Lambakjöt, sjómennska og latté Heiða Kristín Helgadóttir skrifar 8. ágúst 2013 07:00 Gleðigangan á vegum Hinsegin daga fer fram í fjórtánda skiptið nú á laugardaginn. Þegar fyrsta gangan var gengin árið 2000 tóku rúmlega 15.000 manns þátt í henni með beinum eða óbeinum hætti. Síðustu árin hefur þátttakendum fjölgað og metnaðurinn fyrir að gera gönguna sem glæsilegasta stöðugt aukist. Mest hefur þeim þó fjölgað sem taka þátt í gleðinni með því að fagna fagurskreyttum vögnum og fylkingum sem streyma í gegnum miðbæinn. Börn með kandífloss, fullorðnir með myndavélar og gamalmenni með glampa í augum standa glaðbeitt og veifa leðurhommum, trukkalessum, pallíettusprengjum og kúrekum. Í dag er fjöldi þátttakenda 80-100 þúsund manns. Á rúmlega einum áratug hefur viðhorf samfélagsins til hinsegin fólks gjörbreyst á þann veg að þessi viðburður þykir ómissandi partur af sumrinu í Reykjavík. Líkt og dæmin sanna víða um heim er sá árangur sem hér hefur náðst ekki sjálfsagður og margar þjóðir líta til okkar sem fyrirmyndarríkis þegar kemur að mannréttindum hinsegin fólks. Það er meðal annars þessari göngu að þakka. Gleðigangan varpar ljósi á alls konar – alls konar fólk sem er þannig og hinsegin og ekki hinsegin – en hún varpar líka ljósi á það hvað við getum verið umburðarlynd, opin, skilningsrík og óhrædd. Þannig dregur Gleðigangan það besta fram í okkur sem samfélagi og sem þjóð. Þar skiptir ekki máli hversu mikið lambakjöt þú borðar, hvort þú hafir farið á sjó eða hvort þú drekkir bara latté – því það skilgreinir ekki hver við erum. Það sem sameinar okkur sem þjóð er hvernig við tökumst á við fjölbreytileikann sem einkennir okkur sem opið samfélag. Fjölbreytileikinn og alls konar er bara að fara aukast. Fjölgun þátttakenda í Gleðigöngunni ber þess vott að við höfum alla burði til að vera öðrum þjóðum fyrirmynd í því hvernig taka eigi þessum fjölbreytileika fagnandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason Skoðun Árásir á gyðinga í skugga þjóðarmorðs Helen Ólafsdóttir Skoðun „Quiet, piggy“ Harpa Kristbergsdóttir Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun Kjósið reið og óupplýst! Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson Skoðun Þrjú slys á sama stað en svarið er: Það er allt í lagi hér! Róbert Ragnarsson Skoðun Ísland er ekki í hópi þeirra sem standa sig best í loftslagsmálum Eyþór Eðvarðsson Skoðun Skoðun Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason skrifar Skoðun Þrjú slys á sama stað en svarið er: Það er allt í lagi hér! Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar Skoðun Kjósið reið og óupplýst! Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Ekkert barn á Íslandi á að búa við fátækt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Árásir á gyðinga í skugga þjóðarmorðs Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hundrað doktorsgráður Ólafur Eysteinn Sigurjónsson skrifar Skoðun EES: ekki slagorð — heldur réttindi Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Að þjóna íþróttum Rögnvaldur Hreiðarsson skrifar Skoðun „Quiet, piggy“ Harpa Kristbergsdóttir skrifar Skoðun Ísland er ekki í hópi þeirra sem standa sig best í loftslagsmálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Ísland, öryggi og almennur viðbúnaður Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Leysum húsnæðisvandann Guðjón Sigurbjartsson skrifar Skoðun Hugleiðing um jól, fæðingu Krists og inngilding á Íslandi Nicole Leigh Mosty skrifar Skoðun Betri en við höldum Hjálmar Gíslason skrifar Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Setjum við Ísland í fyrsta sæti? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Skattahækkanir í felum – árás á heimilin Lóa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hér starfa líka (alls konar) konur Selma Svavarsdóttir skrifar Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar Skoðun 5 vaxtalækkanir á einu ári Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Treystir Viðreisn þjóðinni í raun? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þingmaður með hálfsannleik um voffann Úffa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Allt fyrir ekkert – eða ekkert fyrir allt? Eggert Sigurbergsson skrifar Sjá meira
Gleðigangan á vegum Hinsegin daga fer fram í fjórtánda skiptið nú á laugardaginn. Þegar fyrsta gangan var gengin árið 2000 tóku rúmlega 15.000 manns þátt í henni með beinum eða óbeinum hætti. Síðustu árin hefur þátttakendum fjölgað og metnaðurinn fyrir að gera gönguna sem glæsilegasta stöðugt aukist. Mest hefur þeim þó fjölgað sem taka þátt í gleðinni með því að fagna fagurskreyttum vögnum og fylkingum sem streyma í gegnum miðbæinn. Börn með kandífloss, fullorðnir með myndavélar og gamalmenni með glampa í augum standa glaðbeitt og veifa leðurhommum, trukkalessum, pallíettusprengjum og kúrekum. Í dag er fjöldi þátttakenda 80-100 þúsund manns. Á rúmlega einum áratug hefur viðhorf samfélagsins til hinsegin fólks gjörbreyst á þann veg að þessi viðburður þykir ómissandi partur af sumrinu í Reykjavík. Líkt og dæmin sanna víða um heim er sá árangur sem hér hefur náðst ekki sjálfsagður og margar þjóðir líta til okkar sem fyrirmyndarríkis þegar kemur að mannréttindum hinsegin fólks. Það er meðal annars þessari göngu að þakka. Gleðigangan varpar ljósi á alls konar – alls konar fólk sem er þannig og hinsegin og ekki hinsegin – en hún varpar líka ljósi á það hvað við getum verið umburðarlynd, opin, skilningsrík og óhrædd. Þannig dregur Gleðigangan það besta fram í okkur sem samfélagi og sem þjóð. Þar skiptir ekki máli hversu mikið lambakjöt þú borðar, hvort þú hafir farið á sjó eða hvort þú drekkir bara latté – því það skilgreinir ekki hver við erum. Það sem sameinar okkur sem þjóð er hvernig við tökumst á við fjölbreytileikann sem einkennir okkur sem opið samfélag. Fjölbreytileikinn og alls konar er bara að fara aukast. Fjölgun þátttakenda í Gleðigöngunni ber þess vott að við höfum alla burði til að vera öðrum þjóðum fyrirmynd í því hvernig taka eigi þessum fjölbreytileika fagnandi.
Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar
Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar
Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar
Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun