Gegn þjóðarvilja? Helgi Magnússon skrifar 3. september 2013 06:00 Mikill meirihluti landsmanna vill ljúka viðræðum við Evrópusambandið samkvæmt nýrri Gallupkönnun sem birt var í lok ágúst. Í Fréttablaðinu kom fram að 54% svarenda vilja ljúka viðræðum, 35% vilja slíta þeim en 11% taka ekki afstöðu.61% vill ljúka viðræðum Ef einungis er horft til þeirra sem tóku afstöðu vill 61% svarenda ljúka viðræðum en 39% slíta þeim. Þetta gengur þvert á þann síbyljuáróður sem einangrunarsinnar hafa haldið uppi á undanförnum vikum um að landsmenn vilji slíta viðræðum. Þessi nýja könnun Gallup svarar því skýrt hver þjóðarvilji í þessum efnum er núna. Ljóst er að vanstilltur áróður andstæðinga aðildarviðræðna að undanförnu hefur ekki virkað á kjósendur. Ríkisstjórnin þarf að átta sig á því sem fyrst hvort það geti talist mikilvægt forgangsmál að fara gegn þjóðarvilja í þessu máli og efna til ófriðar um það í stað þess að beina kröftunum að lausn þeirra brýnu efnahagsmála sem enn bíða úrlausnar.Loforð Bjarna Þá er það í fersku minni – og hefur ítrekað verið rifjað upp í fjölmiðlum – að formaður Sjálfstæðisflokksins lofaði því hátíðlega FYRIR kosningar að kosið yrði um framhald aðildarviðræðnanna. Við það loforð verður hann að standa. Sjálfstæðisflokkurinn getur ekki látið það viðgangast að utanríkisráðherra fremji vísvitandi skemmdarverk á allri þeirri vinnu sem unnin var á síðasta kjörtímabili í aðildarviðræðum við ESB. Þjóðin á að segja til um framhald málsins. Efna þarf til þjóðaratkvæðagreiðslu um það hið fyrsta.Orð skulu standa Því verður ekki trúað að formaður Sjálfstæðisflokksins svíki kosningaloforð sín. Við því þarf ekki að búast. Það yrðu allavega mikil og vond tíðindi ef svo færi. Ég vil trúa því að Bjarni Benediktsson tryggi það að landsmenn hafi síðasta orðið um framhald aðildarviðræðnanna við ESB og að þjóðaratkvæðagreiðsla verði haldin fyrr en seinna. Fram til þessa hafa allir formenn Sjálfstæðisflokksins kappkostað að standa við loforð sín, einkum og sér í lagi kosningaloforð. Vonandi verður engin breyting á því. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson Skoðun Ekkert barn á Íslandi á að búa við fátækt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Öll lífsins gæði mynda skattstofn Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Á krossgötum í Atlantshafi Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Börnin fyrst – er framtíðarsýn Vestmannaeyja að fjara út? Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Erum við sérstökust í heimi? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Stóra myndin í fjárlögum Daði Már Kristófersson skrifar Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun Blessuð jólin, bókhaldið og börnin Kristín Lúðvíksdóttir skrifar Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson skrifar Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson skrifar Skoðun Bréfið sem aldrei var skrifað Grímur Atlason skrifar Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Íslensk ferðaþjónusta í nýju landslagi Ólína Laxdal skrifar Skoðun Sköpum öflugt, hafsækið atvinnulíf á viðskiptalegum forsendum! Gunnar Tryggvason skrifar Skoðun Hefurðu heyrt söguna? Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Teygjum okkur aðeins lengra Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Spilakassar í skjóli mannúðar og björgunar Alma Hafsteinsdóttir skrifar Sjá meira
Mikill meirihluti landsmanna vill ljúka viðræðum við Evrópusambandið samkvæmt nýrri Gallupkönnun sem birt var í lok ágúst. Í Fréttablaðinu kom fram að 54% svarenda vilja ljúka viðræðum, 35% vilja slíta þeim en 11% taka ekki afstöðu.61% vill ljúka viðræðum Ef einungis er horft til þeirra sem tóku afstöðu vill 61% svarenda ljúka viðræðum en 39% slíta þeim. Þetta gengur þvert á þann síbyljuáróður sem einangrunarsinnar hafa haldið uppi á undanförnum vikum um að landsmenn vilji slíta viðræðum. Þessi nýja könnun Gallup svarar því skýrt hver þjóðarvilji í þessum efnum er núna. Ljóst er að vanstilltur áróður andstæðinga aðildarviðræðna að undanförnu hefur ekki virkað á kjósendur. Ríkisstjórnin þarf að átta sig á því sem fyrst hvort það geti talist mikilvægt forgangsmál að fara gegn þjóðarvilja í þessu máli og efna til ófriðar um það í stað þess að beina kröftunum að lausn þeirra brýnu efnahagsmála sem enn bíða úrlausnar.Loforð Bjarna Þá er það í fersku minni – og hefur ítrekað verið rifjað upp í fjölmiðlum – að formaður Sjálfstæðisflokksins lofaði því hátíðlega FYRIR kosningar að kosið yrði um framhald aðildarviðræðnanna. Við það loforð verður hann að standa. Sjálfstæðisflokkurinn getur ekki látið það viðgangast að utanríkisráðherra fremji vísvitandi skemmdarverk á allri þeirri vinnu sem unnin var á síðasta kjörtímabili í aðildarviðræðum við ESB. Þjóðin á að segja til um framhald málsins. Efna þarf til þjóðaratkvæðagreiðslu um það hið fyrsta.Orð skulu standa Því verður ekki trúað að formaður Sjálfstæðisflokksins svíki kosningaloforð sín. Við því þarf ekki að búast. Það yrðu allavega mikil og vond tíðindi ef svo færi. Ég vil trúa því að Bjarni Benediktsson tryggi það að landsmenn hafi síðasta orðið um framhald aðildarviðræðnanna við ESB og að þjóðaratkvæðagreiðsla verði haldin fyrr en seinna. Fram til þessa hafa allir formenn Sjálfstæðisflokksins kappkostað að standa við loforð sín, einkum og sér í lagi kosningaloforð. Vonandi verður engin breyting á því.
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar
Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun