Dýrt að gera ekki neitt Svana Helen Björnsdóttir skrifar 16. ágúst 2013 07:00 Í júní 2013 birti Bertelsmann Foundation í Þýskalandi skýrslu um rannsókn á efnahagslegum áhrifum fyrirhugaðs fríverslunarsamnings milli Bandaríkjanna og ESB. Lítillega hefur verið fjallað um þessa rannsókn í fjölmiðlum hér á landi. Í rannsókninni er ekki aðeins kannað hvaða áhrif samningurinn hefur á hagkerfi samningsríkjanna, heldur er einnig rannsakað hver áhrif samningsins munu verða á 126 önnur ríki, þar á meðal Ísland. Skoðuð eru langtímaáhrif samningsins á rauntekjur fólks og breytingar á vinnumarkaði. Ef gert er ráð fyrir að samið verði um afnám allra tolla og vörugjalda milli samningsríkjanna má búast við miklum ávinningi fyrir 50 ríki Bandaríkjanna og ESB-ríkin 28. Landsframleiðsla á mann mun aukast umtalsvert í þessum ríkjum og ný störf skapast. Mestur yrði vöxturinn í Bandaríkjunum, en þar er búist við að landsframleiðsla vaxi um 13,4%. Í öllum 28 aðildarríkjum ESB mun landsframleiðsla á mann aukast að meðaltali um 5%, í Bretlandi um næstum 10% og einnig munu Eystrasaltsríkin og löndin í Suður-Evrópu hagnast mikið á samningnum. Í Þýskalandi mun samningurinn leiða til 4,7% meiri landsframleiðslu og í Frakklandi 2,6%. Þessi ávinningur samningsins helst í hendur við umtalsverða fjölgun starfa í fyrrgreindum löndum. Í Bandaríkjunum mun störfum fjölga um 1,1 milljón og í Bretlandi skapast um 400 þúsund ný störf. Í Þýskalandi er reiknað með að 181.000 ný störf verði til.Engin teikn á lofti Sú aukning landsframleiðslu og fjölgun starfa sem hér um ræðir er ekki í samræmi við efnahagsspár fyrir flest önnur ríki heims. Reikna má með að fríverslunarsamningurinn leiði til aukinna viðskipta milli Bandaríkjanna og ESB-ríkjanna en um leið flytja þessi ríki inn minna af vörum og þjónustu frá öðrum ríkjum, þ.e. ríkjum sem ekki eiga aðild að samningnum. Rannsóknin leiðir í ljós að samningurinn verði til þess að viðskipti Bandaríkjanna og Kanada dragist saman um 9% og viðskipti Bandaríkjanna og Mexíkó um 7,2%. Áhrifin á viðskipti við Afríkulönd og Asíu dragast einnig mikið saman. Samningurinn mun enn fremur leiða til fækkunar starfa í þeim ríkjum sem standa utan samningsins og sem dæmi má nefna að í Kanada gætu tapast 101 þúsund störf. Í niðurstöðum rannsóknarinnar kemur fram að áhrif fríverslunarsamningsins á Ísland yrðu fremur neikvæð. Landsframleiðsla á Íslandi geti minnkað um 3,9% og um 1.000 störf tapast þegar samningurinn öðlast gildi. Heildarmatið í rannsóknarskýrslu Bertelsmann er þó það að fríverslunarsamningur Bandaríkjanna og ESB-ríkjanna muni leiða til hækkunar á meðallandsframleiðslu í heiminum um 3,3%. Viðskipti milli þjóða og sérhæfing eru þeir þættir sem mynda góð lífskjör. Öfugt við fullyrðingar stjórnmálamanna sem nú fara með völd eru engin teikn á lofti um það að Ísland geti orðið aðili að þessum samningi gegnum EES-samninginn. Líklegast er að aðild að fríverslunarsamningnum fáist eingöngu með aðild að Evrópusambandinu. Það skýtur óneitanlega skökku við að stjórnvöld Íslands, sem byggir kjör sín hvað mest þjóða á viðskiptum, skuli ekki leitast við að halda sem greiðustum viðskiptaleiðum fyrir þegna sína með því að halda áfram viðræðum um aðild að Evrópusambandinu. Ef Ísland býr við lakari aðgang að viðskiptum en nágrannaþjóðirnar leiðir það til verri lífskjara fyrir Íslendinga. Ef fram fer sem horfir gæti það reynst okkur dýrkeypt að gera ekki neitt. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Svana Helen Björnsdóttir Mest lesið Til þeirra sem fagna Sigurður Gísli Bond Snorrason Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun Hversu mikið er nóg? Guðríður Eldey Arnardóttir Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson Skoðun Að semja er ekki veikleiki – það er forsenda lýðræðis Elliði Vignisson Skoðun Sumar og sól – en ekki alltaf sátt í sálinni Ellen Calmon Skoðun Þetta eru ekki eðlileg vinnubrögð Bryndís Haraldsdóttir Skoðun Geislameðferð sem lífsbjörg Ingibjörg Isaksen Skoðun Skoðun Skoðun Kúnstin að vera ósammála sjálfum sér Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson skrifar Skoðun Geislameðferð sem lífsbjörg Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þetta eru ekki eðlileg vinnubrögð Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Hversu mikið er nóg? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Til þeirra sem fagna Sigurður Gísli Bond Snorrason skrifar Skoðun Að semja er ekki veikleiki – það er forsenda lýðræðis Elliði Vignisson skrifar Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Sumar og sól – en ekki alltaf sátt í sálinni Ellen Calmon skrifar Skoðun Að flokka hver vinnur og hver tapar Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar Skoðun Hagur hluthafanna alltaf og undantekningarlaust í forgangi Jón Kaldal skrifar Skoðun Má berja blaðamenn? Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Vonir um vopnahlé eins og hálmstrá Sveinn Rúnar Hauksson skrifar Skoðun Samfélagið innan samfélagsins Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Til hamingju Íslendingar með nýja Óperu Andri Björn Róbertsson skrifar Skoðun Hvers vegna hatar SFS smábáta? Svarið tengist veiðigjöldum Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun „Oft er flagð undir fögru skinni“ Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir skrifar Skoðun Fjögurra daga vinnuvika – nýr veruleiki? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ráðherra gengur fram án laga Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hagkvæmur kostur utan friðlands Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gagnsæi og inntak Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Sumargjöf Þórunn Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hannað fyrir miklu stærri markaði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grafarvogur framtíðar verður til Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Málþófið um veiðigjöldin vekur miskunnsama Samverja Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Menntastefna 2030 Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ágætu fyrrum samstarfsaðilar á Þjóðminjasafni Íslands Uggi Jónsson skrifar Sjá meira
Í júní 2013 birti Bertelsmann Foundation í Þýskalandi skýrslu um rannsókn á efnahagslegum áhrifum fyrirhugaðs fríverslunarsamnings milli Bandaríkjanna og ESB. Lítillega hefur verið fjallað um þessa rannsókn í fjölmiðlum hér á landi. Í rannsókninni er ekki aðeins kannað hvaða áhrif samningurinn hefur á hagkerfi samningsríkjanna, heldur er einnig rannsakað hver áhrif samningsins munu verða á 126 önnur ríki, þar á meðal Ísland. Skoðuð eru langtímaáhrif samningsins á rauntekjur fólks og breytingar á vinnumarkaði. Ef gert er ráð fyrir að samið verði um afnám allra tolla og vörugjalda milli samningsríkjanna má búast við miklum ávinningi fyrir 50 ríki Bandaríkjanna og ESB-ríkin 28. Landsframleiðsla á mann mun aukast umtalsvert í þessum ríkjum og ný störf skapast. Mestur yrði vöxturinn í Bandaríkjunum, en þar er búist við að landsframleiðsla vaxi um 13,4%. Í öllum 28 aðildarríkjum ESB mun landsframleiðsla á mann aukast að meðaltali um 5%, í Bretlandi um næstum 10% og einnig munu Eystrasaltsríkin og löndin í Suður-Evrópu hagnast mikið á samningnum. Í Þýskalandi mun samningurinn leiða til 4,7% meiri landsframleiðslu og í Frakklandi 2,6%. Þessi ávinningur samningsins helst í hendur við umtalsverða fjölgun starfa í fyrrgreindum löndum. Í Bandaríkjunum mun störfum fjölga um 1,1 milljón og í Bretlandi skapast um 400 þúsund ný störf. Í Þýskalandi er reiknað með að 181.000 ný störf verði til.Engin teikn á lofti Sú aukning landsframleiðslu og fjölgun starfa sem hér um ræðir er ekki í samræmi við efnahagsspár fyrir flest önnur ríki heims. Reikna má með að fríverslunarsamningurinn leiði til aukinna viðskipta milli Bandaríkjanna og ESB-ríkjanna en um leið flytja þessi ríki inn minna af vörum og þjónustu frá öðrum ríkjum, þ.e. ríkjum sem ekki eiga aðild að samningnum. Rannsóknin leiðir í ljós að samningurinn verði til þess að viðskipti Bandaríkjanna og Kanada dragist saman um 9% og viðskipti Bandaríkjanna og Mexíkó um 7,2%. Áhrifin á viðskipti við Afríkulönd og Asíu dragast einnig mikið saman. Samningurinn mun enn fremur leiða til fækkunar starfa í þeim ríkjum sem standa utan samningsins og sem dæmi má nefna að í Kanada gætu tapast 101 þúsund störf. Í niðurstöðum rannsóknarinnar kemur fram að áhrif fríverslunarsamningsins á Ísland yrðu fremur neikvæð. Landsframleiðsla á Íslandi geti minnkað um 3,9% og um 1.000 störf tapast þegar samningurinn öðlast gildi. Heildarmatið í rannsóknarskýrslu Bertelsmann er þó það að fríverslunarsamningur Bandaríkjanna og ESB-ríkjanna muni leiða til hækkunar á meðallandsframleiðslu í heiminum um 3,3%. Viðskipti milli þjóða og sérhæfing eru þeir þættir sem mynda góð lífskjör. Öfugt við fullyrðingar stjórnmálamanna sem nú fara með völd eru engin teikn á lofti um það að Ísland geti orðið aðili að þessum samningi gegnum EES-samninginn. Líklegast er að aðild að fríverslunarsamningnum fáist eingöngu með aðild að Evrópusambandinu. Það skýtur óneitanlega skökku við að stjórnvöld Íslands, sem byggir kjör sín hvað mest þjóða á viðskiptum, skuli ekki leitast við að halda sem greiðustum viðskiptaleiðum fyrir þegna sína með því að halda áfram viðræðum um aðild að Evrópusambandinu. Ef Ísland býr við lakari aðgang að viðskiptum en nágrannaþjóðirnar leiðir það til verri lífskjara fyrir Íslendinga. Ef fram fer sem horfir gæti það reynst okkur dýrkeypt að gera ekki neitt.
Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir Skoðun
Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson Skoðun
Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson skrifar
Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar
Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir skrifar
Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir Skoðun
Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson Skoðun