Einn á næturvakt fyrir um sextíu íbúa Jóhanna Margrét Einarsdóttir skrifar 10. september 2013 08:00 Í Norðurbrún 1 búa á sjötta tug aldraðra. Einn er á vakt á nóttunni og á hann að sinna öllum íbúum hússins. Fréttablaðið/Stefán „Við erum að fara yfir alla þætti þessa máls og það verður skoðað sérstaklega hvort úrbóta sé þörf. Við höfum átt fundi með starfsfólki og íbúum og ætlum að eiga fund með aðstandendum hins látna,“ segir Aðalbjörg Traustadóttir, forstöðumaður þjónustuíbúða Laugardals og Háaleitis. Þjónustuíbúðir fyrir aldraða við Norðurbrún falla undir þann kjarna. Aðfaranótt laugardags lést vistmaður þar af slysförum. Félagsbústaðir eiga 59 þjónustuíbúðir við Norðurbrún 1. Þar leigir fólk af borginni sem er orðið of veikburða til að dvelja eitt heima en ekki nógu veikt til að vera á hjúkrunarheimili. Íbúarnir hafa lykla að útidyrum. Þeir þurfa mismikla þjónustu, hver og einn á að fá þjónustu í samræmi við heilsufar. Meðalaldur íbúanna er 89 ár. Um nætur er einn starfsmaður á vakt og hefur hann aðsetur í anddyri hússins. Þar er inngangur í húsið en auk hans eru tveir aðrir inngangar. Öryggismyndavélar eru við alla inngangana. Vaktmaðurinn hefur ekki yfirsýn yfir alla útgangana í einu á sjónvarpsskjá. Auk þess að fylgjast með því hverjir koma og fara inn í húsið á næturvörðurinn að líta til þeirra sem hafa fast innlit og sinna þeim sem hringja og biðja um aðstoð.Aðalbjörg Traustadóttir, , forstöðumaður þjónustuíbúða Laugardals og Háaleitis.Fréttablaðið/Stefán „Eitt af því sem við erum að skoða sérstaklega er hvort það þurfi að breyta staðsetningu öryggismyndavéla á þann hátt að vaktmaðurinn hafi yfirsýn yfir alla útgangana í einu,“ segir Aðalbjörg. Af upptöku úr öryggismyndavél sést að hinn látni fór úr húsi tíu mínútur yfir eitt aðfaranótt laugardags, án þess að næturvörðurinn yrði þess var. Hann féll fram af steinvegg við bílastæði Hrafnistu og um klukkan hálf þrjú fann starfsmaður Hrafnistu hann mikið slasaðan. Maðurinn var fluttur á sjúkrahús en lést síðar af sárum sínum. Ekki var litið til með honum á nóttunni þar sem þess þótti ekki þörf. Hinn látni, sem var á níræðisaldri, beið eftir því að komast í færni- og vistunarmat. Mest lesið Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Erlent Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól Innlent Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Innlent Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Innlent Fleiri fréttir Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Sjá meira
„Við erum að fara yfir alla þætti þessa máls og það verður skoðað sérstaklega hvort úrbóta sé þörf. Við höfum átt fundi með starfsfólki og íbúum og ætlum að eiga fund með aðstandendum hins látna,“ segir Aðalbjörg Traustadóttir, forstöðumaður þjónustuíbúða Laugardals og Háaleitis. Þjónustuíbúðir fyrir aldraða við Norðurbrún falla undir þann kjarna. Aðfaranótt laugardags lést vistmaður þar af slysförum. Félagsbústaðir eiga 59 þjónustuíbúðir við Norðurbrún 1. Þar leigir fólk af borginni sem er orðið of veikburða til að dvelja eitt heima en ekki nógu veikt til að vera á hjúkrunarheimili. Íbúarnir hafa lykla að útidyrum. Þeir þurfa mismikla þjónustu, hver og einn á að fá þjónustu í samræmi við heilsufar. Meðalaldur íbúanna er 89 ár. Um nætur er einn starfsmaður á vakt og hefur hann aðsetur í anddyri hússins. Þar er inngangur í húsið en auk hans eru tveir aðrir inngangar. Öryggismyndavélar eru við alla inngangana. Vaktmaðurinn hefur ekki yfirsýn yfir alla útgangana í einu á sjónvarpsskjá. Auk þess að fylgjast með því hverjir koma og fara inn í húsið á næturvörðurinn að líta til þeirra sem hafa fast innlit og sinna þeim sem hringja og biðja um aðstoð.Aðalbjörg Traustadóttir, , forstöðumaður þjónustuíbúða Laugardals og Háaleitis.Fréttablaðið/Stefán „Eitt af því sem við erum að skoða sérstaklega er hvort það þurfi að breyta staðsetningu öryggismyndavéla á þann hátt að vaktmaðurinn hafi yfirsýn yfir alla útgangana í einu,“ segir Aðalbjörg. Af upptöku úr öryggismyndavél sést að hinn látni fór úr húsi tíu mínútur yfir eitt aðfaranótt laugardags, án þess að næturvörðurinn yrði þess var. Hann féll fram af steinvegg við bílastæði Hrafnistu og um klukkan hálf þrjú fann starfsmaður Hrafnistu hann mikið slasaðan. Maðurinn var fluttur á sjúkrahús en lést síðar af sárum sínum. Ekki var litið til með honum á nóttunni þar sem þess þótti ekki þörf. Hinn látni, sem var á níræðisaldri, beið eftir því að komast í færni- og vistunarmat.
Mest lesið Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Erlent Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól Innlent Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Innlent Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Innlent Fleiri fréttir Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Sjá meira