Flóttafólk og aðrir hælisleitendur Toshiki Toma skrifar 12. september 2013 06:00 Ríkisstjórnin er búin að samþykkja tillögu um móttöku flóttamanna næstu tvö árin. Fréttir herma að konum sem eru í hættu í Afganistan og samkynhneigðum frá Íran eða Afganistan muni boðið nýtt líf hérlendis. Þetta er tvímælalaust góð ákvörðun hjá ríkistjórninni og gott framtak íslensku þjóðarinnar. Mig langar að fagna þessum fréttum og klappa fyrir fólkinu sem átt hefur frumkvæði að málinu. En stundum virðist mér sem „flóttafólk“ skiptist í tvennt: annars vegar eru „góðir flóttamenn“ sem ríkistjórnir bjóða til Íslands og hins vegar eru „vondir flóttamenn“ sem venjulega eru kallaðir „hælisleitendur“. Það virðist sem síðarnefndi hópurinn hafi á sér neikvæðara orð í samfélaginu. En flóttamenn, sem koma hingað gegnum kerfi Sameinuðu þjóðanna, og hælisleitendur, sem lenda á Íslandi, eru „flóttamenn“ sem hafa þurft að yfirgefa heimaland sitt af illviðráðanlegum ástæðum. Þeir voru leiddir í annan veg af ástæðum eða örlögum sem þeir oftast réðu ekki við. Ég þekki nokkra hælisleitendur á Íslandi sem ég get kallað vini mína. Mig langar að nefna sérstaklega hælisleitendur sem eru búnir að eyða mörgum árum á Íslandi. Þeir verða að endurnýja tíma-og réttindabundið leyfi árlega og eru samt ekki enn þá í sjúkratryggingakerfinu, þar sem þeir mega ekki eiga lögheimili. Því hafa þeir ekki aðgang að velferðarþjónustunni. Tíu ár, átta ár eða sex ár eru fjöldi ára sem ég get nefnt núna. Samkynhneigð manneskja er líka á meðal þeirra sem og kona. Hvað ætlar ríkisstjórnin sér að gera fyrir þessa einstaklinga? Það hlýtur að vera einhver hindrun sem kemur í veg fyrir að niðurstaða komist í mál þessara einstaklinga en þeir segjast engu að síður ekki vita hver sú hindrun er. Konan í þessum hópi sagði við mig um daginn: „Margt flóttafólk sem kom til Íslands eftir komu mína er núna með dvalarleyfi. Í hreinskilni sagt verð ég þung í brjósti og döpur við þá staðreynd. Ég er hrædd um að ég verði skilin ein eftir,“ sagði hún og grét. Kæra fólk sem starfar í stjórnvaldsgeiranum. Mig langar til að vekja athygli ykkar á þessum hælisleitendum og biðja ykkur innilega um að sýna þeim mannlegan skilning eins og þið hafið sýnt við móttöku nýrra og væntanlegra flóttamanna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Toshiki Toma Mest lesið „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir skrifar Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Öll lífsins gæði mynda skattstofn Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Á krossgötum í Atlantshafi Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Börnin fyrst – er framtíðarsýn Vestmannaeyja að fjara út? Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Erum við sérstökust í heimi? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Stóra myndin í fjárlögum Daði Már Kristófersson skrifar Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun Blessuð jólin, bókhaldið og börnin Kristín Lúðvíksdóttir skrifar Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson skrifar Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson skrifar Skoðun Bréfið sem aldrei var skrifað Grímur Atlason skrifar Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Íslensk ferðaþjónusta í nýju landslagi Ólína Laxdal skrifar Skoðun Sköpum öflugt, hafsækið atvinnulíf á viðskiptalegum forsendum! Gunnar Tryggvason skrifar Skoðun Hefurðu heyrt söguna? Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Teygjum okkur aðeins lengra Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar Sjá meira
Ríkisstjórnin er búin að samþykkja tillögu um móttöku flóttamanna næstu tvö árin. Fréttir herma að konum sem eru í hættu í Afganistan og samkynhneigðum frá Íran eða Afganistan muni boðið nýtt líf hérlendis. Þetta er tvímælalaust góð ákvörðun hjá ríkistjórninni og gott framtak íslensku þjóðarinnar. Mig langar að fagna þessum fréttum og klappa fyrir fólkinu sem átt hefur frumkvæði að málinu. En stundum virðist mér sem „flóttafólk“ skiptist í tvennt: annars vegar eru „góðir flóttamenn“ sem ríkistjórnir bjóða til Íslands og hins vegar eru „vondir flóttamenn“ sem venjulega eru kallaðir „hælisleitendur“. Það virðist sem síðarnefndi hópurinn hafi á sér neikvæðara orð í samfélaginu. En flóttamenn, sem koma hingað gegnum kerfi Sameinuðu þjóðanna, og hælisleitendur, sem lenda á Íslandi, eru „flóttamenn“ sem hafa þurft að yfirgefa heimaland sitt af illviðráðanlegum ástæðum. Þeir voru leiddir í annan veg af ástæðum eða örlögum sem þeir oftast réðu ekki við. Ég þekki nokkra hælisleitendur á Íslandi sem ég get kallað vini mína. Mig langar að nefna sérstaklega hælisleitendur sem eru búnir að eyða mörgum árum á Íslandi. Þeir verða að endurnýja tíma-og réttindabundið leyfi árlega og eru samt ekki enn þá í sjúkratryggingakerfinu, þar sem þeir mega ekki eiga lögheimili. Því hafa þeir ekki aðgang að velferðarþjónustunni. Tíu ár, átta ár eða sex ár eru fjöldi ára sem ég get nefnt núna. Samkynhneigð manneskja er líka á meðal þeirra sem og kona. Hvað ætlar ríkisstjórnin sér að gera fyrir þessa einstaklinga? Það hlýtur að vera einhver hindrun sem kemur í veg fyrir að niðurstaða komist í mál þessara einstaklinga en þeir segjast engu að síður ekki vita hver sú hindrun er. Konan í þessum hópi sagði við mig um daginn: „Margt flóttafólk sem kom til Íslands eftir komu mína er núna með dvalarleyfi. Í hreinskilni sagt verð ég þung í brjósti og döpur við þá staðreynd. Ég er hrædd um að ég verði skilin ein eftir,“ sagði hún og grét. Kæra fólk sem starfar í stjórnvaldsgeiranum. Mig langar til að vekja athygli ykkar á þessum hælisleitendum og biðja ykkur innilega um að sýna þeim mannlegan skilning eins og þið hafið sýnt við móttöku nýrra og væntanlegra flóttamanna.
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar
Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun