
Af gæðum grunnskólans
Íslendingar hafa óhikað sett grunnmenntun barna í aukinn forgang undanfarna áratugi. Einkum hefur það verið áberandi eftir að sveitarfélögin tóku við þeim málaflokki. Ég er sannfærður um að þessi forgangur hefur skilað sér vel og mun gera áfram á næstu árum. Áform um árangur eru fjölbreytt og metnaðarfull og er það vel.
Að undanförnu virðast þó einungis tvö meðaltöl nefnd til að meta gæði grunnskólans; klifað er á að hlutfallslegur kostnaður þjóðarinnar sé hár gagnvart meðalnámsárangri. Ekkert heyrist af öðrum mælingum á gæðum grunnskólans. Ekki vil ég gera minnstu tilraun til að draga þær tölur í efa en kannski frekar að draga upp örlítið víðara samhengi. Úr alþjóðlegum könnunum má glöggt greina mörg sóknarfæri fyrir okkur en líka hvað íslenski grunnskólinn stendur sig frábærlega á mörgum sviðum.
Kostnaðurinn við grunnskólann
Hlutfallslega háan kostnað okkar við grunnskólann þarf endilega að kryfja vel. Fernt hef ég á hraðbergi sem ég tel mikilvægt að hafa í huga í því samhengi.
Íslenska þjóðin er ung. Okkur er að fjölga og undanfarna áratugi hefur óvenjustór hluti þjóðarinnar verið í grunnskóla. Mannfjöldapýramídinn er skólarekstrinum óhagstæður. Íslenska þjóðin býr dreifð í stóru landi. Um leið og það skilar margþættum ávinningi er það ekki endilega hagkvæmt í rekstarbókhaldi frá ári til árs.
Laun kennara á Íslandi eru í öllum alþjóðlegum samanburði mjög slök. Engu að síður er launakostnaður um 70% af heildarkostnaði við skóla. Það eru því augljóslega ekki laun kennara sem gera kostnaðinn háan í alþjóðlegum samanburði.
Á undanförnum árum höfum við byggt mikið af glæsilegum skólabyggingum. Áhugavert væri að fá úttekt á því hve mikil áhrif það hefur í samanburði milli landa.
Fjárfestingu í menntun íslenskra ungmenna má kryfja enn betur en ég er einn af þeim sem hallast að því að í samanburði við þróaðri og þéttbýlli samfélög verði kostnaður okkar alltaf hár. Í þessari umræðu erum við um margt eins og stórfætt manneskja að máta okkur við meðalstóran skó.
Námsárangur
Í frekar grunnri umræðu í fjölmiðlum er námsárangur í þremur bóklegum greinum yfirleitt eina mælingin sem varpa skal ljósi á gæði menntakerfisins. Í PISA-könnuninni árið 2009 var árangur íslenskra nemenda góður – ekki í meðallagi eins og haldið er fram. OECD tilgreinir Ísland sérstaklega í hópi þeirra þjóða sem ná árangri marktækt yfir meðaltali í læsi og stærðfræði. Í náttúrufræði var árangur okkar hins vegar í meðallagi. Á Norðurlöndunum eru það aðeins Finnar sem ná betri námsárangri. Á netinu má lesa skýrslu OECD, PISA 2009 Results: Executive Summary, og þannig fá nokkuð góða mynd af stöðu okkar á skömmum tíma.
Í seinni grein ætla ég mér meðal annars að fjalla um hvernig nemendum líkar í skólanum, eftirsóttan jöfnuð milli nemenda og fleiri þætti sem gera íslenska grunnskólann einn þann besta í heimi.
Skoðun

Málstol aftur í hámæli
Ingunn Högnadóttir skrifar

Guggan lifir enn
Páll Steingrímsson skrifar

„Geðveikir“ starfsmenn
Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar

Clapton er guð
Kristinn Theódórsson skrifar

Staða örykja: „Er í mínus en fæ stuðning frá börnunum mínum“
Kristín Auðbjörnsdóttir skrifar

Vilja allir fljúga?
Ólafur St. Arnarsson skrifar

Listin að lifa ekki tilbúnu lífi annarra
Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar

Aðvörun til annarra lánþega Frjálsa lífeyrissjóðsins
Indriði Ingi Stefánsson skrifar

Það er þörf á markvissum aðgerðum til að auka þjónustu sérgreinalækna á landsbyggðinni
Bjarni Jónsson skrifar

Athugasemdir doktors í líffræði við áform um Hvammsvirkjun
Margaret J. Filardo skrifar

Dauðarefsing við samkynhneigð
Diljá Mist Einarsdóttir skrifar

Dauðafæri ríkisstjórnarinnar til að lækka vaxtastig
Elísa Arna Hilmarsdóttir skrifar

Varmadælu-rafbílar
Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar

Fúskleysi er framkvæmanlegt
Helga Sigrún Harðardóttir skrifar

Erum við svona smá?
Ólafur Stephensen skrifar

Er apótekið opið? – af skyldum lyfsala
Már Egilsson skrifar

Vissulega lítið vit í slíkum samningi
Hjörtur J. Guðmundsson skrifar

Laxastofninn í Þjórsá hefur margfaldast að stærð
Jóna Bjarnadóttir skrifar

Er verið að færa menntun kennara hálfa öld aftur í tímann?
Atli Harðarson skrifar

Lækkum kosningaaldurinn í 16 ára
Geir Finnsson skrifar

Verðbólguvarnir á ferðalögum
Björn Berg Gunnarsson skrifar

Staða lóðamála í Reykjavík
Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar

700 hjálmar
Indriði Ingi Stefánsson skrifar

Bréf til Kára
Aríel Pétursson skrifar

Grænasta sveitarfélagið skammað af ráðherra
Pawel Bartoszek skrifar

Búsetufrelsi – Hver erum við?
Heiða Björk Sturludóttir skrifar

Samfylkingin kynnir verkefnalista fyrir þinglok
Kristrún Frostadóttir skrifar

Rangfærslur um skýrslu vegna Nýja Skerjafjarðar
Matthías Arngrímsson skrifar

Virði en ekki byrði
Ásgerður Pálsdóttir skrifar