttir skrifar Skoðun Sál hvers samfélags birtist skýrast í því hvernig það annast börnin sín Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar Sjá meira
Umræða um forsendubrest á húsnæðislánamarkaði, möguleika á skuldaniðurfærslu vegna hans og aðferðir til að færa þann kostnað á erlenda kröfuhafa, hefur þakið marga fermetra á blöðum landsmanna undanfarin misseri. Það kemur kannski ekki á óvart, enda þungamiðja nýlegrar kosningabaráttu og samkvæmt orðum forsætisráðherra róttækasta aðgerð stjórnvalda nokkurs staðar í veröldinni í þágu skuldsettra heimila. Það sem kemur öllu meira á óvart er hversu ógagnsæ umræðan hefur verið, sérstaklega í ljósi þess um hversu umfangsmikið mál er að ræða. Ein af höfuðástæðum þess hve ógagnsæ hún hefur reynst er sú beina tenging sem hefur verið búin til á milli skuldaniðurfærslu og uppgjörs við kröfuhafa gömlu bankanna. Sterk rök og forsendur eru fyrir því að ná hagfelldu uppgjöri við kröfuhafa bankanna. Ef tryggja á ytri sjálfbærni hagkerfisins og skilyrði fyrir afnámi hafta verður ekki hægt að greiða útistandandi kröfur að fullu á gengi dagsins í dag. Um þetta eru flestir sammála. Með hliðsjón af þessu er hagfelld niðurstaða í uppgjöri við kröfuhafa gömlu bankanna forsenda fyrir afnámi gjaldeyrishafta. Þannig mætti segja að þessi tvö mál tengist ófrávíkjanlega og séu tvær hliðar á sama peningi.Veikari samningsstaða Það sama á ekki við um niðurfærslu höfuðstóls húsnæðislána. Sú aðgerð tengist áðurnefndu afnámi hafta og samningum við kröfuhafa ekki að öðru leyti en því að fjármögnun hennar myndi reynast ríkissjóði auðveldari ef hagfelld niðurstaða næst í uppgjöri við kröfuhafa. Þvert á móti má færa fyrir því rök að samningsstaða gagnvart kröfuhöfum verði veikari og útfærsla afnáms hafta flóknari ef nauðsyn þykir að tengja þær aðgerðir við niðurfærslu húsnæðislána. Rétt er að undirstrika að markmið þessarar greinar er ekki að meta efnahagslegar afleiðingar eða réttmæti skuldaniðurfærslu. Sitt sýnist hverjum eins og gengur og gerist með aðrar millifærslur á vegum hins opinbera. Það er aftur á móti grundvallarkrafa að gagnsæi ríki í pólitískri umræðu, sér í lagi þegar um jafn umfangsmikið mál er að ræða. Niðurfærsla skulda verður aldrei ókeypis eða algjörlega laus við neikvæðar afleiðingar. Það er pólitísk ákvörðun hvort ráðast skuli í hana og eðlilegt að stjórnmálamenn ræði hana á þeim grundvelli. Afnám hafta er aftur á móti lykilþáttur í efnahagslegri uppbyggingu Íslands og þar með bættum lífskjörum allra Íslendinga til lengri tíma. Til að hægt sé að losa höftin þarf að liggja fyrir skynsamleg og hagfelld útfærsla á uppgjöri við kröfuhafa gömlu bankanna. Það er afar óheppilegt ef mótun tillagna og ákvörðun um niðurfærslu skulda tefur fyrir eða eykur flækjustig þess ferlis, enda um tvær aðskildar ákvarðanir og aðgerðir að ræða. Þar er því um sitthvorn peninginn að ræða í orðsins fyllstu merkingu.
Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson Skoðun
Skoðun Þjóðin sem selur sjálfri sér: Vangaveltur um sölu Íslandsbanka Guðjón Heiðar Pálsson skrifar
Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson skrifar
Skoðun Gigt er ekki bara sjúkdómur fullorðinna – Gigtarfélagið heldur opið hús til að fræða og styðja alla aldurshópa Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Oft er forræðishyggja hjá fjölskyldum og á heimilum fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson Zebitz skrifar
Skoðun Sál hvers samfélags birtist skýrast í því hvernig það annast börnin sín Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar
Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson Skoðun