50 heilsudrykkir fyrir alla fjölskylduna Marín Manda skrifar 6. september 2013 11:00 Hildur Halldórsdóttir ásamt dætrum sínum. "Þetta verða fimmtíu uppskriftir að alls konar drykkjum og ýmis fróðleikur fyrir alla fjölskylduna. Bókinni verður skipt upp í kafla sem eru þá grænir drykkir, möndludrykkir, skyrdrykkir og fleira,“ segir Hildur Halldórsdóttir lífeindafræðingur. Hennar fyrsta bók er væntanleg á markað fljótlega. Bókin er ætluð allri fjölskyldunni en Hildur segist hafa sjálf farið að grúska í drykkjum þegar hún var heima í fæðingarorlofi. „Mér fannst mig vanta meiri næringu í kroppinn eftir að hafa lifað á svo einhæfu fæði og fór því að skoða möguleikana og kolféll fyrir þessu.“ Hildi þótti erfitt að nálgast góðar uppskriftir að drykkjum á íslensku og fátt var um innihaldslýsingar svo hún fór að prófa sig áfram. Drykkina segir hún koma í staðinn fyrir máltíð og ekki sé nauðsynlegt að kaupa það dýrasta í heilsubúðunum til að útbúa drykkina, því auðvelt sé að notast við það sem til er í skápunum heima. Kókos- og lime-smoothie (334 hitaeiningar) Hrikalega frískandi og bragðgóður drykkur1 dl kókosmjólk2 dl ferskur vel þroskaður ananas (160 g)½ banani (má sleppa)2 msk. ristaðar kókosflögur frá Himneskri hollustu1 msk. chia-fræLime-safi úr um hálfu limeUm 1 dl vatn Allt sett í blandara og blandað vel. Ef þið viljið minnka kolvetni og auka prótein, þá getið þið sleppt banananum og bætt við hreinu próteini. Hægt er að fylgjast með Hildi á facebook hér. Boozt Drykkir Uppskriftir Mest lesið „Einhvern tímann verðurðu að leyfa barninu þínu að flytja að heiman“ Lífið Flottar flíkur og fylgihlutir fyrir haustið Lífið Svona heppnaðist hárígræðslan hjá Baldri og Einari Lífið Smashing Pumpkins pumpuðu upp stemningu – en listin varð undir hávaðanum Gagnrýni „Þetta var eins og Atlantis sem sökk“ Lífið Jón Ólafs og Hildur Vala keyptu í Vesturbænum Lífið Leggst undir hnífinn vegna brjóstakrabbameins og frestar túrnum Lífið Fjölgar í fjölskyldu Maríu Birtu og Ella Lífið Er hárið skemmt eða bara þurrt? Lífið samstarf Taka fyrir sambönd flugfreyja og flugmanna út frá sögum úr bransanum Lífið Fleiri fréttir Ungt fólk setur vínbændur í erfiða stöðu Sjá meira
"Þetta verða fimmtíu uppskriftir að alls konar drykkjum og ýmis fróðleikur fyrir alla fjölskylduna. Bókinni verður skipt upp í kafla sem eru þá grænir drykkir, möndludrykkir, skyrdrykkir og fleira,“ segir Hildur Halldórsdóttir lífeindafræðingur. Hennar fyrsta bók er væntanleg á markað fljótlega. Bókin er ætluð allri fjölskyldunni en Hildur segist hafa sjálf farið að grúska í drykkjum þegar hún var heima í fæðingarorlofi. „Mér fannst mig vanta meiri næringu í kroppinn eftir að hafa lifað á svo einhæfu fæði og fór því að skoða möguleikana og kolféll fyrir þessu.“ Hildi þótti erfitt að nálgast góðar uppskriftir að drykkjum á íslensku og fátt var um innihaldslýsingar svo hún fór að prófa sig áfram. Drykkina segir hún koma í staðinn fyrir máltíð og ekki sé nauðsynlegt að kaupa það dýrasta í heilsubúðunum til að útbúa drykkina, því auðvelt sé að notast við það sem til er í skápunum heima. Kókos- og lime-smoothie (334 hitaeiningar) Hrikalega frískandi og bragðgóður drykkur1 dl kókosmjólk2 dl ferskur vel þroskaður ananas (160 g)½ banani (má sleppa)2 msk. ristaðar kókosflögur frá Himneskri hollustu1 msk. chia-fræLime-safi úr um hálfu limeUm 1 dl vatn Allt sett í blandara og blandað vel. Ef þið viljið minnka kolvetni og auka prótein, þá getið þið sleppt banananum og bætt við hreinu próteini. Hægt er að fylgjast með Hildi á facebook hér.
Boozt Drykkir Uppskriftir Mest lesið „Einhvern tímann verðurðu að leyfa barninu þínu að flytja að heiman“ Lífið Flottar flíkur og fylgihlutir fyrir haustið Lífið Svona heppnaðist hárígræðslan hjá Baldri og Einari Lífið Smashing Pumpkins pumpuðu upp stemningu – en listin varð undir hávaðanum Gagnrýni „Þetta var eins og Atlantis sem sökk“ Lífið Jón Ólafs og Hildur Vala keyptu í Vesturbænum Lífið Leggst undir hnífinn vegna brjóstakrabbameins og frestar túrnum Lífið Fjölgar í fjölskyldu Maríu Birtu og Ella Lífið Er hárið skemmt eða bara þurrt? Lífið samstarf Taka fyrir sambönd flugfreyja og flugmanna út frá sögum úr bransanum Lífið Fleiri fréttir Ungt fólk setur vínbændur í erfiða stöðu Sjá meira