Lífið

Fyrirsætur í snjógöngum

Marín Manda skrifar
Emil Þór Guðmundsson
Emil Þór Guðmundsson
„Þetta er frekar trylltur staður. Það kom mér mjög á óvart að sjá allan þennan snjó þarna en íbúarnir fá víst vistir sjóleiðis allan veturinn þangað til það er búið að opna veginn með snjógöngunum,“ segir Emil Þór Guðmundsson, eigandi hjólreiðaverslunarinnar Kríu og módel 66°Norður.

Fyrirsæturnar Alexandra og Emil.
Ný vetrarlína 66°Norður er nú á leið í verslanir en myndatökur fyrir auglýsingar á fatnaðinum fóru fram í Mjóafirði á Austurlandi í vor. Mikill snjór var í Mjóafirði þegar tökur fóru fram, eins og sést á myndunum, og fyrirsæturnar Emil og Alexandra voru inni í 5-6 metra háum snjógöngum.

Aðeins 35 manns búa í Mjóafirði og snjógöngin eru grafin til að opna veginn til þorpsins og frá því. Nýja línan er hönnuð bæði fyrir krefjandi aðstæður á hálendinu sem og fyrir daglegt líf í borginni.

Það var mikill snjór í myndatökunni.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.